Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1967, Blaðsíða 27

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1967, Blaðsíða 27
hinuim tveim ref fyrir rass og lenda í fyrsta sæti listans. Annar stórsigur Engilberts. Á íslandi bar það helzt til tíðinda að Dátar, Tempó og Lúdó hætfcu störfum, en nýjar hljómsveitir spruttu upp og bar þar einna hæst FLOWERS, sem nú er að verða einhver vinsælasta hljómsveát landsins. Norðlendingar gerðust nú all umsvifamiklir í hljómplötuút- gáfu og sendu frá sér tvær plötur. Önnur var með Póló og Bjanka en sú plata hefur orðið mjög vin.sæl hér, hin með okkar ágætu hljómsveit Ingi- mars Eydal. í septemberlok kom svo stór- viðburðuT ársins, en það voru Melody Maker kosningarnar. Eins cg við mátti Lúast og sjálf- sagt var sigruðu Bítlarnir með nokkrum yfirbuðum. En þeir sem annars komu bezt út úr úr þessum kosningum voru: Dusty Springfieid sem söng- kona, Cliff Richard er aftur náði sínu gamla sæti sem vin- sælasti söngvarirm, Jrrni Hend- rix Experience og CERAM, en þessar hljó'msveitir voru svo til óþefkktar í byrjun ársins. The Hollies standa alltaf fyrir sínu svo og The Shadows, þar sem Rolling Stones virðast aftur á móti hafa dalað nokkuð á þessu ári. Gamlar kempur svo sem Who, Kinks, Manfred Mann og Beach Boys urðu ekki til neinna sérstakra afreka á árinu, en Turtles, Procol Har- um, Traffic og Bee Gees eru nöfn sem vert er að veita nán- ari athygli í framtíðinni. Vel á minnzt, Bee Gees, hljómsveit sem í ársbyrjun var algjörlega óþekkt komst á topp inn í obtóber með lagið MASSACHUSETTS og ef að líkum lætur hafa þeir ekki sungið sitt síðasta vens, því að þarna eru komnir menn sem líklegir eru til mikilla afreka á tónlistarsviðinu í náinni fram tíð. Þá er komið að tónlistarvið- burði ársins hér á íslandi en það er útkoma Hljóma plötunn- ar, síðast í október. Með þess- ari plötu sönnuðu Hljómar í eitt skipti fyrir öll, yfirburði sína yfir öðrum ísl. hljómsveit- um sem leika þessa tegund tón- listar. 1 nóvember var Lulu með topplagið í Bandaríkjunum og stuttu seinna náðu Foundations í 1. sæti brezka vinsældarlisl- ans á laginu „Baby Now That I‘ve Found You“. Dave Dee, Dozy. Beaky, Mick and Tich, sem heldur höfðu látið lítið að sér kveða það sem af var ár- inu, brugðu undir sig betri fætinum og árangurinn lét ekki á sér standa. Nýjasta lag þeirra ZABADAK komst í fyrsta sæti brezka vinsældar- listans í nóvemberlok. Að öllu líkindum eiga Bítlarnir eftir að hafa siðasta orðið á þessu ári, en þeir hafa nú nýlega gefið út tveggja-laga plötu sem liklteg er til mikiUa vinsælda sem og fyrri lög þeirra haía hlotið. Ennfremur verður Magi cal Mystery Tour sjónvarpað í Bretlandi um jólin og í því tilefni koma út tvær nýjar plötur með þeim félögum. Árið 1967 hefur vissulega verið viðburðaríkt og vel heppnað, sé horft af sjónarhóli pop-aðdáandans og verði árið 1968 álíka ,,blómlegt“ og lit- skrúðugt þurfa þeir, sem áhuga hafa á þessari tegund tónlistar, engu að kvíða. Beatles: No. 1 eins og venjulega. Hljómsveit Söngvari Sólógítarleikari Hljómsveit Söngvari Söngkona Rythmaleikari Trommari ......... Bassaleikari ..... Organisti ........ Lagasmiður ....... Bezta ísl. plata útg. á árinu ..... 24. desember 1967 Bezta 2-laga plata Bezta L.P. plata •LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 59

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.