Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1983, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1983, Blaðsíða 2
Jólaskáldið úr Landsveit Siguröur Sigurmundsson í Hvítárholti skrifar um Guömund Guðmundsson skólaskáld sem var styrktur til mennta af sveitungum sínum og var oröinn frægt skáld í skóla, byrjaöi í guöfræöi, en sneri sér svo aö læknisfræöi, varö ritstjóri blaöa, átti í höggi viö Bakkus, sigraöi í þeirri viöureign, en féll í valinn í spænsku veikinni 1918. Guðmundur Guðmundsson frá Hrólfstaðahelli. Vatnslitamynd eftir Eirík Smith Árið 1872 hófu búskap í Hrólfstaðahelli á Landi í Rang- árvallasýlsu hjónin Guðmundur Guðmundsson frá Helli, fæddur þar 1833 og kona hans Guðrún Jónsdóttir utan úr Selvogi. Guðrún var talin gáfuð kona, fríð sýnum, fáförul, en sótti þá helgar tíðir í kirkju. Guðmund- ur bóndi í Helli var ekki talinn mikill búhöldur eða vinnugarp- ur, en iðinn og lagvirkur smiður á tré og járn. En bókhneigður var hann og fróðleiksfús, las eft- ir föngum fræðibækur, sem hann náði til. Þjóðhátíðarárið 1874 rann upp með nýja stjórnarskrá, sem gaf fátækri og kúgaðri þjóð fyrirheit um aukið frelsi. En það ár, 1874, gáfu þau hjón í Hrólfsstaðahelli þjóð sinni dýrðlega gjöf á þúsund ára af- mæli hennar, því 5. sept. fæddist þeim sonur, sem hlaut nafnið Guðmundur og talinn varð á sinni tíð einn mestur ljóðsnill- ingur allra íslenskra skálda. í erfiljóðum Matthíasar Joch- umssonar eftir skáldið er þessi erindi að finna: Og senn eru farin fertug ár, sem fylgdi ég braglist þinni, og engin var mér svo unaðsrík á ævinni fornu minni. Heill þér Guðmundur Guðmundsson. Þú gafst oss þitt hjartablóð, þú ortir Dauðann dauðan þvídeyja seint þín ijóð. Um aldamótin voru kvæðin hans á hvers manns vörum Bernska skáldsins leið í þess- ari harðbýlu en fögru fjalla- sveit, sem nær að rótum Heklu gömlu þar sem hún gnæfir yfir byggðina í frægð sinni og form- fegurð, þótt engu íslensku skáldi hafi hún enn orðið að yrkisefni. Guðmundur var í bernsku nokk- uð sérkennilegur í háttum, lék sér lítt eða ekki við jafnaldra sína. Hann var afdalabarn í út- liti og háttum. Ef á hann var leitað, gat hann svarað hnitti- lega. Snemma komu í ljós gáfur hans, næmi, frábært minni og hneigð til skáldskapar. Átta ára gamall orti hann vísu, sem al- kunn varð, en hún mun ekki 2 vera sú fyrsta. Svo var minni hans einstakt, að hann endur- sagði nær orðrétt langa kafla úr íslendingasögum, þó ekki hefði hann lesið nema einu sinni. Ekki þótti Guðmundur viljug- ur að læra kverið eða annan þann lærdóm, sem að fermingu laut. En þrátt fyrir þetta, sá sóknarpresturinn vel, að náms- hæfileikar hans báru langt af öðrum, og þess vegna, þegar drengurinn var 15 vetra, vakti hann máls á því, að hann ætti að læra og til þess yrði að hafa ein- hver ráð. Um þetta leyti var hann orðinn alþekkt skáld í sinni sveit og farið að syngja ljóð hans. Prestaskipti urðu um þessar mundir í Landsveit og ekki var nýi presturinn lengi að upp- götva gáfur drengsins frá Hrólfsstaðahelli og bauð honum nú til sín að Hvammi, þar sem hann dvaldi fyrst til lærdóms, en endurgjaldslaust. Hann brýndi og fyrir bændum og öðr- um að styrkja þennan glæsilega ungling til náms. Foreldrar Guðmundar voru þar ekki af- lögufærir. En einkum tveir bændur, Eyjólfur í Hvammi og Árni Kollín í Látalæti (nú Múla), gengust fyrir samskotum honum til handa til undirbún- ings í Latínuskóiann. Sextán ára gamall settist hann svo í skólann. Voru þá kvæði hans á hvers manns vör- um og sungin heima í átthögum hans. í skólanum var ljóðgáfa og snilld hans svo rómuð, að hann varð fljótt landskunnur af kvæðum sínum. Af því var hann nefndur skólaskáld, og er sú nafngift enn tengd nafni hans. Og um aldamótin, er fyrsta ljóðabók hans kom út (1899) var hann einna vinsælastur allra ís- leiiskra skálda. Úr guðfræði í læknisfræði Hann hóf fyrst nám í guð- fræði en hvarf brátt frá því vegna ágreinings í trúarefnum við einn kennarann. Þá snéri hann sér að læknisfræði, tókþar fyrri hluta embættisprófs, en fékk illkynjaðan sjúkdóm í hendur og gat þess vegna ekki stundað verklegan þátt náms- ins. Við þetta varð hlé á náminu, "sém aftur leiddi til þess, að hann hvarf frá því fyrir fullt og allt. Nú var framtíðin óviss hjá hinu unga skáldi. Enginn gat lif- að á því að vera skáld. Skortur og örbirgð blasti við. Hann var óvenju hrifnæmur og tilfinn- ingar hans, þrár og ástarharmar surfu fast að. Sökum alls þessa leitaði hann á náðir Bakkusar og það svo, að vinum hans og aðdáendum þótti dimmt fyrir augum og óttuðust örlög hans. En hverfum nú aftur heim í sveitina hans — Landsveit. Eng- in sveit á íslandi hafði hlotið meira afhroð í sandfellisvorinu mikla 1882. Fénaðurinn kolféll og margar jarðir voru yfirgefn- ar, meira og minna farnar á kaf í sand. Þau sár voru um þessar mundir lítt gróin. Þá var dreng- urinn í Helli 8 ára, þegar farinn að yrkja. Framgangur hans og frami hafði orðið sveitungum hans sveitarsómi og vonar- stjarna. En sú stjarna lækkaði á himni við hvern ósigur og mis- tök skáldsins sem væri nýr sandgári hinnar örkumluðu sveitar. í formála fyrir ljóðmælum Guðmundar skólaskálds 1954 segir Alexander Jóhannesson: „Fáir hafa kennt nánari skyld- leika við náttúruna en Guð- mundur Guðmundsson. Ljóðin liðu af vörum hans eins og hæg- ur andvari á sumarkvöldi og sál hans fylltist fögnuði. Öll veröld- in varð &ð hljómdýrð, er barst til skáldsins frá ströndum Huldulanda. Næturkyrrðin titr- aði eins og óort ljóð, í lágnætt- islogni varð sál hans hreimglöð og hann heyrði óma í undirvit- und sinni frá ómlindum guð- dómsvakans." Fegurðarblæja vafðist um alla tilveruna, haust- nóttin fékk stjörnuhlað um hrímga lokka, mánamen glitraði á brjósti hennar og hrímtár titr- aði und hvarmi. Hann fann guð í logninu og líkt og sólin stafar geislum á mjúkar haföldurnar, streymdi friður inn í sál hans í hvert sinn, er hann samstilltist náttúrunni. Fegurðartilfinning hans var rík og bragkennd hans óvenju náin, og allt, sem hreif huga hans, varð að heillandi gullstrengjaljóði." í fyrsta ljóðasafni hans heitir langur ljóðaflokkur „Hafsins börn“, þar sem lýst er ástum mennsks manns og hafmeyjar, sem þó í raun táknar drauma og þrár hins unga skálds, þar eru mörg tregafull kvæði um ástir og sorgir en mörg önnur um þjóðtrú og dýrð íslenskrar nátt- úru. Aðstoðarlæknir og ritstjóri Kemur þá hér kvæði úr ljóða- flokknum „Strengleikar", sem út kom 1903. Ortur í minningu lát- innar unnustu heima á æsku- stöðvum. Enginn sem kynnist kvæðum skáldsins, verður ósnortinn, hve mikinn þátt þjóð- trúin á í ljóðunum, því í þeim birtist eins konar álfheimadýrð, töfrandi, dulmögnuð fegurð. Er þar kunnast kvæðið Kirkjuhvoll. Árið 1906 kom út ljóðasafnið Gígjan. Þar er að finna ýmis kvæði svo sem náttúruljóð og erfiljóð.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.