Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1983, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1983, Blaðsíða 17
Sveinn Ásgeirsson Margra alda misskilningur vitnið. Fyrir 22 árum, 1961, skýrði Lúth- ersfræðingurinn Hans Volz frá því, að þetta „me teste“ stæði alls ekki í textan- um. Þar stæði í rauninni „modeste", sem merkir „á hófsaman hátt“. Þetta sýnir gildi handritarannsókna. Hér höfðu menn stuðzt við mislestur í margar aldir. Um frásögn sjónarvotts hafði þannig aldrei verið að ræða. Á því gat enginn vafi leikið lengur. En það kom fleira á daginn. Þegar farið var að rannsaka all- an textann nánar — til að bjarga því, sem bjargað yrði af hinni gömlu og hug- þekku mynd — þá gat mönnum ekki sézt yfir nokkur veigamikil atriði. í frásögn- inni var alls ekki sagt neitt um, að grein- arnar hefðu verið festar upp. Það var heldur ekki minnzt á tímann „skömmu fyrir klukkan tólf á hádegi" og 31. októ- ber var ekki nefndur. Hallarkirkjunnar var ekki einu sinni getið. Það sem þjónn Lúthers hafði skrifað var þannig ekki frásögn sjónarvotts og fjallaði ekki um auglýsingu á greinunum, heldur sagði að- eins frá því, að Lúther hefði lagt fram „almennar greinar" árið 1517 til umfjöll- unar í kappræðu. Nú komu til skjalanna þeir dr. Erwin Iserloch, prófessor í kaþólskri kirkju- sögu, og dr. Heinrich Steitz, lútherskur prestur og fræðimaður. Þeir vildu fá úr því skorið, hvað hefði eiginlega gerzt í Wittenberg þennan umrædda dag. Segja má, að Lúther sjálfur hafi gefið svarið. Það kom í ljós, sem reyndar var löngu vitað meðal Lúthers-fræðinga, þótt ekki hefði verið gert mikið veður út af því, en hlýtur að koma leikmönnum allmjög á óvart, að Lúther hafi aldrei haldið því fram neins staðar í hinum umfangsmiklu ritum sínum, ekki í neinu hinna mörgu bréfa sinna né heldur í neinum söguköfl- um af sjálfum sér, að hann hafi fest greinarnar á kirkjuhurðina í Wittenberg. Formáli Melanchtons Þetta er þó allkynlegt. Að vísu gætu menn sagt sem svo, að það hafi ekki verið ástæða til þess hjá Lúther að fjölyrða um þetta atriði, sem öllum hafi verið kunn- ugt um í Þýzkalandi og víða um lönd. En var það í rauninni svo? Rannsóknir hafa leitt í ljós, að fram að láti Lúthers, 1546, hafi hvergi verið á það minnzt, að grein- arnar hafi verið auglýstar með þessum hætti. Þó voru þær vissulega eitt helzta umræðuefni manna þegar eftir 1517. Spurningin er því sú, hvort þær hafi nokkurn tíma verið festar á hurð hallar- kirkjunnar. En hver var það þá, sem fyrstur kvað upp úr með það, að Lúther hefði farið þannig að? Það var vinur hans og sam- verkamaður, Filippus Melanchton. Og „í raun og veru negldi Lúther atdrei hinar 95 mótmælagreinar aínar á huró hallar- kirkjunnar í Wittenberg nó heldur nokkurs annars staóar. Um aldir var talió, aö sjón- arvottur hefði skráö frásögn af því, en þaö var mislestur á handrifi „Filippus Melanchthon, vinur og samherji Lúthers. Frá honum er komin þjóösagan um, aö Lúther hafi fest greinarnar á kirkju■ huröina í Wittenberg. Hann gatþess í formála að 2. bindi ritsafns Lúthers, sem kom út að honum látnum. Engar samtíma heimildir styðja þessa frásögn hans, og hvergi veröur Lúther sjálfur borinn fyrir þessu.“ „Albrekt, erkibiskup. Metnaður hans og ágirnd olli að margra dómi mestu um klofning kaþólsku kirkjunnar. Honum datt það snjallræði í hug frá sjónarmiði sölu- mennsku að láta einnig selja aflátsbréf fyrir hina dauðu. Hann var stórskuldugur, því að hann hafði orðið aö kaupa sér emb- ætti.“ hann sagði það í formála að öðru bindi ritsafns Lúthers, sem kom út skömmu eftir lát Lúthers. „... Þær festi hann upp á kirkjunni í nánd við höllina í Witten- berg daginn fyrir allraheilagramessu 1517.“ Það er augljóst, að á þessari setningu eru allar seinni frásagnir af auglýsingu greinanna byggðar. í fljótu bragði virðist erfitt að vefengja hana, því að þessi náni samherji Lúthers var hálærður maður. En hann bjó ekki í Wittenberg árið 1517, þegar hann var tvítugur að aldri, heldur í Ttibingen, þar sem hann var kennari í fornmálum. Og þessi formáli, sem sam- inn var 30 árum síðar, sýnir, að lærðum mönnum getar líka orðið á skekkjur. Og þær eru margar í formálanum. Vegna þeirra hefur fyrir löngu verið litið svo á innan Lúthersfræðinnar, að hann hafi verið skrifaður í flýti og upplýsingum í honum sé vart treystandi nema aðrar samtíma heimildir staðfesti þær. Og það á einnig við um staðhæfinguna SJÁ NÆSTU SÍÐU 17

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.