Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1967, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1967, Blaðsíða 16
Þessi mynd er tekin í „State Iíining Room“ Hvíta Hússins í Washington í hádegisverðarboði því, sem Lyndon B. Johnson, Bandaríkjaforseti hélt til heiðurs forseta Islands herra Asgeiri Asgeirssyni. ei'tthvað vandræðalegur á svipinn, í krumpuðum buxum en brosleitur og nikkaði ótt og títt til fylg'darmanna sinna hinum megin snúrunnar. Litlu síð ar komu þrír svartir bílar akandi hægt upp heimreiðina að Hvíta Húsinu. Út úr hinuim fyrsta sté forseti íslands, herra Ásgeir Ásgeirsson, en úr hinum fyigdarlið hans Emil Jónsson, utanrík- isráðherra, Pétur Thorsteinsson, aim- bassador íslands í Washington, Þorleif- ur Thorlacíus, fonsetaritari og Þórhall- ur Ásgeirsson, ráðuneytisstjóri, sonur forsetans. Hinn íslenzki forseti heilsaði hinum bandaríska með virktum og kynnti fylgdarmenn sína fyrir bonum og síðan gengu þeir inn í Hvíta Húsið. Leiðsögiumaður minn gekk nú með mig stóran hring í kringum þetta sögu- fræga hús og suður fyrir það en gest- ir í hádegiisverðarboðið komu inn um suðurdyr Hvíta Hússins. Þar var mér vísað inn eftir að afhent höfðu verið nauðsynleg skiLríki. Mér var sagt, að dyraverðir mundu annast aðra fyrir- — Hafið þér hitt frú Rusk? — Nei. — En hafið þér hitt varaforsetann? — Nei, ég hafði ekki hibt varaforsetann. Þér hljótið þó að hafa hitt forsetafrúna? — Nei, þvi miður hefur mér ekki hlotnazt sá heiður. — Andlit aðstoðarblaðafull- trúa Lyndons B. Johnsons, Bandaríkja- forseta, lýsti vaxandi undrun á því, hvers konar sveitamaður og ,,nobody“ væri hér á ferð. Við vorum nýstaðnir upp frá borðum í „State Dining Room“ Hvíta Hússins í Washington, þar sem Johnson hafði efnt til fjölmenns há- degisverðar til heiðurs forseta fslands, herra Ásgeiri Ásgeirssyni. Gestirnir ræddust við í smáhópum og Fleming, aðstóðarblaðafulltrúi Johnsons, tók að sér að eigin frumkvæði að kynna full- trúa Morgunblaðsins fyrir helztu mekt- armönnum Bandarikjanna. Frú Rusk varð fyrsta fórnardýrið og henni varð hálf hverft við, undrunarsvip brá á andlit hennar og hún sagði kurteiislega „komið þér sælir“ og var síðan farin. Næstur í röðinni var Hubert Hump- hrey, varaforseti Bandaríkjanna. í kringum hann var fjöldi fólks. Fleming gekk í kringum hann, togaði í enmina á honum, nikkaði til hans og beitti öllum hugsanlegum brögðum til þess að vekja athygli á sér en allt kom fyrir ekki. Enn var margt manna á sveimi í kringum varaforsetann, sem er ein- staklega fjörmikill og líflegur persónu- leiki en nú fór hann að færa sig í burtu. Fyrir Fleming var þetta ekki lengur spurning um það að sýna íslendingi það lítillæti að kynna hann fyrir Hump- hrey, svo að hann gæti gortað af því upp á íslandi á eftir, heldur og ekki síður að sýrta íslendingnum það, að hann og Humphrey væru hinir mestu mátar. Honum tókst líka að stöðva varaforset- ann á útgöngunni og sú langþráða stund rann upp, að fulltrúi Morgunblaðsins tók í nönd Hubert Horatio Humphrey og ræddi við hann í 30 sekúndur. Af efni þess samtals fara engar sögur. Þá var það Lady Bird. Hún stóð sína plikt og kvaddi gesti. Það var því einfalt að stilla sér upp í halarófuna og bíða síns tíma. Fleming skýrði það út fyrir for- setafrúnni, að þessi maður væri eini fulltrúi íslenzkra blaða í fylgd hins ís- lenzka forseta. Lady Bird lét í ljósi lijúpa hluttekningu yfir þeim örlögum og síðan kvöddumst við með virktum. Valdimar Björnsson, fjáirmálaráð- herria Minnesotaríkiis í BandarLkjunum sagði mér í sumar, að boð í Hvíta Húsið væri sama og skipun. Ég þóttist því ekki eiga margra kosta völ, þegar full- trúi utanríkisráðuneytisins í Washimgton tilkynnti mér 15 mínútum áður en for- seti íslands skyLdi áka frá Blair House til Hvíta Hússins, að ráðuneytinu hefði með einhverjuim ráðum tekizt að útvega mér boð í hádegisverð þann, sem John- son hélt, til heiðurs forseta íslands. f mig var hringt frá „Seourlty" í Blair House, en þar voru saiman komnir nokkrir menn úr hinu bandaríska fylgdarliði fonsefcans og stefndu mér þangiað. Blair House gbendur skammt frá Hvíta Húsinu við Pennsvlvania Aven- ue og fyrir utan húsið stóð löng röð af svörtum, spegilgljáandi límúsínum. Fyriir utan húsið stóðu einnig nokkr- ir vopnaðir verðir en hinum megin á götunni hafði nokkur mannfjöldi safn- azt saiman og sá að virðingargestir voru á ferð. Það var ekki heiglum hent að kom- ast inn í Blair House. Ég sneri mér til öryggisvarðar, sem stóð á gangBtébtinni og sagði til nafns, hann gekk upp tiröpp- urnar og hvíslaði einhverju í eyra ann- ars öryggisvarðar, sem stóð fyrir utan dyrnar. Sá fór inn í húsið og að vörmu spori kom fullfcrúi úr upplýsingadeild utanríkisráðuneytisins og sagði mér, að ég væri alltof seinn og síðan hlupurn við sem fætur toguðu yfir til Hvíta Húss- ins. Fyrir utan Hvíta Húsið hafði mik- ill mannfjöldi safnazt saiman og ís- lenzki fáninn blakti við hún við allar helztu götur Washingfconborgar. Þegar við hlupum inn um hliðið að Hvíta Hús- inu vorum við stöðvaðir af öryggis- vörðum. en fylgdarmaður minn veifaði að þeim skilríkjum og það var látið gott heita. Á tröppum Hvíta Hússins hafði mik- ill fjöildi blaðamanna, ljósmyndara og sjónvarpsmanna safnazt saman. Þar var „White House Press Corps“, samankom- in, menn sem fylgjg forsetanum eftir nánast dag og nótt og mér skilst, að ekki sé hægt að komast til meiri met- orða í bandarískum blaðaheiimi en að vera útnefndur til þess að fylgjast með Styrmir Cunnarsson í II VDIX.ISVI ISIH IIJÁ •MHI\SO\ forsetanum. Þarna á tröppunum biðum við góða stund. Hitinn var ógurlegur og við og við bárust fregnir um, að komu forsetahs íslenzka hefði seinkað, vegna þess að Johnson væri enn upp- tekinn. Á tröppunum beið einnig Rol- vaag, aimbassador Bandaríkjanna á ís- landi, góðvinur Humphreys, en hann var réttu megin snúrunnar, sem skildi að þjóðhöfðingja og hina. Skyndilega stóð Lyndon Johnson á tröppunum, greiðslu. Þarna í anddyrinu stóð svo fulltrúi Mbl. langa hríð eiins og illa gerður hlutiur og vissi ekki hvað næst tæki við. Gestir streymdu fram hjá í stríðum straumum þekktir og óþekkt- nr þ.á.m. nokkrir fslendingar, Hannes Kjartanson og frú, frú Ágústa Thors, Sigurður Helgason hjá Loftleiðium og kona hans. Eftir drykklanga stund sá ég, að ekki mundi til setunnar boðið í þessu anddyri og gekk inn fyrir. Þar Forsetarnir ganga til Austurherbergis Hvíta Hússins þar sem gestir söfnuðust sam- an. í fylgd með þeim er Lady Bird Johnson, en við hlið hennar stendur Symington, siðameistari forsetans. Sjóliðinn fremst á myndinni er nú orðinn tengdasonur Johnsons. 48 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 24. desember 1967

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.