Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1967, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1967, Blaðsíða 9
Séð frá Skerhóli yfir sandana að upp- tökum Skeiðarár við Jökulfell, yfir Skeiðarárjökul til Lómagnúps. „Svo er sagt, a tröllkonan hafi átt að segja við Einar bónda, að hann skyldi jafnan fara á fjöru, þegar hann sæi til sín. Einu sinni sá Einar til hennar. Fer hann þá á stað og fann væna hnisu á fjörunni. Var hún nóg á tvo hesta. Síðan lagði Einar sig fyrir og sofn- aði. Dreymdi hann þá, að tröllkonan kæmi til sín og segði: „Upp þú maður.“ Hann vaknar þegar og þóttist kenna svip hennar, er hún gekk burt. Síðan hélt hann á stað og sem hann var kom- inn heim, skail á norðanveður, sem hélzt í viku. Það er sagt, að Einar Jónsson bóndi í Skaftafelli hafi einu sinni ætlað heim yfir, til að vita hvenær páskar væru. Mætti bann þá tröllkonunni, vinkonu sinni. Spurði hún hann hvent hann ætl- aði. Hann sagði henni það og hvert er- indi sitt væri. Hún mælti: „Ef Jesús Kristur hefði eins pínzt og dáið fyrir mig sem þig, þá mundi ég ekki hafa gleymt hans uppriisudegi.“ Fór hún þá með vísur þessar: Þá þorratunglið tínætt er, tel ég það lítinn háska, næsta sunnudag nefna ber níu vikur til páska. Á einmánaðar tungl ég tel, týndan allan háska, þriðja sunnudag, það er vel, þú skalt haida páska. Vísur þessar eru í tröHkonurími og hefur hún líklega tekið þær úr því, ef hin sögnin er sönn. Einar bóndi lét sér þetta lynda og sneri heim aftur.“ Enn segir Magnús frá Hnappavöllum er bjarndýr dvelst að Skaftafelli. „Einbverntíma kom bjarndýr að Skaftaifelli til Einars bónda Jónssonar, eða einhvers, er þar bjó. Gerði það eng- um iilt og bannaði bóndi að glettast við þeð. Opnaði bór.di hlöðu hjá sér og fór bjarndýrið þar inn og hafðist þar við víst í mánuð. Ó1 það þar hvolp og gaf bóndi því oft að éta. Fór bjarndýrið oft á fjöru og kom ætíð með eitthvað. Einn morgun lá selur fyrir utan hlöðu dvrnar, sem það hafði komið með u«m nóttina, og hafði svo farið burt með grisling sinn og kom ekki aftur. Það er sagt að bjarndýr séu langtum betri við þá, sem eru nafnar þess, helzt ef þeir hei'ta Björn, og þau ráðist síður á þá, þó þeir beri vopn á þau.“ Hér læt ég lokið frásögnum Magnúsar. Það er lítið um draugasögur úr Ör- æfum. Þó er þeirra lítillega getið og í munnmæluim er enn í dag til að þar hafi verið að minnsta kosti einn draug- ur á sveimi og átti að ganga í níunda lið, svo sem venja var, en litlar sögur fara af honum. Þó mun Öræfingum 24. desember 1967 -------------------- Þar sem Skeiðará kemur undan Jökl- inum. hafa verið sú list gefin, að geta komið af sér draugum, og hafa þeir því ver- ið kunnáttumenn á því sviði sem öðr- um. Nægir þar að geta um Kvískerja- draugmn, sem Þorsteinn bóndi þar kom a£ sér, en sendur hafði verið systur konu hans, en hafði faiið systravillt. Þorsteinn talaði drauginn til og spurði í þaula þar til hann skipaði honurn út, vökvaði sér blóð og lét koma á torfu- blað og bar svo framan í draugsa. Snauit- aði hann þá út, og sagði Þorsteinn hon- um að fara til þess, sem hann hafði sent. í þjóðsögum Jóns Árnasonar er líkt getið um vjðskipti Einars bónda í Skaftafeili og frá segir í söguim Magnús- ar. Um illvættir er þar rætt og þá fyrst og fremst tröll, en þó hafi þeim verið eignaður liðsemdardugnaður, „so sem þegar Skaftafellsbóndinn mætti skess- unni með steypireiðarkálfinn á baki og hann lét hana fara fría, en daginn eftir var fullorðinn steypireiður komin í fjöruna, eða þá hann mætti henni og reiddi yfir Skeiðará, og hún sagði við liann, að bakragar gjörðust nú barn- konur, en hún ól hesta hans um vet- urinn; eð.a þá hann gaf henni sauðar- fallið, en hún lagði á Skaftafell, að þar skyldi aldrei sauðlaust verða.“ Svlpuð er sagan um þyssuna, nema bvað þar er kaupmaðurirm kapteinn á skipi og því við bætt að Einar hafi haft orð á því að hann lægi við ónýtt tó. Setti kapteinn til segl og reyndi á tóið þar til það hrökk sundur, en Ein- ar skyldi að ári hafa sitt tó tilbúið og veðjuðu þeir enn hundrað ríkisdölum. Er svo sagt að Einar ynni tóið úr verk- uðu togi, sem hann fékk hjá sér og ná- búum sínum, kom svo með það að ári’ liðnu pg var þá mjórra en það útlenzka. En er kapte.nn reyndi það upp á sama máta og fyrr, þá tognaði það til þriðj- unga og hrökk saman aftur. Af þessu má sjá að lengi hefir ís- lenzka ullin dugað okkur til frama. Ég get ekki lokið svo þessum sögn- unti af Einari bónda í Skaftafelli, sem með vissu vár til, og er forfaðir þeirra, sem búið hafa í Skaftafelli allt fram á þennan dag, þessa mikla hagleiks- manns, sem fellur svo vel við lýsingar þær, er ég hef heyrt á Öræfingum og falla vel við þau kynni, er ég hef af þeim háft, þar sem hæst bera mann- kostir og hagleikur, að ég ekki drepi á eina sögu frá elliárum hans. Auk þess ber sögnum saman, að Einar hafi verið forspár, og sagt fyrir lát sitt. f þjóð sögum Jóns Árnasonar segir svo: „Þegar Nikulás áðurnefndur vaT fimmtán ára var Ein.ar hættur að róa. Mun það hafa látið nærri að hafa ver- ið milli 1730 og 1740. Skip gengu þá í Öræfum, og einn róðradag var Einari sérlega óvært og jafnan gengið frá smiðiuverki sínu, sem ekki skyldi hafa verið vandi hans, út og inn þar til hann hafði sagt Nikuliási að takia hesta tvo, þvi hann myndi ekki komast hjá að horfa á ósköpin, riðið síðan suður á Ingólfshöfða. Hvenær, sem Nikulás komst samsiða Einari hafði hann verið blóðavartur í andliti og riðið svo sem mögulegt var þótt vegur sá sé langur. Þegar á Höfðann kom vóru bæði skip- in hvolfd eða kaffærð á boðunum aust- an undir Höfðanu.m, því þar er útbrim. Menn nokkrir höfðu verið á kjöl öðru skipinu. Þekktu þeir þar formanninn sem skyldi hafa verið ástvin Einars. Annað varð ekki gert en hvör veifaði ii! hins .------“ En lítu.m nú til annarra heimilda um Skaftafell. Enginn vafi er á því að frá fyrstu tið hefir þet.ta verið mikil og góð jörð. Vart myndi Flosi hafa boðið Höskuldi Hvítnesgoða að fá honum bú- stað í Skaftafelli, þá er Höskuldur fór austur að Svinafelli til hans að heim- boði, nema jörðin hefði verið fullboð- ieg slíku.m höfðingja, eins og segir í Njálu, er fáleikar gerðust með Höskuldi og Njálssonum Sveinn Pálsson lýsir Skaftafelli all- nákvæmlega í Ferðabók sinni og seg- ir í dagbókinni 1793 hinn 10. september: „— Við vorum um kyrrt á Skafta- felli till þess að hvíla hestana og fara smáferðir um nágrennið, en þarna er mjög fagurt. Öræfasveitin, sem nú telur aðeins sjö bæi, liggur sunnan- og vestanvert við mjög hátt fjall eða öllu heldur höfða, sem heitir Öræfajökull. Hann er mjög hár og brattur að fram- an, út að sjónum, en hverfur að norð- an yfir í lægri fjöll í hin.um miklu jöklum, er síðar verður lýst. Efri helm- ingur þessa fjalls er ósvikinn jökull, er sendir afkvæmi sín niður á jafn- sléttu gegnum hvert skarð og gil'skoru. Þessi byggð er að kalla má skilin frá öllu mannlegu samfélagi, því að hún er iukt inni milli Skeiðarársands að vestan, Breiðamerkursands, er siðar verður getið, að austan, jöklum að norð- an, en að sunnan sjálfu úthafinu. Eins og kunnugt er hafa eldgos í Öræfajökli nærri eytt byggðina, svo að ekkert gras- lendi er eftir nema litlir blettir í kring- um þessa fáu bæi. Nok.kra.r engjaræm- ur eru fram með kvíslum Skeiðarár og elitthvað af mýrurn í suðurhlíðum fjallsins. Allt annað er grafið undir endalausum aur-, sand- og vikurhaug- um. Ég hygg, að enginn bær á landinu liggi jafnnærri eða virðist svo jöikl- um luktur se.m Skaftafell, sem er nyrzti og efsti bær i Öræfum, vestan við norð- uienda Öræfajökuls og að kalla má fast vi5 brúnina á hinum mikla Skeiðar- árjökli. Rétt við túnið að suðaustan teygjast tveir armar frá Öræfajökli allt niður á jafnsléttu, svo að bærinn stend- ur nokkru hærra en jaðrar þeirra eða sporðar. Þrátt fyrir þetta hefur Skafta- fell orðið fyrir miiklu minna tjóni en hinir bæirnir Norðaustur frá bænum rís hátt og mikið fjall, miklu hærra en þessir jökulhamrar, en að norðan og ausitan er það jöklum gi-rt. Þar er af- bragðs haglendi fyrir hverskonar pen- ing, svo að hestar og fé gengur þar sjálfala að vetrinum. En auk þess skerst dalur til norðausturs fyrir innan Skaftafell og heitir Morsdalur (í jökla- ritinu Morsárdaiur eins og nú tíðkast að nefna hann). Hann er beggja vegna vaxinn fegursta skógarkjarri, og nær það ■ að sunnanverðu heim að ag kring- urn tún.ið í Skaftafelli. í skugga hans grær mikið af bláklukku, sem finnst hér fyrst í þessum landshluta. í gili einu rétt hjá bænum vaxa ennfremur nokkur reynitré og dálítið af geithvönn. Bóndinn, sem nú býr í Skaftafelli, beitir Jón Einarsson, og hafa átta for- feður hans, marrn fram af mannL búið á þessari konungsjörð. Ég minnist þessa aldraða ágætismanns með sér- shakri ánægju, af því að ég þekiki naum- ast hans líka meðal alþýðumanna. Það er hvergi nærri eins sjaldgæft og aðrair þjóðir ætla, að menn rekist á Islandi á bændur, sem mega kallast víðlesnir í sögu og lög'Um landsins, jafnvel í al- mennri sögu og landafræði, kunna biblíuna upp á sína tíu fingur, rdta for- kunnarfagra hönd og eru smiðir á dýra málma, hvað þá annað. En mér hefði þótt lít't trúlegt að hitta hér óbrotinn bónda. sem af sjálfs sín rammleik og áslundun hetfur þegar á unga aldri lært latnesku, gríska og hebreska málfræði Framhald á bls. 56 Séð af Skerhóli inn Morsárdal, Rauðliellrar t.v. Rætur Miðfells sjást yfir kletta- drangana t.h. ■LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 41

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.