Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1967, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1967, Blaðsíða 11
9 maöurinn hvílst í höll sinni, er við ókum þar framhjá, verið þreyttur efir Moskvuförina og útifandinn. Tæpast að honum hafi verið hugsað til fornvinar síns Ben Bella, sem sat þar í fangelsj skammt frá. Mikið klæjaði mig samt í fingurna, sem blaðamanni.að mega ekki ganga fyrir þessa tvo menn, spyrja þá spjörunum úr, eiga við þá eitt gamaldags viðtal upp á íslenzku, en vafa laust hefði slíkt ekki tekizt nema á löngum tíma. Fjölbýlishús með gati í miðj- unni. Nú þótti við eiga að sýna okk ur eitt nýtt fjölbýlishús, og var það með nokkuð öðru sniði en blokkirnar okka-r í Reykjavík. Eitthvað voru konur þar frjáls legri, því að þær höfðu varp- að blæjunum, og sýndu okkur óhikað íbúðir sínar. Skrautlega voru þær klæddar og vingjarn legar á svipinn. Það vakti furðu. að gegnum allar hæðir hússins í miðjunni, var op, garður á svölum á hverri hæð, svart-hvítir tíglar settu svip á öll gólf. Lífskjör þessa fólks sýndust ekki lakari en gengur og gerist annars staðar hjá miðstéttarfólki. Nú var hitinn orðinn allmik- ill, og þurftu sumir ærið oft að strjúka sveitt andlit sitt með vasaklútnum, og tæpast gátum við haft það eins og Ar abarnir að leita undir tré, sem klippt eru gagngert þannig, að þau veiti einhvern skugga, þeg ar sólin er hæst á lofti. Mætti nefna þau forsælutré. Gómsætur arábiskur matur og piparmintute Var það því tekið til bragðs að fará með okkur á veitinga- hús. Það vár stórt og mikið, og stóð ekki að baki því bezta, 24. desember 1907 ------------- sem þekkist í hinum vestræna heimi. Þar var sezt að snæð- ingi, og enginn var svikinn af matnum. Fyrst fengum við grænar olífur og allskyns góm sætar kryddjurtir og ávexti í forrétt. Var það sérstaklega bragðgott þótt kryddið væri nokkur sterkt. Síðan fengum við kjötrétt, sem var vafinn inn an í einskonar pönnukökur, ein staklega bragðgóður. Síðan komu kjúklingar og að síðustu var sett á borðið skál full af allskyns ávöxtum. Með þessu var drukkið rauðvín frá Sor- ensen í París, en börnin mín fengu ávaxtasafa. Á eftir feng- um við svo arabiskt te með pip armintubragði, einstaklega gott og hressandi. Allur þessi viðurgerningur var til mikils sóma, og var allt þetta innifalið í ferðakostnáði, sem Sunna sá um, og var mjög í hóf stillt. Þjónn sá, sem gekk um beina kenndi mér að þakka fyrir mig á arabisku, en þá segir maður nokkuð snöggt „Saha“. Kom mér það að notum síðar, er ég hitti gamla Arabahöfðingjann. f gegnum gömlu Arabahverfin Næst lá leið okkar inn í Ar- abahverfin, og hygg ég, að til þeirrar ferðar hafi verið beð- ið með mestri eftirvæntingu. Nær engir okkar höfðu áður átt þess kost að kynnast Aröbum á heimilum þeirra. Það er talið, að sum þessara gömlu Arabahverfa, sem byggð eru utan í hæðir Algeirsborg- ar séu ævagömul, og mörg þeirra byggð á árunum fyrir Kristsburð, enda er byggingar- lag eftir því.. Yfirleitt gengum við niður frá hæðunum, gegnum það, sem Arabamir kalla götur, en við myndum varla nefna því nafni, enda eru þær svo mjóar, að sæmilega handleggjalangur maður getur snert húsveggina meðfram þeim báðum höndum samtímis. Göturnar eru yfir- leitt tröppulaga, en pallar eru þó á milli trappana víðast hvar, og inn af þeim eru svo „íbúð- irnar“. SmáíbúðahverfiS Ég hef nafnið á „íbúðum“ þessum innan gæsalappa, svo furðuiegar þóttu okkur þær. Eitthvert op, misstórt, var fyr- ir þeim í dyrastað, og oftast grófur strigapoki í stað hurð- ar. Innan við var svo „íbúðin“. ekki stærri en 2x2 metrar að flatarmáli, og í þessu herbergi bjó öll fjölskyldan, konurnar og krákkarnir og eiginmaður- inn, þegar hann var heima. Einhvers staðar í þessum „stigagangi“ var svo eitt sal- erni, opið „pissoir“, þar sem gamlar úlfaldahetjur köstuðu af sér vatni, án þess að veita iðandi manngrúanum sérstaka athygli, svona rétt eins og fólk gerir á íslandi úti í náttúr- unni, á ferðalögum, en fer þó dult með. Einn var vatnskrani við stiga ganginn, þar sem krakkar sóttu vatn til heimilisþarfa í alls- kyns ílát úr plasti, leir og tré, hið merkýegasta samsafn af koppum og kyrnum. Innan um allan þennan Sóða- skap 'léku sér svo undurfögur hfokkinhærð, lítil börn, svört Eftir Friðrik Sigurbjörnsson á brún og brá, og einn hafði brugðið yfir höfuð sér plast- poka, sem okkur á Vesturlönd- um er sagt að halda frá litlum börnum vegna slysahættu. Skyldleiki viS Islendinga lítill En litlu börnin og raunar þau stálpaðri líka, þarna í Algeirs- borg, eru ljómandi falleg og glöddu hjarta manns. Hvað mik ið, sem við reyndum að koma auga á afkomendur íslenzku þrælanna þarna, Ijóshærðra og bláeygðra, var ekki viðlit að finna neinn skyldleika með Tyrkja-Guddu og sálufélögum hennar, enda hætt við að blóðið hafi þynnst eitthvað á langri leið. Hafa þeir lært slátursgerð af íslendingum? Eitt fannst okkur þó benda til skyldleika við íslendinga og það voru kjötbúðirnar. Þar hengu upp um alla veggi vamb- ir og keppir, og í búðarglugga einum sáum við velverkuð svið, þótt fremur væru þau ólystileg innan um flugnamergð og ó- hreinindi. Máski hefur Tyrkja- Gudda kennt þeim til sláturgerð ar, kennt þeim að meta súr- mat, máski hafa þeir haft blóð mör og lifrarpylsu ásamt lunda böggum til hátíðabrigða? Skýr ingin er þó sjálfsagt einfaldari en þessi og ekki eins langsótt. Þykir mér líkiegt, að Aröbum, eins og okkur Íslendingum áð- ur fyrr, hafi reynst erfitt að geyma mat óskemmdan lengi, og þess vegna tekið til braigðs að koma honum fyrir í kepp- um og vömbum og súrsað hann. Neyðin kennir alls staðar naktri konu að spinna. Kynnisferð ungra íslenzkra hjóna til Algier Einhverjum okkar datt í hug, að ráð væri að bjóða öllum nýgiftum íslenzkum hjónum í ferð um Arabahverfi Algeirs- borgar. Myndi það sýna þeim, að allt er ekki fengið með rík- mannlegum . íbúðum. Nægju- semi er ævinlega dyggð, og hamingjan er ekki alltaf fólgin í miklu prjáli'og hégóma, held ur oftast í einfaldleikanum. Ekki má samt skilja orð þessa félaga míns á þann veg, að hann óski eftir, að við íslend- ingar slökum á hóflegum kröf- um okkar í byggingarmálum. Síður en svo. Það er ekki svo langt síðan við bjuggum sjálfir í frumstæðum hreysum, þótt á síðustu mannsöldrum hafi ver- ið unnin þrekvirki í húsnæðis- málum hérlendis. Máski er það sorglegt að ganga í gegnum þessi hverfi. En örugglega er það lærdóms- rikt. Við tölum á margvísleg- '• an hátt um vanþróaðar þjóðir, lítum jafnvel niður á þær, sum ir hverjir. En fæst okkar ger- um við okkur þess nokkra grein, hvað hugtakið merkir. i Öryggisleysið allsráðandi Að ferðast meðal Arabana í Algeirsborg kennir okkur margt, Við meltum það máski ekki allt í einu, — en svo kem ur það yfir okkur yfirþyrm- andi hvað okkur finnst þessar þjóðir eiga margt ólært, á hve marga vegu væri hægt að hjálpa þeim. Meðan við búum við alls- nægtir. og öryggi um 'íf okk- ar, ættum við að hugsa til þess ara þjóða, þar sem öryggi mannslífanna er minna en ekk- ert, og fólk veit nánast ekki, hvort það á málungi matar á næsta degi. Eitthvað fannst okkur al- sírski fararstjórinn okkar mið- ur sín. þegar hann var að sýna okkur þessi hverfi líkt og hann skammaðist sín eitthvað fyrir þau. É« ljósmynda úlfaldahöfðingj- ann Á leiðinni að Mosku Múha- meðstrúarmanna varð á vegi mínum gamall úlfaldahöfð- ingi, svipmikill með mikið skegg, klæddur í yfirhöfn. sem mér sýndist einna helzt vera úr strigapokaefni. Þessi sonur spámannsins vakti eftirtekt mína, svo að ég gekk í veg fyrir hann á götunni, lagði hönd á brjóst mér og sagði: ,.Allah“ benti á kvikmyndavél- ina mína og á hann, og virt- ist hann skilja það. að: mig lang aðí til að taka af honum mynd. Gamli maðurinn varð góðfús- lega við bón minni, sétti upp Framhald á bls. 62 Arabisku börnin í öngstrætunum eru falleg og indæl, en leik- svæði þeirra er hulið óhreinindum. Takið eftir plastpokan- um á höfði litla herrans. (Mynd Fr. S). Fáeinar svipmyndir frá sólheitum degi í Norður Afríku Moskan í Algeirsborg. Takið eftir mönnunum þremur, sem sitja I skugga „minarettunar“. (Mynd: Fr. S.) ■LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 43

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.