Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1967, Blaðsíða 22

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1967, Blaðsíða 22
Kvosin fremst á myndinni er kölluð Urðarbrunnur. Tréð á bakkanum ætti ])á að vera askurinn Yggdrasill. í bak- sýn er haugur Ans ins gamla. I. L estin brunar fram sléttuna áleið- is ti. Uppsala. Vorkvöldið er þrungið kyi-rð meginlands og roða slær á skýin á vesturloftinu. Svipir fornaldar líða mér um hug þegar landslagsmyndirnar ber fyrir gluggann. Fyrir 900 árum hét sléttan Fýrisvöllur og hér var att sam- an fylkingum í margri orrahríð. En sléttan ber sama svip og þá og skógur- inn sem rís til annarrar handar er einnig sjálfum sér líkur öld eftir öld. Hér hefur því ekki verið ósvipað um að litast þegar sögumaður Adams af Bremen fór um á leið til Uppsala ná- lægt 1070. En hann greinir hvorki frá veðri né landslagi því að öll athygli hans hefur beinzt að heiðna hofinu í Uppsöl- um, sem um aldir hafði verið miðstöð og höfuðvígi heiðindóms á Norðurlöndum. Áður en lengra er haldið og áður en gengið er á vit sjálfra fornminja borg- arinnar er rétt að draga fram þessa lýs- ingu manns, er sjálfur hafði séð heiðna hofið og virt fyrir sér það sem þar fór fram. Lýsing hans er á þessa leið: c L7 viar eiga mjög fraegt hof, sem heitir Uppsalir og er ekki langt frá Sigtúnum. í þessu hofi, sem allt er gulli slegið, dýrkar þjóðin þrjú goðalíkneski. Mestur þeirra er Þór, sem stendur í miðjum veizlusal. Við hlið hans standa Óðinn og Freyr. Nærri hofinu stendur sígrænt tré og skammt frá fórnarbrunn- ur, þar sem lifandi mönnum er fórnað. En Svíar dýrka ekki aðeins þessa þrjá guði, heldur einnig framliðna höfðingja og forustumenn. Sérstakir prestar starfa við hofið og framkvæma fórnarathafnir á vegum þjóðarinnar. f farsóttum og hungursneyð er fórnað til Þórs, í stríði til Óðins og við brúðkaup til Freys. Ní- unda hvert ár halda allir Svíar mikla, sameiginlega trúarhátíð. Þá verða allir að bera fram sínar fórnir, bæði konungur og þjóð. Þeir, sem tekið hafa kristni, kaupa sig frá fórnunum. Af öllu karlkyns er fórnað níu einstaklingum og skrokkamir hengdir upp í fórnar- lundir.um við hofið. Þar hanga hundar og hestar við hlið manna. Kristinn sögumaður hefur sagt, að þar hafi í einu hangið 200 skrokkar. Söngvar eru sungnir við fórnarathafnirnar, en þeir eru svo klúrir, að ekki er rétt að skýra frá efni þeirra. Við þessa lýsingu Adams af Bremen má bæta einni sogn, sem hann tilfærir. Er hún á þá leið, að María mey hafi vitrazt einum prestanna við Uppsalá- Jón Hnefill Aðalsteinsson Carolina Rediviva, Háskólabókasafnið í Uppsölum. Espiviðarlundurinn í Gömlu Uppsöluni, sem kallaður er Fórnarlundur. I baksýn er kirkjan, þar sem heiðna hofið er talið hafa staðið. Mímisbrunnur er lengst til TVEIR ÞÆTTIR FRÁ UPPSÖLUM hof og sagt honum það fyrir, að hof- inu yrði brátt breytt í kristna kirkju, þar sem hún og sonur hennar yrðu til- beðin. Presturinn, sem var blindur, fékk sjónina aftur eftir þennan viðburð. E kki eru menn alveg á einu máli um hvar heiðna hofið í Uppsölum hafi staðið, en flestir hallast að því, að það h ifi verið þar sem nú heita Gömlu Upp- salir, 5 km. frá Uppsölum. Einn góðan veðurdag liggur leiðin þangað til að huga að fornminjum. Á korti yfir stað- inn, sem ferðamanni er fengið í hendur, blasa við kunnugleg nöfn: Mímisbruun- ur, sem stendur í útjaðri Fórnarlund- ar. Óðinsborg, Dómarahóll eða Þinghóll, og svo konungshaugarnir þrír, Egils- haugur, Ánshaugur ins gamla og Aðils- haugur. Vestan undir Ánshaugi ins gamla heitir svo Urðarbrunnur. Nöfnum er aðeins vikið við hér til íslenzku eða íslenzkrar stafsetningar. Að lokum má nefna kirkjuna í Gömlu Uppsölum, sem taiið er að standi á grunni heiðna hofs- ins. Alitið er að heiðna hofið hafi ver- ið rifið á árunum frá 1075 til 1100. Sköir mu síðar munu trúboðar og söfn- u5ur héraðsins hafá reist stafkirkju á rús;um hofsins, en á fyrri hluta tólftu aldar er svo talið að stéinkirkja hafi veiið reist, sem mun hafa verið u.þ.b. heimingi stærri en núverandi kirkja. Þessi kirkja skemmdist mikið í bruna áríð 1245 O'g var síðar endurbætt mjög minnkuð eins og áður segir. Árið 1927 voru framkvæmdar endurbætur á kirkj unn: og þá var tækifærið notað til að kanna jarðlögin undiir kirkjugólfinu. Þegar kom hálfan annan metra niður fyrir núverandi gólf, kom niður á harð- troðið leirgólf, sem var ekki af sömu stærð og kirkjugólfið. Þessi gólfi var fyigt og kom fram grunnur að fer- hyindu húsi, um 22 sinnum 25 metrar að stærð, og er það talið grunnur heiðna hofsins. Hefur hofið þá staðið þar sem nú er fremri hluti kirkjunnar. I Gömlu Uppsölum vitnar allt um fórnan helgistað. Á þeim stað þar sem Fórnarlundurinil ætti að hafa verið er er nú espiviðarlundur með þessu nafni. f þeim trjám væri ekki hægt að hengja upp 200 skrokka, ekki einú sinni 72 eins og segir í einni heimild. En lundunnn vinstri fremst á myndinni. er tilkomumikill og sker sig áberandi úr umhverfinu. Sunnan við lund þennan he *ir svo Mímisbrunnur eins og áður segir. Þar sem hann á að vera er jarð- vegurinn nú heill, en sjálfsagt þyrfti ekk: djúpt að grafa til þess að fá brunn- inn fram. Hér verða Eddurnar lifandi og vel má hugsa sér Mími sitjandi hér að svala þorsta sinum á sólbjörtum morgni „af veði Valföður", drykknum, sem auga Óðins var geymt í. IV. 11 ú beínist athygli að haugum kon- unganna. Þeir voru eitt sinn kallaðir Óðinshaugur, Þórshaugur og Freyshaug- ur eftir guðunum þremur, sem hæs‘ bár í Uppsölum. En fornminjarannsókn- ir, s'em gerðar hafá verið í haugum þessum, hafa fært mönnum heim sann- inn um frá hvaða tíma þeir eru og í framhaldi af því hefur verið hægt að álykta, með stuðningi af Ynglingatali, að í þessum haugum hafi þeir hvílt kon- ungarnir, Án inn gamli, Egill og Aðils. Talií er að þessir haugar hafi verið ge’ðu á tímabilinu frá lokum fimmtu aldar til loka sjöttu aldar. Urðar-brunnur var síðasti staður- inn sem skoðaður var að þessu sinni. Brunnurinn er ekki opinn fremur en Mímisbrunnur, en laut í landslaginu gofur til kynna hvar hann hafi verið. Á barmi þeirrar lautar, nær haugi Áns ins gamla, er askur einn mikill og fornlegu ur. Engar heimildir gefur leiðsögukort- 54 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS' 24. desember 1967

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.