Lesbók Morgunblaðsins


Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1968, Qupperneq 17

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1968, Qupperneq 17
hRntari Or 1ca|)ð1skum sið í Skálholt. ast, nú þegar meiri áherzla en áður er lögð á kristiinn þátt forn bókmennta okkar, að lengst af hefur kirkjan verið andlegur leiðtogi í íslenzku þjóðlífi. Til hennar hefur það oft sótt út- hald sitt og orðkyngi. Sú stað- reynd ber henni fegurra vitni en flest annað. Og nú á þess- um síðustu og verstu tímum, á starf hennar og arfur brýnna erindi við okkur en nokkru sinni. Við þurfum á því að halda að hún tali sterkar til okkar en nokkru sinni, að hún sé opinskárri, hugrakkari — að hún sé heiðarlegri en nokkru sinni, miskunnarlausari í boð- skap síns meistara. Að hún sé frjálsari — sannari. Að hún sé nærtækari. Öllu kali verra er það kal, sem leggst á sá'lina og hjartað. Nú um stundir læsir þetta kal klónum í mannfólkið, hugsan- ir þess og hugsjónir. Margir eru ráðlausir, vegvilltir. Æskan er að glata trúnni á dyggðir og heiðarleika eldri kynslóða, óbrúandi bil er að myndast á milli hennar og foreldra henn- ar. Æskan hrærist í miklum hugsjónum, sem kalla á frið og skilning — hugsjónum sem væru gallharðar staðreyndir í lífi okk ar, en ekki einungis bliknað letur á löngu úreltum bókum. Hún vill losna undan fargi þeirra kynslóða, sem óðum (hverfa inn í hljóðsíkrafs- þögnina við Staupastein. Farg — eða öllu heldur úrræðaleysi — þessara kynslóða grúfir yfir heiminujm. Unga fóllkinu finns-t stundum eins og allar bjargir séu bannaðar. Engu likara en andi guðs sé hættur að svífa yfir vötnunum. Þessi sjálfhelda birtist okkur í ýmsum mynd- um: kapphlaupi um ný yfirráða svæði, óvæginni baráttu um mannssálir, að því er virðist óleysanlegri pólitískri skipt- ingu heimsins, gjöreyðingar- vopnum. Þetta ástand, eða ætti ég fremur að segja: Þessi djöfullegu átök ill- skiljanlegrar þróunar eru að kosta okkur trúnað æskunnar. Við sem höfum lifað þessi á- tök í heimaskvaldrinu á norð- urhjara þykjumst hafa afsökun fram að færa, — þá að við höfum reynt að standa vörð um frelsi lands og þjóðar, veitt þeim lið sem hafa viljað halda í heiðri boðskap kristinnar trú ar og vestrænnar menningar. Stundum hefur það ekki verið sársaukaílaust að vera ábyrgur í eldraunum svo tvísýnnar bar- áttu. En ísland er frjálst land. Við sem hverfum senn úr hópi æsku fólks og þau sem komiu okkur til nokkurs þroska, verðum ekki sökuð um að hafa brugð- izt þeirri skyldu, sem á okkur var lögð. Takmarkið er eitt. En leiðirnar að því ekki ávallt hinar sömu. Kynslóðir eldast. Æskan stendur fyrr en varir í okkar sporum. Eitt er það afl, sem aldrei eldist, aldrei lætur á sjá: list fegurðar og sannleiks: Vort land er í dögun af ann- arri öld. Þessi orð eru eins og töluð út úr brjósti ungs fólks nú á dögum, þótt þau séu skrifuð fyrir áratugum: Vór þjóð skal ei vinna með vopnanna fjöld, en með víkingum andans um staði og hirðiir. Enginn boðskapur birtist okk ur í ferskara ljósi. Úr göml- um orðum fæðast nýjar hug- sjónir, úr gömlum draum- um ferskur veruleiki. Veruleiki beizkjulausara lífe og haldbetri trúnaðar við nútíð og fortíð. f skjóli þessa trúnaðar stönd um við nú. Á tímum sem þessum, þegar svo margir hafa misst trú á gömul verðmæti og leiðir að markinu eru óöruggar og oft endasleppar, er hætt við að margir, einkum ungt fólk fjar- lægist þau verðmæti, sem bezt dugðu. Þess sér víða stað, að fólk, einkum af yngri kynslóð fjarlægist reynslu forfeðranna kalli á nýja guði, óreynda. Margir fjarlægjast trú feðra sinna. Fjarlægjast guð. Auðvitað er það eitt af lögmálum síbreytilegs lífs að fjarlægjast gamla hefð og gró- inn arf liðins tíma. En þegar það eitt — að fjarlægjast — verður aðall og inntak allrar viðleitni, getur verið hætta á ferðum. Þá er upplausn, þá er bylting á næstu grösum. Entfremdung — firring, að fjarlægjast, sprottið úr hug- myndafræði Hegels, setti hvað mest mark á boðskap og kenningu Karls Marx í upp- hafi, en á síðari árum hefur engin hugsjónastefna reynzt boð skap kristinnar trúar jafn skeinuhætt og marxisminn — með afleiðinguim, sem allir þekkja. Þær hafa orðið sum- um fagnaðarefni, en öðrum til harmsögulegrar áminningar eins og kunnugt er. Að því er mér er sagt, hefur fátt í ritum Marx upp á síðkastið dregið að sér jafnmikla athygli þeirra sem rit hans rannsaka og Entfremdung kenningin. Við þekkjum þessa viðleitni í afstöðu margra byltingar- manna, jafrnve1! siðbótanmanna hér á landi, sem varla gátu hugsað sér fyrst framan af að sýna Lilju í réttu ljósi, svo ótrúlegt sem það er. Þeim þótti nauðsynlegt að fjarlægjast arf og hugsun kaþólskrar kenning ar, hversu kjarnmikil sem hún annars var. Minjar um slík á- tök lifa á þessum stað, ör — löngu gróin. En við vitum þess einnig dæmi, að sár grói ekki. Og sízt gróa þau kalsár, sem eiga ræt- ur í þeirri hneigð — að fjar- iægjast blóð sitt og uppruna. Það kal er öllu kali verra. En hvað sýnir þetta okkur? Að forsjá hinna eldri hefur brugðizt. Ný kynslóð heyrir enn hróp að úr myrkrinu: Mig dreymir draum. Martin Luther King dreymdi draum. Það var draum ur okkar allra. Draumurinn um fagnaðarerindi Krists. Enn dreymir okkur draum. Höfuim við brugðizt þessum draumi? Höfum við undir fargi óttans afneitað boðskap (hans í verki? Eða, hefur kirkjan brugðizt — jafnvel hún? Martin Luther King brást ekki. Hvers vegna ekki að halda í það sem dugði honum bezt: Það er síður en svo neitt hálmstrá. Þessi staður, þar sem við nú stöndum, ber jafnvel vitni kenningum hans, lífi og starfi. Svo máttugt er það bjarg sem Skálholt stendur á. Svo ný er hugsjón þessa stað ar. Við lifum á erfiðum tímum. Og það er óneitanlega erfitt að vera manneskja. Kannski erfið ast af öllu að vera ung mann- eskja — með ski’lyrðislausar kröfur um heiðarleika og gott fordæmi á hendur þeim sem á- byrgðina bera. Ég trúi á æskuna, trúi á kröf ur hennar, heiðarleik og for- dæmi, trúi, þrátt fyrir allt, á svartsýni hennar — og þó eink um á þá ákvörðun hennar að láta ekki rétta sér steina fyrir brauð; láta ekki rétta sér farg og kaila það frelsi; iáta ekki rétta sér bókkreddur veraldar- hyggju og guðleysis og kalla það guðspjöll nýs tíma; láta ekki rétta sér heim haturs og vígdreka og kalla það — fyrir- heitna 'landið. En gáum að okkur. Reynslan mun kenna unga fólkinu að við höfum ekki þróun tímans í hendi okkar. Við höfum ekki öðru hlutverki að gegna en gæta þess arfs, sem heitir: ís- land, íslenzk menning. íslenzk framtíð. Gamall maður sagði eitt sinn við mig: Milli mín og þín eru þúsund ár. Ég er samtíðarmað- ur Egils Skallagrímssonar. Okkur er falið að brúa þessi þúsund ár. Á þessum stað, í Skálholti, má sj'á ytra tákn þess arar viðleitni okkar. Skálholt er brú, ekki aðeins mi'lli æsku og elli, heldur brú milli kyn- slóða. f sögu þessa staðar er varðveittur andi þeirra hug- sjóna, sem ætti að vera aðalfl- merki og keppikefli hvers fs- lendings. Að tengja fortíð við nútíð, að miðla nýrri kynslóð reynslu þúsund ára, svo að hún megi standast þá freistingu: að fjar- lægjast. Að fjarlægjast allt það bezta í reynslu og vitund þjóðar sinn ar. Að fjarlægjast guð. Mundi þá ekki, ef svo yrði, vera hætta á því að æskan fjarlægðist — ekki aðeins þetta a'llt, heldur einnig og ekki síð- ur_— það bezta í sjálfri sér. Ég hef talað um æskuna, um hlekkinn, sem aldrei má bresta. Um leið og okkur ber skylda til að hlusta á rödd hennar, eigum við að varða henni veg- inn með reynslu okkar og arfi. Með trú okikar, von okkar oig kærleika. Æskan er farvegur þess fljóts sem ber straum íslenzkrar sögu íslenzks þjóðlífs, nú og áður, að ósi þess takmarks sem eng- inn þekkir, en allir þrá. Von- andi á eftir að rísa að Skál- holti menntasetur, varða á vil'lu gjarnri leið — skóli, sem væri þess megnugur að innræta okk- ur þá staðreynd ómengaða, að þessi mold er íslenzk og frjó, að himinninn yfir Skáliholfcs- stað eir gamall og margs vís um íslenzk örlög, að þessi þögn er hvísl milli kynslóða. Að menning þessa staðar þarf ekki ■ á að halda að hreykja sér. Steinn Steinarr sagði ein- hverju sinni við mig: ,,Ég er uppalinn í sveit, eins og þú kannski veizt, og þegar ég var 'lítill drengur, var ég stund- um sendur í kaupstaðinn, eins og það var kallað. í raun og veru finnst mér ég ennþá vera í einhverri slíkri kaupstaðar- ferð, langri og yfirnáttúrulegri kaupstaðarferð, en ég hef gleymt því, hver sendi mig, og einnig því, hvað ég átti að kaupa“. Þessi orð skáldsins eru skilj- anleg, þegar þess er gætt, að hugsjón æskú hans brást hon- um. Og undir lokin leitaði hann helzt þangað, sem þessi kirkja, boðskapur hennar og hugsjón, stendur dýpstum rótum: Út í veröld heimskunnar út í veröld ofbeldisins, út í veröld dauðans, séndi ég hugsun mína, íklædda dularful'lum, óskiljanlegum orðum. Gegnum myrkur blekkingar- innar, meðal hrævarloga lyginnar, í blóðregni morðsins, gengur sorg mín, gengur von mín, gengur trú mín, óséð af öllum. Djúp sár og brennandi Óséð af öllum. Svo að ljóðið megi lifa, svo að andinn megi lifa, svo að guð megi lifa. Svo að guð megi lifa, segir ská'ldið. Megi þessi staður efla þá trú með okkur. Megi hann varð- veita ísland í hjarta okkar. Megi hann hjálpa okkur — og ekki sízt æskunni — að nálgast ferskan veruleik íslenzks þjóð- lífs, sögu þess — og fyrirheit. Armur af Ijósastiku Brynjólfs biskups. 23. des. 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 17

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.