Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1967, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1967, Blaðsíða 2
ANNO DOMINI I. Þessi mynd er frá því einhverntíma á seinni stjórnarárum Ágúst- usar keisara, og er ætlað að sýna velmegunina sem þá ríkti. að okkar tímatali. Um þær mundir var Júdea nýtt skattland Rómaveldis. Þetta sama ár höfðu Rómverjar rekið frá völdum í Júdeu Arcelaus, son Herodes- ar mi‘kla og sent þangað Kýrenius, landsstjóra á Sýrlandi, til þess að skrá- setja landsbúa. Galilea var hinsvegar látin áfram um skeið undir stjórn af- komenda Herodesar. Slíkt stjórnmála- ástand var ekki ótítt í austunhluta hins rómverska keisaraveldis; ýmist nutu smákonungar stuðnings keisarans eða voru reknir frá og komið á beinni stjórn Rómverja. Og Palestína var langt frá Rómaborg, þar sem aðkailandi vanda- mál og nærliggjandi kröfðust skjótra úrlausna. Rómverska keisaradæmið var heims- veldi í þess orðs ströngustu merkingu. Að norðan markaðist ríkið af fljótunum Rín og Dóná, í vestri af Atlantshafi og í suðri af Atlasfjöllum, Sahara og flúð- um Nílarfljóts. Rómverskir borgarar, sem mestan part voru búsettir í Róm — og á Mið- og Norður-Ítalíu, voru yfirboðarar íbúa allra landanna, sem heimsveldinu til- heyrðu. Utan Ítalíu var heimsve'-dinu skipt í „provinciae" en samkvæmt réttarstöðu þeirra innan þess væri réttast að kalla það nýlendur. Árið 1 mun rómverska beimsveidið ‘hafa náð yfir rúmlega þrjár milljónir ferkílómetra; um íbúafjölda er ekki vitað, en gizkað hefur verið á að hann 'hafi verið um sextíu milljónir. Vafasamt er, að nokkur hafi vitað þá hver íbúafjöidinn var, því þótt skrá- setningar væru látnar fara fram, voru þær óregiulegar og á mismunandi tím- um í hinuim ýmsu nýlendum. Þar fyrir utan var eina hlutvebk þeirra að ihalda skattheimtunni í lagi. Skattheimtustjór- inn og hermennirnir voru hinir áþreif- anlegustu tengiliðir milli Rómar og ann- arra hluta heimsveldisins. Rómverjar höfðu hafið útiþenslu- s’tefnu sína þegar á þriðju öld fyrir Krist og héldu henni enn lengi áfram. í þá tíð var ekki hin sama tilhneiging og nú til þess að breiða yfir hagsmuna- leg markmið út'þenslustafnunnar. Þá var almennt viðurkenndur réttur ríkja til þess að arðræna, eða a;m.k. hafa þann hagnað, er hægt var, af sigruðu landi, hvernig svo sem það hafði verið brotið undir veldissprota sigurvegarans. Og þar með var ekki aðeins átt við skattheimtu fyrir ríkið — í vörum, þjónustu og reiðufé — heldur og alls konar tekjuHndir, löglegar og ólögleg- ar, til handa embættismönnum, skatt- heimtumönnum og öðrum. Jafnframt var það rómvers'ka ríkinu í hag að haida friði í skattlöndunum og beitti það þá gjarna fyrir sig þarlendum mönnum til þess að fara með stjórnina. Frá upphafi útþenslu Rómverja lögðu þeir á það áherzlu, að hlutast sem Ágústus var ekki eins farsæll maður í hjónabandinu og stjórn landsins og raunar heimsmálanna. Hann var þrí- kvæntur. Þriðja kona hans var Livia, sem meðfylgjandi höggmynd er sögð af. Þau voru gift í 52 ár en hún gaf honum enga erfingja. Júlía, eina barn Ágústusar keisara og móðir drengjanna Gaiusar og Luciusax. minnst til um þjóðfélags- og menningar- skipan skattheimtulandanna. Þessi regla var síður en svo sprottin af umburðar- lyndi ,heldur af því, að það var talið heppilegast og þjóna bezt hagsmunum þeirra. Rómverjar vildu drottna til sem mestra hagis'bóta fyrir sjálfa sig og þeir höfðu löngu komizt að raun um, að minnsta mögulega íhlútun uim innri málefni skattlandanna borgaði sig bezt. Engu að síður hafði rómverski nýlendu- stjórinn jafnan allt að því alræðisvald og hikaði ekki við að beita því, ef í odda skarst. Því var það, að undir eðlilegum kringumstæðum, vissi mikill hluti íbúa heimsveldisins tiltölulega iítið af hinni rómversku yfirstjórn, einkum þó í aust- ustu hlutuim þess, í þeim löndum, sem þegar höfðu háþróaða menningu, áður en Rómverjar komu þangað. Þessi lönd voru mjög frabrugðin hvert öðru og ólík löndunum í vestri. Latína var að sjálfsögðu hið opinbera mál heimsveld- isins, en 'hún var ekki töluð í hinum eystri löndum þess, né í ýmsum öðrum, tiJ dæmis Sikiley og Lybíu. Þar var ýmist töluð og rituð gríska, aramneiska, egypzka eða önnur mál. Mer.ntaðir Róm- verjar kunnu góð skil á grísku, en. Grikkir og þeir, sem austar bjuggu, lögðu sitt lítt eftir latínu. Þegar Gyð- ingurinn, Joseph Ben Matthías, skrifaði sögu sína af uppreisn og falli Jerúsalem var fyrsta útgáfan á arameisku, önn- ur á grísku. Jt egar frá er talin uppreisn Gyð- inga á 1. öld sem tók Rómverja fjögur ái að bæla niður, var um þessar mundir tiltöluiega lítið um alvarieg átök eða stríðserjur í rómverska heimsveldinu. Víða ríkti megn óánægja og mikil óham- ir.gja, en sagan greinir ekki frá slíku, enda hefur hún til'hneigingu til að vera saga sigurvegaranna — hinir sigruðu standa eftir þögulir og myr.dl'ausir sem verkfæri í 'höndum hinna. Árið 1 gátu Rómverjar því litið í kring um Sig býsna hróðugir. Þeir höfðu náð yfirráðum yfir því, sem þeir töldu hinn siðmenntaða heim og bundið enda á langvarandi borgarastyrjöld innanlands. Nú réðu þeir víðfeðmu ríki undir stjórn Ágústusar eða Oktavíanusar, eins og hann hafði áður heitið, frænda og kjör- sonar Júlíusar Cæsars. Hann hafði rikt í 27 ár og eflt mjög og styrkt ríki sitt. Tveimur árum fyrir Krist hafði hann verið sæmdur nafnbótinni „Pater Patriae" — „Faðir þjóðarinnar“ og sagn. fræðingar áttu eftir að sæma hann nafnbótinni „arkitekt rómverska heims- veldkins“. Annars var aðal titill hans „Princeps" og einnig var bann nefndur „Imperator", en það var titiU hans sem yfirmanns hersins. Ágústus lét sig ekki aðeins skipta fjármál rikisins, vistaöfiun og hermál — her hans taldi þrjú hundruð þúsund manns um þessar mundir — heldur gerðist hann einnig stuðningsmaður mennta og lista og fór krossferðir á hendur siðleysi og lausung. Sama árið, sem hann var útnefndur „Faðir Þjóð- arínnar“, rak hann dóttur sína, Júlíu, í útlegð fyrir saurlifnað og með henni marga míkilsmetna menn. Tíu árum síð- ar verð dóttir hennar að sæta sömu ör- lögum. Sú hét einnig Júlía og var gift F.miLusi Pálusi, þeim hinum sama, sem var annar ræðismaður árið 1. Hún var fiuit á eyðieyju — en hann líflátinn þá eða nokkru síðar. Það er alltaf erfitt að dæima um siðferðilegar hreinsanir og herferðir, en ýmislegt mun hafa verið dularfullt við mál beggja þessara kvenna og er talið sennilegt, að valda- streita og samsæris'brugg hafi átt þar i einhvern þátt. Águstus hikaði ekki við að brjóta í bága við ýmsar hefðbundnar reglur rómverska rikisins. ' í stjórnartíð hans var lýðræði aðeins haldið að nafnina til og hann ætlaði að gera embætti sitt arfgengt. Barnabörn sín tvö, drengina Gaius og Lucius, sem jafnframt voru kjörsynir hans, útnefndi hann ræðis- menn, þegar þeir voru aðeins fimmtán ára (á árunum 5 og 2 f. Kr.) — og þeir fengu báðir tignarheitin „Princeps æsk- unnar“. Árið 1 var Gaius tvítugur og var hann þá kjörinn ræðismaSur ásamt Emilíusi Pálusi mági sínum. En úr því sneri lánið baki við Ágústusi. Lucius lézt ári síðar og Gaius eftir fjögur ár og neyddist hann þá til þess að skipa Tiberíus eftirmann sinn. Á síðustu árunum fyrir Krist höfðu stærstu nöfnin í hinum rómverska bók- menntaheimi verið Virgil, Horace og Livius og nutu þeir fjárstuðnings Maecenas, eins bezta og auðugasta vinar Ágústusar. Þeir áttu ekki svo lítinn þátt í því að ala á lofi og aðdáun á Ágúst- usi, með skáldskap sínum. Tveir hinir fyrrnefndu voru látnir árið 1 (Virgil lézt árið 19 f. Kr., Horace árið 8 f. Kr.). En Livius vann þá enn að s'ínu mikla riti um sögu Rómar. Ágústus hafði hönd í bagga með öilum þessum mönnum. Hann vildi Ágústus lét reisa grafhýsi mikið fyrir sig og f jölskyldu sína. Þar var hann svo lagður til hinztu hvíldar árið 14 e. kr. Síðan hefur grafhýsið verið notað til margra hluta, sem vígi, skemmtigarður, leikhús, hljómleikahús og margt annað. Árið 1938 var gerður þar uppgröftur og nákvæmar fornminjarannsóknir og hefur grafhýsið síðan verið endurbætt og varðveitt. brýna fyrir bjóðinni, að á þessum tím- um friðar og vaxandi velsældar, væri hætta á siðferðilegri hnignun — og gerði ýmsar ráðstafanir, bæði með áróðri og lagasetningum, til þess að sporna við óhóflegri eyðlusemi, létt- úð og siðleysi. Hann ætlaðist til að Róimverjar framtíðarinnar yrðu sterkir og ábyrgir þátttakendur í stjórn hers og ríkis. Til þess að ná þessu takmarki sinu hlífði hann engum, ekki einu sinni sínum eigin a‘korr>?ndum, etns og drep- ið var á að framan. F JLJ ínn þeirra, sem samsekir voru taldir Júliu hinni yngri, þegar hún var rekin í útlegð, var skáld-.ð Ovid. Var hann einnig sendur í útlegð til Tomi við Svartahafið og neyddur til að dvelj- ast þar tíu síðustu ár ævinnar. Að vissu leýti spegluðu örlög Ovids hina miklu mótsögn í lífi Rómaveldis á þessum tíma. H'vað hafði hann gert til þess að leiða yfir sig slíka refsingu? Eftir því, sem næst verður komizt vár það eikkert — eða þá eitthvað sára sm'ávægileg. En tíu árum áður, hafði hann ort um „Listina að elska“ og á sirmi glæsilegu framabraut var hann jafnan um'kringdur skáldum og mennta- mönnum, sem létu sig tiltölulega litlu skipta dýrkunina á hinum glæsilega eiðtoga þjóðarinnar, svo sem þeir Virgil og Horace höfðu áður gert, en gengu á hinn bóginn uipp í sinni eigin ein- slaklingshyggju og í ástir.ni — synd syndanna — enmitt um þær mundir, sem keisarinn krafðist siðgæðislegrar endurvakningar. Þótt Ágústus keisari vildi efla fagr- ar listir —; og vissulega varð stjórnar- tíma'bil hans nokkurs konar endurreisn- artímabil í þeim efnum -— kærði hann sig ekkert um algert hömluleysi. Og 34 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS' 24. deSembér 1967

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.