Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1968, Qupperneq 7
IV.
Fundum okkar séra Sigurðar
bar fyrst saman fyrir 36 árum.
Hann var þá kennari við Kenn
araskóla íslands og ég nemandi
hans þar. Þá þegar var hinn
breiði þjóðvegur fjöldans hætt-
ur að vera gangvegur hans.
Hann hafði brotizt inn á fá-
mennisgötur í slóð spámanna,
stórskálda og byltingarleið-
toga. Þaðan glumdi nú rödd
snjallari en flestra annarra, í
sienn hvöss og blíð, oft óvægin,
igálauis, jafnivel ofstopafulil, en
nálega alltaf gædd hrífandi
tungutaki snillingsins, í ætt við
Amos og Jesaja. Og við ungling-
ar þeirra daga litum upp til
Sigurðar Einarssonar og tign-
uðum hann svikalaust. Þegar
hann sté í ræðustólinn and-
spænis okkur, þá fannst mér
heilagur andi koma yfir hann
og ræða hans verða krafta-
verk. Ég man einu sinni að
hann talaði við okkur um Pál
postula, fyrst af blöðum, svo
fleygði hann b'löðunum og tal-
aði blaðlaust. Og smátt og smátt
lækkaði hann röddina, svo sté
hann ofan úr ræðustólnum og
kom nær okkur, og röddin
var orðin mjög lág, hún varð
að hvísli, og við á bekkjunum
ireyndum að amda sem lægst,
halda niðri í okkur andanum.
Við störðum á hann, hölluðum
okkur ífram, bergnumin, furðu
lostin. Og aldrei hefur Páll frá
Tarsus komið mér svo í hug
síðan, að ég minnist ekki um
leið Sigurðar Einarssonar. Því
á þessu kvöldi vitraðist okk-
ur gegnum Sigurð þessi and-
lega haimhleypa, eins og hann
stæði mitt á meðal okkar, svo
að mér finnst æ síðan, að ég
hafi séð Pál postula með eigin
augum og að ég hafi heyrt
hann tala.
Slík ræðumennska af hendi
Sigurðar var ekkert einsdæmi.
Ég heyrði hann oft tala áheyr-
endur sína í rot, ef svo mætti
að orði komast, með sefjandi
mætti tungutaks og andríkis.
Þó þekkti ég nálega ekkert til
prédikana hans í kirkjuhúsum
og við guðsþjónustur, en heyrði
aðeins mikið af látið. Og eitt
sinn las ég á prenti kvæði eftir
Jóhannes skáld úr Kötlum, ort
til Sigurðar Einarssonar, og
man ég nú ekki úr því nema
tvær ljóðlínur, en þær eru
svona:
„Dauðaþögn við þínar ræður
þráfalt sló á Breiðaflóa."
Svo að nokkuð virðist hafa
kveðið að séra Sigurði í ræðu-
stóli meðan hann var klerkur
Flateyinga — að Jóhannes
skyldi binda honum þennan
sveig.
Ég get ekki á mér setið að
dveljast ögn lengur við minn-
ingar mínar um Sigurð Einars-
son, meðan ég var nemandi
hans í skóla. Hann mun þá
hafa verið fátækur maður á
veraldarvísu. Ég held ég segi
það satt, að hann hafi langtím-
um saman gengið í bættum
jakka úr Álafossdúk. En síð-
an birtist í tímaritinu Iðunni
hin fræga grein um Nesja-
mennsku, sem íhaldsamari hluti
þjóðarinnar þoildi illa undir að
búa. Var þá skorin upp herör
gegn Sigurði og kenningum
hans, bæði í ræðu og riti, og
gerðist skáldið og mælskumað-
urinn Guðmundur Friðjónsson
foringi þess liðs, sem að Sig-
urði veittist. En hann brást við
hart, og það voru fundarhöld
í samkomusölum Reykjavíkur-
borgar og húsfyllir og mikið
um andlegt líf í höfuðstaðn-
um. Sigurður Einarsson var
hetja dagsins, og ég man hann
mætti næsta mánudag í skólan-
um í nýjum fötum sem ég þótt-
ist vita að 'hann hefði keypt
fyrir ágóðann af fyrirlestrum
sínum um íslenzka menningu.
V.
Tveim árum fyrr en ég kynnt
ist séra Sigurði hafði hann
sent frá sér ljóðabókina Ham-
ar og sigð. En hann hafði varp-
að henni frá sér eins og ég get
hugsað mér, að soldán í landi
morgunroðans varpi frá sér
handfyili silfurpeninga af þaki
hallar sinnar niður til lýðsins,
eða eins og lúðurþeytari, sem
leikur hergöngulög sín á torg-
inu, stráir þeim út í veður og
vind, án þess að hirða um hver
á hlustar. Það var sagt að öll
kvæðin væru samin á íáeinum
vikum og höfundurinn léti sér
í léttu rúmd ligigja, hvort hann
hreppti skáldatitil að launum.
Hann hafði lagt meiri áherzlu
á efnið en formið og boðaði
jafnaðarstefnu og nýjan dag,
þar sem vélin létti erfiðinu af
hinni lúnu vinnuhönd og skil-
aði henni þeim arði, sem henni
bar. Þetta gerðist árið 1930.
En nú brá svo við, að í rúm-
lega tuttugu ár hafði séra Sig-
urður tiltölulega hægt um sig
á ritvellinum. Þó kom út eftir
hann nokkuð af þýddum skáld
verkum, og tvö frumsamin rit-
gerðasöfn árið 1938: Miklir
menn og Líðandi stund. í Líð-
andi stund birtist meðal ann-
ars ritgerð, sem feikilegt um-
tal vakti og harðar deilur um
Sigurð, ritgerðin Farið heilar,
fornu dyggðir. Þótti mörgum
hún ganga guðlasti næst, og
satt er það að hún stuggar
óþyrmilega við ýmsu því, sem
maður hafði í hugsunarleysi
sínu haldið að væru friðhelg-
ir hlutir. Áður hafði ritgerðin
Nesjamennska, sem fyrst kom
út í tímaritinu Iðunni, vakið
álíka storm um séra Sigurð.
Áður er minnzt á Hamar og
sigð, sem út kom 1930, en síð-
an íiðu 22 ár án þess að Sig-
urður gæfi út nýja ljóðabók.
Ekkert skal fullyrt um, hvað
valdið hefur svo langri þögn,
og er Yndi unaðsstunda,
ljóðasafnið, sem Sigurður sendi
frá sér 1952, þögult um allt
slíkt, þó má ætla að hvarf
skáldsins frá trúnni á ríki
verkamannsins, sem boðuð er í
Hamri og sigð, sé veigamesta
ástæðan fyrir því, hvað Sig-
urði er nú lengi tregt tungu
að hræra.
í Yndi unaðsstunda kom
Sigurður Einarsson fram sem
þroskaður listamaður, jafnvíg-
ur á form ljóðsins sem efni þess
og tókst víðast að samræma
hvort tveggja þannig, að ár-
angurinn varð heilsteypt og
göfug list. Grunntónn þessarar
bókar er minningin um það
sem var, ljóðrænn og dálítið
tregablandinn, samofinn karl-
mannlegum hugarstyrk og stund
um gamansemi gagnvart líðandi
stund og geiglausri ró and-
spænis óvissu framtíðarinnar.
Eitt ágætasta dæmi þess ská'ld
skapar er ljóðið Kveðjustef til
æsku minnar, sem hefst á þessu
erindi:
Ég sé þig líða dag hvern
fjær og fjær
með fjaðurléttum skrefum,
æska mín,
en finn þó jafnframt hrynja
hjarta nær
í heitum straumum gleði þinn
ar vín.
Litt ber á víli í kvæðum þess
arar bókar, og ef harmsaga
er sögð, þá er hún sögð af
slíku æðruleysi að minnir á Þor
stein Síðu-Hallsson þegar
hann batt sikóþvenig sinn eft-
ir Brjánsstaðabardaga í stað
þess að flýja sem aðrir menn
hins sigraða hers, og lét það
eitt uppskátt um ástæðuna að
hann ætti heima úti á íslandi
og myndi því hvort sem væri
ekki komast heim í kvöld. Sig-
urður Einarsson flýr ekki held
ur, en verður að orði:
Undur var lífið endur,
ör 'lund og hyggja snör,
spor létt og heilar hendur.
Muna má ég, að hlynur
meir stóð með greinum fleiri
fyrir haustviðra hrinur.
Skeflir ævisköflum,
skör gránar, hélar vör.
. — Hann er kaldur á köflum.
Ekki hefði Jón bisfeup Ara-
son betur kveðið en þetta, þó
var hann mesta skáld sinnar tíð
ar á fslandi. Að vísu kvað Sig-
urður ekki sérhvert kvæði sitt
svo vel sem þetta. Þó tókst
honum ekki miður, þegar hann
kaus að draga upp mynd af
Halldóri Laxness:
Beiskur og hýr,
bitur og glettinn í senn.
Alltaf á verði og ögn ti'l
hliðar
við aðra menn.
Tómlátlegt fas,
tillitið spurult og kalt.
En hugsunin, stíllinn, tungu-
takið
tindrandi snjallt.
Engum andartak sýnt,
hvað innst í seía býr.
Ellinnar dul og aldanna
reyns'la
og alltaf nýr.
Það er skoðun mín,að skáld-
ið í Holti og skáldið í Gljúfra-
steini mætist jafnir í þessu
ljóði.
Aðeins eitt ár leið þangað til
Séra Sigurður sendi frá sér
næstu bók: Undir stjörnum og
sól. Þar kvað ljóðharpa Sig-
urðar enn við nýjan tón. Sakn-
aðar- og minningarljóðin voru
mun færri en í Yndi unaðs-
stunda, skáldið hafði ná'lgazt
uppruna sinn, fólk sitt og föð-
urland, og uppgötvað þar mörg
ómetanleg verðmæti. í ýmsum
kvæðum þessarar bókar kafaði
séra Sigurður djúpsævi mann-
legs vitsmunasviðs og víða tókst
honum að opna lesandanum
mikla útsýn, stundum svo hrika
lega að hann sundlar, eins og
á brún hengiflugs.
Fágætt er það í seinni tíð,
að íslenzk skáld megni að lyfta
eftirmælum um látna vini sína
nafngreinda upp í hæðir mik-
ils skáldskapar, svo sem þeir
Bjarni og Matthías gerðu á
sinni tíð, en þetta auðnaðist þó
séra Sigurði Einarssyni, og næg
ir að benda á minningakvæðin
um þau Jón Ba'ldvinsson og
Guðnýju Hagalín.
Ljóðrænum ástarkvæðum er
stráð hér og þar. Þau beztu
þeirra eru gædd harmrænni
fegurð og snjóhvítum hrein-
leika, svo sem Þrjú ljóð um
látna konu í Yndi unaðsstunda
og Ilma Laitakari í Undir stjörn
um og sól. Ef ef til vill er Kom
innar og heim fegursta kvæð-
ið í bókum Sigurðar. Þar hróp
ar skáldið til samferðamanna
sinna — til allra þeirra, sem
eru í þann veginn að týna
sjálfum sér í moldviðri oghraki
veiraldarvafsturs og umsvifa
að snúa heim áður en það er
um seinan.
Óneitanlega er heldur lœgra
risið á tveimur síðustu ljóða-
bókum Sigurðar Einarssonar
en þeim fyrri, þegar litið er
á þær í heild. Yfir blikandi
höf og Kvæði frá Holti jafn-
ast ekki á við Yndi unaðs-
stunda og Undir stjörnum og
sól. En síðasta kvæðið, sem mér
er kunnugt um, að Sigurður
hafi ont, er prentað í tímarit-
inu Menntamál, desemberhefti
1966. Það er ástaróður til móð-
urmálsins, mjög athyglisvert og
vel kveðið ljóð, lögeggjan til
fslendinga að geyma vel og
ávaxta fjársjóð tungunnar. Hæf
ir vel að s'Iíkur skyldi verða
svanasöngur skáldsins frá Holti
Þá vil ég fara fáeinum orð-
um um leikrit Sigurðar Einars-
sonar, Fyrir feónigsins mefet, sem
út kom í bókarformi 1954, en
var síðar fært upp í Þjóðleik-
húsinu. Leikritið gerist á árun-
um 1655 til 1662 og fjallar um
viðskipti fslendinga og umboðs
manna konungsvaldsins. En
þau voru á þeim árum einkum
falin í því, að konungsvaldið
gerðist æ íhlutunarsamara um
stjórnmál á íslandi, með ful'l-
komið einveldi að lokatak-
marki. íslendingar verja hins
vegar eftir mætti fornan rétt
sinn samkvæmt Gamla sáttmála
en voru sem kunnugt er ofur-
liði bornir á Kópavogsfundi
sumarið 1662, kúgaðir með her
valdi til að undirskrifa skuld-
bindingarskjöl þau, sem kon-
uimguir lét Hinrik Bjel'ke höifuðls
mann leggja fram.
Ur þesisu efni vinnur Siig-
urður Einarsson leikrit sitt,
sem er á köflum rismikið skáld
skapur, gætt andagift og stíl-
Framhald á bls. 27
23. des. 1968
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7