Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1967, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1967, Blaðsíða 10
Arið 1627 gerðust þau tið- indi á íslandi, að tyrkneskir víkingar, ættaðir frá Algier á norðurströnd Afríku, komu til Islandsstranda, rændu hér og rupluðu og frömdu hin mestu óhæfuverk. svo að alltaf hefur í minnum verið haft síðan. Talið er, að þeir hafi alls drepið hér eða rænt um 400 mönnum, og urðu Vestmanna- eyingar mest fyrir barðinu á þessum ofbeldismönnum. Þegar suður kom seldu þeir fólkið mansali, tvístruðu því sitt á hvað um Algier, slitu börn frá foreldrum sínum, korvur frá mönnum sínum, og átti flest þetta fólk illa ævi þar syðra, þótt undantekningar kunni að hafa verið þar á. Þó fór svo að lokum, að 30 af föngunum voru leystir út af dönskum stjórnarvöldum, og 9 árum eftir Tyrkjaránið náðu 27 þeirra aftur hingað heim. Aldrei voru þessir ránsmenn annað kaliaðir hérlendis en Hund-Tyrkjar, og land þeirra nefnt Barbarí, sem þótti hið mesta skammaryrði, því að Barbarar hafa þeir alltaf verið kallaðir, allt frá dögum Róm- verja hinna fornu, sem sérdeilis þóttu illa siðaðir. Máski ætluðum við að hefna Tyrkjaránsins. 340 árum eftir þessa atburði, lá leið okkar svo, nokkurra ís lendinga, til Algeirsborgar, til þeirra staða. þar sem landar okkar lifðu hörmungatíma í höftum og ófrelsi. Kynnu menn að álíta það, að sú ferð væri gerð til að hefna Tyrkja-ráns- ins. Og það er frá þeirri för, sem mig langaði til að segja frá að þessu sinni. Geta verð ég um tildrög henn ar fyrst að nokkru. Við höfð- um undanfarinn hálfan mánuð sólað okkur á sólríkum strönd- um Mallorca, eyjunnar rómuðu í Miðjarðarhafi vestanverðu. Ferðaskrifstofan Sunna hafði séð um þessa ferð af miklum myndarskap. Ég var þarna með konu minni og 3 börnum. Lifðum við eins og blóma í eggi, og var hver dagur öðrum dýrlegri. En Sunna hafði gert meir en að sýna okkur Mallorca og henn ar lystisemdir. Hún hafði einnig skipulagt ferð okkar til Algeirs borgar, og var ferðin ráðin ihinn 21. júní, en þann dag <hafði flugvöllurinn við borgina fyrst verið opnaður á nýjan leik, eftir að styrjöldinni lauk milli fsraelsmanna og Egypta við botn Miðjarðarhafsins. Lagt af stað frá Palma de Mallorca Klukkan var 7 að morgni, þegar Njörður P. Njarðvík, far arstjóri Sunnu á Mallorca, ræsti okkur 5, sem bjuggum á hæð- inni fyrir neðan hann í stór- hýsinu við Monsenior Palmer 26, en það var nærri miðborg Palma, en þó nær hinum eldri hverfum höfuðborgarinnar. Stigum við síðan út í lang- ferðabíl og sóttum islenzka ferðafólkið, út á hin ýmsu hótel á Arenalströndinni svo að alls urðum við 2'5 íslendingarnir, sem þessa ferð fórum. Spánskur fararstjóri var einn ig rneð í förinni, og auk okkar og hans. allmargir útlendingar. Á flugvellinum í Palma beið okkar 4 hreyfla flugvél af gerðinni DC-4 frá spænska flugfélaginu Spantax, sem flytja átti okkur þessa 75 mín- útna leið yfir Miðjarðarhafið til Algeirsborgar. Boumedienne kom daginn áður. Það vakti atlhygli okkar, að margir storkar spígsporuðu ut- an við flugbrautirnar, eins kon ar móttökunefnd, og gladdl það a.m.k. mitt gamla hjarta. Svo hagaði til, að daginn áður Þarna er ekkja í svörtum bún- ingi, en með hvítan klút fyr- ir andlitinu, í einu öngstræt- anna. (Mynd Þ. H.) hafði Boumedienne höfuðsmað ur og einvaldur í Algier, kom- ið þangað úr Moskvuför sinni, og þann sama dag haldið glæst- an útifund með tugþúsundum manna til að skýra löndum sín um frá árangri ferðarinnar og afrekum sínum. Öll alsírsk blöð voru full af frásögnum af fundi þessum og birtu risastór ar myndir af mannfjöldanum og hafði ég keypt nokkur þeirra, en því miður urðu þau eftir í London. Máski vegna þessa, voru hvar vetna hermenn, gráir fyrir járn um, á hverju götuhorni og alls staðar við flugvöllinn, og sum ir m.a.s. með vélbyssur. Var okkur þegar í upphafi tilkynnt, að við mættum alls ekki taka myndir af hermönnum og hern aðarmannvirkjum. Vegabréfaskoðunin virtist okk'ur þarna Hka sýnu strang- ari en annars staðar, en að henni lokinni bættist í hóp- inn alsírskur fararstjóri, að nafni Layazid Mdhamed, hinn geðugasti maður, sem fylgdist með okkur allan daginn og reyndist okkur hjálparhella í hvívetna. — Talaði hann dá- góða ensku, svo að allir gátu fylgst með. „SnobbhilI“ Algeirsborgar Svo sem kunnugt er, réðu Frakkar öldum saman yfir Al- gier, og Algeirsborg ber þess merki. Hún skiptist raunveru- lega í tvo, nokkuð aðskilda hluta, þann franska og þann arabíska. Frakkar byggðu þarna faíleg hús hugðust dveljast þar alla ævi sinnar daga, en sú varð þó raun á, að þeir voru þaðan burtrekn- ir. Við ókum fyrst í gegnurn franska hlutann. Franska Al- geirsborg er einskonar „Snobb hill“ þeirrar borgar. Skýja- kljúfar, eða eigum við frekar að nefna það háhýsi, gnæfa þar við himin, og allt er snyrtilegt og ekkert aðfinnsluefni, enda fór þarna evrópsk þjóð, sem $kóp sínar línur suður þar í Afriku. Á eftir okkur ók m.a.s. Öngstrætin í Arabahverfunum eru svo þröng, að sæmilega stór maður getur snert báðar húshliðarnar með höndunum samtimis. (Mynd: Þ. H.) bíll, kyrfilega merktur OMO- þvottadufti, og okkur fannst við barasta komin heim. Ætli það haff svo ekki verið lág- freyðandi í þokkabót? Og konurnar hérna eru sam- ar við sig, hengjandi þvott á snúrur. Hér ganga konur með Gamli úlfaldahöfðinginn gladdist við þegar ég þakkaði honum fyrir á arabisku, og sagði Saha. Moska Múhameðstrúarmanna í Algeirsborg í baksýn (Mynd: Fr. S.) blæjur fyrir andlitinu, raunar einskonar vasaklúta, stundum voru þeir bróderaðir. Mjög fá ar konur eru án þessa klúts, en þó sáum við nokkrar, en þær virtust eiginlega vera utangátta þarna. Ma.rgur kaupir köttinn í sekknum á brúðkaupsnóttina. Sá hinn fallegi og skýrj al- sírski fararstjóri okkar, Laya- zid Mohamed, sagði okkur strax frá einkennilegum siðum suður þar Karlmenn mega samkvæmt Kóraninum eiga 4 konur. Ekki fá þeir þó raunverulega að líta þær, utan augun og göngulag- ið, fyrr en þeir hafa gengið með þeim í eina sæng, þ.e. á sjálfa brúðkaupsnóttina. Þessar gyðjur austursins og Barbaríis- ins eru annars alltaf með blæj ur fyrir andlitinu. Venjulega eru það foreldr- arnir, sem skipa karlmönnum að ganga að eiga vissa konu. Andlit kvennanna er hulið, og það fær enginn að sjá utan brúðguminn á brúðkaupsnótt- ina. Okkur var tjáð það á fínu máli, að þar suður í hinni heitu Afríkusól, keypti margur kött- inn í sekknum því að brúð- kaupsnóttin þar opinberar alla kosti og galla, og síðan verður ekki aftur snúið. Karlarnir sitja á knæpum, sötra limonað'i og glápa En ekki gátum við séð betur en að konur þessar með vasa- klútana fyrir andlitinu, væru ánægðar með hlutskipti sitt. Þær þræla þó dag út og dag inn og vinna fyrir sína eigin- menn. spinna, vefa, prjóna og hekla, hugsa um börn og bú, meðan maðurinn hangir á knæp um öllum stundum og starir hugfanginn á allt kvenkyns, sem fram hjá gengur, einkan lega á ferðafólk sem ekki hyl- ur andlit sitt. Þeir virtust ekk- ert hafa að gera, annað en að sötra sitt límonaði, því að Kór aninn bannar þeim að dreypa á sterkari drykkjum. Einstaka sinnum er þeim þó leyft að dreypa á léttum vínum, en yf- irleitt er þetta „appélsin og kók“, og svo barasta sitja þeir í ró og mag og glápa og glápa Allah veri sálum þeirra náðug ur, — að gera sig ánægða með þvílíkt og annað eins. Fróðlegt hefði verið að spjalla við Boumedienne og Ben Bella Auðvitað vorum við fyrst lát in skoða rækilega franska hluta borgarinnar. Þar var allt hvít- skúrað, Höll Boumedienne höfuðsmanns var jafnvel gerð úr hvitari marmara en þeim, sem þekkist frá Carrara á Ítalíu. Vafalaust hefur höfuðs- 42 ESBOK MORGUNBLAÐSINS 24. desember 1967

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.