Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1967, Blaðsíða 24

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1967, Blaðsíða 24
Á SKAFTAFELLI Framhald af bls. 41 með því einu móti að fá þess háttar bækur að lár.i hjá öðrum og spyrjast fyrir, hvenær sem tækifæri bauðst. En hvað er það, sem hin meðfædda löngun fær ekki áorkað? Við þvingun annarra virðist hún jafnvel tvöfaldast. Þessi maður var mjög vel að sér í þýzku og dönsku og hafði þar að auki kynnt sér nauðsynlegustu aðferðir við skurð- lækningar, blóðtöku og sáraumbúnað, ennfremur grasafræði að svo miklu leyti, sem uínt var að læra hana aí eldri bókum en „Kerfi Linnés“ og án munniegrar tilsagnar. En mest kvað þó að hagleik hans á tré, járn og látún, og hefur hann erft þetta frá forfeðrum sínum, einkum föður sínum, sem Egg- ert nefnir. Meðal annars er hann af- bragðs skytta og hefur sjálfur búið til byssu. Er lásinn og hlaupið úr kopar, en fjaðrirnar aðeins úr stáli. Hlaupið er hérumbil dönsk alin á lengd, og all- ur var gripurinn hinn smiðslegasti. Auk þessa hafði hann og bróðir hans, sem nú er dáinn, %míðað fjórhjólaðan vagn, þannig gerðan og svo hsglega búinn segli, að einn hestur dró hann léttilega með 20 hestburða hlassi. En fráfall þessa bróður fyrir aldur fram hafði dregið svo kjark úr hinum, að hvorki þessari né öðrum nytsömum uppfinning- um varð lokið til fulls. Þeir, sem vilja og geia gefið sig við því að ganga á jökulfjöllin hér til þess að kynna sér skipun þeirra og fleira, ættu að hafa bækistöð á þessum bæ, því að Öræfa- jökull rís þar fast hjá í öllu sinu veldi, og frá tindi hans, sem heitir Hvanna- dalshnjúkur, mun sjást yfir allan jök- ulflákann, að minnsta kosti sunnan til.“ Þannig segir Sveinn Pálsson frá í ferðabók sinni. Eggert Ólafsson ritar ferðabók sína að sjálfsögðu fyrr, fór um þessar sveitir árið 1756. En kafli hans um Öræfi, og einkum Skaftafell, er ekki eins nákvæmur og þessi. Meira til gamans skal þess þó getið að hann segir um gróðurfarið að hann sé „svo kjarngóður, að fé, sem þar gengur, verð ur svo feitt, að aðkomumenn geta ekki étið ketið af því nýtt fyrir fitu sakir. Hestar, sem ganga þar, verða einnig spikfeitir." Frásögnin í ferðabók þeirra Eggerts og Bjarna dreifist fljótt frá sjálfu Skaftafelli og verður fremur heild arfrásögn um sveitina alla og gosfræði- og jarðsögulegs eðlis. En ekki verður svo skilið við Ferða- bók Sveins Pálssonar að ekki sé flett upp í Jöklaritinu, þegar rætt er um Skaftafell. Þar segir Sveinn: „Að öll- um líkindum hefir í fyrndinni legið leið yfir jökulinn norður af Skaftafelli norðaustur um Dyngjufjöll----------“ Síð- ar segir Sveinn ennfremur: Morsárjök- ull gengur niður í Morsárdal norðan við Skaftafell, og á hann upptök sín þar, sem Öræfajökull rennur í raun og veru saman við Klofajökul á milli Miðfells að norðan og Skarðatinda að sunnan. Á þessum stað, er álitið, að fyrrum hafi verið leið eða samgöngur milli Skaftafells og og Möðrudaln því að svo segir í gömium munnmæium, að smal- inn frá Möðrudal eigi frítt legurúm í Skaftafellsskála og smalinn frá Skafta- felli sömuleiðis í Möðrudalsskála. Eigi alls fyrir löngu hafa og fundizt leifar aí vegi eða einstigi, þakið grasrót, yfir brattan klettafláka í Miðfelli og enn- fremur skeifa og tveir hestburðir af feisknu birkihrísi allskammt þaðan.“ Engu skal spáð um þessa sögn hér, enda ég ekki fær um það. Mér segir aftur á móti Benedikt Stefánsson frá Skaftafelli, sem ég mun vitna til síðar í grein þessari, að hann hafi heyrt að í gömlum máldögum finnist, að Möðru- dalur eigi tólf klyfsöðla skógarhögg í Skaftafelli, en í móti komi að frá Skafta felli megi láta ganga 12 hesta í landi Möðrudals. Sé þetta rétt, rennir það stoðum undir munnmælin. í Ferðabók Hendersons eru lika nokkrar upplýsingar að sækja um Ör- æfin og hanr. gengur sjálfur upp frá bænum í Skaftafeili. Þar lýsir hann fögru útsýni og segir nokkuð frá staðn- um, en lítt umfram það, sem þegar er fram komið. Henderson tekur upp í frá- sögn sína kafia úr Ferðabók Ólafs Olav- iusar þar sem er bréf séra Jóns Þorláks- sonar sóknarprests á Sandfelli, er hann lýsir hinu hræðilega flóði, er varð við eldsumbrotin í Öræfajökli 1727. Þar sem sú frásögn snertir í rauninni ekki bein- linis sjáift Skaftafell, og vart er rúm til að taka hana upp hér, sleppi ég henni, þótt að sjálfsögðu sé hún eink- ar fróðleg og lýsi gerla þessum ham- förum og þeirri ógn, sem Öræfingar hafa átt við að búa í nábýli við þessa jöfra elds og ísa. Eggert Ólafsson segir í ferðabók sinni, þar sem hann nefnir í Jökuldal, en á að vera Morsárdalur, að þar hafi verið þétt byggð til forna og heil kirkj^i sókn mecj, kirkju að Miðfelii, en jökull- inn hafi eytt láglendið. En það er ekki einasta þessi dalur, sem í eyði fer, hafi hann verið byggður, held- ur er vitað að mjög stórt hérað frammi á hinum miklu söndum framundan Öræfasveit, hefir verið til forna. Dr. Sigurður Þórarinsson, jarðfræðingur ritar um þetta mjög fróðlega og gagn- merka grein í Andvara 1957 og sér- prertuð hefir verið og nefnist „Hérað milli sanda og eyðing þess“. Þar rekur dr. Sigurður greinilega og rökfærir eyð- ingu Héraðs, er svo var nefnt, eða Litla- Héraðs til aðgreinar frá Fljótsdalshér- aði. Samkvæmt því hefir eytt um 40 býli og þá eru í sveitinni 17 Guðshús, 4 alkirkjur, 2 hálfkirkjur og 11 bæna- hús. Því miður er ekki tækifæri hér að fara nánar um rit þetta, enda það svo samanþjappað og fullt upplýsinga að vart verður úr valið. En nú verðum við að hætta grúski í eidri bókum. Við bregðum okkur því til yngstu heimilda um Skaftafell, sem ég hefi undir höndum, en það er Ár- bók Ferðafélags íslands frá 1937, sem ritstýrt er og að mestu rituð af Jóni Ey- þórssyni veðurfræðingi, hinum lands- kunna ferðagarpi og fræðimanni. Ég leyfi mér að taka upp, sem hina síð- ustu rituðu heimild, er ég vitna til í þessari grein minni, kaflana er fjalla um Skaftafell og Bæjarstaðaskóg. Þar segir svo: „Skaftafell er hinn forni þingstaður Skaftfellinga og syðst af þingunum þrem ur í Austfirðingafjórðungi. Ekki er vit- að, hvar þingstaðurinn var, enda hafa miklar breytingar orðið í Skaftafelli á síðari öldum. Áður stóðu bæirnir á sléttlendinu undir heiðinni, en vegna ágangs Skeiðarár varð að flytja þá um 100 m. upp í brekkuna (250 m.y.s.). Austan við Bæjargilið eru ennþá greini- legar bæjarrústir, þar sem heita Gömlu- tún, í skógiausri vallendisbrekku. Var það um 1800 að síðasti bærinn var flutt- ur. Nú eru þrír bæir í Skaftafelli: Austast Böiti, þá Sel og efst og vestast Hæðir. Útsýni er mikið og fjölbreytt frá Skaftafelli. Þegar litið er til vesturs biasir við Skeiðarársandur og Skeiðar- árjökull. Yfir hann sér á hrygginn á Lómagnúpi og fram undan honum hvern núpinn af öðrufh í Fljótshverfi og á Síðunni. Eftir jökulhlaupin lækkar Skeiðarárjökull svo mjög að stundum sést niður í miðjar hlíðar á Lómagnúpi, en þegar frá líður bólgnar jökullinn upp, svo gnúpurinn hverfur því nær alveg. Þegar svo er komið, búast Skaftfelling- ar við, að Skeiðáará hlaupi þá og þeg- ar, í norðvestri rís Jökulfell og þar innaf, til norðurs fjallaklasinn í suðurbrún Vatnajökuls, sem einu naíni er kall- aður Innfjöll, 'en- mörg kennileiti eru þar með sérs>tökum nöfnum. Rétt i.nnan við Jökulfell er Bæjarstaðaskógur. Uppi á Skaftafellsheiðinni ber Krist- ínartinda við loft, en í austri gnæfir Hvannadalshnjúkur. Þar mænir og Hafrafell, á mótum Skaftafellsjökuls og Svínafelisjökuls, hvassbrýnt og jökul- sorfið. Á eggjum þess eru hvassir drang ar með nokkru millibili, sem heita Fremrimenn og Efrimenn. Efst á Hafra- felli heitir Hrútsfjall (1892 m.), fogur og svipmikil klettaborg. Framan við bæinn í Skaftafelli eru brattar túnbrekkur, en út frá þeim taka við skógarbrekkur, sem ná því nær ó- siitið fram með Skaftafellsheiðinni frá Skaftafellsjökli inn undir Morsársjökul. Þessi þróttmikli gróður heima við á milli sivartrar sandauðnar á aðra hönd, en blikandi jökuls á hina, hlýtur ósjálf- rátt að hrífa hvern ferðamann, sem ber að garði í Skaftafelli. Hvert sem litið er, mætir auganu litaröðin svart -— grænt — hvítt. Græni liturinn verður kjörlitur, sem táknar líf og öryggi, hin- ir minna á fjandsamleg öfl í náttúr- unni, umbrot og tortímingu. Um útsýni frá Skaftafelli segir pró- fessor Hans Ahlmann svo í bók sinni „í ríki Vatnajökuls": „Það er ólíkt öllu því, sem ég hef séð í öðrum löndum — jafnvel á íslenzkan mælikvarða er það einstakt í sinni röð. Hvergi á jörðinni held ég að það eigi sinn líka, og það er ekki hægt að taka neitt til samanburð- ar af því, sem maður hefir vanizt að kalla fagurt eða ljótt. Það er alger undantekning frá öllum þeim hug- myndum, sem menning og geðþótti hef- ir tengt að meira eða minna leyti við hugtakið fagurt. Náttúran ein talar hér sínu stórfenglega, einfalda máli“. Að öllu samanlögðu má óhikað ráða ferðamönnum til þess, að vera 1—2 daga um kyrrt í Skaftafelli, ef tíminn leyfir. Heima við Bæjargilið. Neðst í því er blátær hylur, sem er freistandi að fá sér bað í, þótt ekki sé hann sérlega hlýr. Yfir hann slúta laufprúðar bjarkir, sem vaxa á klettasyllunum í kring. Rétt ofan við er grasi vaxið rjóður í hvammi einum litlum, sem Lambhagi heitir. Á klettanös neðst í hvamminum stendur 11 m hátt íturvaxið reynitré, hið fegursta, sem til er í Öræfum. Uppi í gilinu, spölkorn fyrir ofan bæina er foss, sem Svartifoss heitir, í einkenni- legri og fagurri stuðlabergshvelfingu. Auðvelt er að ganga á Kristínartinda, útsýni er þaðan bæði mikið og frítt. Og loks mun marga fýsa að bregða sér yfir í Morsárdal og skoða Bæjar- staðaskóg". Síðan segir svo frá Bæjarstaðaskógi: ,.Frá Skaftafelll eru um 5 km. vegur inn í skóg, en fremur seinfarinn. Gótu- sloða’- liggja inn heiðna norðanverða og niður í Morsárdal um brattar skógar- toifur, sundurskornar af giljadrögum. Aurarnir í Morsárdal eru ljósleitir af líparít, sem berst fram með Kjósariæk, en hann kemur úr gljúfurdal þröngum, sem skerst norður í Innfjöllinn. Heitir Miðfell austan við Kjósargilið, en vest- an við það blasir við einkennilega mót- uð hamrahlíð, sem Rauðhellrar heitir. Þar sem Morsáraurar enda, hattar fyrir svórtum sandaurum Skeiðarár, og e~u þeir nokkru hærri. Á auramótunu-n vinaui Morsá sér til suðurs að Skafta- fellsiieiðinni, unz hún sameinast Skeið- ara niður undan bæjunum. í dalbotninum liggur Morsárjökull, sno.ui skriðjökull, með háum og svört- um malarhrygg eftir miðjunni. Slíkir maiarhryggif eru í Skaftafellssýslu neíndir .,rönd“. Þar sem sker standa upp úr jöklum, skafa þeir lausagrjót ufai: úr klettunum og spinna úr því slíkar randir. Morsárjökull hefir til skar.'ms tíma verið brattur að framan og litlum breytingum tekið, en á síðustu árurr, hefir hann stytzt um 100 m. Bæjarstaðaskógur er talinn með þrótt- mestu og fegurstu skógum hér á landi. Trén eru flest beinvaxin, allt að 10 m. á hæf, aðallega birki, en einnig nokkur revnitré og hávaxinn gulvíðir. Jarðveg- urnn er djúpur, en vindar og vatn haía veitt honum stór sár og mörg. Margt væn.’egt tré má þar sjá. sem berst við aaurann. pau vaxa a jöðrum skögir- torfanna, svo ræturnar standa naktar upp úr foksárinu. Nú hefir skógurinn verið girtur og friðaður fyrir ágangi bú- fjár, og er búizt við, að það muni bjarga skögir.um frá eyðileggingu. Skaftafells- bændur létu af hendi skóginn endur- gjaldslaust til friðunar. Sagi er að fyrr á öldum hafi verið bær á þessum slóðum og dragi skógur- inn nafn af honum. Ekki vita menn röik fyrir þeim sögnum. Nokkru vestar var bær, sem Jökulfell hét, sunnan undir Jökulfelli. Þar var hálfkirkja (samkv. Rauðalækjarmáldaga) frá 1343. Tals- verður skógargróður er sunnan í Jökul- felii, enda gengur fé þar mjög sjálfala á vetrum. Þar í hlíðinni eru tvær volg- ar uppsprettur (um 50 gráður), þær emu, sem til eru í sýslunni. Orsökina til þess, að skógargróður hefir reynzt svo lífseigur í Öræfunum, Þrátt fyrir áföll af eldgosum og ösku- falli, má vafalaust rekja til veðursældar vegna staðhátta. Austanveður ná sér þar lítt, þar er mjög snjólétt, en liggur vel við sól. Skaðlegastir eru þurrir frost- vindai af norðri. Þeir sverfa moldarsárin og valda uppblæstri." Her með ljúkum við frásögn Ár- bókarinnar og frásögnum annara ritaðra heimilda. Vafalaust má tína til fleira, er verð mætti til að blása fjölskrúðugra lífi í ritaða frásögn af Skaftafelli, en til þess skortir mig, því miður, frekari helmildir og meiri þekkingu. Verða kunnugir því að virða mér það til vork- unnar og taka viljan fyrir verkið. Áður en ég lagði til atlögu við grein þessa sneri ég mér til Sigurðar bónda Bjórnssonar á Kvískerjum og benti hann mér á nokkrar þeirra heimilda, er ég hef notað. Því næst sneri ég mér til dr. Sig- urðar Þórarinssonar og bætti hann nokkru við. Loks talaði ég svo við Ey- þór Einarsson grasafræðing, sem gaf mér nokkurt yfirlit um gróðurfarið í Skafta- felli og til Benedikts Stefánssonar frv. deildarstjóra, sem rabbaði við mig dag- stund um æskustöðvar sínar í Skafta- felli. Til þessa hefir komið fram nokkuð um groðurfarið í lýsingum. Eyþór nefndi fyrs-t hinn þróttmikla trjágróður og sagði hann, og þó einkum undirgróður hans, eða svarðgróður, svo þróttmikinn sökum þess að óvíða gerðist hlýrra hér á landi en einmitt í Skaftafelli. Þarna í Skaftafelli sagði hann og að fyndast plontutegundir, sem óvíða væri annars staða’- að finna hér á landi. Nefndi hann í því sambandi brönugrastegund, sem heitir „eggtvíblaðka" og er alfriðuð (getur orðið um meter á hæð) og „svart burkna*, sem hvergi finnst nema í Skafta fei'.i. (Það sem átt er við með friðun plantna er að ekki má hrófla við þeim sjálfum, en leyfilegt er að taka af þeim fræ. eða gró). Ur.dirgróður skógarins og kjarrsins er svo, að mest ber á „blágresi" og „biá- klukku“, sem er Austfjarðategund en finnst nú orðið vestur á Síðu en er sjrdcgæf planta. „Garðabrúða" er þarna, stór og skrautleg planta, en er líklega aðkominn flækingur. í klettunum vex þarna steinbrjótstegund, sem „kletta- frú“ nefnist og er friðuð. Melar eru gul- leitir af „gullsteinbrjót", en hann finnst ekk; vestan við Skeiðará. Gróðurauðlegðin er þökkuð veðursæld inni og því að þarna er tiltölulega snjó- létt því norðanátt er þurr og sunnanátt svo hlý, að þá rignir fremur en snjóar, þot: um vetur sé. Það sem einkenmr gróöurfar þessa tiltölulega litla og al- getiega einangraða staðar, er hve við- tækur þverskurður fæst af gróðrinum á litiu svæði. Þar getur að líta tiltöiu- lega suðlægar tegundir, sem í öðrum löndum vaxa t.d. í sunnanverðri Evrópu og allt að háfjallategundum og ark‘ísk- urn tegundum plantna. Þarna fæst einnig þverskurður af nær öllum gróðurteg- undum íslands. Einna helzt er að skorti á votlendisgróður, þar sem mýrar eru víðáttulitlar. Þótt ekki sé það beinlínis á verksviöi 56 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS- 24. desember 1967

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.