Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1967, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1967, Blaðsíða 19
Mary Baker, stofnandi Christian Science. af þeim. Af þeim trúðu kristnir menn er fram í sótti, að hann hefði unnið sigur á hinum illu öflum og að lokum mundu þau verða afmáð, og síðan mundi Kristur og kirkja hans ríkja að eilífu. Meðal Múhamedsmanna er hinn illi andi nefnd'ur Iblis. Þeir segja að hann hafi upphaflega verið engill, en vegna þess að hann hefði ekki viljað sýna Adam lotningu þegar guð hafði skap- að hann, hafi Iblis verið rekinn á brott frá himnaríki. Síðan hatar hann mann- kynið og reynir að afvegaleiða það á allan hátt, meðal annars með þvi að fá það til að dýrka falsguði. Þannig voru hin illu öfl völd að ófarn- aði mannanna, og þau áttu sök á hinu stærsta böli, sem mannkynið hefur átt við að búa, sjúkdómum og vanheilsu. Kristni Af öllum trúarbrögðum heims er kristnin nú talin fjölmennust, því að nálega þriðjungur mannkyns muni játa hana í orði kveðnu. Kristnir menn eru nú í öllum löndum heims, en mjög mis- jafnlega fjölmennir. í Norðurálfu, Ameríku og Ástralíu munu tveir af hverjum þremur telja sig kristna, í Afriku einn af hverjum tíu og annars staðar eru þeir varla fleiri en einn af hverju hundraði. Þótt kristnin sé ekki upprunnin í Norðurálfu, varð Norður- álfan höfuðvígi hennar og er það enn. En kristnir menn eru ekki samstilltur hópur, heldur skiptast þeir í óteljandi kirkjudeildir, sem allar hafa sínar sér- stöku skoðanir, og hafa fram að þessu verið hver annari andvígar, því að all- ar telja sig fylgja kenningum Krists nákvæmlega, þóbt mikið beri á milli. Fyrsti kristni söfnuðurinn var í Jerúsalem og í honum telja menn að hafi verið um 120 sálir. Allt var það fólk, er hlustaði á kenningar Krists. Þetta fólk kom reglulega saman til bænahalds og hafði fundi sína í húsi eins safnaðarmanns. Af þessu kölluðu þeir þetta hús,, curiacon“ á grísku, en það þýðir guðs hús. Nafnið breyttist svo í kirkju síðar meir. Þótt kristnum mönnum fjölgaði ört og nýir söfnuðir væru stofnaðir, þá var engu breytt hér um og samkomur haldnar á heimilum manna um nær 200 ára skeið. Fyrsta kirkjan í heimi var reist á fæðingarstað Jesú í Betle- hem. Síðan voru kirkjur reistar víðs- vega, og þá breyttist merking nafns- ins þannig, að það náði eigi aðeins til samkomuhússins, heldur einnig til safn- aðarins, og nú nær nafnið „kristin kirkja“ til heilla kirkjudeilda. öll trúarbrögð eiga sína helgidaga, þegar trúarhátíðar eru haldnar trúnni til eflingar. Kristnin á ]íka sínar trú- arhátíðar, sem haldnar eru í minningu ákveðinna atburða á ævi Krists. Merk- ustu hátíðarnar eru jólin, páskar og hvítasunna. Jólin, sem vér teljum mestu hátíð ársins, voru ekki heilög haldin fyr en á 4. öld. Upphaflega hafði Þrettándinn verið hátíðlegur haldinn bæði sem fæð- ingardagur og skirnardagur frelsarans. Ástæðan til þess, að fæðingarhátíðin var flutt til 25. desember, var þessi: Löngu áður en Kristur fæddfst var vor- hátíð víða haldin 25. marz. Kölluðu Gyð- ingar það sköpunarhátíð, því að þá fer jörð að gróa að nýju eftir veturinn. Kristnir menn „lögðu undir sig“ þessa hátíð og kölluðu hana Boðunardag Maríu. En frá þeim degi til 25. des- ember eru 9 mánuðir, eða réttur með- göngutími. Þess vegna var fæðingar- hátíðin flutt til 25. desember, og eftir það var heimsókn Austurvegs vitring- anna miðuð við Þrettándann. Elzta hátíð kristinna manna er Pásk- arnir, upprisuhátíðin. Hún féll saman við páskahátíð Gyðinga. Á undan fer Langafasta, sem hefir verið mismun- andi löng, 3—8 vikur. Þá mátti eigi neyta kjöts. Annars föstuðu Gyðingar jafnan einn dag í viku hverri, daginn fyrir hvíldardaginn, en hann var hjá þeim laugardagur. Þess vegna gaf Jón biskup helgi á Hólum deginum fyrir laugardag nafnið föstudagur, og heitir hann svo hér á landi síðan, enda þótt engir aðrir kalli hann því nafni. HeLg- astur var föstudagurinn langi, vegna þess að þá var Kristur krossfestur, og var fasta dagsins svo alger, að þá mátti ekki einu sinni neyta altariss'akra- mentis. Hvítasunna er haldin heilög vegna sendingar heilags anda, eins og segir frá í 2. kap. Postulasögunnar. En hvíta- sunnunafnið fékk hátíðin af því, að þeir sem skírðust til kristinnar trúar, urðu að vera í hvítavoðum nokkra daga á eftir. Kristnir menn færðu hvíldardaginn frá laugardegi til sunnudags, og var það gert til þess að helga þann viku- dag, er Kristur reis upp frá dauðum. Margir fleiri helgidagar eru á kirkjiu- árinu, hafðir enn í heiðri hjá sumum kirkjudeildum, en hjá öðrum ekki. Svo eru um allar „messurnar". Snemma var hverjum postula helgaður sérstakur dagur, síðar komu píslarvottar og dýrl- ingar, þar til hver dagur ársins var setinn, eins og sjá má í íslenzka alman- akinu. Að vísu sögðu íslendingar sig úr lögum við kaþólsku kirkjuna fyrir rúmum 400 árum, og sögðu öllum dýrl- ingum hennar upp hollustu, en þrátt fyrir það höldum vér fast við kaþólska kirkjuárið. Máske er þetta forboði þess, að sættir og samlyndi takist milli ka- þólskra og mótmælenda áður en varir, og allir kristnir menn eigi eftir að sameinast í auðmjúkri og einlægri trú á sjálfan höfund kristninnar og kenn- ingar hans. Það er ekki vegna þess, að boSskapur Krists sé fiókinn og torskilinn, að kirkja hans hefir sundrazt í ótal deild- ir, heldui er það vegna mannasetning- ar ,.;em ekki styðst við vilja guðs, eða raunveruleikann", og ei-ns vegna hins „að allur fjöldi mannfólksins elsk- aði ágirni fjár og metnaðar, en af- ræktist guðs hlýðni“, eins og Snorri segir í formála Eddu. Of langt mál yrði að rekja þessa sundrungu nánar, og skal hér aðeins minnzt á tvær kirkjudeildir, vegna þess að þær hafa valið sér sérstakt hlut- verk, sem sé að sanna alþjóð, að enn er hægt að framkvæma þau fyrirmæli, er Kristur setti lærisveinum sínum, að lækna sjúka með andlegum krafti. Þess- ar kii-kjudeildir eru Cristian Science (kristin vísindi) og Spiritisminn. Shristian Science Sú trúarhreyfing var stofnað af konu, sem Mary Baker hét (Mrs. Eddy). Hún fæddist 1821 í Bandaríkjunum og var faðir hennar auðugur bóndi og strangur Calvinstrúarmaður. Hún var frá æsku geðrík, en mjög fróðleiksfús. Þegar hún var 17 ára skarst í odda milli hennar og föður hennar út af trúarbrögðunum, og varð sú deila svo svæsin, að dóttur- in fékk taugaáfall. Móðir hennar hugg- aði hana og bað hana að treysta á kær- leik og miskunn Drottins. En Mary bjó að þessu áfalli lengi. Þegar hún var fertug leitaði hún til dáleiðslumanns, sem Phineas Quimby hét. Hann dáleiddi hana og strauk um höfuð hennar, og brá þá svo við að hún læknaðist að miklu leyti. Hún þakkaði ekki dáleiðslu manninum þennan bata, heldur hélt hún því fram, að hér hefði verið um and- lega lækningu að ræða. Mr. Quiimby var ekki sérlega ánægður með það, en hún sat við sinn keip. Og fjórurn ár- um seinna, eða 1866, tók hún að fræða menn opinberlega um lækningu sína, og hún kvaðst enn fremur hafa lækn- azt af meiðslum-eftir slys, með því að lesa stöðugt þessa frásögn í Mattheus- ar guðspjalli: „Og sjá, menn færðu til hans lama mann, sem lá í rekkju; og er Jesús sá trú þeirra, sagði hann við lama manninn: Vertu hughraustur, barnið mitt, syndir þínar eru fyrirgefn- ar. Og sjá, nokkrir af fræðimönnunum sögðu með sjálfum sér: Þessi maður guðlastar! Og Jesús, sem þekkti hugs- anir þeirra, sagði: Hví hugsið þér illt í hjörtum yðar? Því að hvort er auð- veldara að segja: Syndir þínar eru fyr- irgefnar, eða að segja: Statt upp og gakk! En til þess að þér vitið að manns- sonurinn hefir vald á jörðu til að fyr- irgefa syndir, — þá segir hann við Opinber huglækningasamkoma í Royal Festival Hall. Fremst á sviðinu er Harry Edwards að lækna, en að baki hans sitja margir aðrir huglæknar í hvítum bún- ingum. 24. desennfoer 1967 Satan, frönsk mynd frá 15. öld. manninn: Statt upp, tak rekkju þína og far heim til þin. Og hann stóð upp og fór heim til sín. En er mannfjöld- inn sá þetta, skelfdist hann og veg- samaði guð, er gefið hefði mönnunum slíkt vald“. — Hún ritaði nú bók, sem heitir „Sci- ence and Health, with a Key to the Scriptures“, og þessa bók taldi hún ganga næst Bibliunn; um helgi. Þar birtast trúarskoðanir hennar, en hún út- skýrði þær með þessu-m þremur setn- ingum. Guð er allt í öllu; Guð er góður, góð er sálin; Guðsandí er allt, efnið er ekkert. Hún hélt því fram, að þar sem hið illa væri andstætt guði, þá hlyti það að vera óraunverulegt, og þar sem öll veikindi og þjáningar væru ilLar, þá hlyti þetta að vera óraunverulegt. Sá sem þykist vera veikur, veður því í villu og hann þarf lækningar, ekki á veikindum sínum, heldur á misskiln- ingi sínum. Hann læknast þegar hann sér þetta í réttu ljósi. Þar treysti hún á huglækningar, en taldi læknislistina gagnsiausa. Hún vildi stofna söfnuð í líkingu við hina fyrstu kristnu söfn- uði, þar sem læknað vaT með andans krafti. Framhald á bls. 62 Set, liinn egypzki köiski, sem öll bölvun á jörðinnj stafaði af. ■LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 51

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.