Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1968, Page 9

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1968, Page 9
Þorgeir Sveinbjarnarson Jarðfast bjarg Eru líkur til að þú þráir Guð, bundinn kyngi gróðursins og tregðu steinsins? Veröld þín vex þér yfir höfuð. Er nokkur von þarna sem þú ert, svo djúpt í mold? Nóttin var sú ágæt ein Jólapistill eftir Hannes Jónsson bretti Gvendarbrunnarnir, Ell- iðaárstíflan, toppstöðin, brýrn- ar og þar með samgöngur á landi utan Krýsuvíkurleiðin ein. Vonandi kemur ekki til þess konar náttúruhamfara við bæjardyr Reykvíkinga, en þó ber að hafa þennan möguleika í huga. Sem sagt, það er margt, sem að okkur gæti steðjað, en nú hafa hinir ljúfustu vindar blás- ið allt haustið að heita má svo það hefur orðið einskonar sum- arauki. Það hefur komið sér vel fyrir alla þá, sem ekki gátu sótt sumaraukann til Spánar og þrátt fyrir mikinn dugnað þeirra, sem selja sólskinið þar suðurfrá, komust ekki allir í ár til Mallorca. Á sama tíma og hinir síðbún- ustu sóttu sumaraukann til Mallorca, var ég á ferð í Hvera gerði; þann dag var þoka og rigning. Þá kom þar aðvífandi bíll með tuttugu manna hóp út- lendra ferðamanna. Þeir fengu að sjá gufugos úr borholu og svo drukku þeir kaffi á hótel- inu á eftir. Það var bersýni- legt á þessum hópi, að hann var himinlifandi með ferðalagið. Þá vaknar sú spurning hvort ástæða sé til að miða ferða- mannatímann við þessa fáu sum armánuði. Aldrei hafa haust- rigningar að vísu þótt hrífandi hér á landi, en ég sá ekki bet- ur en þessi hópur væri ánægð- ur. Hvort ferðamenn eru ánægð ir eða ekki, fer að sjálfsögðu eitthvað eftir þeim hugmyndum, sem þeir hafa gert sér fyrir- fram. Þeir sem heimsækja okk- ur búast kannski við svo litlu, að þeir verða himinlifandi. Eða þá, að erlendir ferðamenn séu almennt ekki eins kröfuharðir og Xslendinigar. Fólk, sem kemst frá fátækt til bjargálna eða jafnvel nokk- urs ríkidæmis i einni kynslóð, á það á hættu að ruglast í rím- inu. Að vera nýríkur er nánast skammaryrði, notað yfir snobb- ara, sem miikið berast á í krafti peninganna. Mér er minnisstæð ferð með nýríkum hjónum, sem gátu talizt fulltrúar margs þess hvim'leiðasta, sem fundið verður í fari nýríks fólks. Að sjálf- sögðu voru hótelherbergin aldrei nægilega íburðarmikil og fuilkomin fyrir svo fínt fólk. Hinsvegar gerði samferðafólkið grín að þeim og vissulega áttu þessi hjón mjög bágt. Sést af því og fjölmörgum dæmum, að enn eru í góðu gildi orð Meist- arans, að til lítils kemur að eignast allan heiminn, ef maður bíður tjón á sálu sinni. Sú var tíðin, að Kristur var hinn eini Meistari, en nú hefur þeim heldur fjölgað. Fyrir ut- an hina lögvernduðu meistara iðngreinanna, eru örfáir menn sæmdir þeirri nafnbót í ræðu og riti og vera kallaðir meist- arar. Þegar nánar er að gætt eru þeir þó líklega aðeins tveir: Meistari Kjarval og meistari Þórbergur. Hversvegna þessir ágætu listamenn einir eru meist- arar, er hinsvegar hulin ráð- gáta og kannski ekki ómerki- legt rannsóknarefni að komast að því, hvað einn maður þarf að hafa til brunns að bera til að fá nafnbótina meistari. Það er thyglisvert til dæmis, að Halldór Laxness er aldrei kall aður meistari og því síður Gunnar Gunnarsson. Aldrei man ég heldur eftir, að þessum meistaraktíningi yrði komið á þá Ásgrím eða Jón Stefánsson. Merkur menningarviti sagðá mér, að meistaranafnbótin væri líklega tengd einhverskonar skringilegheit.um; það notast ekki að henni, nema meistar- inn sé þjóðsagnapersóna: Þór- bergur með draugana, veður- eftirlitið og stafinn, Kjarval með öll sín einkennilegu uppá- tæki, sem kunn eru af sögum. Af yngri kynslóð listamanna er erfitt að sjá, að nokkur geti með timanum orðið meistari, nema þá helzt Alfreð Flóki; hann sér gömlu snillingana, Rembrandt og da Vinci læðast í kringum húsið og skjótast fyrir horn, þegar hann gengur út undir vegg á siðkvöldum. Þrátt fyrir ýmsar uggvænleg- ar blikur á lofti og óvisst at- vinnuástand hjá allmörgum í vetur, munum við halda jólin eins og allt sé í blóma. Aust- urstræti var skreytt í desem- berbyrjun og sagt, að útlendir skreytingamenn hafi verið fengnir til að vinna verkið. Það vantaði nú ekki annað en við færum að sniglast í svo löðurmannlegum verkum sjálf- ir í öllu jólaannríkinu. Allt um það breytir þetta bænum og klæðir hann hátíða- búningi. Ekki veitir af að bæta sér upp skammdegismyrkrið. Desember væri iangur, ef ekki væru jólin og allt það amstur sem þeim fylgir. Stundum er fundið að því, að það sé full mikið af því góða. Ég get vel tekið undir þá kenningu; sér- staklega finnst mér húsmæðurn ar fara sér óþarflega geyst. En það er að predika fyrir daufum eyrum, ef mimnst er á það sem óþarfa. Allt undir þrettán sort- um af smákökum er ómyndar- skapur. Og þar á ofan þarf helzt að nota svartasta skamm- degið til allsherjar hreingern- inga. Stundum hef ég reynt að sannfæra einstaka dugnaðar konu um, að jólin komi líklega jafnt, þótt eldhúshreingerning- in væri látin bíða til vorsins, enda flestir eldhúsveggir eins og glansandi postulín nú á dög- um. Þá fær maður að heyra, að karlmenn skilji ekki svona lag- að. Líklega er það rétt. Samt er þetta ef til vill skilj- anlegt út frá því sjónarmiði, að jólin séu einskonar hátíð í brjóstinu og þar má ekkert skyggja á. Það verður engin hátíð í brjósti þess, sem burðast með sektartilfinningu, hvort sem það er nú vegna þess að eldhúsveggirnir séu ópússaðir, eða einhvers annars. Það er með þetta eins og meiripartinn af öllu amstri jól- anna; það kemur ekki kristin- dóminum hót við. Mesta hátíð kristninnar er aðeins með ögn kristnu ívafi, en í aðalatriðum eru jólin allsherjar uppskeru- hátíð í enda ársins. Þannig voru jól í heiðnum sið, Satúrn- alía hin forna. Að vísu mun fólk standa í biðröðum við kirkjurnar á að- fangadagskvöld og jóladag, þótt það sjáist þar ekki aðra helgidaga ársins. Þar með er kirkjuferðin orðin einskonar tilbreyting, sem heyrir til jól- unum. Mér er minnistæð jólaguðs- þjónusta í einni af kirkjum borgarinnar á jóladag í fyrra. Allmargir kirkjugesta komust ekki í sæti inni í sjálfri kirkj- unni, en fengu stóla í forsal. Hópur manna sýndi þá tillits- semi að skipa sér í hnapp í dyrnar inn í aðalkirkjuna svo úr forsalnum var lítið annað að siá en afturhluta þessara dyr- búa. Söngurinn og ræða prests- ins barst fram í forsalinn með því að þar var hátalari. En hann var nálega ónýtur og heyrðist lítið utan brak og brestir. Að hliða á jólamessu í þessari forkirkju var næstum því eins lítið hátíðlegt og að heyra sálmasöng í síma. Svona eru öfgarnar í fari okkar, flesta helgidaga ársins flögrar ekki einu sinni að okk- ur að sækja kirkju. En svo þurfa helzt allir að fara í einu. Einhverjar notalegustu mess- ur sem ég man eftir voru hjá séra Eiríki á Torfastöðum, þeg- ar hann messaði í stofunni í Úthlíð eftir að kirkjan fauk af grunni í fárviðri. Þangað komu jafnan flestir úr sókninni, ekki vegna þess að menn væru þar kristnari en í öðrum sóknum, heldur vegna þess að það var notalegt að sitja í hlýrri stofu undir messu, hitta grannana og bera saman bækur sínar um fénaðarhöld á eftir. Séra Ei- rikur var líka blessunarlega laus við þær seremoníur, sem komnar eru úr kaþólsku. Hann kom ríðandi og fór ekki úr reið- buxunum, en sleppti líka hemp unni. Hann var sjálfur ágætur bóndi og þarna var hann að tala við sína menn. Ræður hans voru fremur erindi um daginn og veginn en predikanir. Ég man, að hann talaði stundum um heyskapinn eða harðindin og kryddaði það með einu og öðru merkilegu, sem hann hafði lesið. Aftur á móti fannst mér hann alltaf minnast miklu sjald nar á guð en þeir sem voru að messa í útvarpið. f stórum kirkjum skiptir stemningin meira máli, orgel- hljómarnir og söngurinn. Mér skilst að menn fari í kirkju einkum og sér í lagi til að hlýða á ræðu prestsins. Það getur vitaskuld verið fyrirtak. En á þessum timum sívaxandi taugastreitu er tæpast lögð nægileg áherz’la á endurnær- andi hvíldarstund í kirkjunni, andlega eða sálarlega hvíldar- stund. Það virðast standa á mönnum ótal járn, hvort held- ur það er á vinnustað eða á heimilunum. Væri ekki hugsan- legt að lægja þetta huglæga öldurót í kirkjunni; hlusta á prestinn, ef maður er í skapi til þess, en úmfram allt að njóta kyrrðar og friðar. Sumir fá sér göngu til afslöppunar, aðrir fara á barinn, en tiltölu- lega fáir leita þess arna í kirkj unum. Það er yfirsjón. Sumir eru á þeirri skoðun að starf kirkjunnar sé steinrunnið; þeir telja sig ekki eiga erindi þang- að. En ég gæti trúað, þrátt fyr- ir allt, að margir sem ekki telja sig trúmenn í kirkjulegum skilningi. hefðu gott af að sitja á kirkjubekkjum oftar en þeir gera. „Dýrð sé Guði í upphæðum, og friður á jörðu meðal mann- anna, sem hann hefir velþókn- un á“, heyrðu f járhirðarnir englana syngja á fyrstu jólum. Fjárhirðarnir voru ómenntaðir og fákænir, þó skildu þeir engl- ana, og efuðu ekki boðskap- inn. Nóttin var sú ágæt ein, í allri veröld Ijósið skein, það er nú heimsins þrautamein að þekkja hann ei sem bæri. — Með vísnasöng ég vögguna þína hræri. Kvað gamli, góði presturinn. Hann efaði ekki heldur. Eftir beiðni vinar míns, Vil- hjálms S. Vilhjálmssonar, skrif- aði ég í Lesbók Alþýðublaðs- ins fyrir jólin 1946 um síðustu jól á síðustu öld. Það voru átt- undu jólin mín, þá var ég sjö ára barn, og efaði ekki. Og nú eru næstu jól 77. jól- in mín og þau síðustu, ef ég lifi svo lengi. Eftir lánga og oft sára lífsreynslu efa ég ekki enn. Mig hefir dreymt Guð, og hann hefir leiðbeint mér. Á sár ustu örvæntingarstundum lífs- ins hefir Jesú Kristur birzt mér og huggað mig. Og enn sé ég hann, ef ég hugsa eins og barn, mildan, góðan, fagran í skínandi birtu. Og því skyldi ég efast um framhald lifsins. Ég hefi marg- oft séð, í vöku og svefni, fram- liðið fólk, sem kaUað er dautt. Ég tala við það, heyri til þess og þreifa á því. Það er jafn lifandi og raunverulegt og ég. Það er aðeins líkaminn, efnið, sem deyr, en hugsunin og vilj- inn hefir alltaf verið til og verður um alla eilífð. Þetta framliðna fólk hefir sagt mér hluti, sem ég hafði ekki hugmynd um. Ég hef ver- ið sáttaberi milli löngu liðins fólks. Ég hefi heyrt undurfagr- an söng í kirkju við jarðarför vinar míns, sem ég hafði til- kynnt meðan presturinn talaði yfir kistu hans. Ég heyrði ekki til prestsins, enda er ég mjög heyrnardaufur. Það hefir þrennt borið fyrir mig efst í Hofsvallagötunni, rétt neðan við Túngötuna, allt- af í glaðasólskini. Siðast var það, að ég sá einhvern höfð- ingja, sem sat á tvíhjóla öku- tæki. ?em einhver skepna dró. Þetta virtist fara hratt, en tveir lífverðir hlupu sitt hvoru megin. Þeir veifuðu stuttum vopnum, líltustum söxum, því þau voru breiðari fram en þó oddur á. Lífverðirnir voru her- mannlegir og hraustlegir, í skó- síðum kápum. aðskornum efst, en viðum niður, ljósbleikum. Ég heyrði sagt, að sá sem var hægra megin væri forfaðir minn. Líklega hefi ég séð sýn- ina af atburði, sem gerðist aust- ur á Indlandi fyrir svona 8 þúsundum ára. Mér er það vel Framh. á bls. 27 23. des. 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.