Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1983, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1983, Blaðsíða 19
Sverri Patursson. Smásaga hans íslandsferðin, er á bls. 20—21. mundsson, fyrrv. alþm., sem Menningar- sjóður gaf út árið 1968 í bókaflokknum „Lönd og lýðir". Sú bók er ýkjulaust skil- merkilegasta rit, sem íslenskur maður hefur samið um sögu, atvinnuhætti, þjóðlíf og menningu Færeyinga. II Smásagan, sem hér birtist, er eftir Sverri Patursson frá Kirkjubæ á Straumey í Fær- eyjum. Sverri Patursson var fæddur 1871, en lést í hárri elli 1960. Hann var bróðir Jóhannesar Paturssonar, kóngsbónda í Kirkjubæ, hins alþekkta stjórnmálamanns og skálds, sem setti mikinn svip á stjórn- mála- og menningarlíf Færeyinga á síðasta áratug 19. aldar og allan fyrri hluta þessar- ar aldar að heita má, en Jóhannes andaðist 1946, fæddur 1866. Sverri Patursson er að vísu minna þekkt- ur hér á landi en Jóhannes, en í heimalandi sínu var hann og er þjóðkunnur og mjög í hávegum hafður hjá þjóðræknu og bók- menntasinnuðu fólki. Hér verður engin til- raun gerð til að jafna þessum bræðrum saman, enda fánýtt verk. Víst er að hvorug- ur lá á liði sínu þegar hagur og frami fær- eysku þjóðarinnar átti í hlut. Hvor um sig er talinn með fremstu mönnum sinnar sam- tíðar. Þeir áttu í flestu svipuð hugðarefni og pólitísk stefnumál — og þótti Sverri raunar róttækari í frelsiskröfum. Ævisaga þeirra er þó ekki að öllu eins, þeir fóru hvor sína götu, enda kjörum þeirra á þann veg mis- skipt, að Jóhannes var — og bar að vera — bóndi í Kirkjubæ, sem hefur verið ættarset- ur í meira en 400 ár. Þar hafa Paturssynir setið mann fram af manni síðan upp úr siðaskiptum, elsti sonur tekið við af föður eins og Kirkjubæjartorfan væri fursta- dæmi. Jóhannes Patursson var mikill fram- kvæmdamaður og búnaðarfrömuður ofan á annað, sem hann var kunnur fyrir, en Sverri var öðru fremur listamaður með sterka útþrá í blóði og ferðaðist víða um lönd og dvaldist langdvölum erlendis, eink- um á yngri árum og fram eftir. Hann var blaðamaður og rithöfundur, ritstýrði m.a. sínu eigin blaði í nokkur ár fyrir og eftir aldamótin. Þetta blað hét „Fuglaframiul) og er talið hafa nokkra sérstöðu í blaða- og bókmenntasögu Færeyinga. 1) „Fuglaframi" er einkennilegt nafn á blaði, en það á sína skýringu, sem Færeyingar kunna góð skil á. Orðið er tekið úr hinu kunna „Fugla- kv«ði“ Nólseyjar-Páls (1766—1809), sem reyndar var langafí þeirra Paturssona, Sverris og Jóhann- esar, því að föðurmóðir þeirra, Sigga Soffía, var dóttir Páls. Fuglakvæðið er dulbúið ádeilurit, þar sem fuglar koma fram sem sögupersónur, en við- fangsefnin eru mennsk og tekin beint úr fær- eysku þjóðlífí um 1800. Dönsku valdsmennirnir birtast í liki illfyglis, en smáfuglar ýmsir eru látn- ir tákna Færeyinga, og tjaldurinn (einkennisfugl Færeyinga) talar máli sögumannsins sjálfs, Nóls- eyjar-Páls. í fuglakvæðinu tekur tjaldurinn m.a. þannig til orða: „Altíð sökti eg fuglaframa.“ Fuglaframi merkir því í raun og veru frama eða fremd handa færeysku þjóðinni. Um eitt skeið var Sverri ritstjóri „Tingakrossins" (Þingstefnu), sem var málgagn Sjálfstjórnarflokksins, flokks Jó- hannesar eins og þá var. Annars varð Sverri ritstjórnarstarf ekki fast í hendi. Honum lét betur að starfa sem óháður rithöfundur og blaðamaður og skrifa um fjölbreytt efni og einskorða sig ekki við listsnauðan blaða- áróður á heimavígstöðvum. Sem fyrr segir var hann oft langdvölum utanlands. Þar flutti hann fyrirlestra um færeysk málefni og skrifaði kynstrin öll af greinum og sögum í erlend blöð, einkum norsk og dönsk, og orti jafnvel lofkvæði um Færeyjar í dönsku blöðin — að sjálfsögðu á dönsku. Þetta „landkynningarstarf" Sverris er merkilegur þáttur í lífsstarfi hans, og með því vann hann þjóð sinni mikið gagn. Norðmenn höfðu Sverri Patursson í miklum metum. Er í frásögur fært að Hákon Nor- egskonungur, sem flúið hafði land eftir inn- rás Þjóðverja vorið 1940, fól Sverri að koma á framfæri við Norðmenn í Færeyjum sér- stakri konungskveðju 17. maí 1941. Slíkur höfðingi var Sverri Patursson. III Sverri Patursson skipar þann virðulega sess í bókmenntasögu Færeyinga, að hann er talinn fyrsti maður, sem semur smásögur og listræna frásöguþætti á færeyska tungu. Hann er að þessu leyti tímamótamaður í færeyskri menningarsögu. „íslandsferðin" er meðal fyrstu verka hans af þessu tæi, minnisstæð þjóðlífsmynd úr Færeyjum um aldamótin áður en bændaþjóðfélagið forna hafði verið lagt fyrir róða, en þó látin gerast um þær mundir sem breytingaskeið nútím- ans er nokkuð á veg komið, skútuöld er haf- in með sókn á fjarlæg fiskimið, ekki síst við ísland. Sú þjóðlífsmynd, sem dregin er upp í „íslandsferðinni", er að sjálfsögðu ekki fær- eyskur veruleiki dagsins í dag, en hugstæð mynd eigi að síður og hefur sitt sögulega og menningarlega gildi. Hún vísar til upphafs- ins i nútíma bókmenntasögu Færeyinga, en bendir einnig fram á veginn. Færeyska skútuöldin, sem stóð frá því um 1870 fram á allra síðustu áratugi að segja má, tengist íslenskri sögu á sérstæðan hátt, en er þó að ýmsu leyti ókannað rannsóknar- efni hér á landi það ég best veit. Það á við um samskipti þjóða eins og flest annað að þau hafa tvær hliðar. íslendingar sjá málin frá sinni hlið í þessum samskiptum, ef út í það er farið, og Færeyingar skynja þessi samskipti á sinn hátt. Þessi smásaga Sverr- is Paturssonar, íslandsferðin, sem er ákaf- lega einföld í sniðum, ætti að geta sýnt að nokkru þá hlið þessara tengsla, sem snertir viðhorf Færeyinga í því efni, þar sem ísland er fjarlægt og ópersónulegt, en þó hluti af tilveru færeyskra sveitamanna, sem einnig voru sægarpar og allt að því landkönnuðir að sínu leyti. Þessi yfirlætislausa frásaga Sverris Paturssonar leynir á sér eins og fleira í bókmenntum og listum Færeyinga. hann hefði ekki fengið neitt svar við bréf- unum með greinunum, og því hefði hann látið öðrum þær í té og reyndar allmörg- um lærðum inönnum. En það gat þó ekki hafa gerzt fyrr en eftir nokkurn tíma, því að hann hlýtur að hafa ætlað biskupun- um rúman tíma til að svara. Er það hugs- anlegt, að Lúther hafi frá 1517 og til æviloka gefið vísvitandi ranga lýsingu á því, hvernig þetta bar til? Að hann hafi þannig blekkt páfann, Friðrik vitra og alla aðra? Því hefur reyndar verið haldið fram, að Lúther hafi „hagrætt“ gangi málsins eftir á, en engin skynsamleg rök styðja slíka aðdróttun. Hún er aðeins dæmi um kynlegar tilraunir ýmissa fræðimanna til að halda með öllum ráð- um í gamalkunna frásögn af því, er Lúth- er negldi mótmælagreinarnar á kirkju- hurðina. Lúthersfræðingurinn Heinrich Steitz segir, að það taki margan sárt, að það sé ekki hægt .lengur. En þótt sýna beri slíku skilning, þá sé jafnsjálfsagt að vara við slíkri sjálfsblekkingu. Það sé fyrir neðan virðingu vísindamanna að viðurkenna ekki hugsanlegar skekkjur. Svo langt hefur jafnvel verið gengið, þegar ekki hefur verið stætt lengur á neinu því, sem hingað til hefur verið litið á sem sannanir, að velta sönnunarbyrð- inni yfir á þá, sem haldi því fram, að Lúther hafi ekki fest greinarnar á kirkju- hurðina! í handriti því, sem minnzt var á í upp- hafi og eignað hefur verið þjóni Lúthers, segir, að Lúther hafi lagt fram greínar sínar „samkvæmt gömlum háskólavenj- um“. Nú er vitað, hvaða reglur giltu þar að lútandi í háskólanum í Wittenberg á þessum tíma. Samkvæmt þeim er alveg óhugsanlegt að prófessor festi sjálfur upp greinar þær, sem hann vill efna til kapp- ræðna um. Þær varð fyrst að afhenda deildarforseta, sem varð að samþykkja þær. Síðan annaðist hann birtingu aug- lýsingar, sem háskólaþjónn framkvæmdi með því að festa tilkynningar á allar kirkjuhurðir i Wittenberg, en ekki aðeins hurð hallarkirkjunnar. Reglur háskólans mæla þannig einnig gegn þjóðsögunni um Lúther og kirkjuhurðina. Þjóðsaga eftir dauða Lúthers Á því getur ekki Ieikið neinn vafi leng- ur, að það sé þjóðsaga, sem hafi fyrst orðið til eftir dauða Lúthers, að hann hafi neglt hinar 95 greinar á hurð hallar- kirkjunnar í Wittenberg. Það gerði Lúth- er aldrei. Rannsóknir Klemens Honselmanns, kaþólsks sagnfræðings, á því, hvernig birtingu á greinum Lúthers var hagað, hafa leitt til sömu niðurstöðu. í fyrri gerðinni voru þær 93, og Lúther sendi þær handritaðar til biskupanna, en þeir sendu þær síðan, að því er Lúther segir, til Tetzels aflátssala. Tetzel svaraði þeim síðan í desember 1517 með öðrum grein- um, sem voru prentaðar, og það var fyrst eftir það, sem Lúther lét vinum sínum í té greinar sínar og bætti þá tveimur við fyrri gerð, og það var að undirlagi þeirra, en ekki hans sjálfs, að þær voru prentað- ar. Það var í janúar 1518. Og það er fyrst í þeirri gerð, sem Lúther birtir þann ásetning sinn, að um þær fari fram kapp- ræður. Lúther hóf hinar frægu greinar sínar með orðunum: „Af ást á sannleikanum og í leit minni að honum ...“ Spurningin um það, hvort Lúther hafi fest þær á kirkju- hurðina daginn fyrir allraheilagramessu 1517, varðar einnig sannleikann. Eigi að síður geta menn efast um, hvort slíkt smáatriði skipti yfirleitt nokkru máli eft- ir meira en fjóra og hálfa öld. Er ekki útkoman ein, það er siðbótin, það sem öllu varðar? En hér er um sögu siðbótar- innar að ræða, og aðdragandi að atburð- um hlýtur alltaf að skipta máli, auk þess sem hafa ber jafnan það, sem sannara reýnist. Og einmitt í þessu sambandi er upp- hafið mjög mikilvægt. Um langan aldur var litið á Lúther sem uppreisnarmann, sem óhikað lét koma til slita við Róm. Það var svo smám saman við nánari rannsóknir á sögu siðbótarinnar, sem ný mynd tók að birtast af Lúther, mynd um- bótamanns, sem gæddur var ríkri ábyrgðartilfinningu. Gangur mála 31. október 1517 sker úr um það, að fyrir Lúther hafi það alls ekki vakað að segja skilið við hina kaþólsku kirkju. Það var vegna hinnar ábyrgðarlausu afstöðu kirkjuhöfðingjanna, og þá fyrst og fremst Albrekts erkibiskups, sem óttaðist um tekjur sínar, að til klofnings kirkjunnar kom. Á afmælisárinu hefur ekki verið efast um neglinguna Spurningin er nú einnig sú, hvort menn ætli að halda því fram eftir sem áður, að gangur mála hafi verið allur annar 31. okt. 1517 en raun ber vitni, samkvæmt því sem segir í þessari grein. En hvaðan eru þá heimildir mínar og má treysta þeim? Fyrir nokkrum árum frétti ég af bók, sem hafði komið út í Þýzkalandi og bar heitið: „Enginn hló að Kólumbusi“, en undirtitill hennar var: „Falsanir og þjóð- sögur í mannkynssögunni leiðréttar". Ég varð mér úti um þessa bók og síðan fleiri eftir sama höfund, sem er dr. Gerhard Prause, sem numið hefur bókmenntir og sögu og skrifaði þá reglubundið í hið virta vikublað DIE ZEIT. Hér er um að ræða sagnfræði í fyllstu alvöru, þótt margt kyndugt komi í ljós og óvænt. Um- sagnir allra helztu blaða í Vestur-Þýzkal- andi bera það með sér, að mikill fengur hefur þótt að þeirri bók, sem er aðal- heimild mín að þessari grein, og að höf- undur njóti virðingar og álits fyrir skrif sín um sagnfræðileg efni. Bókin kom út 1966, svo að síðan eru 17 ár, og nú er afmælisár Lúthers senn á enda. Margar greinar hafa birzt um hann í íslenzkum blöðum, en hvergi hefur gætt nokkurs votts efasemdar um, að Lúther hafi neglt greinarnar á hurð hallarkirkj- unnar í Wittenberg 31. október 1517. Þvert á móti. Það hefur aldrei verið lögð meiri áherzla á það. Það er ekki ofsagt, að leiðréttingar eigi oft erfitt uppdráttar. í upphafi greinarinnar vitnaði ég í kennslubækur í sögu, en nú er hægt að vitna í nýskrifaðar greinar, sem hamra á hinu sama í orðsins fyllstu merkingu. Það er greinilegt, að mönnum er þessi atburður einkar hugstæður, þegar Lúther á að vera að festa upp greinarnar á kirkjuhurðina. En ef það er rétt, sem dr. Gerhard Prause og margir fleiri halda fram, að það hafi aldrei gerzt, þá á slíkt heima í leikriti, en ekki kennslubókum í sögu eða sagnfræðilegum greinum. Hér er ekki verið að gera veg Lúthers minni, nema síður sé, heldur verið að leita að sannleikanum í anda hans og skýra frá honum, hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Árið 1917 kom út ævisaga Marteins Lúthers eftir Magnús Jónsson, prest á ísafirði, síðar prófessor og alþingismann. Hann segir að sjálfsögðu á hefðbundinn hátt frá festingu greinanna á kirkjuhurð- ina, en svo hugþekk er hún höfundi, að í lok ævisögunnar segir hann: „Lúther hvílir í hallarkirkjunni í Witt- enberg, fast við dyrnar, þar sem hann festi upp greinar þær, er kveiktu bál sið- bótarinnar." Nú á að gefa út ævisögu Lúthers á ný á íslenzku. Samkvæmt auglýsingu á hún að heita: „Hér stend ég.“ Með heitinu er vís- að til setningarinnar, sem Lúther á að hafa sagt í ríkisþinginu í Worms 1521: „Hér stend ég, ég get ekki annað.“ En sagði hann þetta virkilega? Um það verð- ur fjallað i annarri grein. Sveinn Ásgeirsson 19

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.