Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1967, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1967, Blaðsíða 17
 risu úr sætum og dynjandi og langvar- andi lófaklapp kvað við í salnum þegar forisetinn hafði lokið ræðu sinni. Við hlið Lyndons Johnsons sátu frá Lilly Ásgeirsson, tengdadóttir forseta íslands, og frú Oddný Thor- steinsson, eiginkona Pétuirs Thorsteins- sonar, við hlið herra Ásgeii's Ásgeirs- sonar sat Lady Bird. í hádegisverðarboði þessu var margt þekktra mannia í Wash- ington, auk varaforsetans var þar Dean Rusk utanríkisráðherra og Orville Freeman landbúnaðarráðherra svo og ýmsir þekktir ölidungardeildarþingmenn þ.á.m. Wayne Morse. Fleming sá sem fyrr var nefndur bauðst ti.1 þess að sýna mér það alira heilagasta í Hvíba Húsinu, skriÆstofu forsetans og næsta nágrenni. Því boði var tekið með þökkum. Till þess að koma9t í „Oval Office“ þurftum við að fara út úr húsinu og ganga meðfram því yfir í skritfstofur forsetans sem eru í útálmu hússins. Það markverðasta sem sjá mátti á Framhald á bls. 57 lá leiðin upp stiga einn mikinn og á skörinni fyrir ofan stóð aldraður mað- ur og tók enn við skilríkjum en af- henti í þess stað sætamiða. Væru eigin- konur meðferðis tóku hivítklæddir sjó- liðar þær undir arminn en karlmenn gengu á eftir. Undirritaðuir trítlaði á eftir einum sjóliðanum, þar til kiomið var að dyrum mikils salar þar sem fjöl'di fólks var þegaT fyrir. Þar stóð maður með hátalara og spurði til nafns, Síðan til'kynnti hann hárri röddu: Miist- er Gönnarsson. Það gliuimdi í Austur- herbergi Hvíta Hússins og fulltrúi Mbl. hélf að sjálfsögðu, að allir mundu þagna við þessi tíðindi en svo var þó ekki. Þeir sem fyrir voru létu ekki svo lítið að líta upp. Drykkur var fram- reiddur og innan tíðar kom frú Ágústa Thors, sem bjargandi engill feimnum íslending. Éinhivers staðar skammt frá lék hljómsveit undir með hressingu gest- anna og nokkru síðar tfflkynnti lúðra- blástur komu forsetahj ónanna og for- seta fslands. Gestir stilltu sér upp í röð og heiLsiuðu forsetunuim og forseta- frúnni: Nice to meet you, good to see you, nice to meet you . . . Handtak Johnsons var laust en forseta£rúin var glæsilega klædd og bauð af sér meiri þokka en ætia miætti aif myndum. Síð- an var gengið tii borðsalarins — State Dining Room — og beðið þar til for- setarnir komu. Ég kynnti mig fyrir sessunauitum mínum, eiginkonu aðstoð- arflotamiálanáðherrans, fyrrnefndum Fleming, Anderison fuilltrúadeiidar- manni, sem var kapteinn á Nauitilus, þegar hann sigidi undir Norðurpólinn og fleirum. Við hvert sæti var matseð- ill letriað-ur gi'ltum s'töfum, nafn gests- ins sömuleiðis með giitum stöfum og eldspýtnabréf sem á stóð The Presidents House. Allt þetta taka menn með sér til' minningar uim snæðing í Hvíta hús- inu. Forsetarnir komu mn, gestir settus't, og hádegiis'verður var snæddur. Þetta var mjög þokkalegur matur, kóti'lettur og góð vín en athygli fslendinga vakti sá réttur sem bar nafnið „Strawberry Vaitnajökull", það var jarðarberjaís og munu slíkar nafngiiftir siður í Hvíta Húsinu, þegar erlenda þjóðhöfðingja ber að garði. Undir borðum fluttu for- setarnir ræður. Ræða Johnsons var stutt en skemmtileg, En óhætt er að fullyrða, að þeir íslendingar, sem þarna voru, munu lengi minnast þeirra undirtekta, sem ræða forseta íslands hlaut. Gestir Asgeir Asgeirsson og Lyndon B. Johnson. Þessi mynd er tekin í hýbýlum forsetahjónanna í Hvíta Hús inu. A myndinni eru talið frá hægri Pétur Thorsteinsson, herra Asgeir Asgeirsson, Lyndon Johnson, Lady Bird, frú Lilly As geirsson, í balcgrunni ræða saman Humphrey varaforseti og frú Rusk en fremst á myndinni frá vinstri má sjá Karl Rol vaag, ambassador Bandaríkjanna á Islandi og frú Oddnýju Thorsteinsson. A borðinu er stytta eflir Asmund Sveinsson. 24. desember 1967 ■LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 49

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.