Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1968, Síða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1968, Síða 8
Blíðviðrið í haust kom þeim á óvart, sem búa:st við sífellt harðnandi vetrum. Að vísu benti margt til þess, að veður- farið færi he'ldur kólnandi og sáu menn fyrir sér Svipað harð- indatímabil og um og eftir 1880. Meðalhitinn lækkaði, sjávarhit- inn lækkaði, hafísinn jókst og vorharðindi eftir því. Áður fyrr hefði þetta vor orðið eitt af hinum svonefndu fellisvorum. Þá hefðu menn flosnað upp frá búum sínum, en fénaður horfallið. Þarna erum við ekki eins berskjaldaðir og áður. Nú er meira að segja komin á laggirnar Haifísnefnd til að bægja þessum vágesti frá. Hvar værum við staddir, ef við hefðum ekki allar þess- ar nefndir, rómaðar fyrir dugn að sinn og framsýni. Menn voru farnir að gera því skóna, að naumast yrði lifvæn- legt í þessu landi, ef hitastigið féili eitthvað frá því sem kom- ið var. Við værum þar með komin öfugu megin við marka- línuna, sannarlega utan marka hins byggilega heims. En engir spámenn eru eins líklegir til að bregðast og veð- urspámenn. Þegar þetta er skrif að lítur helzt út fyrir, að fólk hér um slóðir komist ekki á skíði í vetur. Bkki harma ég það og þó finnst mér gaman á skíðum. Sjálfsagt eru erfiðleikarnir af völd- um snjóalaga miklu þyngri á metunum en ánægja barn- atma og petrra, sem bregða sér á skíði um helgar. Ekki má heldur g'leyma því, að snjórinn ikostar okkur stónfé: Stanzlaus mokstur á vegum og allur moksturinn á götum Reykjavík- ur. Blíðviðrið kemur sem smá- vegis búbót í hinum efnahags- legu harðindum og veitir víst ekki af. Nú á jólaföstunni var ég á gangi við höfnina og virti fyrir mér varninginn, sem bómurnar sveifluðu út yfir skipshliðina; jólavarningur margt af því. — Sumir telja að toættur væri skaðinn þótt við létum eitthvað af glerkúnum óinnflutt og bök- uðum okkur tertubotna sjálfir. í nútíma neizluþjóðfélagi fara mikil verðmaati í súginn. Þegar maður sér ibómurnar rétta bil- farma af papakössum upp á bryggjuna, þá hvarflar sú hugs- ,un að manni, að óhæfilega stór hluti þessara verðmæta hafni í öskutunnunni. Við því verður trúlega ekkert .gert; þetta er krafa tímans. Umbúðir utan um tiltölulega ódýran og þýðingar- lítinn varning eru prentaðar í öllum regnbogans litum á papp- ír, sem hér á íslandi mundi ekki einu sinni notaður í við- Irafnarútgáfur þjóðskáldanna. Þrátt fyrir harðindin og haf- ísinn í fyrra, hefur íslenzk veðrátta í tíð núiifaindi manna naumast sýnt sitt harðaista. En við því mlá alltaf búast. Auk þess gleymist það oft, að við búum í efldifj alilalandi, sem getur heldur fyrirvara- lítið tekið , uppá því að Ihrista sig. Á þetta vorum við minnt snemma í desember þegar óþyrmilegur kippur, ætt aður af Krýsuvíkursvæðinu, skaut mörgum skölk í bringu á þéttbýlissvæðinu við Faxaflóa. Mörgum brá illilega og hvin- urinn isem jafnan fylgir jarð- skjálftum, er eitthvert óhugni- anlegasta hiljóð, sem heyrist. Að visu mun það rétt vera, að við jánnbindum siteinkassana okkar svo gífurlega, að meira en lítið þarf á að ganga til að þeir láti sig. Annað mál er með allt tvöfalda glerið, sem kostar skilding nú á dögum. Það mundi sjálfsagt þola takmark- aða slinki, enda sögðu sumir um daginn, að þeim flaug á augabragði í hug fínu, tvö- földu glerrúðumar heima hjá sér, þegar kippurinn reið yfir. Hinu má hefldur ekki gleyma, að eldstöðvar eru í nánd við mesta þéttbýli landsins og þá vaknar sú spurning, hvort það sem einu sinni hefur gerzt, geti ekki gerzt afitur. Er þá ekki fullkomið ábyrgðarleysi að byggja á hrauni? Einn afi jarð- fræðingum okkar hefur sagt það firæðilegan möguleika, að hraun renni niður í byggð í Hafnarfirði á nokkrum mínú't- um. Þar eru iheilu hverfin byggð, þar sem áður brann hraunið. Hvað gera Hafnfirðing ar, ef goðin reiðast að nýju? Er unnit að stöðva hraunrennsli með nútíma tækni, til dæmis með því að smala samain jarð- ýtum og skófla upp stóreflis görðum. í Reykjavík stendur ekki byggð á hrauni, en ein- hverntíma alllöngu fyrir ís- landsbyggð rann hraun efitir farvegi Elliðaánna og állar göt ur út í Elliðaárvog. Það má imynda sér ástandið ef slíkt enduntæki sig. Þá færu á einu 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 23. des. 1068

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.