Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1968, Qupperneq 28
Hver sá sem flettir blöðum
Nýja testamentisins mun fljótt
komast að raun um að Páll var
fremstur postula frumkirkj-
unnar. Ekki færri en þrettán
rit í Nýja testamentinu eru
nefnd „Pálsbréf“, en aðrir post-
ular eiga í hæsta lagi tvö. Og
ekki er allt talið með þessu:
það er ekki aðeins að rit Páls
fylli fjórðung Nýja testament-
isins; meiri hluti Postulasög-
unnar, sem fjallar um elztu
sögu kirkjunnar, er helgaður
frásögnum af verkum hans.
En þessi mynd af yfirburð-
um Páls, bæði sem leiðtoga og
kennara í frumkirkjunni, kem-
ur undarlega illa heim við
vitnisburð rita Páls sjálfs. Við
lestur margra rita hans skynj-
ar lesandi fljótt andrúmsloft
mikillar spennu. Páll virðist
oft mjög upptekinn af því sem
hann kallar skaðleg áhrif vissra
andmælenda, sem starfa meðal
trúbræðra hans; stundum not-
ar hann um þá verstu skammar-
yrði, en hann talar alltaf und-
ir rós og nefnir andstæðinga
sína aldrei með nafni.
í þessu er fólgið eitt af meg-
invandamálum varðandi skiln-
ing okkar á uppruna kristin-
dómsins. Hvað veldur því að
bréf Páls eru svo full af bitr-
um ritdeilum, þar sem honum
er á hinn bóginn tryggt svo
mikið rúm í Nýja testamentinu
og vitnisburður Postulasögunn
ar lýsir honum sem miklum leið-
toga og trúboða, eins og einn-
ig er gert í síðari ritum kristn-
innar?
Til að svara þessari spurn-
ingu er nauðsynlegt að rann-
saka eftir föngum ýmis vanda-
mál, sem tengd eru einhverju
örlagaríkasta tímabili mann-
kynssögunnar. Þetta er einnig
nannsóknarsvið, sem hefur tek-
ið ýmsar hefðbundnar skoðan-
ir til endurmats á síðustu ár-
um. Tilraunin er því þess virði
að hún sé gerð, því að hún
mun veita innsýn í örlagamik-
il átök tveggja mikilmenna, sem
mótuðu ein af helztu trúar-
brögðum heimsins.
f upphafi er nauðsynlegt að
gera sér grein fyrir eðli helztu
heimilda okkar um Pál ogstarf
hans. Rit hans sjálfs eru auð-
vitað meginheimildir; en þar
sem þau eru einkum bréf, er
fjalla um tímabundin vandamál
einstakra safnaða, sem Páll
hafði stofnað víðsvegar um
Rómaveldi, er ekki alltaf auð-
velt að túlka þau. Páll nefn-
ir varla ytri aðstæður því að
lesendum bréfanna voru þær
svo vel kunnar. Við verðum því
að reyna að geta þar í eyður-
nar hverju sinni og styðjast
við einstakar til'vísanir og bend
ingar. Ennfremur verður að
hafa það í huga, að bréf Páls
sýna aðeins viðhorf annars
deiluaðiijans; við höfum engar
heimildir frá andmælendum
Páls og helztu upplýsingar um
þá er að fá í orðum hans sjálfs.
Postulasagan er önnur meg-
inheimild um Pál og starf hans.
Hún var rituð u.þ.b. fjórum
óratugum eftir að atburðirn-
ir gerðust, sem þar er lýst; á
þeim tíma höfðu Rómverjar
eytt Jerúsalem árið 70, en sá
atburður hafði gagnger áhrif á
stöðu kirkjunnar. Postulasagan
er ennfremur augljóslega skrif
um sem afsökunarrit; þar er
rakin sigur kristninnar frá
fyrstu dögunum í Jerúsalem og
allt þar til söfnuður er stofn-
aður í Róm, höfuðborg heims-
ins. Liðinn tími er fegraður og
farið fljótt yfir sögu ágreinings
og helztu leiðtogar látnir koma
vingjarnlega fram hver gagn-
vart öðrum. Postulasagan hef-
ur samt sem áður mikið heim-
ildargildi þegar hún er skoðuð
niður í kjölinn og hún fræðir
okkur um tvo mikilsverða hluti
um Pál; að hann var hellensk-
ur gyðingur, fæddur í Tarsus í
Kilikíu og naut forréttinda
rómverks borgara.
Báðar þessar meginheimildir
eru sammála um eitt grund-
vallaratriði. Páll hafði aldrei
verið í upprunalegum læri-
sveinapópi Jesú, en hafði sam-
einazt kirkjunni nokkru eftir
krossfestinguna. Um annað þýð-
ingarmikið atriði eru heimild-
ir einnig sammála, en það er
lað Páli var ekki snúið til
kristni á vegum lærisveinahóps
ins í Jerúsalem. Sjálfstæði Páls
gagnvart söfnuðinum í Jerúsal
em á þroskaferli hans sem
kristins manns, var honum
ákaflega þýðingarmikið og
gerði honum kleift að vinna
það verk, sem honum var ætl-
að í þágu nýju trúarinnar. Páll
lætur okkur í té eigin skýr-
ingu á þeim mikilvægu atvik-
um, er leiddu til afturhvarfs
hans til kristninnar. Hann skýr-
ir frá þessu í bréfi sínu til
Galatmanna. Gailatamönnum
virðist stafa hætta af andmæl-
endum Páls, en hann reynir að
sannfæra þá um yfirburði sinn-
ar kenningar. Staðurinn er í
Galatabréfinu 1:11—20:
„Því að ég læt yður vita,
bræður, að það fagnaðarerindi,
sem boðað var af mér, er ekki
mannaverk. Ekki hefi ég held-
ur tekið við því af manni né
látið kenna mér það, heldur
fengið það fyrir opinberun
Jesú Krists.
Þér hafið auðvitað heyrt um
háttsemi mína áður fyrri í Gyð-
ingdóminum, að ég ofsótti ákaf-
lega söfnuð Guðs og eyddi
hann; og ég fór lengra í Gyð-
ingdóminum en margir j afnaldr-
ar mínir meðal þjóðar minnar,
þéir sem óg var miklu vand-
lætingasamari um erfikenning
forfeðra minna. En þegar Guði,
sem hafði útvalið mig frá móð-
urlífi og af náð sinni kallað,
þóknaðist að opinbera son sinn
í mér, til þess að ég boðaði
hann meðal heiðingjanna, þá
ráðfærði ég mig eigi jafnskjótt
við hold og blóð; ekki fór ég
heldur upp til Jerúsalem til
þeirra, sem voru postular á
undan mér, heldur fór ég burt
til Arabíu og sneri svo aftur til
Damaskus.
Síðan fór ég eftir þrjú ár
upp til Jerúsalem, til að kynn-
ast Kefasi og dvaldist hjá hon-
um fimmtán daga, en sá engan
af hinum postulunum heldur
aðeins Jakob, bróður Drottins.
Það sem ég skrifa yður, sjá,
Guð veit að ég lýg því ekki.“
Þessi ritningarkafli felur
ákaflega mikið í sér. Hann sýn-
ir okkur þrjá meginþætti í við-
horfi Páls. Þegar hann er að
verja eigin kenningu gegn and-
mælendum sínum, leggur hann
áherzlu á, að hann hafi ekki
fengið hana frá mönnum, og
hann tekur sérstaklega fram,
að hann hafi ekki fengið hana
fná postulunum í Jerúisalem.
Fagnaðarerindið var boðað hon
um milliliðalaust frá Guði, sem
„þóknaðist að opinbera son
sinn í mér, til þess að ég boð-
aði hann meðal heiðingjanna.11
Hér heldur Páll því fram, að
boðskapur hans sé einkum
ætlaður mönnum, sem ekki séu
Gyðingar. Hann viðurkennir í
þessu sambandi, að kenning
hans sé frábrugðin kenningu
postulanna í Jerúsalem, en ver
nýjungar hennar með því að
leggja áherzlu á guðlegan upp-
runa þeirra.
Nú getum við farið að gera
okkur grein fyrir megindrátt-
■um í þeim furðulegu aðstæðum,
er skapazt höfðu innan kirkj-
tunnar áður en tveir áratugir
voru liðnir frá krossfestingunni.
Páll heldur því ákveðið fram,
hve óháður hann sé postulun-
um í Jerúsalem jafnframt því
sem hann skýrir frá því, að
hann hafi fengið guðlega opin-
berun að predika fyrir heið-
ingjunum. Þar sem hannþurfti
augljóslega að verja boðskap
sinn gagnvart vissum andmæl-
endum, er næsta viðfangsefni
okkar að reyna að finna þessa
andmælendur og gera okkur
grein fyrir orsökum fjandskap-
ar þeirra við Pál.
Páll víkur að þessum and-
mælendum í tveimur ritum og
lýsir boðskap þeirra. í Galata-
bréfinu 1:6—9 skrifar hann
áminningarorð til trúbræðra
sinna:
„Mig furðar, að þér svo fljótt
látið snúast frá honum, sem
kallaði yður í náð Krists, til
annars konar fagnaðarerindis,
sem þó er ekki annað en að ein-
hverjir eru að trufla yður, og
vilja umhverfa fagnaðarerind-
inu um Krist. En þótt jafnvel
vér eða engill frá himni færi
að boða yður annað fagnaðar-
erindi en það, sem vér höfum
boðað yður, þá sé hann bölvað-
ur. Eins og vér höfum áður
sagt, eins segi ég nú aftur: ef
nokkur boðar yður annað fagn-
aðarerindi en það, sem þér haf-
ið viðtöku veitt, þá sé hann
bölvaður“.
Það sérstæða orðalag, er
hér birtist, á sér h'liðstæðu í
II Korintubréfi 11:3—6. í
grísku borinni Korintu virðast
kristnir menn hafa orðið fyrir
svipaðri árei'tni og ' Galatar.
Páll skrifar:
„En ég er hræddur um, að
eins og höggormurinn tældi
Evu með flærð sinni, svo kunni
og hugsanir yðar að spillast og
leiðast burt frá einlægninni og
hreinleikanum við Krist. Því
að ef einhver kemur að og pré-
dikar annan Jesúm, sem vér
höfum ekkl precIlKaW, ewa per
fáið annan anda, sem þér haf-
ið ekki fengið, eða annað fagn-
aðarerindi, sem þér hafið ekki
tekið á móti, þó umberið þér
það mætavel. Ég álít mig þó
ekki í neinu standa hinum stór-
miklu postulum að baki. Þótt
ég sé ólærður í ræðu minni, er
ég það ekki hvað þekkinguna
snertir, heldur höfum vér á
allan hátt birt yðar hana í öll-
um greinum.“
Orðalag Páls á báðum þess-
um stöðum er jafn undarlegt og
það er mikilvægt. Hann stað-
hæfir í naun og veru, að innan
kirkjunnar eigi hann við sam-
keppni að stríða um túlkun
trúarinnar. Því að þegar hann
talar um „annan Jesúm“ og
„annað fagnaðarerindi“, hlýtur
hann að eiga við það, að and-
mælendur hans hafi boðað hlut-
verk Jesú á annan hátt en
Páll gerði og lýst persónu hans
á annan veg.
En hverjir voru þessir and-
mælendur? Þeir hafa auðsjáan-
lega ekki verið óþekktur villu-
trúarflokkur; þá hefði Pál'l ug'g
laust ráðizt að þeim af öllum
þeim baráttukrafti, sem hann
bjó yfir. Þeir hafa augljóslega
verið menn, sem gátu unnið a
S.C.F. BRANDON
9
og andmœlendur hans
Páll biður fyrir heiðingjunum í Aþcnu um 50. Þessi myndskurður cr gerður eftir málverki
Rafaels. Sem innfæddur Gyðingur talaði Páll tungu Krists, arameisku, í Jerúsalem. Alinn upp
í grísku borginni Tarsus mælti hann á gríska tungu, er hann sneri heiðingjunum í Litlu-Asíu,
Grikklandi og ítalíu til kristinnar trúar.
28 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
23. des. 1968