Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1967, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1967, Blaðsíða 6
Svava Jakobsdóttir D D að var dag nofckurn um vetur og komið fram undir hádegi. Ég var á gangi eftir Eystri-Árgötunni í Uppsöl- um. Á aðra hönd mér var samfelld húsa- I röð, þar var borgarbókasafnið og það- an var ég að koma. í útidyrum safnsins * höfðu skil þagnar og hávaða verið glögg, í skynjun minni þokaði nú hvísl bókavarðanna smám saman fyrir marg- víslegum hávaða hversdagsumferðar í borg. Á hina hönd mér rann Fyrisáin, sem skiptir borginni í austur- og vest- urbæ eins og forðum lækurinn hér í Reykjavík, handan árinnar stóð gamla vatnsmyllan og þar hafði byggðasafn Upplands fengið inni; af neðri hæðinni var hægt að ganga inn í rök neðanjarð- argöng þar sem vatnshljóðið niðaði í eyrum og opið lá út í ána, sem bergmál- aði í göngunum eins og hún væri belj- andi stórfljót. Á vorin þreyttu stúd- entar kapp á keipbátum á ánni og fólk flykktist að til að sjá hvolfa undan þeim á flúðunum undir Islandsbrúnni. En þennan dag var íshröngl á ánni og tröllakerti héngu niður af þakufsum, undir fótum mér marraði í hörðum * snjónum. Stillur voru í lofti og frost. Sólin skein á bláhvíta veröld. í 'hreín- leika vetrarins leitaði á huga minn ljóðlína að heiman: Blessað sé norður- hvelið sem mig ól. Og þó var hér hvorki bláfjóla né birkiskógur, aðeins frost og fönn. Svona geta óiíkar árstíð- ir sætzt á sama Ijóðmálið. í slíku veðri hvílir mikil kyrrð yfir borgum þótt bíl- ar þeysist uim götur og fólk mætist í þröng. Skyndilega hringdu kirkjuklukkur yf- ir borgina. Hljómur þeirra skall á þök- um húsanna, loftið gekk í bylgjum og líkt og snjórinn hefði verið fánýtt duft þyrlaðist hann af malbiikinu, og mal- bikið varð berangur sem hrannaðist upp undan þessum volduga hljómi. Gatan opnaðist og ég var allt í einu stödd í viðáttumikilli, hvítkalkaðri hvelfingu. Framundan voru bogadyr og skreyttar járngrindur fyrir. Þær stóðu opnar til hálfs og opnuðust inn eins og þær byðu hvern þann velkominn er ! bæri að. Ég stóð þarna ein í víðáttunni í og friðsældinni og vissi samstundis hvar ég var: þetta var sál borgarinnar, innsti kjarni hennar. En ég átti enn eitt skref óstigið er borgin kippti að sér hendinni. Áður en ég komst innfyrir járngrindurnar stóð ég aftur upp á Eystri-Árgötunni; kannski greindi borgin á mér hik, kannski sá hún að sér, minnug þess að jafnvel varfærnasta snerting getur orkað sem svipuhögg. En ég vissi samt, að hún hafði sýnt mér mikinn trúnað; milli mín og hennar tokst vinátta sem hefur haldizt æ siðan. Ort hefur verið um sál náttúrunnar; hijómfall hins ósnortna lands, söng fjallanna og heiðanna. Við sem erum börn borganna, vitram að borgir hafa einnig sál, skarkali götunnai eir lag okk- ar lands, á steinsteypu og asfalti erum við heima. Og borgin bregzt okkur ekki, ef við aðeins vörumst að saka hana um istöðuleysi saklausrar sveitar eða beita á hana nautpeningi og sauðfé. K.aupmannahöfn hefur líka sál og hefði ég þó ekki fcrúað því fcér áður fyrr þegar ég var að lesa íslandssögu í skóla. Enda kom sá1 Kaupmannahafnar mér að óvörum, ég var efcki að leita hennar sérstaklega. Stundum þreytum við lang- ai göngur um ókunnar götuir og hverfi, leitum og verðum einskis vör, en snögg- lega þegar við eruim kannski að huga að einhverju öðru, birtir borgin okkur sál sína. í rökkri síðdegis einn vetrar- dag skömmu fyrir jól stóð ég upp við húsvegg á Grámunkatorgi. Systir mín var nýskilin við mig, hún skrapp til að huga að stöð.umælinum, í borgum þarf að sinna þessum mælum reglulega eins og bóndinn sinnir kúnum á básunum. Áður en hún fór hnippti hún í mig: Þú getur dundað þér við að horfa á Dirch Passer á meðan. Gljásvörtum bíl hafði verið rennt upp að gangstéttinni. Úr ihonum steig dökk- hærður maður og úfinhærðoir, nokkuð mikill fyrirferðar og yfirhafnarlaus í kuldanum. Maður sem fer út yfirhafn- ailaiUs una vetur hlýtur að bera mikið traust til bifreið.ar sinnar. Ég held þetta hafi verið Mercedes. Pass-eir setti undir sig hausinn og hvarf niður í búð- arholu í kjallara þar sem feng-ust mat- vörur. Innan skamms birtist hann aft- ur með stóran úttroðinn poka í fang- inu, á hæla honum með arman úttroð- ir:n poka gekk höndlarinn, hann var þesslegur að hann seldi epli í búðinni sinni, eldrauð og safarík epli frá Kab- forníu. Við næstu húsdyr hlóð hann einnig þessum poka á Passer og hvarf á ný niður í búðina sína, en Passer tók að klífa brattan, þröngan stigann. Þarna uppi á Passer rándýra tízkuíbúð í risi, hugsaði ég, og nú ætlar hann að fara að snæða með elskunni sinni. Á borðum er rússneskur kavíar og næfur- þunnt hrökkbrauð, franskir ostar og freyðandi vín, safinn flýtur úr mjúkum perum og vínberjaklasar í blárri skál flæða yfir barmana. Nei, þetta gengur ekki, og ég rýni á ný yfir rökkvað torg- ið, Dirch Passer nartar ekki í gljá- myndir úr vikublöðum, hann gleypir væn kjötflykki löðrandi í sósu. Hið næsta mér vair upplýst forn- gripaverzlun, í glugiganuim var óreiða þar sem glampaði á kopar, messing og silfur, en inni í verzluninni stóð eitt af þessum gömlu, kvenlegu skattlhiolum með mörgum litlum skúffum fytrir leyndarmál, þessi skattihol minna mig á þá horfnu tíð er bókmenntalega sinn- aðar hefðarfrúr höfðu næði til að sækja rómantíska ástafundi; ég sá fyrir mér George Sand, hún stendur á klöpp úti í nóttinni, barmur hennar rís og hníg- ur í nábleiku tunglskini þvi að hún greinir þunga hrynjandi örlaganna í slaghörpuleik Ohopins innan úr hús- inu. Bráðum fellur hann fram á flyg- ilinn með hósta. Við hlið forngripaverzlunarinnar er fornbóksala. Það er með endemum hvað allt hér er fornt eftir að Dirch Pasiser hvarf. Ég svipast um eftir göml- um íslandskortum í glugganum, þau eru eitt af verðmætum þessarar borg- ar; minjar um forna frægð Danaveldis og ganga kaupum og sölum. Þau eru dýr. Dan&kur safnari sagði einu sinni við mig, að það væru íslendingar sem sprengdu upp verðið. En _ hverjum stendur það nær en einmitt íslending- um að sprengja upp verðið á uppdrátt- um þesis lands sem við göng.um á? Sfcyldi gjaldeyririnn fara i annað þarf- ara en kaupa landið okkur aftur, þótt afskræmt sé og hornskakkt og teygt eins og tyggigúmmí í hinar furðuleg- ustiu áttiir? Meðan land okkar var svona aifkára- legt í lögun, voru hús þau að rísa sem ég nú virti fyrir mér: löng og mjó stóðu þau í öruggu nálbýli hvert við annað. Grámi rökkursins sveípaðist um háar burstirnar, við sökklana liðu svip- ir munkanna sem einu sinni áttu leið hér um. Og skyndilega hljómaði kiukknahringing yfir Grámunkatorgi og nú var sem hljómuirinn hæfi skynjun m.ína upp, ég sá niður á öll þök Kaup- mannahafnar. Það glampaði á kopar- irm, tónar klukknanna sveigðust mjúk- lega yfir hvolfþökin og renndu sér nið- ur bylgjaðar þaldhellur gamalla húsa, Framhald á bls. 63 n ® r? I \ 38 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 24. desember 1M7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.