Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1983, Page 12

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1983, Page 12
Guðmundur Daníelsson Inn í ríki AMONS RA Greinarhöfundurinn kominn uppá skip eyðimerkurinnar og klæddur eins og vitringur frá Austurlöndum. Ferðinni er heitið í suðurátt. Fyrst yfir norðurhafið ólgandi og grátt, eftir það yfir haustrjóð Iönd Evrópu, loks yfir haf Róm- verjanna „Mare Nostrum", inn í land suður- heims og Árinnar með sefgrasið háa með- fram bökkunum, þar sem Móses sté ungur á land og gerðist guð meðal guða. Þeir segja að nafnið þýði: „Hann sem dreginn var upp úr vatninu." Ekki merkir vatnið hér annað en vatn Nílar, annað vatn hefur aldrei verið í Egyptalandi, og Áin frá upphafi sú ein gyðja, sem fær var um að geta af sér líf með föður tilverunnar, Amon Ra, sólguði heims. Þeir nefndu hann Amon Ra og tignuðu hann af meira óhófi og með íburðarmeiri list en nokkurn guð annan sem sögur fara af. Inn í ríki hans var ferð minni heitið. En til hvurs? — Ekki er laust svar við þeirri spurningu — manni sem lent hefur utan- garðs í trúarbrögðunum og fann aldrei sannleikann. Þó að þráin leiði manninn í öngva ákveðna átt, þá Iiggur hugurinn ekki kjur, eins og tjörn á gígbotni, heldur seytlar fram leitandi. f ljóði mínu segi ég: „Og hið þunglynda vatn, sem án farvegs um sveitina sytrar, mér sum þeirra kenndi um nótt.“ Ég hafði verið að velta fyrir mér hvur hefði kennt mér þessi eða önnur fræði, sem reyndar voru engin fræði, heldur flögrandi orð. Loksins var eins og eitthvað léti undan, ég fann í hvaða átt hugurinn stefndi: út úr tímanum, inn í aðra tíð, þá sem var nútíð fyrir 50 öldum, þegar rödd guðsins bergmál- aði enn í musterissúlunum miklu: „Hægra auga mitt er dagurinn, vinstra auga mitt er nóttin!" Pýramídana höfum við öll séð á góðum myndum í sjónvarpi og bókum. Svona eru þeir í raun og veru, sá elsti í sex þrepum í héraðinu Sakkara, hjá rústaborginni Memphis. Það er sá fyrsti og þeir halda að nafn byggingarmeistarans sé Imhotep og að faróinn hans hafi heitið Zoser. Hér eru reyndar öll nöfn varasöm. Einn og sami hlutur á sér mörg nöfn. Þjóðir sem mæltu á ólíkar tungur, notuðu hvur sína leturgerð — öðrum óskiljanlega — hví skyldu þær ekki gefa hvurju einu það heiti, sem best hentaði skilningi þeirra og vel fór í málinu? — í héraðinu Gizeh, sem er í nánd við Sakkara, rísa í beinni röð pýramídarnir þrír: hinn mesti kenndur við Cheops, hinn annar kenndur við Chephren og hinn minnsti kenndur við Mykerinus. Um þetta hafði ég lesið, eftir var að sjá það með eigin augum. Það þykir mér hið merkilegasta við þessi mannvirki, að þau skyldu vera reist. Hvaða ógnarafl knúði eina fámennisþjóð til slíkra hluta? Og hvurnig var henni það kleift? — Engin skýring er gild. Þó er eitt víst: Amon Ra á hvurn stein í því ríki og skiptir ekki máli hvort faróinn hét Ramses II eða Tut- enk-Amon, þeir sem létu höggva mynd sína í gull og stein og töldu sig guði, þó að menn væru þeir, með allar meinsemdir manns í holdi sínu og önd. Þeir höfðu sagt okkur það yrði beint flug frá Kastro til Cairó, en þeir stóðu ekki við það. Þeir flugu SAS-vélinni ekki lengra en til Frankfurt. Þar hlutum við að bíða í tvær stundir eftir egypsku stórþotunni. Æ, æ, æ, — ekki má segja ljótt í upphafi langferðar, en dæst getur hvur og einn öðrum að meina- lausu. Nú þegar ferðalög eru orðin vísi- tölubundinn partur af nauðþurftum al- mennings, og allir hafa farið um allt, og ekki þýðir lengur að bjóða lesandi fólki upp á ferðasögu, þá má nú fara fljótt yfir smá- munina. Tilmynda þarna í Frankfurt: æ, þessi töskuburður, víðáttumiklu flugstöðv- arbyggingar, sem bráðum verða líka i Keflavík eins og hinum löndunum, tölvu- töflur uppi um veggi, með síbreytilegum Ijósletursskammstöfunum flugvélanúmera og tímasetninga. Þetta hefði nú einu sinni þótt undur og meira en lítið athyglisvert, en nú ekki lengur, heldur aðeins sjálfsagðir hlutir. Lífið er ekki lengur eins og það var, núna er það svona: Það er örtölvukerfi sem þenst eins og flugnanet hringinn í kringum hnöttinn. Þá var bara að láta líða úr sér meðan þessar tvær stundir liðu. Þarna var barinn með háu borði í hálfhring og hentug- um stólum við það. Við vorum í Þýskalandi og báðum um bjór, það átti við. „Góðan bjór,“ sögðum við. Og svarið kom ekki á óvart, það heyrist í hvurju einasta landi, nema á íslandi og kannski ekki heldur í Egyptalandi: „Besti bjór í víðri veröld," sagði skenkjarinn, sem reyndar var ítalsk- ur, „Wart Steiner Breu“. Mig minnir það væru flöskur en ekki blikkdósir. Þeir skiptu fyrir mig 10 dollaraseðli þegar ég nennti ekki að drekka meir, umreiknuðu bjórverðið til nýrrar myntar á gengi dagsins, greiddu mér þýsk mörk til baka, þunga hlunka úr málmi, og þetta urðu ónýtir peningar, engin þjóð skiptir sleginni mynt fyrir annan gjaldmiðil, nema kannski ef hún væri úr 20 karata gulli, sem líklega er reyndar hvurgi til, nema ef telja skyldi í skáldsögum um fátæka pilta, sem í næturdraumi eignuðust slíkan pening allt fram um síðustu aldamót þegar skoski Coghill hætti að kaupa ís- lenska sauði á fæti við skíru gulli. Nema loksins kom egypska breiðþotan af himnum og settist á jörðina, og það varð aukreitis ys í flugstöðinni og nýr töskuburð- ur og allt svoleiðis, og renniböndin soguðu í sig endalausar raðir af farþegafarangri, loksins var sjálfri manneskjunni smeygt gegnum málmleitartækin og hleypt inn T flugvélarbelginn. Ég náði í sæti út við einn gluggann framarlega. Það voru 8 sæti og tveir gangar milli veggja þvert yfir. Hvílíkt gímald! Liti ég aftur fyrir mig, þá var ekki annað að sjá en haus við haus svo langt sem augað eygði. Hvursu mörg vorum við hér innanborðs? Bágt að vita — áreiðanlega mörghundruð. „Verður okkur rænt?“ spurði ég sjálfan mig. „Og hvurt mundu flugræn- ingjarnir skipa kapteininum að fljúga? Bágt að vita — kannski til Libíu eða Sýr- lands." — En okkur var ekki rænt. Fagrar konur úr Egyptalandi sýndu hvað gera skyldi, ef eitthvað óvænt bæri að höndum, karlmannsrödd talaði á meðan, fyrst á ar- abisku, síðan öðrum málum, þremur eða fjórum. Hvað ætli þýði að vera að kenna manni á björgunarvesti og súrefnisgrímur í svona farkosti? Ég hlustaði og glápti án þess að heyra eða sjá. Farþegi í risaþotu er ekki annað en skynlaus skepna, sem lýtur annarra forsjá og gerir sjálfum sér best með því að firra sig sérhvurri áhyggju. Ég gerði það. Matur og drykkur. Þéttsetið hótel á himnum. Merkilegt að ég skyldi ná þessu gluggasæti. Fljótlega tók að skyggja. Borg- ir, skógar, fjöll og dalir Þýskalands sukku smátt og smátt í blátært rökkur. Það var eins og að horfa gegnum djúpt vatn og grilla óljóst i botninn. Örsmá skínandi augu drápu fáeinum sinnum framan í mig tittl- inga — og luktust síðan. Nú sást ekkert meir út um kringlótta gluggann, nóttin var lögst á hann. En það var bjart í vélinni. Fríðleiksmeyjar úr austurlöndum, með gull- ið litaraft og blásvart hár, liðu mjúklega um endalausa gangvegi þotunnar, skref- mjúkar svifu dætur Nílar um þröngar brautir loftfarsins. Eftir matinn kviknuðu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.