Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1968, Síða 29

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1968, Síða 29
Páll postuli með tvö algeng tákn: sverðið, sem arfsögnin segir að hafi gert hann höfðinu styttri, og bréfabókina. Þetta málverk gerði Fra Bartolomeo 1514. trúboðsakri Páls með það góð- ur árangri að hann hafði mikl- ar áhyggjur af. En þó undar- legt megi heita nefnir PáU þá aldrei með nafni og dregur heldur aldrei í efa rétt þeirra til að boða fagnaðarerindið. En hann gefur þó eigi að síð- ur vísbendingu um hverjir þess ir menn séu í siðari tilvitnun- inni, sem tilfærð var, er hann bætir við þessum mikilvægu orðum, eftir að hafa vikið að kenningu andmælendanna: „Ég álít mig þó ekki í neinu sbanda hinum stórmiklu postulum að baki“. í ljósi þeirra staðreynda, sem nú hafa verið dregnar fram, og með hliðsjón af því hve mikla áherzlu Páll leggur á það, að hann sé óháður postulunum í Jerúsalem, getur það varla ver ið efamál, að þessir andmælend- ur, sem kenndu „annan Jesúm“ voru annaðhvort leiðtogar safn- aðarins í Jerúsalem eða útsend- arar þeirra. Þegar Páll lýsir heimsókn til Jerúsalem síðar í Galatabréfinu gefur hann nán- ari lýsingu á leiðtogum safn- aðarins þar. Þrír postuianna voru leiðtogar, Jakob, Pétur og Jóhannes og Páll segir, að þeir séu álitnir vera máttar- stólpar. Athyglisverð er röðin, sem nöfn þeirra eru nefnd í. Jakob hefur verið fremstur leiðtoganna, hann er nefndur á uridan Pétri, sem virðist hafa verið fyrir postulunum meðan Jesús liifði. Sú staðreynd að Jak- ob var bróðir Jesú GaL 1:19 — hefur ef til vill að einhverju leyti leitt til þess að hann var 9öttur hærra. Annars er margt á huldu um Jakob. Samkvæmt guðspjöllunum var hann ekki í upprunalega lærisveinahópn- um — meira að segja hafði hann raunverulega verið and- snúinn Jesú. Postulasagan þegir vandlega um undangengna at- burði í ævi Jakobs; hann kem- ur skyndilega fram sem leið- togi safnaðarins í Jerúsalem. Hvernig hann bolaði Pétri frá sem leiðtoga þessarar nýju hreyfingar verður framivegis sem hingað til hulið skeið í sögu kristninnar. Skyldleikinn við Jesúm hefur áreiðanlega ver ið honum til freundráttar, en augljóst er einnig að hann hef- ur verið gæddur ágætum hæfi- leilkum og haift milkla persónu til að bera. í Galatabréfinu seg- ir Páll frá deilu, sem reis í Antiokkíu um það hvort kristn- ir Gyðingar mættu samneyta trúbræðrum, sem höfðu verið heiðnir; Pétur hafði fyrst sam- sinnt Páli um þetta, en síðar dregið sig í hlé, ér sendimenn Jakobs komu, sem sýnir áþreif- anlega undirgefni Péturs við hann. Það hefur því verið kenning kirkjunnar í Jerúsalem undir forustu Jakobs, sem var frá- brugðin boðun Páls og hann beinir þöglum dylgjum að, er hann tailar um „ainnað fagn- arerindi", sem boðar „annan Jesúm“. En að hvaða leyti var þetta fagnaðarerindi í Jerúsal- em svo frábrugðið boðskap Páls? f stuttu máli má nefna, að þar sem kristni söfnuður- inn í Jerúsalem hafði helgiat- hafnir sínar í musterinu þar og hélt venjum og siðum Gyð- inga, er augljóst að meðlimir þessa safnaðar hafa ekki álit- ið Jesú og kenningu hans ó- samrýmanlega gyðinglegri bók stafstrú eða að kristna trúin skildi þá frá trú þjóðarinnar. í þeirra augum var Jesú sá Messías, sem ísrael hafði ver- ið lofað. Krosisdauði hans var vandamál, þar sem þess hafði ekki verið vænzt, að Messías ætti að deyja — hann átti öllu fremur að vera hin mikla hetja, sem frelsaði ísrael frá undirok- un heiðins valdhafa. En það var hægt að skýra dauða Jesú sem píslarvættisdauða fyrir hendi Rómverja í þágu ísnael. Og því var trúað, að Guð hefði reist hann frá dauðum, svo að hann gæti senn komið með yf- irnáttúrulegu valdi til að „end- urreisa konungdæmi ísrael“. Þannig var þá „fagnaðarer- indi“ kristna safnaðarins í Jer- úsalem; það var að öllu leyti sett fram með táknum gyðing- legrar hugsunar ög byggt þannig upp að það undirstrik- aði og efldi sérkenni andlegs lífs og örlaga Gyðingdómsins. Samkvæmt Postulasögunni hafði allmargt presta og Farí- sea játazt nýju trúnni, sem hlaut að verða söfnuðinum mjög mikilvægt. Ef „fagnaðarerindið frá Jer- úsalem“ var þannig, hvernig var þá túlkun Páls á nýju trúnni? Áður en Páll snerist til kristinnar trúar virðist hann hafa hneykslazt á nýju hreyfingunni vegna þess að hún kenndi „krossfestan Mess- ías“. Við afturhvarfið hefur Páll orðið sannfærður um að hinn krossfesti Kristur væri lifandi og af guðlegum upp- runa og skiptir ekki máli í þessu sambandi hvert álit menn annars hafa á eð-li og dul trú- arskiptanna. En hann varð að skýra fyrir sjálfum sér það hneyksli, sem krossfestingin virtist vera. Það var í þessu efni, að því er virðist, sem í grundvallanatriðum skyldi á milli Páls og safnaðarins í Jer- úsalem og það er vegna þessa, sem Páll leggur áherzlu á að hann sé óháður Jerúsalemsöfn- uðinum. í augum Páls gat daiuði Jesú ekki verið píslarvættis- dauði fyrir ísrael eingöngu; hann hlaut að hafa dýpri og algildari merkingu. Þegar Páll gerir tilraun til að túlka þessa merkingu leitar hann til hell- en-ikrar menningar, ómeðvitað þó. Þessi hellenski bakgrunnur var krökur af guðsdýrkunar- siðum og dularfullri heimspeki, sem lofaði frelsun með ýmsu móti. Að sjálfsögðu hlaut Páll að hafna átrúnaði hellienska heimsins kröftuglega sem fals guðum eða „heimspeki og hé- gómavillú'. En hann gat ekki hafa komizt hjá áhrifum frá þeim, því að þessi heimur gegn sýrði grísk-rómverskt samfélag og þangað sóttu trúarhreyfing- ar samtímans sitt tungutak. Tvær mikilvægar ihugmyndir, sem þessi trú og heimspeki hafði að geyma og hélt fram voru hugmyndin um guðinn sem frels ar og fall mannsins. Sígild fyr- irmynd þessa frelsunarguðs var fornegypzki guðinn Ósíris. Þeir sem vígðir voru til laun- helga hans, trúðu því, að hann hefði dáið og risið upp aftur til lífs og með því að samein- ast honum í helgiathöfninni myndu þeir einnág öðlast ei- líft líf.Ýmis heimspe'kikerfi sem tilheyrðu gnóstikum, kenndu að hver maður hefði ódauðlega sál.sem væri fangelsuð í lík- amanum. Þetta ófrölsi stálarinn- ar væri afleiðing af falli henn- ar úr bústöðum ljóss og sælu, sem hefði leitt til fjötrunar við efnið. Með holdtekju í þessum heimi hefði sálin þannig kom- iat undir áhrif hins illa valds, sem stjórnar heiminum. Frá þess ari glöbun gat sálin bjartgazt með því einu móti að afla sér réttrar þekkingar (gnosis) um eðli sitt; þegar sálin hefði ver- ið leyst úr ánauð efnisins, myndi hún stíga upp himnana til sinna upprunalegu bústaða. Hugmyndir sem þessar voru fjarlægar gyðinglegri bóksbafs- trú. Það er því mikilvægt að gera sér grein fyrir því, að Páll túlkar krossfestinguna með hugtökum, sem gera ráð fyrir því að mannkynið sé í fjötrum illra aflia, sem það sé leyst úr fyrir dauða og upprisu guð- legs frelsara. Hann skrifar á þessa leið: „Þannig vorum vér einnig, er vér vorum börn, þrælbundnir undir heimsvætt- irnar. En þegar fylling tímans kom, sendi Guð son sinn, fædd- an af konu„ fæddan undir lög- máli, — til þess að hann keypti lausa þá, sem voru undir lög- máli, — svo að vér fengjum sonarréttinn11 Orðið vættirnar, sem er útlegging á gríska orð- inu stoicheia, merkir í þessu sambandi hin illu öfl, sem hafa hieiminn á valdi sínu. í fram- haldi af þessu litur Páll svo á, að maðurinn sé undir valdi þessara illu afla þar til hann hefur verið frelsaður af holdi klæddum syni Guðs. Páll lítur augljóslega svo á, að krossfest- ing Jesú hafi verið leið að þessu marki, en ekki er ætíð Ijóst af orðum hans á hvern hátt þessu var náð. Stundum höfðar hann til fórnarhugmynd ar Gyðinga, og gefur með því í skyn, að dauði Jesú hafi ver- ið fórn; en hann segir ekki ber- um orðum hver krafðist þeirr- ar fórnar eða hverjum hún var færð. Betra samhengi er í rök- semdafærslu hans, er hann vík ur að þeirri hugsun Galatbréfs ins, er tilfærð var, í Fyrra bréf inu til Korintumanna (2:7—8): „heldur tölum vér speki Guðs í leyndardómi, hina huldu, sem Guð hefur frá eilífð fyrir- hugað oss til dýrðar og eng- inn af höfðingjum þessarar ald ar þekkti, því að hefðu þeir þekkt hana, hefðu þeir ekki krossfest Drottin dýrðarinnar." í þessum orðum lýsir Páll því yfir, er hann útskýrir kross- festinguna, að þar sé um að ræða guðlega fyrirhugun frá eilífð, en aftur á móti hafi höfð- ingjar þessarar aldar leiðzt til þess óvitandi að krossfesta yf- ii-mannJega veru, sem er kölluð „Drottinn dýrðarinnar“. Þar sem „höfðingjar þessana aldar“ eru í raun og veru hliðstæða við illu öflin, sem kölluð eru vættir í Galatabréífinu, má greina hér nýtt stig í útskýr- ingu Páls á dauða Jesú. Þar er um að ræða, að þau tök, sem illu öflin höfðu á mannkyninu, eru losuð, þegar mennirnir höfðu verið tældir til að kross- festa „Drottin dýrðarinnar". Með því að nota hugtök og orð, sem algeng voru í grísk- rómiverska heiminum, hefur P63J þannig sett fram skýringu á gyðinglegu fyrirbæri, sem kristnir menn af öðrum þjóð- flokkum en Gyðinga gátu vel skilið. En ekki var allt fengið með þessu. Þar sem umskurn- in var tákn inngöngu í gyð- inglega söfnuði, var skírnin gerð að inngöngutákni í kirkju Krists. Skýring Páls á þassu bendir einnig til þess, hvernig hann reynir að sameina erfðir grískrómverska heimsins og Páll, til vinstri, er Pétur vefur hann örmum við komuna til Róm árið 55. Það var í fangelsi í Róm sem Páll skrifaði bréf sín til Kólossumanna, Efesusmanna og Filippíumanna — og í Róm lét Neró að lokum taka hann af lífi. 23. des. 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 29

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.