Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1983, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1983, Blaðsíða 4
Jesús Kristur sagði: Sælir eru frið- flytjendur. Friöur á jörou Fjórir prestar og einn leikmaður svara spurningum Lesbókar: 1£r hugsanlegt að kirkjan geti orðið það frióarafl að hernaðarbandalög þurfi aó taka tillit til hennar? 2 Hvernig getur kirkjan staóió fyrir friðarsókn þannig að hún verói ópólitísk? Engin spurning er eins brennandi nú á dögun> og sú, hvort unnt verði að varðveita heimsfriðinn, og þá er ekki átt við skærur og smástyrjaldir, heldur hugsanlegt atómstríð milli austurs og vesturs, sem sumir líta á sem endalok siðmenningar í núverandi mynd og aðrir sem endalok mannkynsins. Al- mennt er viðurkennt, að enginn geti orðið sigurvegari íslíkum átökum; samt er haldið áfram að hranna upp gereyðingarvopn- um, þótt hægt sé að útrýma heimsbyggðinni margsinnis með því sem fyrir er. Friðarhreyfingar hafa ekki megnað að hafa þau áhrifsem duga, vegna þess að þær eru ekki þolaðar íþeim löndum, þar sem stjórnað er í anda Marx og Leníns. í þeim sömu löndum býr kirkjan líka við bága aðstöðu; engu að síður er hún það afl, bæði í austri og vestri, sem margir binda nú vonir við í þessu sambandi. Á jólum er gjarnan talað um frið á jörðu og jólin eru hátíð friðarins. Þess vegna er nú spurt um, hvers kirkjan muni megnug íþeirri friðarsókn, sem allir vona ílengstu lögað verði árangursrík. Sr. Ólafur Oddur Jónsson IKristnir menn geta aldrei haft rólega samvisku gagn- vart kjarnorku og kjarn- orkuvopnum. Mistök með kjarnorku, sem jafnvel er aðeins til friðsamlegra nota, geta haft afdrifaríkar afleiðingar. Geir Hallgrímsson, utanríkisráðherra, lýsti áhyggjum íslendinga á þingi Sam- einuðu þjóðanna vegna aukinnar um- ferðar kafbáta með kjarnorkuvopn í hafinu við ísland og þeirrar hættu sem það getur skapað fiskstofnunum við landið. Orð hans fengu enn meiri þunga, í mínum huga, þegar ég sá umræðuþátt í breska sjónvarpinu í London, þar sem raktar voru uggvænlegar staðreyndir 4 um kjarnorkueyðingarstöð, sem er á vesturströnd Bretlands. Geislavirkur úrgangur, sem hleypt er í sjó fram, hef- ur þegar mengað fiskstofna og strand- lengjuna alla og kannanir sýna aukna tíðni dauðsfalla af völdum krabbameins á svæðum við verksmiðjuna, tíðni sem er um 20% hærri en annar staðar gerist. Það er því full ástæða til að hafa vak- andi samvisku í þessum efnum. Menn hafa leyst úr læðingi öfl sem þeir eiga erfitt með að halda í skefjum. Við þessar kringumstæður verður kirkjan að tala af mikilli gætni, en hafna sinnuleysi og öfgum um þessi mál. Kirkjan má ekki tala eins og Bess- erwisser og gorta af því að vita allt bet- ur. Það mun hafa verið Dag Hamm- arskjöld sem sagði „að virðing fyrir orð- inu, vitsmunalegu, siðferðilegu og and- legu, sé fyrsta skrefið til þroska". Vönduðustu yfirlýsingar kirkjunnar um þessi efni, yfirlýsing Alkirkjuráðs- ins í Amsterdam ’48 og kaþólsku kirkj- unnar á II. kirkjuþingi Vatikansins, eru siðferðilegt ákall um gagnkvæma tak- mörkun kjarnorkuvopna. Þeim er beint til viðkomandi stjórnvalda. Ákall kirkj- unnar hefur haft sín áhrif, gert kirkj- una að ábyrgu friðarafli, sem mun einn- ig hafa áhrif á hernaðarbandalög, ef Guð lofar. Með því er ég ekki að leggja hernaðarbandalögin að jöfnu. Ástæða er til að taka með fyrirvara stefnu sov- éskra stjórnvalda, sem birtist sem frið- arstefna út á við, þ.e. í Evrópu, en hern- aðarstefna inn á við, þegar um er að ræða styrjöldina í Afganistan. Ég fæ heldur ekki skilið hvernig menn, sem vilja vera í varnarbandalagi vestrænna þjóða, geta verið mótfallnir því að leggja eitthvað af mörkum í varnar- skyni. í þess háttar afstöðu felst siðferðilegt ósamræmi. 2Kirkjan á engar guðfræði- legar skyndilausnir á þess- um málum, t.d. með því að vísa í fjallræðuna, sem er í raun hinn „ómögulegi möguleiki", eins og Reinh- old Niebuhr orðar það. Eða með slagorð- um eins og „fremur dauður en ófrjáls" og „fremur rauður en dauður". Kirkjan getur reynt að vera þverpólitísk, en hún verður aldrei ópólitísk. Það eitt að láta sig þessi mál engu skipta er pólitísk af- staða sem getur haft mjög afdrifaríkar afleiðingar. Mér finnst allt tal um að kjrnorkuvopnum verði eytt á fimm ár- um bera vott um óbiblíulega bjartsýni á eðli mannsins og heimsins. Það er ekki hægt „að finna niður“ kjarnorkuvopn (sbr. að finna upp). Þau eru merki þess að við lifum í heimi sem er í uppreisn gegn eigin hagsmunum, heimi sem hef- ur hafnað þeirri skipan sem skaparinn gaf honum, eins og Runcie, erkibiskup af Kantaraborg, orðar það. Vandamálið eru mennirnir að baki vopnunum. Þeir verða ekki teknir úr umferð. Við vitum að það er hægt að nota brauðhníf til að skera brauð en einnig til að drepa. Hvernig verður mönnum breytt og það tryggt að kjarnorkan verði aðeins notuð í friðsamlegum tilgangi og til að bæta lífsafkomu þjóða? Ég hygg að menn hræðist frekar mannleg mistök, en óá- byrga stjórnmálamenn og stríðsglaða hernaðarsérfræðinga. Sumir þeirra hafa reyndar haldið því fram að við lif- um við pax atomica, atómfrið. En menn eru nú farnir að óttast hve lengi það verði. Hugsunin um, að ef allir farist þá ferst enginn (si omnes erge non), virðist ekki nægja sem rök lengur. Hættan á mannlegum mistökum er það mikil, án þess að ástæða sé til að gera úr henni allsherjar taugaveiklun. Við getum þess vegna ekki sætt okkur við óbreytt ástand í þessum málum. Það er brýn þörf á viðræðum og gagn- kvæmri afvopnun. Einhliða afvopnun

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.