Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1983, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1983, Blaðsíða 13
slenzkir ferðamenn f Luxor og Karnak. Frá vinstri: Meðal tignarlegra obeliska í Luxor, í miðju: Einar Pálsson, skólastjóri, við fótstall musterissúlnanna í Karnak, sést að hún er engin smásmíði styttan af Amon Ra í Karnak — og milli fóta hans er stytta af Faraó. og tii hægri: Miðað við fólkið Á fundi fortíðar: Guðmundur Daníelsson fyrir utan musterisdyr guðsins Horusar — og á myndinni til hægri meðal smádjöfla úr fornöldinni. beltaljósin aftur. Rödd sagði í hátalara að nú yrði loft ókyrrt um sinn. Svo reyndist verða. Merkja mátti sveiflur og dýfur um stund. Ég vissi hvað valda mundi, þó að enginn minntist á það: Við vorum uppi yfir Alpafjöllunum, þar sem sterkir loftstraum- ar gjósa upp úr djúpum dölum og egghvass- ir tindar rjúfa ský. Kyrrð komst á aftur eftir drjúga stund, kannski hálftíma. Air- bus fló enn á ný mjúklega suður i gegnum síðkvöldið. Klukkan ellefu birtust ljósin í Alex- andríu. Jafnsnemma datt mér í hug, að und- arlegt væri það, að ekki skyldi enn hafa verið þýddur á íslensku „Alexandríu- kvartett" Lawrence Durrell, skáldsögurnar „Justine", „Balthazar", „Mountolive" og „Clea“ — eitt besta skáldverk sem ég hef lesið. Þrjár þær fyrstu gerast samtímis, en þó að mestu um sama fólkið. Maðurinn, sem drepinn er í fyrstu bókinni, er einnig drep- inn í tveimur þeim næstu, sú fjórða er sam- eiginlegt framhald hinna. Þetta er þrívídd- arskáldsaga — þrjár hliðár sömu hluta eru skoðaðar, hvur frá sínu sjónarhorni, síðan er tímanum bætt aftan við, hann fer aftur að liða. En hvað ég varð á sínum tíma hrif- inn af þessari aðferð, ég bjó til mitt eigið afbrigði af henni, eins og skákmaður — í „Turninum og teningnum". — Alexandríu- ljósin eru fljótlega að baki, kvikna fram- undan Ijós Cairó. Litlu síðar var lent. Kirst- ine Poulsen frá Tjöruborg beið með hóp- ferðabíl utan flugstöðvarveggs handa smá- hópi norðurheimsbúa, sem nú greindust frá gestamúgnum. Egyptar á ýmsum aldri ruddust þarna um með ólíkar gerðir af hjól- börum og vildu óðir og uppvægir fá að aka töskum út í bílinn, þó að hann væri aðeins í fárra skrefa fjarlægð. Ég réð ekki við þá og missti farangurinn í höndur þeirra, frétti svo eftir á, að ég hefði greitt þeim of háa þóknun fyrir yfirganginn, látið þá féfletta mig. Ágætt. Það var ekki umtalsvert. Þeir komust að minnsta kosti ekki í hálfkvisti við ríkisstjórnirnar okkar norður á Islandi, þar sem sami hluturinn hækkar minnst tvisvar í mánuði, tveir þriðju hlutar hvurr- ar krónu hafa verið klipptir burt og enginn veit lengur hvað mikið er haft af honum í viðskiptum, enda allt verðskyn löngu fyrir bí. Hvurnig ætti ég þá að vita hvort egypsku hjólbörukarlarnir hafi féflett mig? — Eitt er víst: ég lét mér á sama standa og fór upp í bílinn til Kirstinar frá Tjöruborg til þess að komast með henni í gististað. Nú var ekið. Löng fannst mér þessi leið, um breiðar götur og jafnvel óbyggð svæði. Liðið var fast að lágnætti, heit og lygn nótt- in full af framandi þef, líkt og í dýragarði, lítið hægt að sjá. Á einum stað inni í miðri borg gekk hópur fólks úr bílnum. Hér var þá hótelið þessa fólks, 17 hæða hátt. Tveir smávaxnir hermenn húktu á dyraþrepi með byssuhólka sína milli hnjánna og dróu ýsur. Við hin héldum áfram, um langa og breiða brú yfir Níl, vestur um, komum að lokum á þann stað sem Jolie Ville nefndist. Þar er axlarhár gulur múr allt um kring stóran lystigarð. Við inngönguportið sátu nokkrir hvítklæddir dátar. Litu sumir upp, aðrir sváfu eða dottuðu fram á byssurnar. Því tók ég eftir, að ekki höfðu þeir allir hirt um að binda skóþvengi sína eða með öðrum orðum hnýta reimar hermannaklossanna, heldur létu þær lafa. Mér varð óðara hlýtt til þess- ara drengja, þegar ég sá hvursu gersneydd- ir þeir voru hermennskutilburðum. Jolie ville er hótel gert úr mörgum einnar hæðar húslengjum og rúmar í senn sex hundruð gesti. Milli lághýsanna liggja hvit- ir gangstígar sem greinast í allar áttir og tengjast aftur margvíslega og hvarvetna um svæðið eru smáir og stórir reitir vaxnir hinum fjölbreytilegustu trjám og runnum. Grætilegt fannst mér næsta morgun þegar bjart var orðið og ég búinn að klæða mig, að geta öngvan spurt um heiti tegundanna sem voru fjölmargar. Alblómguð stóðu mörg af þessum trjám, einkum hin lægri, eitt skart- aði gulum blómum, annað fjólubláum, hið þriðja blóðrauðum. Garðyrkjumenn nokkrir voru að störfum — að renna vatni úr slöng- um á jarðveginn, að snyrta og snurfusa lim- gerðin, sem ýmist voru alblómga eða blóm- laus. Þá var eitt verk þeirra að gefa hinum lágvaxnari trjám þá sérstöku lögun sem þeir kusu: oddspírulaga eða láta þau mynda kórdyrahvelfd hlið, sem ganga mátti um. að lokum kom ég þar sem maður stóð við hátt pálmatré og hjó án afláts þungri öxi í bol þess eitt fet frá jörðu. Stofninn var að gild- leika sem vænn símastaur og kolharður. Manninum vannst verkið seint í hitanum og dró þó ekki af sér. Þegar höggraufin náði orðið dýpra en að merg stofnsins, fór hann að reyna hvort ekki mætti brjóta það með handafli. Ég fór til og hjálpaði honum. Við gerðum okkur samtaka og gengum á tréð og rugguðum því meir og meir, þar til það loks- ins brast og slengdist niður svo þurr moldin þyrlaðist upp. „Það var orðinn of stór af því skugginn," sagði hann, því að ég spurði hví hann felldi svo fagurt pálmatré. Utan við múrinn gnæfðu miklu hærri tré, en þar blessaði lýðurinn sérhvurn skugga. Nálægt aðalhúsi, þar sem fyrir var komið móttöku- sal, upplýsingum, lyklavörslu, matsölum, bar, verslun, banka, pósthirðingu og síma, voru sundlaugar tvær, önnur djúp og hin grunn og sólbekkir allt um kring handa heilsuræktarfólki og þeim sem sækjast eftir brúnleitum hörundslit. Það er undarleg teg- und skemmtunar að liggja klukkustundum saman alsber undir glóandi bjartri hita- beltissólinni og steikja sjálfan sig lifandi við hægan eld hennar, þrútinn og rauður um augnalok, allur kámaður feitum smyrslum. „Faðir, fyrirgef þeim, því þeir vita ekki hvað þeir gjöra," verður góðhjörtuðu fólki eins og mér á að hugsa. Þar með er ekki sagt, að sjálfur leiti ég skuggans, þvert á móti, sólskinið er mín sáluhjálp, eins og eyðimerkurpödduniíar helgu, en ég vil reika um og skoða eitthvað og falla í stafi. Fink- urnar, lítið stærri en fiðrildin, fljúga í þétt- um skýjum frá trjákrónunni hægra megin til trjákrónunnar vinstra megin eða öfugt. Ótrúlegt er hvað samsöngur þeirra getur orðið sterkur. Það er eins og loftið rúmi varla kliðinn, það skelfur líkt og stríðþan- inn strengur. Ög hvað sé ég? Máríátlu á vappi á gangstígnum — íslenska máríátlu! Hún dillar stélinu og grípur flugu, sem hættir sér nógu nálægt goggi hennar, skrík- ir: „Skilaðu kveðju heim. Kem aftur í vor.“ Og er horfin. Litlar eðlur eða salamöndrur, á lengd við fingur manns, þjóta leifturhratt um trjáboli og múra, hunangsflugan leikur að blómi sem sprakk út í nótt. Kryddþef og rósailmi arabaheimsins slær fyrir vitin, eim af eðju frá Ánni, móður landsins, úlf- aldataði og asnaskít. Um kvöldið er hátíð í bedúínatjaldinu stðra, sem reist er á flöt inni á milli gesta- húsanna. Það er þriðjudagur og þess vegna er hátíð í tjaldinu, þar er efnt til hátíðar á hvurju þriðjudagskvöldi. Inni í tjaldinu er hljóðfæraleikur, söngur og dans, utan við það og allt í kring, eftir þar til gerðum brautum, geysast bedúínarnir áfram á ar- abískum hestum sínum bláhvítum að lit. Þeir eru tunglskinshvítir og gulltygjaðir og skikkjuklæddir reiðgarparnir líkjast álfa- kóngum í kvæði: „Hleyptu þeir á fannhvít- um hestum yfir grund, hornin jóa gullroðnu blika við lund.“ Þannig komu þeir mér fyrir sjónir. Þarna voru líka nokkrir öskugráir úlfaldar til útleigu fyrir gestina. Þeim hafði verið kennt að gapa upp í loftjð og hlæja fáránlegum úlfaldahlátrL Þú ert klæddur í búning eyðimerkurræningja, stígur á bak og ríður ruggandi í háum söðli hringinn í kringum glaumtjaldið, þar sem trumban ymur og tambúrínan kveður við. Pýramíd- ana ber við loft í landsuðri, í svo sem þriggja kílómetra fjarlægð, máninn kemur SJÁ NÆSTU SÍÐU 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.