Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1968, Side 24

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1968, Side 24
Í • ; Parua a ^olbant Arnheiður Sigurðardóttir þýddi Ifaren BlSxen Skáldkonan Karen Blixen á búgarði sínum í Afríku árið 1921. Kf til vilhrekur ’inhveria af lesendum bókar minnar, Jörð í Afríku, minni til þess, þegar ég einn nýjársmorgun um sólar- upprás — meðan stjörnurnar héngu á hvelfingu himinsins eins og stórir, glitrandi drop- ar, rétt áður en þær hurfu inn í geiminn og svalur ferskleiki afrísku næturinnar var enn í loftinu — ók ásamt Denys Finch-Hatton, innborna bíl- stjój'anum hans og byssubera eftii* grýttum vegi um Masai- friiVunarsvæðið, en þennan mc/rgun skaut ég ljón á hræi af giraffa. Síðar vorum við Denys grun- uð um að hafa sjálf skotið gí- raffann sem agn fyrir ljónið. Veiðimálaráðuneytið í Nairobi veitti í undanþágum sínum veiðimönnum „leyfD til að veiða, drepa eða handsama“ svo og svo mörg dýr af hverri teg- und og var þetta nokkuð breytilegt frá ári til árs, allt eftir því, hvort tegund fjöigaði eða henni fór fækkandi. Ég hef stundum horft á leyfisbréfið mitt og velt því fyrir mér með hvers konar rétti ráðuneyt- ið veitti þvílíkan rétt — en gíraffar voru þar ekiki á list- anum. Á hinn bóginn gátu inn- bornu fylgdarmennirnir okkar borið um það, að gíraffinn var dauður einum eða tveimur dög- um áður en við rákumst á hann, en samt höfðu hýenur og gammar ekki snert við hræinu, þótt undarlegt mætti heita. Ekki veit ég, hvort ljónið hafði sjálft banað honum. Ljón eru vön að hálsbrjóta herföng sín, en ef við mælum hæðina frá herðakampi gíraffa og niður á jörð, má ótrúlegt virðast, að ljónið fái stokkið svo hátt. Og þó er styrkleiki ' ijónsins og hraði ókennilegrar náttúru, og heyrt hef ég veiðimenn segja, að þeir hafi með eigin augum séð ljón ijósta gíraffa til jarð- ar. Undanfarna mánuði höfðu landsetar mínir margoft gert sér ferð heim til min og beðið mig að skjóta ljón, sem gerði mikinn usla í hjörðum þeirra. Nú vorum við stödd í bifreið i tuttugu og fimm eða þrjátíu mílna fjarlægð frá búgarðinum, en þrjátíu milur eru engin vegalengd fyrir ljón. Það gat verið þessi sami fjöldamorðingi, sem varð hér fyrir mér í morg- unsárinu, og þá bar mér rétt- lætinu saimkvæmt að hefna fyr- ir marga kú og kvígu, sem aárt var grátin — og þar að auki fyrir un.gan tarf, að hálfu af Fríslandskyni, úr minni eigin nautgripahjörð, en hann hafði ég lánað Mauge, landseta min- um, í því augnamiði að kyn- bætur yrðu gerðar á nautgrip- um á búgarðinum. Um leið og Kanuthia hægði hljóðlega á bílnum, sagði Den- ys lágt við mig: „Nú skait þú skjóta.“ Ég var ekki með mína eigin byssu, og mér þótti aldrei þægilegt að skjóta af byssu hans, sem var of þung, en þó einkum of löng fyrir mig. En Charles frændi okkar allra í Kenya hafði nýlega sagt við mig: „Sá, sem hlustað getur á fagurt lag án þess að hirða um að læra það, horft á fagra konu án þess að viija eignast hana. sá sem mætt getur göf- ugu veiðidýri án þess að kæra sig um að skjóta það, — hann hefur ekki mannlegt hjarta í brjóstinu". Þetta skot hlaut þá að verða eins konar ástarjátn- ing, og var þá ekki við hæfi, að skotvopnið hefði sem mesta hlaupvídd? En þegar ég á þessum nýj- ársmorgni steig ofur hljóð’ega út úr vagninum, og gegnum há- vaxið, flóðvott grasið, sem laugaði andiit mitt, hendur og byssuna og gekk hægum skref- um í áttina að ljóninu, stóð það grafkyrrt og sneri að mér hliðinni með upprétt höfuð, — fegurra skotmark mundi ég aldrei augum líta. Sólaruppkoman var í nánd, austurhiminninn, sem svartan skugga ljónsins bar við, var tær eins og bráðið gull. Skyndi lega varð mér hugsað: „Ég hef séð þig áður, ég þekki þig vel. En hvaðan?" Svarið kom jafnskjótt og ósjálfrátt: „Þetta ljón er úr skjaldarmerki danska ríkisins, eitt af vorum þremur dimmbláu ijónum á gullnum fleti, Lion posant or kallast það í skjaidarmerkja- fræðinni. Og sjálft veit það þetta fullvel'1. Og er ég kraup niður, hagræddi skammbyss- unni á hné mér og miðaði, tók ég ákvörðun. „Ef ég felli þetta ljón, ætla ég að gefa Dana- konungi feldinn.“ Skotið reið af, gervallt land- ið umhverfis tók undir í morg- unkyrrðinni, en hæðirnar svör- uðu með langdregnu bergmáli. Mér sýndist engu líkara en ljónið — án þess þó að breyta um stellingu — lyftist nokkur fet lóðrétt upp í 'loftið, áður en það féll niður og hneig sam- an. Skotið hafði hitt beint í hjartastað, alveg eins og vera átti. í bók minni hef ég sagt frá því, hvernig ég sat og horfði á, meðan þeir Denys og Kan- uthia fláðu ljónið. Þegar ég nú eftir öll þessi ár lít um öxl og minnist þeirrar stundar, verður hún alveg eins skýr og ljóslifandi fyrir mér og þá, skýrari en allar aðrar og erfitt að sleppa henni aftur úr huga sér, I slakkanum, þar sem ég sat, var grasið lágvaxið líkt og á garðflöt. Masaíarnir höfðu brennt það til þess að fá betri haga fyrir hjarðir sínar. Hið þunna loft hásléttunnar steig mér til höfuðs líkt og vín, skuggi gammsins leið yfir fæt- ur mína. Umhverfis mig var voldugt útsýni. Mörg hundruð fet fyrir neðan, niðri í dalnum, þar sem dökkgræn akasíutré mörkuðu farveg fljótsins, komu þrír giraffar i ljós, stóðu kyrr- ir stundarkorn, en hurfu síðan. Lofaður sértu, drottinn, fyrir gíraffamn, þessa systur vora sem er vökur, ágætlega siðsöm og viðutan og ber sitt ofur- smáa höfuð hátt yfir sléttuna, með geislabaug langra bráhára yfir dreymnum augum, hverrar líking við fína dömu er svo auð- sæ, að menn forðast að hugsa um fætur hennar, en minnast hennar líðandi yfir sléttuna sveipaðrar löngum slæðum morgunþokunmar eða blaktandi hávöxnu grasi. Og sem ég sat, þarna, vissi ég án þess að hugsa það, að ég var stödd eins hátt hér á jörð, og ég gat komizt, ofurlítil mannvera í voldugri tilrauna- flösku ásamt lofti, jörð og grasi og sameinuð því. Mér er nær að halda að ég hafi, án þess að hugsa svo, .vitað eða haft grun um, að ég væri einnig hæst uppi innan minnar eigin tilveru: eitthvað hátíðlegt, ein- hver tregi lá í loftinu umhverf- is mig. Nú kom í ljós að ljónið sem ég hafði skotið, var fágæt- lega fullkomið sýnishorn sinn- ar tegundar, eitt þeirra sem í Afríku kallast „svartfext ljón“, með svartan, þykkan makka langt aftur af herðakampin- um. Byssuberi Denys hafði tek- ið þátt í að flá Ijón svo hundr- uðum skipti, en þetta skinn kvað hann fegurra öllum, sem hann hefði handleikið. Og nú vildi svo til að ég fór í kynnis- ferð heim til Danmerkur þetta sama vor, og tók ég þá Ijóns- feldinn með og skildi hann eftir hjá fyrirtækinu Rowland Ward í Lundúnum á heimleið- inni til réttrar meðhöndlunar. Þegar ég sagði kunningjum mínum í Danmörku að ég ætl- aði að gefa konunginum feld- inn, hlógu þeir að mér. „Þetta er nú sá alversti sleikjuháttur, sem maður hefur heyrt um,“ sögðu þeir. „Þið hafið ekkert vit á þessu“, maldaði ég í móinn. „Þið hafið ekki búið árum sam- an fjarri ættjörðinni." „En hvað ætti konungurinn að gera við þetta skinn?“ spurðu þeir. „ólíklega fer hann að búast gervi Herkúlesar við nýjársmóttökuna. Hann verður alveg í öngum sínum yfir að fá feldinn". „Já, verði konungurinn í öng um sínum,“ sagði ég, „þá má hann það. En það er ekki víst að til þess komi, því að væwt- anlega er eitthvert hanabjálka- loft í Kristjánsborgarhöll eða Amalienborg, þar sem hann getur l'átið koma því fyrir“. En þegar ég hélt heim til Afríku um haustið, var skinnið enn ekki tilbúið hjá Rowland Ward. Ég varð að afsala mér því að afhenda konunginum það, en bað gamlan frænda minn, sem verið hafði aðstoðar- foringi hjá konungi, að gera það fyrir mína hönd. Hafi kon- ungur í rauninni orðið eyði- lagður yfir gjöfinni, þá leyndi hann því mjög fallega, því að heima á búgarðinum fékk ég bréf með hans eigin hendi, og þar þakkaði hann mér ljúf- mannlega gjöfina. Bréf að heiman eru mikilvæg fyrir fólk í útlegð. Menn ganga stundum með þau í vasanum dögum saman til þess að geta lesið þau ennþá einu sinni. Bréf frá konungi hlýtur þó alltaf að hafa sína sérstöku þýðingu. Ég fékk bréf konungsins um jóla- leytið, og setti mér fvrir sjón- ir, hvernig hann hefði setið við skrifborð sitt á Amalienborg, horft út yfir fannhvítt svæð- ið umhverfis höliina, á snævi- þakta styttuna af langalangafa sínum á hestbaki, með hárkollu og hina klassísku brjóstbrynju, en styttan stendur á miðju hallarsvæðinu. Nokkrum mán- uðum áður hafði ég sjálf heyrt Kaupmannahöfn til, verið ofur litill frumpartur af borginni. Ég stakik bréfinu i vasann á khakibuxunum mínum og reið að heiman. Verkið, sem ég fór að líta eftir, fór fram nokkrar milur frá húsi mínu, og var verið að 24 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 23. des. 19ö8

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.