Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1983, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1983, Blaðsíða 11
semja alfræðiorðabækur. Ari og Sæmundur fróði væru þar á meðal. Einnig Þorsteinn surtur hinn spaki, Gestur spaki, Þorkell fullspakur og Eiríkur alspakur, hvorki meira né minna. Ekki má gleyma konum einsog Auði djúpúðgu og Ástríði mann- vitsbrekku. Þá kemur í hugann Þór- hildur rjúpa, Hlíf hestageldir, Hall- gerður langbrók, Hallgerður snú- inbrók, Gró snarskyggna, Þuríður dilla og Ingveldur allrasystir. Margir hafa viðurnefnið kappi, menn sem í dag myndu sendir í landsliði á móti Dönum ellegar á ólympíuleikana. Aðrir menn í lands- liðinu myndu vera: Sigtryggur snar- fari, Hallvarður harðfari, Þorvaldur ofsi, Eyvindur eldur, Skúli herkja og Aðalsteinn sigursæli. Markvörður. Börkur digri. Þá má geta auknefna, sem ekki gleymast fyrir það eitt að þau eru skemmtileg og hafa hrynjandi. Þau eru líkast kveðju frá fornöldinni, sem hlýjar manni um hjartarætur. Þar á meðal eru: Sigurður ormur-í- auga, Hallbjörn hálftröll, Þórir þruma, Eysteinn fretur, Brunda- Bjálfi, Músa-Bölverkur, Þorbjörn glóra, Þorfinnur hausakljúfur, Þorgrímur þöngull, Þorsteinn ógæfa, Arnór kerlingarnef, Þórður óði, Atli illingur, Tjörvi háðsami, Ljótur óþveginn. Á okkar tímum tíðkast enn að menn séu kenndir við liti. Við höfum haft Hjört græna, Stjána bláa, Sigga gráa, og Pétrar eru jafnan svartir. Sá siður hefir haldist að menn séu kenndir við fæðingarstað eða heimili s.s. Hriflu Jónas, Svarfholts Jón, Blálands Dísa. Sumir fá auknefni af atvinnu sinni og má þar nefna Sigga flug, Bíó- Petersen, Bjarna banka. Á öld vatnsbrunna setti svip á bæ- inn Sæfinnur með sextán skó, sem sótti vatn og bar inn mó. í mínum uppvexti voru þekktir menn í bænum Brýnki sífulli, Oddur sterki, Sigurður saumakona, Sigurð- ur seriös, Garri skakki, Sigurður slembir, Bjarni hrossleggur, Gunnar selur, Dagbjartur drykkjumaður. Seinna komu til sögunnar Einar ríki, Einar flugríki, Guðmundur illi, Guð- mundur jaki, Guðni kjaftur, Batti rauði og Pétur sjómaður. Einn góður borgari var jafnan kallaður Steini moj. En kona nokkur, sem leigði af honum húsnæði nefndi hann ávallt Þorstein moj. Henni fannst það ekki sæmandi að kalla þennan virðulega mann gælunafni en auknefnið mátti vera. Oft eru auknefnin alls óverðskuld- uð og stundum verður úr algjör rang- snúningur. Heiðursmaður í bænum var kallaður Óli þjófur af því að frá honum var stolið frakka. Og sóma- kær kennslukona var jafnan kölluð Sigríður púta. Það verður ekki séð að auknefnin í dag hafi neina þjóðsögulega þýðingu en öðru máli gegnir um viðurnefnin til forna. Vitað er að íslendingasög- urnar voru skrifaðar 200 til 300 árum eftir að þær gerðust. Er það furðu- legt afrek og næstum óskiljanlegt hvernig þessum minningum var skil- að áfram, fyrir ritöld, frá kynslóð til kynslóðar. Samt verður að gera ráð fyrir að margt hafi gleymst og glutr- ast niður í meðferðinni. En smellin og minnisstæð viðurnefni hafa vafa- laust verið mikil hjálparhella fyrir sögumenn. Þau hafa verið líkt og vörður við veginn og gert sama gagn og punktar ræðumanns þar sem hann lætur eitt orð eða eina setningu minna á langt mál. kviknar logt .JBgg m Æm li>W BSf § T Nú segir þú þetta sé best fyrir mig Þú sem opnaðir hlið hjarta þíns uppá gátt við mitt fyrsta tillit hvílíkar rósir alls staðar voru þær þarna oghvað gat ég þá annað gert en baða mig í þeim í óstjórnlegum fögnuði og þó svo þær opnuðu mér hvert sárið af öðru vildi ég ekki annars staðar vera En þú ýttir mér útog lokaðir hliðinu Nú segir þú þetta sé best fyrir mig Nú er ég blæðandi sár annað er ég ekki ekkert annað en opin sárin og svo þráin að þú opnir hliðið aftur Hendur þínar hendur þínar sem hlusta á þrá mína og hendur mínar sem kvikna á þér Segjum ekkert þau gætu stungið orðin látum bara hendurnar hlusta nógu lengi og hvísla svo léttþungt Svo kviknar loginn í augum þínum logar inní mín og ég loka þeim aðgeta geymt logann inni Ég vissi það ég vissi að ástin gæti verið svona hendur sem hlusta hendur sem hvísla og loginn sem éggetgeymt Ó svo vel Jól Dimmur himinn búinn björtum stjörnum ein er skærust ég sé hún skín mér ogþó svo ég villist og þó svo ég finni aldrei veginn hún skín mér að ég meigi finna hann

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.