Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1967, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1967, Blaðsíða 8
Ragnar Stefánsson (lengst t.v.) fylgir gestum upp frá gamla bænum í Seli í Skaftafelli. ’Á SKAFTAFELU og komst heilu og höldnu heim til sín. Rétt þar á eftir sligaðist hestur hjá honum. En öxina fann hann blóðuga á bæjarsillunni hjá sér. Næsta ár á eftir að þetta bar til, var Einar enn á ferð, og lá leið hans yfir é eina, sem nefnd er Skeiðará. En áður en hann legði út í hana, sér hann konu nokkra, mjög stórvaxna, skunda til móts við sig, og er þau hittust, bað hún hann, að ljá sér hest yfir hérgreinda á. Einar færðist undan því, og kvaðst I vera hræddur um, að eins mundi hún siiga þennan hestinn sinn, eins og hann, sem í fyrra. S Tröllkonan kvaðst ei hafa gert það að orsaka’.ausu, með því áður hafi Einar verið búinn að hrekkja sig. Sagði hún að öxi hans hafi lent milli brjósta sinna, þá hann henti henni út í þokuna. Og til merkis um að hún þetta satt segði, sýndi hún honum örið eftir öxina, hvert að var á sama stað og hún hafði frá sagt. Sá Einar þá, að hún mundi hafa satt að mæla. Gaf henni síðan leyfi til að ríða hesti einum, er hann teymdi, hvað hún og þáði, en sjálfur reið Einar öðrum hasti. Þau lögðu síðan út í ána og komust slysalaust vfir hana. Er þess getið að tröl'lkonan hafi tekið með annarri loppunni aftan undir hest þann, er hún reið, og lyft undir hann um leið og hann sté upp úr vatninu. Það er mælt, að tröllkonan hafi í fyrstu haft glettur í frammi við Einar, en hann farið hallloka fyrir henni, og lofaði hann að finna hana, þó seinna yrði. En hann fór heim til sín og smíð- aði sér koparbyssu (sem enn er til í Skaftafelli). Síðar nokkru fór hann til fundar við hana aftur og þá friðmæltist hún við hann, og lofaði að vera honum til vilja, en hann setti ekki annað á við hana, en hún passaði, að ekki væri stolið úr skógi fyrir innan Morsá. Maður nokkur, er Nikulás hét, sem Skeiffarárhlaup æffir yfir sandinn vestan viff Skaftafell. Jökul- fell í baksýn. Aff neðan: Á hlaffinu í Seli, þar sem enn er gömul f jósbaffstofa. Þar |8|| ræffast þeir viff frá ‘ vinstri Sigurffur J(ú hannsson, vegamála- stjóri, dr. Finnur Guðmundsson (snúa báffir baki aff ljós- myndaranum), Birg- ir Kjaran form. Nátt- úruverndarráffs og Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráff- herra. átti heima fyrir utan Skeiðarársand, og með honum gamall maður og piltur, um eða fyrir innan tvítugt fónu einu sinni sem oftar að biðja Einar í Skafta- felli um skóg, og vísaði hann þeim til skógar fyrir innan Morsá. Þeir tjölduðu þar í torfu einni um kvöldið. Er þeir voru þúnir að því, fóru þeir og felldu dálítið af viði. Þá sá Nikulás að stór- vaxinn kvenmaður stóð við torfurofið, en rakkinn, sem með þeim var, rauk upp með miklu gelti. Þá sagði Ni'kuliás, að þeir skyldu hætta og fara inn í tjaldið, hvað þeir gjörðu. Þegar þeir voru komnir inn, fór Nikulás að þrýna öxi sína og sem hann er búinn segir hann, að hún bíti mjög vel, því hún standi í skegginu á sér. Glaða tunglsljós var. Þá sjá þeir, að skuggi dróst á hálft tjaldið, sem varaði til miðrar nætur. Þeir fóru að sofa karlinn og dreng- uiinn, en Nikulás vakti fram undir dag með öxi sína í hendi sér. Þegar lítið fór að birta kom Einar bóndi til þeirra og sagði, að þeir hefðu líkast til orðið va.rir við eitthvað í gærkvöldi, en karl og drengur neita því, en Nikulás gjörði hvorugt. En Einar kvaðst vita, að eitt- hvað hefði borið fyrir þá, því hann hefði gleymt að biðja þá að segja, að Einar beiddi að heilsa, því ekki hefði þurft annað. Um morguninn gekk Nikulás að rof- inu, þar sem Skessan hafði staðið við, og var það seilingarhæð hans. Einu sinni átti tröllkonudóttir eða huldukonudóttir að koma til Einars bónda í smiðjuna. Var hún fátæklega kiædd og berfætt, og leit út fyrir að vera svöng. Hafði Einar kjöt í smiðjunni hjá sér og blíndi hún ávallt á kjötið. Einar bóndi sér það. Tekur hann þá eitt krof og skæði og gefur henni, og brosti dálítið um leið. Nokkru seinna kom móðir hennar og þakkaði honum fyrir hana og sagði, að fyrir það, sem hann hefði gefíð her.ni, mundi jafnan verða kindasælt i Skaftaf^lli. Hún kvað hann líka mundu verða kynsælan, en fyrir það, sem hann hefði hlegið, þá mundi það fólk verða fremur heilsu- lítið, það sem út af honum lifnaði. Það var eitt sinn, er Einar bóndi fór í kaupstað, að hann ætlaði að kaupa byssu, og er kaupmaður kom með hana, líkaði Einari hún ekki, hélt hana ódug- lega. Kaúpmaður kvað hana nógu væna og sagði, að íslendingar mundu varla smíða jafngóða byssu sem hún væri, og fór að sneiða þá fyrir það, hvað þeir væru fákunnandi. Einar lét ei örvænt, að fást mundi eins góð byssa, þó íslenzk væri. Vildi kaupmaður ekki halda það, og hélt fast á sínu máli. Þar kom að kaupmað- ur veðjaði við hann hundrað ríkisdöl- um. Sagði kaupmaður, að þeir skyldu koma þangað með sína byssuna hvor að ári liðnu. Skyldi hann fá veðféð, ef hann hefði betri byssu, og skildu þeir svo að því sinni. Arið eftir komu þeir báðir í sama stað. Spurði þá kaupmaður, hvort hann hefði komið með byssu nokkra, eins og þeir hefðu talað um. Einar lét lítið yf- ir því, en sagði þó dreng, sem hjá hon- um var, að sækja pokaskjatta, sem væri í farangri sínum. Kaupmaður fór að spotiast að því og spurði, hvort hann hefði hana í poka, og er drengurinn kom með pokann, tekur Einar byssu- hólka upp úr honum og skrúfar þá saman. Þótti kaupmanni það þá vera meistarasmíði. Síðan skaut kaupmaður með byssu sinni í fjöl og stóð haglið þar fast. Einar skaut með sinni byssu á eftir og í gegnum fjölina. Hljóp hagl- ið langtum lengra og hlaut Einar svo veðféð. Hafði hann sagt við einhvern, að hann hefði ekki gjört annað um vet- urinn, fyrir utan nauðsynjaverk, en að smíða hana. Það er sagt að fátt muni vera svo iilt, að það standist við silfurkúlu úr koparbyssu.“ Enn segir Magnús svo frá samskipt- um Einars og tröllkonu: 40 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 24. desember 19ð7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.