Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1983, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1983, Blaðsíða 10
Landlady". Sean O’Faolain, írski rithöfund- urinn og smásagnameistarinn, heimsótti hann í fangelsið og birti fyrstu marktæku greinina hans um reynslu sina af dvölinni í Borstal. Brendan var vinsæll í fangelsinu, og ekki síst fyrir hæfileika sína sem leikari og brandarakall. Alltaf var hann reiðubúinn til að segja sögur og skemmta félögum sínum. Þar mun hann hafa komist að því að hugur hans hneigðist til karla ekki síður en kvenna. Það sýnir hversu vel honum tókst að halda ímynd sinni óflekkaðri í hugum fólks, að aldrei var minnst á þessa tilhneig- ingu hans í fjölmiðlum meðan hann lifði, enda var honum mjög annt um að litið væri á hann sem hinn karlmannlega drykkju- svola sem elskaði konur, ættjörðina og vel kveðna vísu. Hér gefst ekki rúm til að rekja ævi Brendans ár fyrir ár. Eftir að hann slapp út úr fangelsi, kominn á þrítugsaldurinn, tók hann upp iðju feðra sinna og gerðist húsa- málari. Vegna þess hve hann var tungulipur en að sama skapi latur, þótti best að hafa hann sem verkstjóra. Milli verka skrifaði hann og drakk, og þó eru mörkin milli þess- ara athafna ekki eins skörp og þessi orð gefa til kynna, því að Brendan var meira og minna undir áhrifum áfengis öll sín fullorð- insár. Hann sagðist eitt sinn hafa byrjað að drekka þegar hann var ellefu ára, þegar amma hans, sem eyddi ellinni afvelta í öl- æði uppi í rúmi hjá sér, sendi hann út eftir bjór. Frægð og hörmungar í október 1958 var leikrit hans „The Host- age“ (sem Leikfélag Reykjavíkur sýnir um þessar mundir undir heitinu ,,Gísl“) frum- flutt í Stratford-leikhúsinu í London. Fram til þess tíma hafði Brendan hægt og bítandi áunnið sér nokkra virðingu sem sagnaskáld og leikritahöfundur. En þremur mánuðum eftir frumsýninguna á Gísli í London var hann oröinn frægur. Þá hófust fyrst hörm- ungarnar fyrir alvöru. „Gísl“ fór sigurför um heiminn og varð til þess að sala á öðrum verkum Brendans margfaldaðist og hann varð æ eftirsóttari sem ræðumaður og upplesari. Brendan þótti lofið gott, og ekki síður skjallið. En drykkja hans gerði það að verkum að hann varð brátt frægur að endemum. Varla leið sú vika að blöðin birtu ekki frásögur af drykkjulátum hans, slagsmálum og ósæmi- legu framferði. Hann varð víðfrægur bæði í Bandaríkjunum og á Englandi fyrir fram- komu sína í sjónvarpsþáttum, sem sendir voru í beinni útsendingu, og olli þeim sem báru velferð hans fyrir brjósti stöðugu hug- arangri. Hann lét ábendingar þeirra um að hann væri að ofgera heilsu sinni sem vind um eyru þjóta og hélt áfram svallinu linnu- lítið. Rúmu hálfu ári eftir að „Gísl„ var frumsýnt gaf líkami hans sig í fyrsta sinni og hann hné örmagna niður. Það var í júlí 1959. Þá átti hann tæp fimm ár eftir ólifuð. Þau ár urðu honum víti á jörðu. Hvað eftir annað drakk hann frá sér ráð og rænu lang- tímum saman og lá undir læknishendi þar til hann var aftur orðinn það brattur að hann gat læðst út úr húsi og byrjað drykkju sína á nýjan leik. Á þessum árum hljóðrit- aði hann nokkrar bækur með aðstoð enskr- ar konu að nafni Rae Jeffs, sem áður hafði unnið sem blaðafulltrúi við útgáfufyrirtæk- ið Hutchinson í London, en það fyrirtæki var í eigu ættar hennar og gaf út bækur Brendans. Meðal þeirra bóka sem urðu af- rakstur samvinnu þeirra eru „Brendan Beh- an’s Island", „Brendan Behan’s New York“ og „Confessions of an Irish Rebel". Brendan Behan lést af ofdrykkju í mars 1964. Gamlir félagar hans í þjóðfrelsis- hreyfingunni IRA sáu um útför hans. Hann varð mörgum harmdauði. Ekki að- eins vinum og ættingjum, sem höfðu þjáðst með honum og vegna hans án þess að geta nokkuð gert sem mætti verða honum til hjálpar, heldur einnig þeim sem skrifuðu um hann minningargreinar í blöð víða um heim og hörmuðu að náðargjöf hans sem rithöfundar skyldi ekki nýtast betur. Einn þeirra sagði að Brendan hefði verið of ungur til að deyja og of drukkinn til að lifa. Það er satt. Brendan Behan hefði þurft að komast í meðferð. Skáldið tekur lagið á pöbbinum Fitzroy Tavern, 1956. Eftir að Brendan skrifaði The Hostage — Gísl í íslenzkri þýðingu — varð honum aldrei fjár vant og hann var nánast sem skemmtikraftur um allar trissur. Jafnframt varð drykkjan óstöðvandi. yngri menn sem enga framavon fundu í hinu nýja ríki þar sem hægt miðaði í jafn- réttisátt meðal þegnanna og lítið var um atvinnu og efnahagsleg framtið ótraust. Þessir ungu menn, og Brendan var í hópi þeirra, voru flestir úr röðum iðnaðarmanna og verkafólks sem neitaði að flýja land og setjast að í nýja heiminum og ákvað að þrauka í landi sínu hvað sem tautaði og raulaði. Brendan gerðist sendiboði fyrir IRA aðeins fimmtán ára að aldri. Þar með var hann farinn að starfa neðanjarðar, orð- inn byltingarmaður i hreyfingu sem beitti liðsmenn sína heraga og lét skjóta þá sem hlupust undan merkjum. Hann var sendur nokkrar ferðir með skilaboð til Englands, en var á leið með sprengiefni þangað upp á eigin spýtur þegar hann var tekinn fastur, kærður fyrir vopnaburð og dæmdur til fangelsisvistar. Þá var hann á hálfu sautj- ánda ári, áhrifagjarn, einmana inr.an enskra fangelsisveggja. Eins og hann segir i fyrstu bók sinni „Borstal Boy“, sem fjallar um fangelsisár hans, sneri hann sér til Jesú Krists: ... kannski gæti ég komist nær Guði hér og mér þótti leitt að ég þurfti að vera á svona stað til að meta Hann að verðleikum, en þannig er það með okkur mennina, og Hann mundi skilja veikleika okkar og ég mundi bæta Honum það upp þegar ég slyppi út, til að sýna honum að ég þarfnaðist Hans ekki aðeins í nauðum. En nú vildi svo illa til að sá sem átti að sjá fyrir andlegri heill þessa drengs innan fangelsismúranna var enskur prestur, þétt- holda og þjóð sinni þóknanlegur, sem sagði Brendan umbúðalaust að hann yrði að hætta að liðsinna IRA eða verða settur útaf sakramentinu ella. Varð þar skjótt um svör og kvöddust þeir með litlum kærleikum presturinn og írinn eftir að Brendan hafði sagt við hann: Farðu til andskotans þú feita svín og taktu með þér England og Róm, en lifi Lýðveldið! Þessi reynsla varð Brendan mikið áfall. Hann hafði komist að því að Guð er póli- tískur. 1 sögu sinni frá fangelsisárunum, Borstal Boy, kemur glöggt fram eitt megineinkenni Brendans sem rithöfundar: Hann segir snarýktar sögur af sjálfum sér, lesendum sínum og áheyrendum til ósvikinnar skemmtunar. Þegar hann segir frá leik- færslu jólaboðskaparins í Borstal dugir honum-ekkert minna en að láta drenginn sem lék Jósef vera náunga sem er að af- plána dóm fyrir að brytja móður sina í spað, þegar hann var i raun og veru þar fyrir skróp. Rithöfundarferillinn hófst í fangelsi En það var ekki fyrr en í Mountjoy- fangelsinu á írlandi sem Brendan byrjaði að skrifa af alvöru. Þar safnaði hann efni sem hann notaði í það leikrit sitt sem fyrst náði vinsældum, „The Quare Fellow", og þar skrifaði hann einnig fyrsta leikrit sitt: „The Pétur Johnson Viður- nefni að fornu og nýju Landnámabók segir frá göfugum manni, sem hét Eyvindur og var kall- aður hani. Vafalaust hefir hann látið sér viðurnefnið vel líka því hann byggði sér bæ og kallaði Hanatún. Upp frá því var hann kallaður Tún- hani. Fornar sögur greina einnig frá því að víkingum hafi verið títt að henda ungbörn á spjótsoddum. Ölvir hét maður ágætur, sem ekki stundaði þessa íþrótt. Því var hann nefndur Ölvir barnakarl. Allir íslendingar muna Leif heppna, Hjör-Leif og Þór- ólf smjör. Ég tel mig geta fullyrt að hjá engri þjóð tíðkist viðurnefni eða auknefni að því marki sem er á íslandi eða þó öllu heldur var í landnámstíð. Land- náma sem er m.a. nafnaskrá þeirra, sem hingað sóttu, og þeirra feðra, getur sjaldan svo karls eða konu að ekki fylgi auknefni. Skírnarnafn manns segir ekkert en auknefnið greinir oft útlit og vitsmunastig, at- gerfi til líkama og sálar. í æði mörg- um tilvikum hefir auknefnið orðið til vegna atburðar í lífi þolandans, unn- ins afreks ellegar orða, sem honum hafa hrotið af munni. Én oft verður ekki annað séð en að baki liggi hrein hótfyndni eða prakkaraskapur og hefir þá ekkert breyst í ellefu hundr- uð ár. Af viðurnefnum, sem víkja að út- liti höfum við fyrst og fremst litróf- ið. Fjölda margir eru kallaðir rauðir, þar á meðal Eiríkur. Þá höfum við Illuga svarta, Ljót bleika, Gissur hvíta, Koll gráa og Ólaf tvennum- brúna. Hvernig menn hafa staðið sig við matborðið sést af nöfnum eins og Atli mjói, Helgi magri, Hrólfur digri. Sumir eru kallaðir gamlir, máske allt lífið, eins og Kolgrímur gamli og Ketilbjörn. Þá höfum við gæðadrengi einsog Aðalstein trúfasta, Eilíf prúða, Hákon góða, Ingólf fagra en einnig Þórarin illa og marga fleiri slíka. Af kraftakörlum má nefna Lamba og Vála sterka, Finnboga ramma og Vékel hamramma. Sumir voru vel fjáðir einsog Álfur auðgi og Hákon ríki. Margir fengu auknefni af heimabæ sínum svo sem Síðu Hallur, Tungu Oddur og Hafnar Ormur. Aðrir tóku auknefni af fyrirbær- um náttúrunnar og má þar nefna Veðra-Grím, Björn snæþrimu, Her- röð hvítaský og Þóri haustmyrkur. Sumir fengu nöfn af dýrum svo sem Sigurður svínhöfði, Þórður köttur, Björn hvalmagi, Þórir dúfunef, Hunda Steinar, Helgi hrogn, Helgi hestur, Helgi skarfur. Algengt var að skeggvöxtur væri tilefni viðurnefnis þ.á m. kroppin- skeggi, breiðskegg, refskegg, þunn- skegg og lestina rekur Börkur blá- tannarskegg. Þá er hópur manna, sem í dag myndi kenna í æðri skólum ellegar

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.