Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1983, Blaðsíða 22

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1983, Blaðsíða 22
ÚR MÍNU MCRNI List á haust- mánuðum Það hefur ekki farið framhjá þeim, sem eru svo elskulegir að lesa nokkurnveginn reglulega það sem ég rita í Lesbókina, að undirritaður gerði sér nú síð- sumars ferð til Svíþjóðar og kom glaður og endurnærður til baka. Við hjón dvöldumst þar í góðu yfirlæti í rúmar sex vikur, eða vorum réttara sagt eins og heima hjá okkur, því við létum sænska menn og konur í friði. f anddyri íbúðar okkar var upphengd stór auglýsingamynd frá íslensku flugfélagi eða ferða- skrifstofu. Þar gaf að líta þrjár álitsfagrar og stæðilegar stúlk- ur. Og höfðu þær allar sameig- inlega eina útprjónaða föður- landspeysu til þess að skýla nekt sinni, og augnaráðið var lokk- andi. Lesmál var á sænsku og minnti á það skýrum stöfum, að ein vika á sögueyjunni frægu gæti orðið mönnum notadrjúg, ef þeir vissu hvað þeir vildu. En menningin lifir og stendur í blóma. Ég lét það ekki dragast þegar heim kom að fara í Nor- ræna og Listasafnið til að skoða málverkasýningar. Hörður Ágústsson er nýlega orðinn sextugur. Hann hefur lengi verið í hópi okkar helstu myndlistarmanna og um leið sérstæður sagnfræðingur húsa- gerðarlistarinnar. Gagnmerkur maður hvar sém hann lætur til sín taka. Þessi sýning segir vel sögu hans, — og þó kannski fremur stökk hans en hina jöfnu og þaulhugsuðu göngu hans á vegum málaralistarinnar, — þagnarbilin tala líka sínu máli. Það var ánægjulegt að sjá allar þessar myndir Harðar á sama stað, fæstar þeirra hafði ég séð áður, þótt ég muni hafa komið á flestar eða allar sýningar hans hérlendis og líklega séð myndir frá öllum skeiðum hans. Til hamingju, Hörður. En skammt frá þessum lista- húsum er félagsheimili stúdenta. Þar var fyrr á þessu hausti verið að sýna í leikformi fyrstu spor hinna svokölluðu atómskálda. — 22 Og þangað fórum við hjón eitt kvöldið, og var undirritaður áreiðanlega elsti sýningargest- urinn í það sinn. Stúdenta- leikhúsið, ungmenni úr háskóla og nokkrir rithöfundar, höfðu um skeið haldið uppi þessari sér- stæðu skemmtun, og þegar fyllt sal sinn, ekki stóran að vísu, sex eða átta sinnum. Þetta var kannski meir gert af áhuga en samstilltri listgetu og kunnáttu allra leikenda, en góð. tilþrif, enda flest algjörir byrjendur. Hér voru flutt ljóð eftir hin löggiltu atómskáld og sögukaflar eftir jafnaldra þeirra, smásögu eftir Ástu Sigurðardóttur verið breytt í leiksýningu. Allt var þetta skemmtilega túlkað, einnig var að nokkru leikinn stúdenta- fundurinn frægi frá 1952. — Sjálfur horfði ég, einn af ræðu- mönnunum á þessum gamla upp- gjörsfundi, með hátíðlegri still- ingu og umburðarlyndi á leikna eftirkomendur mína, eins og nokkurskonar bókmenntalegur draugur frá löngu liðinni öld, — dálítið skrítið, — líka örlítið undarlegt fyrir mann, sem er þó ekki eldri að árum en ég óneit- anlega er — og talaði ungur á þessum fræga fundi, eins og áður segir. En svona fer sagan hröð- um skrefum framhjá okkur. — Já, ójá. Ekkert hef ég enn lesið af nýj- um bókum. En ég sá tvær nýjar kvikmyndir, Nýtt líf, skemmti- legt og vel gert sprell. Og sjón- varpsmynd Ásu Sólveigar, sem ég lét mér einnig vel líka. Báðar þessar myndir ágæta vel leiknar og myndaðar. Síðast sá ég á vegum Leikfé- lags Reykjavíkur Ur lífi ána- maðkanna eftir sænskan höfund. Þessi leikur fjallar um ævintýra- skáldið góða H.C. Andersen og frægt samtíðarfólk hans. Ég hafði lesið jákvæða dóma um leikritið í blöðum og aðsókn hafði verið góð. Sami höfundur hafði gert sannsögulegt leikrit um landa sinn Strindberg. Það var sýnt hér fyrir nokkrum ár- um og þótti mér það ásjálegt. En að þessu sinni varð ég fyrir mikl- um vonbrigðum. Ekki þó með leikarana. Þeir gerðu sitt af- burðavel, en verkefnanefndin hefur valið illa. Þetta leikrit gerðist á tímum Fjölnismanna í Danmörku, þótt þeir komi nátt- úrlega hvergi við sögu. Þetta fræga listafólk talar sama ruddamálið og sjálfsagt þykir nú hina síðustu áratugi að hafa á miðlungsskáldsögum og jafnvel kvæðabókum, sem eiga að seljast vel. Það er og komið upp á svið leikhúsanna hér og gerir vJst lukku. Ég nefndi áðan tíma Fjöln- ismanna. Auðvitað var þá og á öllum tímum til óheflað tal. En þá var rómantísk öld og önnur sálfræðileg gildi. Þá var og allur raunveruleiki með öðrum brag en nú, líka hið grófa og ljóta. Raunsæileg lýsing þeirrar aldar- fólks verður að vera önnur en nútímans. — Söguleg efni verða að vera trú sínum tíma. Ef sagan á að vera dulargerfi og höfundur er í raun og veru að varpa ljósi á nútímafólk, okkar vandamál, eða ástamál allra tíma, verður að sýna meiri samviskusemi og listræna getu en þessi höfundur virðist hafa yfir að ráða. H.C. Andersen hefur eflaust verið barnalegur öðrum þræði, en hér er hann líka gerður að hálfgerðu fífli. Það er höfundarins verk. Jón úr Vör. Óskar Aðalsteinn Saga úr snjónum i. 1. Maður — Löngum sveipar þú um þig kápum myrkursins. Ljósklæðum sólar skrýðist þú aðeins skammvin augnablik. Sól fylgdi þér úr hlaði. Ekki hvarf hún þér. Þú hvarfst henni. 2. Lítill drengur í skini sólar — það var ég. Óf ég mér úr geislavöndum unaðsmyndir sælar — ljúfar. Enginn syngur sólarljóðin sín að nýju. Fóstra — Hún var móðir mín. Höndin hennar höndin mín. í skjóli hennar fyrr en varði gleymdur var sárasti tregi í gleðibrosi. Sælir voru dagarnir sem við áttum saman. Grænir voru hagarnir. Margt er ungs manns gaman Sælir voru dagarnir. Enginn syngur sólarljóðin sín að nýju. LítiU fóstrudrengur er öllum löngu gleymdur. II. 1. Ár og aldir margar er mannsævin skamma. Á tæpum vöðum ígömlum glaumborgum dvaldist mér löngum. Stíft var þar að stríða í straumföllum þungum. Þóttist ég þó eiga gleðina fala og kunna að kaupslaga. Á tæpum vöðum í gömlum glaumborgum. Mikið var hlegið. Mikið ort og sungið. ÖII er sú gleði til grafar gengin. Ó, stúlkan mín í fjörunni. ÖII voru Ijóðin til einskis sungin. Klækir heimsins keyptu mig að veði fyrir stundargleði. Ár og aldir margar er mannsævin skamma. Sporin heim. Óræðar gátur í hverju spori. Oft er löng bið eftir vori. Konum gaf ég gnægðir af brostnum vonum. Dauðaborgir virtist ég í hugum þeirra reisa. Fáir munu þær úr álögunum leysa. Óræðar gátur í hverju spori. í rústum hrundra borga ríkir koldimm nótt. Illt er þar að kúra. Engum er þar rótt. Auðn skal ráða endi minna mála. III. 1. Fóstra mín — enn er ég kominn heim í húsið þitt og mitt — og huga að því eina er g/eður hjarta þitt. Betra væri að þetta fengi ekkert eyra að heyra. En lengi skal manninn reyna. Fjallið yfir byggðinni rymur hásurn rómi í þungum byljaham. Þessi myndin ægistóra vakir ein í mínum huga. ógn og dauði ígiljum. Ógn og dauði í giljum. Mánaglæta á auðnum fjallsins. Langt er enn að bíða dagsins. En brátt var stundin fleyg og fljót að líða — nú var ég ekkert lengur annað en lítill fóstrudrengur að leik með öðrum börnum í djúpum snjónum ofar efstu húsum. Kveiktum við á kertum í byrgðum snjógjótum. Lágum þar í felum. Þóttumst ekki heyra Mömmu- og fóstruhrópin. Það var sem þau glæddu kertaljósin. Lengi lengi enginn okkur fann. Gott er að vera týndur þeim sem manni ann — og gefa sig síðan fram. Fljúga upp um háls á fóstru og fela sig við hennar barm. Það var hún sem okkur fann. Átt hafði hún lengi illa drauma um óvætt þann er fjallið átti að byggja — og vildi alla feiga. Nú lét hún okkur þetta heyra: Haldið fast í mig og hvert í annað. Þá fær loðin loppa fjallsins ykkur ekki grandað. ÖII hlýddum við þessu kalli. Drundi þá hátt í frerafjalli. Langagil og Djúpagil — bæði hlupu. Ógnin fór rétt að baki fóstru. Nokkur húsin niður hrundu. Fjórir menn þá lífi týndu. En allur lifði hópurinn hennar fóstru. 2. Fór ég út í morgunsárið. Þorpið sokkið í mjallarbrimið. Einn ég stóð og starði á fjallið. Glumdu þá við þrumusköll frá stórum vinnuvélum. Glúmur var ekki í felum. Lamdi og muldi niður björgin við Hraunprýðisósinn. Hér skyldi lífhöfn standa — og vörð um fólkið halda. Hátt glumdi í Glúmi. Var sem fjallið kveinkaði sér við þessi skruggulæti. Brást ég hart við. Hét á Glúm að hætta barsmíð. Að öðrum kosti hlypu gilin — þá yrði úti um friðinn. Ljótt var glottið á Glúmi. Kvaðst hann ei hlýða á grafarraust mína. Ula er þér komið — skálddrengur. Tungum talar þú ei lengur. Glúmur sökkti sér í vélina og mól klettana. Hvað var nú til ráða örmum flökkusveini? Sá ég ekki betur en brátt yrði þorpsbúum hið illa að meini. IV. 1. / hugans inni var sagt skýrum rómi: Farðu á varðberg. Stattu á verði. Við ramman Glúmssönginn hóf ég mitt stríð. Lýsti stór bannsvæði upp um alla hlíð. Háðsglósur margar fékk ég fljótt að heyra. Það voru börn og öldurmenni sem helst léðu mér eyra. 1 hópi ungra barna var ég marga stund. Þau kölluðu mig afa svo kát og létt í lund.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.