Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1967, Blaðsíða 23

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1967, Blaðsíða 23
t Uppsölum. Horft niður Fýrisá þar sem hún fellur um miðbæinn. Fýristorg: til hægri. tslenzkumælandi menn á norrænu bókmenntaþingi. Frá vínstri: Benedikt S. Bene- dikz, Bruno Kress, Richard Beck, Christian Westergárd-Nilsen og Sveinn Skorri Iiöskuldsson. í baksýn turnar Dómkirkjunnar í Uppsölum. ið um þennan ask, en íslendingi kemur auðvitað í hug Yggdrasill, sem Völuspá ssgir, að hafi staðið grænn yfij Urðar- brunni. í þessu tré ætti þá Óðinn að hafa hangið í níu nætur er hann gaf sig sjálfan sjálfuim sér sem segir í Hávamálum. Grafið hefur verið í Urð- arbrunn og gefa þær rannsóknir til kyr:na, að þar hafi verið látnir far’.a margir verðmætir gripir í heiðnum dómi til að blíðka þau goð, sem talin v'jru ráða yfir veðri og velsæld manna. Rannsóknir hafa hins vegar ekki ieitt í ljó3 hvort mönnum hafi þar verið fórn- að, en þess ber að geta, að ítarlegar rannsóknir ihafa ekki farið fram þarna. It. Uppsalir eru háskólabær í bezta sk..’ningi þess orðs. Allt líf bæjarins er eins og mótað af þeirri æðri menntun, sem þar á heima. Starfsemi háskólans með öllu sem því tilheyrir, sér stað víða um borgina. Og Uppsalir hætta ekki að vera háskólabær þó kennslu vormisser- is ljúki og prófessorar fari í sumv'leyfi. Visindamenn halda áfram að sítja á há- skólabókasafninu, Carolina Rediviva, dag hvein og nú gefst ýmsum þeim ko.-tur á ao helga sig óskipta fræðistörfum, s;m meiri önnum eru bundnir vetu'' en sirr.ar. Einnig hefjast um þetta leyti ráðstefnur ýmsar, fræðimenn korna sam- an og þinga. Einn morguninn sitja lóg- fræðmgar og laganemar frá öllum Norð- urJór.dunum í sólskininu í háskólatröpp- unurn, næsta dag eru þar samankomn- ir aðrir hópar úr öðrum stað. En borgin tekur gjarna svip af því hvaða ráð- stefr.a stendur yfir. Einn sólskinsdag sumarið 1966 stanzaði ég við bókabúðarglugga við hornið á Drottninggötu og Fýristurgi og virt: fyrir mér nýja útstillingu i g’ugg- anum. Þennan dag hafði verið komið þar fyrir fræðibókum um norrænar bók- menrtir og fylltu þær gluggann. Það vakti ánægju mína að meðal þessara bóka var einnig History of Icelandic Liierature eftir prófessor Stefán Eina:s- son. Þessi gluggaútstilling var ekki gerð að tiiefnislausu, því að þennan dag var sett annars staðar í borginni bing sér- fræðin.ga í norrænum bókmenntum. Hífð? verið til þingsins boðað meðaí a Jra háskóla, sem hafa Norðurlanda- bókmenntir á kennsluskrá sinni. Höfðu flestir háskólanna brugðið vel við og alls sótm bókmenntaþingið rúvnlega hurdrað fulltrúar frá átján löndum. ing sem þetta eru haldin annað- hvert ár og til skiptis í löndum þeim. er að þeim standa. Hefur sú venja kom- izt á, að þau séu annaðhvert skipti hald- in a eirahverju Norðurlandanna, en hitt skiptið uían þeirra. Var þetta sjötta bók- menntaþing, sem International Associ- ation for Scandinavian Studies gengst fynr og nú haldið í Svíþjóð í fyrsta skipí.i Formaður undirbúningsnefndir af hálfu Svía var prófessor í bókmenntum við Hásikólann í Uppsölum, Gunnar Tid- eström. í samtali við fréttamenn í upp- hafi ráðstefnunnar gat hann þess, að tilgangurinn með slíkum ráðstefnum væri sá, að fræðimenn frá ýmsum löod- um gætu hitzt, skipzt á gagnkvæmum upp’ýsingum og örvað hverir aðra til átaka við ný viðfangsefni. Einnig væri gagnlegt að fá að vita hverju væri unnið að í rannsóknuim einstakra landa. „Við vitum, að víða eru rannsóknir í fullum gangi“. bætti prófessor Tideström við. „Það sést einkar vel af þeim viðfangs- efnum, sem tekin eru til meðferðar á fyrirlestrum ráðstefnunnar. En við vitum ekki enn hve samræmdar þessar rann- sóknir kunna að vera“. Það var háskólinn í Cambridge, sem fyrstur kom fram með hugmynd að þess- um ráðstefnum. Meðlimir sambands- ins, sem fyrir ráðstefnunum stendur, eru háfkólaikennarar, sem stunda kennslu og rannsóknir í Norðurlandaibókmenntum. Meðlimsrétt öðlast þeir með því að sitja fundi samtakanna. E g leit inn á þessa ráðlstefn.u til þeiSiS að geta hennar í Morgunbtaðinu og enda þótt það hafi dregizt lengur en til stóð, tel ég frásögn af þessu ekki úrelta. Bæði er, að þarna var fjallað um sígild efni og eins hafa önnur blöð hér- lend ekki orðið fyrri til með frétrt af þessu þó hún lægi svo lengi hjá mér. Gagnkvæm áhrif fagurbókmennta og annarra listgreina var viðfangsefni þessa þings. Voru fluttir fimmtán fyrir- lestrar alls á þinginu uim þetta efni. Má nefna sam daemi að einn fy'rirltestairinn fjallaði um viðborf Grundtvigis til tón- listar og myndilistar, annar var um skáld siög.u og kvikmynd m;ð sérstakri hlið- sjón af bók Eyvinds Johnsons: Hans nádes tid og Strindberg og Beethoven hét einn fyrirlesturinn. Þá má geta þess hér, að formiaður undirbúningsnefndar þingsins. Gunnar Tideström, prófessor, hafði haustið áður gefið út mikið verk, Dikt och bi'ld, þar sem fjallað var um saima efni og ráðstefnan tók fyrir. T M. slendingar hafa tekið þáitt í þess- um þingum fræðimanna. í norrænum bókmienntum eins og að líkum lætur og hafa frœðimenn héðan flutt fyrir- lastra á ýmsuim fyrri ráðstefnum.. Á þessari ráðstefnu var þó enginn fullrtrúi frá Íslandi avo hliutur okkar var ekki einis góðu-r þar og i bókarbúðtarglugg- anuim. En þarna urðu þó fljótt fyrir nokkrir fu'llitrúar Islands í þessum fræðum á erlendum vettvangi, Sveinn Skorri Höskuldsson lektor í Uppsölum var í undirbúningsnefnd mótsins og þarna héldu þeir með honum upp merki íslands Richard Beck prófessor og Benedikts S. Benedikz háskólaibókavörð- uv. Þá voru einnig tveir útlendingar þarna á ráðstefnunni, sem töluðu svo góða islenzku að mátt hefði ætla að þeir hefðu alið allan aldur sinn á íslandi. Það voru þeir prófessor Westergárd-Nielsen í Áróouim, einn skeleggaisti andstæðing.ur okkar í handritamálinu og Bruno Kress, prófessor í Greifswald í Austur- Þýzkalandi. Eitt kvöldið sem ráðstefn- an stóð yfir rifjuðu þeir upp í hópi Is- lendinga eitt og annað frá dvöl sinni hér á landi fyrir um þrjátíu árum, en þá voru þeir samtíða við nám hér í Reykjavík eins og mörgum mun kunn- ugt. Þesisi ráðsitefna var einkar fróðleg og uppbyggileg og er norrænum bókmennt- uim mikill 9tyrkuir að slíkum þin.gum. Að því er ég bezt veit verður næsta ráð stefna innan Norðurlandanna haldin hér á landi og gefst mönnum þá gott tæki- færi til að kynnast merkri starfsemi þessara samtaka. 24. desember 1987 •LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 55

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.