Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1967, Blaðsíða 25

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1967, Blaðsíða 25
Eyþórs spyr ég hann nokkurra í;e'ri náltúrufræðilegra spurninga. Hann segir mér að alloft verpi flækingsfuglar, sem hér eiga sér ekki búsetu, í Öræfum, og þá einkum í Svínafelli, en þar er mjög kyrrviðrasamt. Af músarindli er mikið um þessar slóðir. Sérkennilegt er það fj'rir Morsárjökul að í honum eru svonefndar „svigður" mjög greinilegar. Það eru reglulegir bogar niður jökulinn eins og fellingar á klæði, sem kippt er upp við jaðra jökulsins. Dr. Sigurður Þórarinsson hefir skýrt þessi fynrbæri með því að jökulgerðin sé önnur að sumri en vetri og séu þessar „svigður“ meik. um árstíðaskipti. Hinir dókku bogar myndast af iburði og sandi, sem fýkur um jökulinn, en tollir mismunandi við hann eftir gerð hans. Við hættum okkur ekki nánar út í vísindalegar skýr- ingar. Að jarðmyndun til eru neðri hlutar fjaltsnna úr basalti en efri nluti þeirra að mestu úr móbergi. Þar að auki kem- ur svo líparítið úr Kjósinni og sumstað- ar í basaltlögunum kemur fram mjög fallegt stuðlaberg. Að lokum má svo geta þess að Skeið- arárjökull er að verða, í haiminum, klassiskt dæmi um skriðjökul og sömu- leiðis Skeiðarársandur um framburð jökulár. Þarna er líka um að ræða stærstu fyrirbæri sinnar tegundar á landi hér. Benedikt Stefánsson eyðir með mér dagstund og segir mér sitthvað frá Skaftafelli á æskuárum sínum og bætir upp lýsingu á staðnum. Hann er maður á sjötugsaldri, en fluttist austan frá Skaftafelli árið 1921, en hefir að sjálf- sögðu oft brugðið sér heim síðan um sumartíma. Fjósbaðstofurnar berast í .tal, en rétt mun að þær eru lengst notaðar j. Öræf- um. Benedikt kveðst ekki vilja láta hall- mæla þeim. Þær hafi á sínum tíma verið hin þörfustu hús, þau einu sem héldu hita á fólkinu, þegar kuldinn kreppti að. Fjosbaðstofa stendur enn í Skaftafeili, að bænum Seli, sem nú er kominn í eyði. Er nú aðeins tvíbýli og heita bæ- irnir Bölti og Hæðir. Bölti merkir mjög lítil mishæð „eitthvað milli bala og hóls“, eins og Benedkt sagði mér. Byggingar voru áður fyrr gerðar að mestu úr torfi og grjóti. Að .nnan var grjótveggur, en talsvet utan við hann var hlaðinn veggur úr grashnausum, sem Skaftafellsmenn nefndu kekki. Mold var troðin í milli. í þökum voru sperr- ur úr sterkum viði og kom ofan á þær tknbruð skarsúð. Síðan var þakið skar- að með hellum (gróthellum). Víða var hellutekja, en að sjálfsögðu misgóð. Of- an á þetta var svo borin mold, en þakið yfir með heytorfi (þ.e. grasrótin fylgdi), en ekki mun hafa verið svo góð torfrista í Skaftafellslandi. að hægt væri að rista reiðingstorf (þ.e. annað torflag undan heytorfinu). Vegna helluþakksins þurfti mjög að vanda til viða í sperrur og kom oft kjörviður úr skipum, er fórutt við sandana, og einnig var þar reki, sem fluttur var heim á ísum að vetrinum. Fiam til þessa höfum við talað um Skaftafellið sem gróðurvin í afgirtri eyðimörk sanda og jökla. En land jarð- arinnar er að sjálfsögðu miklu stærra eða frá Svínafellsjökli að austan vestur á miðjan Skeiðarárjökul, Vatnajökli að norðan og hafinu að sunnan. Á sandin- um veit Benedikt ekki um glögg merki. Við ræðum um smalamennsku í þessu fjallmikla landi, en það gefur þeim. sem henni eru kunnugir, nokkra ougmynd um hægð búskaparins þarna. Sma'a- mennska tók 4—6 daga með heimafólki einu samn í æsku Benedikts. d’jöUin öll norður af Morsárdal þurfti að smala. Göngum var gjarnan háttað svo, að nokkrir menn (3—4) fóru í Færines- unds. en þeir eru norður af Jökulfelli, eu aðrir fóru upp eggjar Innfjalla vest- an Kjósar og þá smalað norðan yfir Bláhr.júka og safnið rekið saman niður u n Bæjarstaðaskóg og þaðan yfir Mors- árdal og heim. Næsta dag var svo farið í Miðfell og Kjós. Þá var mrið upp um Skarðatindft og Kristínartinda vestan og fram um Skorar vestan til í Morsárdal og heim í heiði. Þá var farið í SKÖrðin austan og um Kristínartinda austan og niður með Skaftafellsjökli og niður i Ausiurheiði, en heiðinni. upp frá bæj- unum, er skipt um Bæjargil (vestra gilið, sem einnig var nefnt Stóragii áð- ur fyrr). Hafrafellið höfðu Svínfelling- ar fyrir fé sitt, þótt landið tilheyrði Skoftafelli. Þannig var land Skaitifells sjaifgirt fyrir gripum af náttúrunni og þar gengu engar skepnur, sem aðrir áttu. Stundum bar við að mannhjáip var fengin utan úr sveit (þ.e. frá öðr- um bæjum í öræfum) og landið smalað á einum degi. Erfitt var að sækja í kaupstað úr Öræfum, eins og að líkum lætur. Á síð- ari árum. meðan þó enn var allt flutt á hestum, var ýmist farið „út yfir sand“ og vestur til Víkur, eða austur á Höfn í Hornafirði. Þar áður þurfti allt austur á Djupavog, og um skeið í Papós, eða ailt vestur á Eyrarbakka. Aðal kaupstaðar- ferðin var farin í júlí og þá með ullina. en svo fóru að hefjast haustfevðir og þá reknir sauðir og síðan lömb, en þau vildu týna tölunni í svo löngum og erfið- um rekstri. Stundum var knappt um mat, einkum kornmat, en aldrei mar. Benedikt eftir hungri eða sárri fátækt í Öræfum og ekki flosnuðu menn þar upp„ eða fóru á flæking. Ríkidæmi var þar ekki heldur. Tvær til fjórar kýr voru á bæ og því nægileg mjólk og smjör. Ekki man Benedikt fjártölu í Skaftafelli, en leiðir að því getum að þar hafi á unglingsárum hans verið 600—800 fjár. Ler.gst af mun bóndi hafa verið einn í Skaftafelli þar til fyrir um eitt hundrað árum að jörðin skiptist milli þriggja systkina. Um fleiri hundruð. ár hefir jörðin verið í sömu ætt, þótt ekki væri í beinan karllegg. Frá því 1946 hefir verið tvíbýli í Skaftfelli og búið á Bölta og Hæðum. Sífellt hefir Skeiðará gengið á jörð- ina, eða graslendi hennar, og er svo enn. Um aldamót var foss í Bæjargili þar sem lækurinn féll fram á sandinn. Þá sáust vel allar rústir af gamla bæn- um i Gömlutúnum. Nú munu þær vera alveg að hverfa í sandinn. Sandunnn hefir líka hækkað fram undan bæjun- um og er nú hylur, þar sem fossm var áður, og nú fyllir sandur hvammim þar sem áður var hægt að ríða inn undir reyr.iviðarhrislunum og sjálfar eru hrísl- urnar að flosna upp. Við ræðum nokikuð hvert gestinum sé forvitnilegast að fara og skoða sig um, ei hann kemur að Skaftafelli. Þar bend- ir Benedikt á svipaða staði og genr í Árbók Ferðafélagsins. Allt er nú að mestu farið gangandi, en þó er og var hægt að fara ríðandi í Bæjarstaðaskóg, nema skamman tíma á vorin má fara með bíl inn, framan við skógar- brekkurnar. Hestaeign og notkun þeirra er minnkandi í Öræfum sem í öðrum sveitum. Mor9á er ekki hættuleg yiirierðar fyrir þá sem nokkuð eru feiðavanir og hún er alla iafna væð og ekki með hættulegum bleytum. í Öræfum var siður að forðast ávallt að sundríða og þóttist enginn mein mað- ur að, sem það gerði, nema annað væri óh;ákvæmilegt. Ferðamenn brostu stundum að gætni fylgdarmanna, og þvi, að þeir þræddu nákvæmlega allar kvíslar á beztu brotum og grynnstu. Þess munu heldur vart nokkur dæmi, að maður hafi farizt í Skeiðará, sem þar var á ferð, nema hvað maður mun hafa farizt í bleytu vegna afleiðingar Skeiðarárhlaups og e.t.v. annar lent í hlaupi. Væntanlega má þakka þetta gætni fylgdar- og leiðsögumanna. Að þessu rituðu læt ég hér lokið g~ein minni um Skaftafell, þar sem feg- urð og tröllasögur heilluðu mig. Sjálf- ur hef ég sennilega haft mesta skemmt- an aí grein þessari, en ég vona að hún megi verða einhverjum til nokkurs fróð- leiks um þetta sérstæðasta ból á landi hér, sem nú er þjóðgarður og eign allra landsins barna. — vig. MÚSFRÍÐUR Framhald af bls. 45 heldur að vera alþýðlegar á skipi, fiskur og kjói. Þetta er þó skrýtið, hugsaði Mús- fríður. Svona samfylgd hef ég aldrei haft fyrr, og hefi þó hitt marga um dagana. „Sæl verið þið“, sagði hún, „og hvert erum við nú öll að fara?“ „Við förum suður“, mælti kjói, „já, langt suður“, sagði ljónið, og svo var það útrætt. Þau fóru suður og stigu á land í ókunnuga landinu. Margir tóku á móti þeim. Það var víst si'ður, þegar einhver kom svona langt að. Síðan héldu þau inn í land, því að ein- hverjum hafði hugkvæmzt að gam- an gæti verið að fara á veiðar. Eitt- hvað af móttökuliðinu fór með þeim til aðstoðar. „Hvað eigum við að fara að veiða?“ spurði önnur dúfan. „Við eigum að fanga krókódíla", sagði Músfríður, sem nú var orðin vel heima í öllu sem ferðalaginu kom við. „En þeir eru nú svo stór dýr, hvernig eigum við að fara að því að drepa þá?“ spurði þá annar fjárhundurinn. „Usssss, það á engan að drepa“, sagði Músfríður, „það er svo ljótt, og það má ekki“. „Nú“, spurði þá einhver, kannske það hafi verið kjóinn, „til hvers á þá að fanga þá?“ „Jú“, sagði Músfríður, „það á að fanga þá og króa þá af. Svo kom- um við með fiskinn og sýnum krókódílnum hann, og þá fer krókódíllinn að gráta af því að hon- um finnst fiskurinn svo lítill og aumur. Þá kemur til okkar kasta. Við bíðum þá með stórt ílát viðbúið, og söfnum tár- unum saman". „Ha, tárunum?“ spurði kjói. „Já“, sagði Músfríður, „krókódílatár eru svo mikils virði á þessum síðustu og verstu tímum. Það vita nú allir. Þau hafa stigið svo mikið í vertSi und- anfarið, enginn veit hversvegna, en við getum hjálpað öllurn, sem við þekkj- um, ef aðeins við söfnum nægilega miklum forða af þeim og komum hon- um heim í landið okkar“. Nú var tekið til við að fanga krókó- dílana. Þau sungu göngulög til örv- unar fyrir krókódíla: „Búmm, búmm, skrauteðlur og eiturslöngur, skrauteðl- ur og eiturslöngur, búmm, búmm.......... skrauteðlur og eitur........“ Fyrr en varði birtist krókódílatorfa, og nú var ekki anna'ð að gera en að senda eftir baðkarinu dunhill, því að útséð var um að engin skjóla eða þvotta- bali myndi halda öllum þeim tárum sem þau gætu látið krókódílana gráta, og svo var nú hafizt handa. Fiskurinn var sóttur og fyrst heyrðist þung stuna og síðan sog, og svo upp- hófust miklar krókódílahrinur og tára- flóðið fylgdi með. Það tók ekki alltof langan tíma að fylla baðkerið dunhill og því gátu þau haldið af stað heim fyrr en var'öi. Það var aðeins eitt, sem þeim hafði láðst að athuga, og það var það, að þar sem þeim hafði tekizt að fylla baðkerið dunhill, var ekki lengur rúm fyrir þau öll í kerinu líka, en á því var líka ráðin bót alveg óvænt. Það hafði ' víst spurzt eitthvað til ferða þeirra út um veröldina og áður en varði var kominn stór flutningavagn frá flugfélaginu hárbær; hann sá um a'ð koma þeim á flugvöll. Þegar ferðalang- arnir komu nú út á flugvöllinn, þá var þar tómlegt um að litast. Ekki var þar nokkurn mann að sjá og því síður nokkurt farartæki, er flogið gæti. En Músfríður litla átti það bara ekki til að fara að deyja ráðalaus. Hún sá bráðlega glytta á eitthvað hvítt á jörðinni, og þegar hún fór að athuga það, kom í ljós að þetta var beinhnúta. — Síðasti móhikaninn, hugsaði Músfríður. Hérna kasta þeir líklega hnútunum. Kannske maður geti galdrað eitthvað með þess- ari hnútu. Og svo tók hún til við galdramennskuna, og þegar hún hafði lokið kuklinu, hafði hún gert flug- vél úr stórri hnetu, síðan tók hún stóra agúrku sem hún fann og gerði úr henni vængi á flugvélina, síðan settust allir upp í farartækið og þau flugu heim í landið sitt, syngjandi og glöð. Músfríður rankaði vi'ð sér á bakkan- um í feyskibingnum og hafði notið jólaleyfisins vel. En þegar hún mætti í vinnu næst í hreyfingunni og hrópin og sköllin bergmáluðu aftur: „Músfríð- ur, þurrkaðu af gullinu, Músfríður, veiddu gimsteinana úr súpunni“, þá tók Músfríður lítið glas úr vasa sínum og á miðanum stóð: Krókódílatár. Hún hellti nokkrum dropum út í súpuna. En er hún ætlaði að fara að hræra í, þá viti menn: súpan var full af gimstein- um og nú eru allir ríkir í hreyfingunni, það er alveg satt...... og allir hafa það gott.....allt Músfríði að þakka. JOHNSON Framhald af bls. 49 skrifstofu forsetans voru smágöt í kork- lögðu gólfinu við dyr, sem sneru út að garðinum. Fleming sagði mér, að þessi göt væru eftir golfskó Eisenhowers, sem oft hefði brugðið sér út í garðinn frá vinnu til þess að leika golf. Hann sagði, að bæði Kennedy og Johnson hefðu hairðbannað að lagfæra þessar skemmdir í gólfinu og teldu það póli- tískt hagstætt að varðveita götin til þess að sýna í hverju starf repúblik- ansks forseta væri fólgið. í öðrum enda skrifstofunnar standa tveir sófar hvor á rnóti öðrum en á milli þeirra lítið hringlaga borð. Þetta borð virtist ósköp sakleysislegt á að líta en á því var lítil skúffa. Fleming dró hana út. Þá bom í ljós, að í henni er mjög fullkomið „Push-button“ síma- tæki. Það var sett þarna fyrr í sum- ar til þes að forsetinn þyrfti ekki að ómaka sig að skrifborðinu, ef hann vildi hringja. Við einn vegg skrif- stofunnar standa svo fjarritunartæki frá nokkrum helztu fréttastofnunum heimsins og getur því forsetinn hverju sinni fylgzt með því sem gerist í ver- öldinni, inn í skrifstofu sinni. Fleming gekk einnig með mig inn í fundarherbergi ríkisstjórnar Banda- ríkjanna, sem er skammt frá skrifstofu forsetaris. Á baki hvers stóls er skilti með nafni þess ráðherra, sem í honum situr og þegar ráðherrann lætur af embætti er venja að nánustu samstarfs- menn hans kaupi stólinn og gefi hon- um. MacNamara fær því sinn stól bráð- um og kannski fleiri. Heimsókninni og hádegisverðinum í Hvíta Húsinu var lokið. Það fór ekki á miíLli mála, að hinn bandaríski for- seti og starfslið hans lögðu sig í fram- króka um að sýna forseta íslands hina mestu virðingu og sannast sagna var meira við haft en þegn smáríkis norð- ur í Atlantshafi gat með nokkru móti látið sér detta í hug fyrirfram. 24. desember 1987 •LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 57

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.