Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1983, Blaðsíða 23

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1983, Blaðsíða 23
Gísli SigurÓsson: Madonna (snjóflóði, 1983 Ég sagði þeim fóstrusögur og orti um þau bögur — inni í snjógjótum yfir kertaljósum. 2. Langar eru næturnar í einsemdinni minni. Ó, stúlkan mín í fjörunni. í húsinu hennar fóstru er allt svo dauða hljótt. Og ekki birtir fljótt. Hendur okkar beggja hafa hvílt í fóstru hönd. í snjóflóðinu mikla hún veitti okkur vernd. Og þegar hann séra Kári signdi yfir þá sem óvætturinn í fjallinu hreif okkur frá. — Þá var sem hjörtu okkar hættu að slá. En fljótt birtir aftur yfir barnsins brá. Skjólið góða — það var helst hjá fóstru að fá. Lífgrösin gréru við hennar hjartarót. Þau urðu mörgum manninum mikil meinabót. Hún bar mig heim af berangrinum og veitti mér skjól. Margir voru dagarnir þá bjartir af sól. Fór ég kot úr koti við fóstru minnar hönd — og sá víða vegu um lífsins undralönd. Spásagnir hennar vöktu vonarinnar Ijós. Dimmir dagar snerust þar flestum til góðs. En þegar fárviðrin geisuðu í framtíðarinnar sjá — þá var fóstra þögul um það sem hún sá. Hún bjó mig að heiman með nesti og nýja skó — og trúði á mig allt þar til hún dó. Nú er dagur runninn og ei skal lengur dvalið við minningabrunninn. V. 1. Einn stend ég vörðinn ínámunda við gilin. Álengdar sé ég byggðaljósin ljóma. Þau keppast við að skína inn í rökkurveröld mína. Hættusvæðin í þögn og myrkri. Nokkrir grónir bústaðir standa þarna auðir — að óskum góðra matma rýmdir. En framm í rauðamyrkur Glúmur björgin mylur. Var nú auðvelt frökkum strákum að liggja í felum á hættusvæðum. Þó hafði ég þá alla heim að lokum. Þessa nóttina var sem einhver stillti ljóðhörpuna mína — líkt og væri sólin farin að skína. Leit ég fjallið allt springja út í smálækjum og silfurtærum lindum — oggrösin og blómin keppast við að spretta. Gilin klæðast sumarskrúða. Rjóðrin slungin daggarúða upp við fossinn. Lítill fóstrudrengur átti þangað mörg sporin — einkum seint á sumrin að tína bláberin. Með fossins ym við eyra orti hann sín fyrstu kvæði inni í Djúpagili. 2. Dagmálaglenna í austri. MikiII sorti í vestri. Einn var ég á ferli í strekkings veðri. Um fjallið svarfaði mjallarslæðum. Iðuköstin hvítu og köldu voru sem bárubrot á sænum. Stúlkan mín í fjörunni. Gleymdi ég mér lengi við þetta sumaryndi. Langt var á nóttu Jiðið er fannbarið fjallið hugann aftur fyllti. VI. 1. Snjóflóð er fallið. Langagil er hlaupið. Nokkur húsin fóru fyrir lítið. Engin lét þar lífið. Meiðsl hlutu nokkrir. Varla munþó öllu lokið Djúpagil er eftir. Fyrir nokkrum stundum var flest í föstum skorðum. Enginn lýsir því með orðum þegar freraböndin brustu og hengiflugin hrundu. Einn var ég á ferli að kanna hættusvæðin. Stjarna stóð í rofi ein — á myrkum himni. Einhver undragleði bjó mér djúp í sinni — eins og ekkert gæti framar orðið að meini. Lítill strákhnokki hljóp úr snjógjótu með kertalukt í hendi — að ansa mínu kalli. Hafði ég á honum hendi í því sama bili sem loðin loppa fjallsins hleypti fram ógninni úr Langagili. Fann ég okkur hæli undir háum hamri. Svarfaði um klettinn beljandi snjóröstin. Hér var ég nú kominn ílágan klettaskúta með jökul fyrir dyrum sem illt yrði upp að Ijúka. Sótti að mér klakinn — negldi mig við klettinn. Drengurinn átti kertisstúfa — og nú tóku ljósin að ljóma. Þegar aftur myrkvaðist skútinn fundust mér komin endalokin. Leit ég þá enn stjörnu í rofi — og leystist skjótt úr klakafári. Kertalogin Iitla drengsins náð höfðu sjónum leitarfólksins. 2. Enn skal verja hættusvæðin. Sjálfur Glúmur er kominn á vörðinn. í lofti liggur leyninn kvíði sem á sér rætur í Djúpagili. Jökulurðir og brunagaddur þar sem húsin áður stóðu — og lítill Ijóri roðnaði af sólu. Enn grafa menn oggrafa í kaldan klakann. Enn eru þeir að leita. Stúlkan mín í fjörunni. Lengi hef ég þetta Ijóðið kveðið. Seint mun öllu stríði verða lokið. Víst má hafa það til sanns að líf hvers manns er háski hans. 23

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.