Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1968, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1968, Blaðsíða 16
r?**®*: mmmp^: Bagall frá Skálholti. Við erum stödd á suðurhlað- inu í Skálholti. Þar „standa 50 hestar, undir mönnum, tjöldum, og margs konar farangri. Á hestbaki sitja 13 menn, bisk- upinn með 6 sveinum sínum og jafnmörgum þjónum. Þeir eru að leggja af stað í yfirreið um Austuriand, og þeir koina eikki aftur, fynr en eftir níu vifcur. Það er búið að drekka hestaskálina við Staupastein, og meira ©n hundrað manns, sem standa á stéttinni syngja ferðamennina úr hlaði. Þeir sitja berhöfðaðir á hestbaki, biskup og hans menn, meðan sumgin eru tiil enda 8 vers. Fyrst þegar niunda og síðasta versið byrjar, heldur hópurinn hægt af stað". Svo er upphaf Skálholts, hins mikla sögulega skáldverks Guð mundar Kambans. Við sjáum fóíkið fyrir okkur á hlaðinu við Staupastein, heyrum skvald ur þess og hljóðskraf úr þögn horfins tíma, sem enn fylgir okkur, niðar í blóðinu. Við höfum ekki orðið fyrir því slysi að týna rótunum í mold sögulegrar hefðar, fortíð undir sverðí. Við höfum reynt að rækta með okkur vitundina um þá staðreynd, að á sama hátt og við erum börn okkar, þannig erum við einnig fólikið i sögu < Guðmundar Kambans. Örlóg þess er okkar veruleiki. Við höfum reynt að hlaupast ekki undan þeirri ábyrgð sem því er samfara að ávaxta mik- inn arf. Sýnilegt tákn þeirrar viðleitni er þessi staður, kirkj- an, sem blasir við úr endalausri fjarlægð og við sjálf á þess- um stað, spyrjandi inn í dýpstu fylgsni hugans: Hvaðam .... hvert? Teitur „var sá gæfumað- ur að hann byggði þann bæ fyrst, er í Skálholti heitir, er nú er allgöfugastur bær á öllu íslandi", segir höfumdur Hung- urvöku og er mi'kið niðri fyrir. Þetta er ritað upp úr 1200. Svo djúpar eru ræturnar. Og enn dýpri. Þær hafa kvíslazt í al'lar átt- ir, en upp úr 1800 minnir ekki annað á upphaf og reisn þessa staðar en Staupasteinn. Svo djúpt gátum við sokkið. Var furða þótt okkur þætti við eiga skuld að gjalda. Ekki aðeins við þá sem hér voru og lögðu undirstöður mikillar sögu, ekki aðeins við útsýnið af Osku hól, heldur við sjálf okkur. Við fsland í hjarta okkar. Við orð Davíðssálma á stein- kistu Odds biskups hér í kjall- ararium: Lát sál mína lifa, að hún megi lofa þig. Þitt orð er lampi íóta minna og Ijós á vegi mínum; Um a'llt þetta vitnar þessi staður. Hann þarf ekki á að halda háum turnum eða innra prjáli. Hann er mikill af sjálf- um sér. Hann er sál fólks, sem við unnum, fólks sem var far- vegur mikillar sögú og mikilla mennta. Nei, ekki farvegur ein urigis, heldur straumþung iðu- köst tíma og stundar. Verði ljós, sagði höfundur þess lífs, sem streymir um æðar okkar. Hann sagði ekki: Verði háir turnar — „Turnar eru minni- máttarkennd, sem fær útrás í náttúrunni", hefur Kjarval sagt við mig. Þess vegna nægir okkur það, sem við blasir á þessum stað. Viðmót látlauso-ar g'leði og ein- faldrar tignar, sprottið úr snert ingu gamals tíma við nýjan. Um fram allt eðlileg listræn við- Matthías Johannessen í ILMQILTI Erindi á Skálholtshátíð 1968 horf, nærfærinn skilningur á boðskap þessa staðar: prédikun arstóll Jóns Vídalíns á aðra hönd mér, til að minna á að orð mín eru ekki annað en hljómandi málmur og hvellandi bjalla andspænis orðsnilld svo mikils prédikara, altari Bryn- jólfs til að minna á staðfestu trúarinnar á upplausnartímum — nútímalegir gluggar byggð- ir á gömlum heillandi viðhorf- um og altaristaflain: Kristur kon ungur þar sem hann brýzt út úr háu bergi íslenzkra fjalla. Fyrirheit hans og boðskapur. Svo mikil er dýrð þessa stað ar. Svo að ég vitni aftur í Sig- urbjörn biskup: ísland í hjarta okkar. Það kal'lar okkur heim — til Skálholts. Norskur prestur og sannur vinur í verki, sr. Harald Hope sagði einhverju sinni við mig, að áhrifin af að koma í Skál- holt væri fyrir sig eins og fyrir múihameðstrúarmann að koma til Mekka. „Ská.lholt er í mínum augum heilög jörð. Skálholt er köllun — hún á að vera fs- landi til gagns. Þessi köllun á að streyma eins og fljót imn í ís'lenzkt þjóðlíf, farvegurinn á að vera íslenzk æska". Senn mun æskan ráða ferð- inni. Vonandi lætur hún fljótið .streyma u«i þennan stað, nú þegar ungt ráðvillt fólk allra landa leitar sér takmarks, án mikils árangurs. Við höfum oft sótt hugsjónaeld til útlanda og gefizt vel. En hér við bæjar- dyrnar er það sem skiptir mestu máli. Muridi ekki þessi staður í senn minna okkur á skyldur og gleði. Skyidur við sjálf okk ur, skyldur við landið, sem veitti okkur hlutdeild í lífi sínu og fegurð. Gleði yfir því, að hafa eignazt þessar sikyldur. Þegar ég nú stend hér, verð- ur mér fyrst fyrir að hugsa um það meginhlutverk hverrar kynslóðar að auka við þann arf, sem henni hefur verið femginn í hendur, efla hann og ávaxta. Með gleði höfum við fylgzt með því að mönnunum mun- ar ekki aðeins aítur á bak, heldur einnig nokk- uð á leið. Það er strauim- ur tímans, sem hér hefur verið að verki. Ævintýrið — það eina ævintýri sem hér hefur gerzt. í Skálholti speglast veruleikinn í íslenzkri samtíð. Þótt staður- inn hafi ekki enn fengið end- anlegt innra gildi, er hann tákn þeirrar stefnu, sem mörkuð hef ur verið. Að fsland skuli rísa úr öskustónni, andlegri og ver- aldlegri öskustó, að við erum staðráðin í að það land sem allgöfugast er að okkar dómi verði ekki aðeins stolt hjart- ans, en búi við áþreifanlega Forn legsteinn úr gólfi Skál- holtskirkju. virðingu sem því sómir. Mundi það ekki vera í anda Fjölnis- manna þegar þeir hófu endur- reisn máls og mennta? Þess ber ekki sízt að minn- < Steinkista Fáls biskups. 16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 23. des. l-9«8

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.