Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1983, Blaðsíða 5
Sr. Hanna María Pétursdóttir
sóknarprestur Ásum í Skaftár-
tungu.
Sr. Ólafur Oddur Jónsson sókn
arprestur í Keflavík.
Sr. Þórhallur Höskuldsson sókn
arprestur á Akureyri.
Margrét Jónsdóttir forstöðumað-
ur, Löngumýri.
Sr. Kristinn Ágúst Friðfinnsson
sóknarprestur á Suðureyri.
myndi aðeins auka á spennuna og skapa
misskilning að mínu viti. Páfinn hefur
bent á að við núverandi aðstæður „sé
siðferðilega hægt að samþykkja fráfæl-
ingu byggða á jafnvægi, ekki sem
markmið í sjálfu sér, heldur sem skref í
átt að aukinni afvopnun". Kirkjan verð-
ur fyrst og fremst að hefja friðarsókn af
hógværð. Hún getur ekki látið tilgang-
inn helga meðalið, eins og sumir frið-
arhópar gera, sem beita sömu aðferðum
og þeir saka andstæðinga sína um að
beita. Kirkjan verður að vinna í þeim
anda „að fyrst upphaf styrjalda er í
hugum manna, þá verði þar að hefjast
varnir friðar", eins og segir í stofnskrá
UNESCO. Vegna hollustu okkar við Jes-
úm Krist ber okkur að vinna að friði,
sem er byggður á frelsi og réttlæti. Við
erum minnt á orð Lúthers: „Frið ef unnt
er, en sannleikann umfram allt.“
Kristur gaf þann frið sem heimurinn
getur ekki gefið. Sá friður Krists getur
orðið, fyrir friðarsókn kirkjunnar, hvati
þess að heimur, sem er orðinn einn,
vegna bættra samgangna og aukinnar
tækni, eignist mannkyn sem sé eitt. En
því mannkyni verður ekki stjórnað með
fagnaðarerindinu, þar sem ríki Guðs er
ekki komið í fyllingu sinni.
Sr. Þórhallur
Höskuldsson
IVart er tilviljun að spurt er
í nánd helgra jóla, hvort
kirkjan geti orðið það frið-
arafl að hernaðarbandalög
þurfi að taka tillit til henn-
ar. Býr ekki eitthvert hug-
boð eða dulin ósk á bak við slíka spurn-
ingu, hugboð um að þrátt fyrir allt sé til
afl sem jafnvel hin kjarnorkubúnu
hernaðarbandalög verða að beygja sig
fyrir? — Jú, jólin vekja von. Með
fagnaðarboðskapnum um frið á jörðu
gefa þau nýja von, því mannkyni sem
ber vaxandi ugg og ótta í brjósti vegna
hins vitfirrta vígbúnaðar stórveldanna.
Hér er þó enginn sérboðskapur jólanna
á ferð. Friðarkveðja barst þessum heimi
ekki aðeins við fæðingu frelsarans.
Gjörvöll lífsferð Jesú frá Nasaret, orð
hans og verk bera friðarmerkið í for-
grunni. Einu gilti hvort honum mætti
einstaklingur með vonda samvisku eða
fleiri í einu þar sem ósætti var í för.
Hvarvetna megnaði hann að skilja eftir
þann frið sem var „æðri öllum skiln-
ingi“. Sjálfur dró hann ekki dul á að það
gildir um hjálpræðisverkið sjálft. Frels-
un mannsins er fólgin í því að maðurinn
öðlist sátt, öðlist frið, komist í sátt við
sjálfan sig og Guð sinn.
Að þessu leyti er friðarboðskapur
samofinn grunntón kristinnar trúar,
ekki aðeins hátíðarstef sem gott er að
hvíla hugann við á helgum jólum, held-
ur hluti af þeim fagnaðarboðskap sem
kirkjan flytur árið um kring. En krist-
inn maður gerir sér þá jafnframt ljóst,
að sá friður sem kirkjan boðar er ekki
eitthvað sem menn geta búið til. Hann
er Guðs verk. Hann er gjöf sem þeim
hlotnast sem trúin fær endurskapað og
gefið nýja útsýn í lífinu. Og kristinn
maður finnur skyldu sína að undirbúa
jarðveginn svo að þessi friður geti hvar-
vetna orðið að veruleika. Hann leggur
því öllu lið sem stuðlar að friði og vekur
von og stendur gegn öllu því sem sundr-
ar, eyðir eða sýkir Guðs sköpun. Hann
veit t.d. að friður getur ekki varað þar
sem fólk sveltur, óréttlæti ríkir eða kúg-
un á sér stað. Hann veit að friður getur
ekki orðið þar sem fólk er ofsótt eða
mismunað vegna trúar sinnar eða
lífsskoðunar, kynþáttar eða uppruna.
Þess vegna reynir hann að vinna gegn
slíku, stuðla að gagnkvæmri virðingu og
skilningi og reynir þannig af öllum
mætti að draga úr ótta og tortryggni
sem ófriðurinn nærist jafnan á.
Þetta framlag kirkjunnar og sérhvers
kristins manns ber að hafa í huga þegar
meta á mátt kirkjunnar og möguleika
andspænis hernaðarbandalögum þessa
heims. Naumast þarf að árétta að kirkj-
an lítur ekki hlutverk sitt að fá þau völd
á veraldlega vísu að hernaðarbandalög
lúti henni. Styrkur hennar er annars
eðlis eins og lýst hefur verið. „Mitt ríki
er ekki af þessum heimi,“ sagði Jesús.
Engu að síður veit kristinn maður að
það er ekki aðeins „hugsanlegur mögu-
leiki" heldur víst að kirkjan getur orðið
það afl hér í heimi sem stuðlar að friði
og semur frið, jafnvel milli hernaðar-
bandalaga. Það gerir hún ef hún er trú
hlutverki sínu að flytja orð sáttargjörð-
arinnar, flytja Guðs orð til trúar og eft-
irfylgdar. I þeirri köllun felst mikilvægi
hennar sem friðarhreyfingar og því nær
dregur marki sem friðarhöfðinginn
eignast fleiri þegna.
Um leið og kristnir menn reka þessa
friðarsókn hljóta þeir í nafni trúar sinn-
ar að vinna gegn framleiðslu þeirra
vopna sem nú ógna öllu lífríki, hvort
sem þau eru í höndum hernaðarbanda-
laga eða einstakra þjóða. Þeir vita
reyndar að það er ekki nóg að gjöra þau
vopn óvirk sem nú eru til og stöðva
framleiðslu nýrra vopna. Tæknikunn-
áttan verður áfram fyrir hendi til að
hefjast aftur handa, ef svo vill verkast.
Hugarfarsbreyting og breyttar forsend-
ur fyrir samlífi manna og þjóða þarf því
að koma til. Menn þurfa að finna bróð-
urskylduna brenna á sér. Þróun vígbún-
aðar í okkar samtíð minnir því fyrst og
síðast á orð Drottins við lærisveinana:
„Farið og gjörið allar þjóðir að læri-
sveinum." Allir menn þurfa að finna til
þeirrar ábyrgðar sem því fylgir, hverrar
þjóðar sem þeir eru. Þá munu þeir tímar
koma að ekki mun lengur þörf fyrir
hernaðarbandalög. Þá hefur kirkjan
orðið það „afl“, orðið það ljós á vegi, að
menn og þjóðir þessa heims ganga ekki
lengur í myrkri heldur við „ljós lífsins".
Aflgjafinn og hvatningin í
friðarsókn kirkjunnar er
fyrirheitið um komandi ríki
Guðs, fyrirheitið sem gefur
von í stað vonleysis og
styrk í stað uppgjafar.
Kristnir menn eru því bjartsýnir og vita
að erfiði þeirra verður ekki til einskis.
Trúin gefur þeim fullvissu um að það
verða ekki hernaðarbandalög, hvort
heldur er í austri eða vestri, sem munu
hafa síðasta orðið hér í heimi, heldur sá
sem kemur og gjörir alla hluti nýja,
endurreisir ríki friðar, kærleika og
réttlætis. Þess vegna leggja þeir hverri
þeirri viðleitni lið sem greiðir götu
hans, sem stuðlar að friði og aftrar
ófriði um leið og þeir boða frið Guðs og
biðja fyrir friði. Hvort þessi störf þeirra
og stefna eiga samleið með einhverri
stjórnmálastefnu eða ekki gildir einu,
eða hvort einhver pólitískur stimpill
verður settur á kirkjuna.
Hið kristna samfélag sem á að þjóna
þessum heimi hlýtur að vera hafið yfir
öll þjóðernisleg, hugmyndafræðileg og
pólitísk landamæri. Þannig og aðeins
þannig getur kirkjan orðið tákn sátta og
brúað gjár sundurlyndis, ótta og tor-
tryggni. Hún hlýtur í nafni Drottins að
verja réttlætið og gagnrýna kúgun og
valdníðslu hver sem í hlut á. Hins vegar
sér hún ekkert markmið í sjálfu sér að
standa fyrir utan stefnur og strauma í
stjórnmálum, vera ópólitísk. Og hví
skyldi hún ekki líka geta átt samleið
með stjórnmálum manna? Það gerist
þegar þau feta í sömu slóð og fylgja
sama mannskilningi og kirkjan hefur
þegið af höfundi sínum. „Stjórnmál"
kirkjunnar er fyrst og fremst að vera
verkfæri hans sem sagði: „Frið læt ég
eftir hjá yður, minn frið gef ég yður.
Ekki gef ég eins og heimurinn gefur ...“
Hún starfar í ljósi þess sem segir í jóla-
guðspjallinu um Guðs son: „f honum var
líf og lífið var ljós mannanna."
Margrét Jónsdóttir
IEðli boðskapar Kirkju
Krists er að hann er frið-
arboðskapur. Jesús sagði að
hið æðsta boðorð væri að
elska Guð og náungann eins
og sjálfan sig.
Ég tel að ef boðberar kristninnar í
heiminum legðust á eitt um að þessi
boðskapur fái hljómað hvarvetna sé erf-
itt fyrir leiðtoga þjóðanna að loka eyr-
um sínum fyrir honum. f flestum vest-
rænum ríkjum telja leiðtogar sig til-
heyra kirkju Krists, þótt margt bendi til
að hann stjórni alls ekki gerðum þeirra.
Ef kristin kirkja getur sameinað krafta
sína þannig og meðlimir hennar sýna að
það séu ekki aðeins orð, heldur og að orð
og breytni haldist í hendur, fær hún
einhverju áorkað. Það er margt sann-
kristið fólk á hinum kantinum einnig,
þ.e. austantjalds, en því er að sögn gert
erfitt fyrir að tjá sig að fullu við sína
stjórnendur. En allir vilja frið og ég tel
að menn viti að stríð þýðir tap á öllum
vígstöðvum. Svo ég vil trúa því að
kristnir friðarsinnar austantjalds reyni
einnig að ná eyrum leiðtoga sinna þótt
það kunni að kosta þá nokkuð. Og ég
spyr aftur, er það ekki þess virði að við
stöndum saman og reynum allar færar
leiðir?
Eins og áður er nefnt verð-
ur kirkjan að lifa þann
kristindóm sem hún boðar.
Kristur fcr ekki í mann-
greinarálit, hann líknaði
fátækum og ríkum, Sam-
verjum og Gyðingum og jafnvel Róm-
verjum. Kærleikur Krists fæðir af sér
kærleika sem á að birtast í verkum
kristinna manna. Þeir geta því aldrei
blessað þessi vopn en bölvað hinum. Allt
sem brýtur á móti kærleiksboðskap
Krists og eyðileggur sköpun Guðs hlýt-
ur að vera kristnum manni andstyggð.
Hjálparstarf kirkjunnar við sveltandi
og vanþróaðar þjóðir er í sjálfu sér starf
í þágu friðar. Að reyna að vekja leiðtoga
hinna auðugu þjóða til þess að vinna
menn á sitt band með hjálp án vopna er
skynsamlegt. Að vinna á móti kúgun er
friðarsókn.
Að styðja við bak þeirra vísinda-
manna sem best kunna skil á þessum
ógnarvopnum sem ógna mannkyni er
þeir reyna að sannfæra leiðtogana um
að í kjarnorkustyrjöld er allt tapað og
enginn ber neitt úr býtum. Það er frið-
arsókn.
Að styðja alla viðleitni til hjálpar og
sem miðar til heilla í heiminum er frið-
arsókn.
Mættum við öll læra að biðja svo sem
Heilagur Frans af Assisi gerir í sinni
frægu bæn. Ef það er vilji okkar og við-
leitni þá er það friðarsókn hvarvetna í
heimi.
Drottinn,
lát mig vera verkfæri friðar þins.
Hjálpa mér til að ieiða inn kærleika,
þar sem hatur ríkir,
trú, þar sem efinn ræður
von, þar sem örvæntingin drottnar.
SJÁ NÆSTU SÍÐU
5