Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1967, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1967, Blaðsíða 13
an veggja steJnste,ypu og t>aks Ar Járnt sé sofandi fólk. — Og heldurðu ekki að njólinn hafi komið til mín eina nóttina, sagði stúlk- an. Og kerlingin sem ég leigi hjá var búin að setja á mig stræk. Lufsan. Setti á mig stræk. Og hann hennti þá bara í rúðuna. Sá var nú ekki að spara, — túköllunum rigndi. Ég fór út í glugg- ann og spurði hvort ’ann væri vitlaus. Ég væri í stræk hjá kerlingunni. Svo læddist ég niður og opnaði og beinið skreið inn. Hann komst rétt upp stig- ann og var svo búinn. Ældi mig alla út. Ódóið. Og ég var í stræk. Maður kæriir sig ekki um svona þuimalfing- ur. Þeir geta étið sig sjálfir. — Og orðið gott af, segir maðurinn. Hann lítur til stúlkunnar til að kanna viðbrögð hennar, og þegar að hann sér að hún fer að hlæja, er ekki beðið boð anna. Eftir gusuna er dósin tekin upp og kynnt undir í leirhvernum. P 1 ían a velinni hefur fengið sæti mannsins sem fór úr í Fornahvammi og bifreiðarstjórinn er daufur í dálkinn. Kveikir sér í sígarettu öðru hvoru, og tekst alltaf jafn óhönduglega að ná eld- spýtunni úr stokknum. I Borgarfirðiinum kemur nýr farþegi í bílinn. Jeppi stendur við veginn og þegar rútan nálgast kemur ungur mað- ur út úr honum og stillir sér upp á veg- brúnina. Þeir sem fyrir eru mæla hann með augunum. Æfðum tökum smeyg- ir bílstjórinn töskunum í skottið. Nokkrir kossar og svolítið klapp á öxl- ina og síðan standa öldruð hjón ein eftir við jeppann. Það mjakast og við förum fram hjá réttinni í Hvalfirðinum. Þá man ég að það er stutt í Hvalstöðina. Ungi mað- urinn í sætinu fyrir framan reynir allt er hann getur að sofna. Hann horfir á stúlkuna og manninn með fyrirlitningar svip. Þau hlæja. Að lokum teygir ungi maðurinn sig aftur og segir við stúlk- una: — Afsakið, yður væri ekki sama þótt þér töluðuð svolítið lægra. Stúlkan verður ókvæða við. Þagnar svolitla stund, óráðin hvernig hún á að bregðast við. Maðurinn verður skömm- ustulegur og bíður eftir afstöðu stúlk- unnar. — Svei, segir hún. — Svei, segir þá maðurinn. — Hann þykist vera eitthvað þessi, segir stúlkan. — Segir manni bara að þegja. Ódó. Heldur ’ann að ’ann eigi draslið, eða hvað. Því segir hann ekki bílstjóranum að hætta að keyra. Ódó. — Ódó, segir maðurinn. Svo talar stúlkan ennþá hærra til að storka unga manninum í sætinu fyrir framan mig. — Það halda sumir að þeir séu eitt- hvað, segir hún. ódó. Þeir eru ekki neitt. Karlinn í kassanum. Og maðurinn tekur gleði sína. I Hvalstöðinnni er aftur stanzað og menn fara afsíðis og drekka síðan kaffi og éta brauð með hangikjöti. Það er farið að draga af stúlkunni. Mann- inum líka, enda er hann farinn að tala um að hann þurfi að fara að baða strax og hann kemur suður. Stú'kan stendur úti í horni og svælir. Heidur á síga- rettunni milli bendifingurs og löngu- tangar. Ungi maðurinn gengur hjá og augnabilk bregður fyrir reiði í vatns- litum augum stúlkunnar. Ódó, hugsa ég. Mr að er hálka í Hvalfirðinum og bílstjórinn ekur gætilega. Keðjuhlekk- urinn sem hann festi uppi á Heiði er aftur laus og lætur nú eins og draug- ur sem ríður húsum. Það er sprungið hjá einum bílstjóranum sem er á leið úr bænum. Allir hinir bílstjórarnir fylgjast með í talstöðvunum. — Það er nefnilega það. Framhald á bls. 63 Ævintýri fyrir ungar mýs, eftir Margréti Thors ]\í úsfríður var ein af oss og ekki af verri sortinni. Hún bjó í hallanum, þótti það ekki gott, en kvartaði aldrei. Hallinn hafði ýmsa kosti, og þótt hann hefði líka ein- hverja galla, þá tók því ekki að vera að barma sér. Margt var verra eða það hélt hún að minnsta kosti. Hér mátti í góðu veðri og sólar- alusu horfa á indæla gó'ðviðris- gufuna leggja upp af breiðu, lygnu stórfljótinu. Það var langt yfir á hinn bakkan, og gaman var á góð- um degi, þegar búið var að kyngja vel útilátnum skammti af ljósmeti og feitmeti, að láta hugann reika yfir á flatneskjuna þarna handan, fara á vængjum hugans i æfintýrin, sem þarna áttu heima. Þau voru mörg og áreiðanlega stór, og grá- græn á litinn og eins og púsluspil og því hægt að breyta þeim, er hún varð leið á æfintýrinu sem hún var búin að skapa sér. Þarna voru óþrjótandi verkefni, hefði hún bara ekki verið svona önnum kafin, já, önnum kafin við dagleg störf. Hún mátti til með að sinna þeim líka. Þáð gerðu kröfur nútímans, þeim var varla hægt annað en að sinna. Sumir hefðu látið þær lönd og leið, en samvizkan í henni var svo stór, varla rúm fyrir hana í jafn litlum kroppi og Músfríður átti, að hún gætti þess vel að öllu væri sinnt sem átti að sinna, eða lík- legt var að ætti að annast. Músfríður vann fyrir hreyfing- una. Já, hreyfinguna. Það var alltaf betra en hreyfingarleysið. Hreyf- ingin var sterk og stór, og það fannst Músfriði ágætt. Hreyfingin gát líka Veri’ð hávaðasöm. Það var ekkert verra. Henni hafði einu sinni þótt gaman að því að sitja í skammdeg- inu og hugleiða ágæti hreyfingar- innar; hafði verið hálf feimin við að játa fyrir sjálfri sér dálæti sitt á hreyfingunni, meðlimum hennar og allri hennar hagsæld. Verst var nú, að það var ekki nema lítið brot af tekjum þeim, sem hreyfingin gat aflað sér með aðstoð Músfríðar, sem svo rann í hennar eigin vasa. Stund- um hvarfláði það að henni, að klettabeltið, sem hreyfingin hafði aðsetur sitt í, hefði að minnsta kosti getað verið hrikalegra, og það var þó nokkurs virði. Hún var með- limur, sem hreyfingin gat illa ver- ið án og allan daginn mátti heyra bergmál af röddum hinna meðlim- anna, sem einhvers þurftu með. Músfríður, sæktu ostinn, Mús- fríður, þurrkaðu rykið af gullinu, Músfrfður, hrærðu í hunanginu, Músfríður, veiddu gimsteinana úr súpunni, Músfríður, gefðu bláa kettinum marsipan, Músfríður, hleyptu rósavatni á gullfiskana. Músfríður............ Músfríður tifaði svo létt og fjör- lega gegnum daglegt líf, að það birti yfir fólkinu, hvar sem hún fór. Hún dreifði gleði og gáska yfir alla sem urðu á vegi hennar með tísti sínu. Og glettnislegu sægrænu augum hennar sem reyndar voru svört, þau hefðu bara átt að vera sægræn, glóðu af lífsgle'ði og kátínu. Samt tindruðu þau illkvitni einu sinni á ári, á allrasoltinnamessu. Þá var útigangsköttum utan úr bæn um slátrað og það var nú gaman. Óbeit hennar á útigangsköttum var gömul og rótgróin og átti sína sögu. En aðspurð vildi hún lítið um hana ræða, eyddi alltaf talinu. En nú voru jólin að koma og Músfríður litla átti loksins frí. Þetta var nú svo óvenjulegt og hún vissi varla hvað hún átti að gera af sér. Jólaönnunum hafði hún komið frá nokkuð snemma, og nú reikaði hún fram og aftur á vatnsbakkanum í hallanum heima og hugleiddi eitt og annað, svona eins og gerist og gengur áð maður hugleiði um þetta leyti árs. Henni var hálfkalt og er hún kom auga á fallega hrúgu af fauskum og laufi, skreið hún í hana hreiðraði um sig, hagræddi fallega, skínandi feldinum sínum og lét sér líða vel. Þarna lá hún, hálflyngdi augun- um og lét hugann reika. Hana hafði oft langað að ferðast, helzt eitthvað langt suður í lönd. En eitthvað var nú lítil von með það að það tæk- ist fyrir eina litla Músfríði, sem auk alls annars var föst í vinnu hjá hreyfingunni. Hver ætti nú svo sem að sjá ættingjunum fyrir glaðningi og hreyfingunni fyrir vinnukrafti á meðan? Nei, það var vonlaust, en dagdraumar kostuðu ekkert. Það seig á hana höfgi. „Hæ, þú þarna Músfriður, hæ, komdu með okkur“, var kallað. Hún hrökk við og leit í kringum sig. Nið ur fljótið leið yndislegur farkostur, gamalt baðker. Á hliðina á því var málað stórum, grænum stöfum: d u n h i 1 1. Hamingjan góða, hugsaði Mús- friður, hamingjan gó'ða, mig sem hefur alltaf langað svo afskaplega mikið til að ferðast með dunhill- baðkeri. Ég fer. Ég verð. Hún hoppað út í og heilsaði upp á alla viðstadda. Þar voru gamla ljónið, tveir fjárhundar, virðulegar dúfur, sem kusu ekki að fljúga, Framhald á bls. 57 24. désember 1967 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 45

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.