Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1968, Page 3
<
ÞIN ER LEITAÐ TIL SANINGAR
Jólahugvekja eftir sr. Sigurð Hauk Cuðjónsson
Dýrð sé Guði í upphæðum,
friður á jörðu,
velþóknun Guðs yfir mönnunum.
Þessi orð og tónar rufu myrkrið í Betlehem
forðum. Himinn laut að jörðu. Við réttum í mót
þessum röddum það fegursta, er jarðheimur á, lít-
ið barn og í þá umbú!ð lagði Guð hjarta sitt,
kærleika sinn. Sveinninn óx og við heyrðum Guð
tala, er hinn ungi maður lauk upp munni sínum,
isáum almættið að starfi í verkum hans. Fagnað-
arbylgja fór um mannheim. Menn lögðu frá sér
amstur sitt og önn og fylgdu honum. Þetta þoldi
ekki maður, sem í hásætið hafði skriðið. Það er
erfitt að sitja í hásæti, sem þegnarnir snúa baki í.
Og gjöfin frá Guði var endursend til himna. En
Kristsmynd af róðukrossi frá Ufsum í Svarf
aðardal. Talin frá 12. öld og líklega elzta
Kristsmynd, íslenzk, sem varðveitzt hefur.
það var mismunur á svipunni og kærleikanum.
Svipain fellur til jarðar með þeim er ber hana,
byssan hættir að myrða, er enginn er t.þ.a. toga
í gikkinm. Kærleikurinn er tundur hjartna, geisli
af himnum sendur. Menn getum vjið krossfest en
aldrei kær'leika himinsins. Hann skríður umdan
önglunum og tekur sér bólfestu í sláandi hjörtum.
Þetta gerðist á Golgata, og því var sem krossfesit-
ingin þar yrði sáning til nýrrar aldar. Hún fór
sigurför um heiminn og hefir lyft hluta hans nær
hi.mni en nokkru sinni fyrr.
í þeim sem með okkur ganga erum við hætt að
sjá fjendur aðeins heldur einnig bræður, sem eru
átgöngu þroskans. Það var iitla barnið í jötunmi,
sem gaf okkur þennan skilning.
Við erum hætt að þola rétt hnefans, rétt klóa
og tanna, heldur verndum við hinn veika með
lögum. Jó'labarnið kenndi okkur það.
Við erum hætt að krækja framhjá hinum sjúka
en reisum líknarstöðvar og óttumst þar ekki leng-
ur reiði Guðs. Jólabarnið gaf okkur þennan skiin-
ing. Við erum flest hæftt að álíta umbrot náttúr-
unnar magaverki guðdómsins sem aðeins læknist
með fónnum jarðarbarna. Það er vegna þess, að
Kristur, jólabarnið, gaf okkur Guð að föður, kær-
leiksríkur faðir, er þráir að lyfta okkur móti ljósi
sammileikans.
Hinn kristni heimur er heimur framfaranna,
heimur þeirra, er ly’fzt hafa hæst frá jörðu.
Hverjum eigum við það að þakka? Kærieika heims
ins sem ekki tókst að krossfesta. Víst vantar mik-
ið á, að við séum enn fullkomin. Dýrð í okkur
nær stundum yfirhöndinni. Það er eð'lilegit, þar sem
við erum bæði mold og andi. Og margir eiga stóra
líkami en litlar sálir. Stuindum hefir moldin kom-
izt í hásætið og við kropið henmi. Þá hefir jarð-
heimur skolfið. En hver kenndi okkur að þetta er
ekki það sem vera á? Kristur, jólabarnið. Hver
hefir sagt ungu fólki, að ráðast gegn hræsni okk-
ar hinna eldri? Jólabarnið, sem benti okkur á
veg sannlleikans.
Sveltandi smábörn inaga göld brjóst mæðra sinna
víða í veröldinni í dag. Þeim þjóðum eru færðar
tvennar gjafir. önnur er gjöf jólabarnsins: Maftur
og hjálp ti’l sjálfsbjargar. Hin gjöfin er frá sál-
arlausu skrokkunum, sem með loðkrumlum kúgar-
ans hafa skriðið uppí stjórnarstólana, og þeirra
gjafir eru vopn og þrælsfestar.
Á jólum er gaman að vera til, af því að þá er-
um við umvafin kærleika heimsiins og við verðum
eins og velilandi lind, er gjafir og góðvilji streyma
frá. Veiztu, að kristindómurinn þráir að færa
jarðheimi eilífa jólahátíð, tíð kærleikans? En til
þess þarf hjarta þitit að tengjaist hijómfalli radd-
anna á Bethlehemsvöllum.
Það þarf þitf ljós og þína rödd útá veginn, svo
að fólk skilji það að jólin eru annað og meir en
hátíðin, þegar altt er hægt að seilja, skilji það, að
þau eru haldin hátíðleg vegna þess, að okkur var
gefinn heimurinn í arf, okkur breytt úr dýrum í
menn.
Guð gefi heimi öllum
gleði og frið jóla,
ei'lífra jóla.
23. des. 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3