Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1983, Blaðsíða 18

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1983, Blaðsíða 18
Ingvar Gíslason alþm. Sverri 1871- Patursson -1960 Brautryöjandi í færeyskri smásagnagerð i Færeyingar eiga sérstæða menningar- sögu og þar með skáldskaparhefð, sem allt of lítill gaumur hefur verið gefinn hér á landi, svo að ekki er vansalaust, þar sem í hlut á þjóð, sem íslendingum er langskyld- ust að máli og menningu. Þessi skyldleiki þjóðanna birtist í mörgu: Líkum atvinnu- háttum um aldir allt til þessa dags og þar með þjóðháttum hvers konar eftir því sem við er að búast um þjóðir, sem ekki byggja sama landið. Ef litið er á sögu íslendinga og Færeyinga kemur í ljós að margt er líkt með skyldum. Hvortveggja þjóðin er eyþjóð í Atlantshafi. Sá er helsti munurinn að íslendingar hafa ávallt verið miklu fjölmennari en Færey- ingar, og ísland er að flatarmáli miklu stærra land en Færeyjar og fjölbreyttara að landslagi og landkostum að telja má. Land- nám beggja landa gerist á nokkuð svipuðum tíma, nema hvað Færeyjar hafa byggst eitthvað fyrr en ísland, landnámsmenn eru yfirleitt norrænir, öllu heldur norskir, með einhverju keltnesku ívafi sem erfitt er að grilla í þar eins og hér. Tunga landnáms- manna beggja landa hefur verið lík í upp- hafi og lengi fram eftir öldum, þótt síðar klofnuðu málin og þróuðust á sinn hátt hvort og fjarlægðust eins og gerist og geng- ur í lífrænni mannkynssögu og ekki er óeðli- legt í sjálfu sér. En ekki leyna íslenska og færeyska skyldleika sínum. Augljóst er að færeyska hefur orðið meira fyrir baröinu á dönskum áhrifum en íslenska, og yfirleitt má segja að dönsk menningaráþján hafi mætt meira á Færeyingum en lslendingum og haft af þeim sökum meiri áhrif á tunguna, fyrst og fremst vegna þess að Færeyingum, sem voru mjög fámennir fyrr á öldum, 3000—4000 íbúar, varð það á að taka við danskri tungu sem sjálfsögðum hlut í opin- beru lífi, þ.ám. kristnihaldi, af meiri hæ- versku en íslendingum var gefin. Þótt Fær- eyingar ættu mikið af skáldskap á sínu máli í munnlegri geymd, skrifuðu þeir naumast orð á færeysku og eignuðust því ekki bók- menntir á eigin tungu fyrr en á allra síðustu mannsöldrum. Kirkjan í Færeyjum var dönsk, hafði dönsku að opinberu máli sínu, og svo var einnig um skóla allt fram á síð- ustu áratugi. Færeysk alþýða var því upp- frædd á dönsku öldum saman, a.m.k. eftir siðaskiptin um miðja 16. öld og fram undir okkar daga. Færeyingar lásu jafnvel hús- lestra á dönsku og gerðu bæn sína á því máli að ætla má. Þetta þekktist naumast á ís- landi og aldrei svo að það réði neinu í al- þýðumenningu íslendinga — sveitamenn- ingunni — sem virðist hafa verið „hrein- tungusinnuð" eins og af eðlishvöt og varð- veitti tunguna óbrenglaða í höfuðatriðum, svo að fornir textar vefjast ekki fyrir læsum íslendingum á 20. öld, og verður svo vonandi áfram. En þrátt fyrir þetta innskot um saman- burð á íslensku og færeysku og þróun þess- ara tungumála, má ekki misskilja það sem hér er verið að segja. Miklu fremur er ástæða til að dást að seiglu færeyskrar al- þýðu svo fámenn sem hún var og varnarlaus gagnvart erlendum áhrifum að láta mál sitt og þjóðmenningu lifa af margra alda menn- ingarkúgun, sem íslendingar voru svo lán- samir að kalla ekki yfir sig og reyndu því aldrei á sjálfum sér. Hið rétta er að alþýðufólk í Færeyjum — þessar fáu þúsundir sálna — notaði þjóð- tungu sína sem daglegt mál og talaði ekki dönsku heima fyrir, ef hjá því varð komist. Þannig lifði færeyskan af áþján aldanna og mótaðist í þá mynd, sem hún nú hefur. Færeyingar áttu sinn þjóðlega vakn- ingartíma á 19. öld engu síður en íslend- ingar. Þá taka framfarir að gerast í at- vinnu- og menningarmálum — sem fór að sjálfsögðu saman. Þjóðinni fjölgaði smátt og smátt. Þótt skáldskapar- og frásagnar- list hafi vafalaust verið iðkuð á færeysku máli frá ómunatíð, þá hefst eiginleg ritöld á færeysku ekki fyrr en um miðja 19. öld, þegar nútímaritmál og stafsetning verða til í meginatriðum. Síðan hefur orðið mjög ör þróun í bókmenntum Færeyinga og koma þar margir við sögu. Sú þróun er í fullum gangi. Því miður eru færeyskar bókmenntir of lítið þekktar hér á landi og margs konar misskilningur uppi með íslendingum um færeyskt menningarlíf. Það litla sem ég hef getað kynnt mér þessi mál af eigin raun virðist mér menningarlíf Færeyinga standa með blóma fyrir margra hluta sakir sem og þjóðlífið yfirleitt. Færeyingar eru dugmiklir athafnamenn í verklegum efnum og skap- andi listamenn á mörgum sviðum. Dönsk málnotkun, sem áður var talin óhjákvæmi- leg í Færeyjum, er nú horfin. Þjóðtungan er komin í staðinn og sækir alls staðar á sem lifandi nútímamál í stjórnsýslu, kirkju- starfi og skólum, í bókmenntum og leiklist. Þeim, sem vilja fræðast vel um Færeyjar af bókum, skal bent á rit eftir Gils Guð- um, að Lúther hafi fest upp greinarnar opinberlega. Eins og áður segir, höfðu engir aðrir samtímamenn hans haldið því fram. Sá, sem gerst mátti vita, Lúther sjálfur, segir hins vegar hvorki, að hann hafi fest upp greinarnar né heldur breitt þær út, heldur sent þær í bréfum til Al- brekts erkibiskups og Hierónýmusar biskups, „með ósk um, að endir verði bundinn á hið blygðunarlausa atferli og hinar ósvífnu ræður aflátsprédikaranna". Margir höföu hag af aflátssölu Það er útbreiddur misskilningur, að Lúther hafi verið gagngert á móti af- látssölu. Hann réðst aðeins gegn vissum aðferðum, sem farið var að beita og hann áleit óhæfu. Syndalausn gegn greiðslu í eínhverri mynd hafði verið við lýði innan kirkjunnar í meira en þúsund ár, þegar hér var komið sögu. Og þótt mörgum blöskraði aflátssalan, eins og hún var orðin, þá var aflausn gegn borgun einnig mjög vinsæl. Og því fór fjarri, að allt féð rynni til Rómar. Margir aðilar höfðu hag af sölu syndalausnar. Albrekt, erkibiskup í Magdeburg, var kjörfurstasonur og hlotnaðist embættið 23ja ára gömlum. En metnaður hans var mikill, og ári síðar tókst honum að bæta við sig öðru erkibiskupsdæmi. Það sam- rýmdist þó ekki kirkjurétti, en eigi að síður var Róm reiðubúin að fallast á út- nefninguna gegn háu gjaldi, enda voru þeir að byggja í Róm. Upphæðin var svo há, að hann gat ekki greitt hana með eigin fé og heldur ekki með aðstoð kjör- furstans, föður síns. En hann lét þó ekki hugfallast, heldur tók stórfé að láni hjá Jakob Fugger, sem kallaður var hinn ríki. Endurgreiðsla þess láns var Albrekt ekki auðveld, og það vissi Róm mætavel. Er svo skemmst frá því að segja, að Al- brekt tók að sér að vera umboðsmaður páfastóls í Þýzkalandi vegna „Péturs- kirkju-aflátsins" gegn því að fá helming 18 teknanna í sinn hlut. Samningurinn var til átta ára, og nú þurfti Albrekt að nota tímann vel. Hann hugleiddi því, hvernig hann gæti aukið sölu aflátsins, svo um munaði. Og því verður vart á móti mælt, að honum datt í hug snjallræði frá sjón- armiði sölumennsku. Hann lét einnig selja aflátsbréf fyrir hina dauðu. Með þessu margfaldaðist sá fjöldi, sem aflátið gæti gilt fyrir. Nær allir áttu látna ætt- ingja, sem búast mátti við að væru enn í hreinsunareldinum. Sölumenn Albrekts komu því mörgum í vanda, er þeir skír- skotuðu til samvizku manna að hugsa ekki bara um sjálfa sig, þegar hreinsun- areldurinn var annars vegar og hægt var að stytta dvölina þar fyrir látna ástvini gegn vægu gjaldi. Iðrun ekki nauösynleg Önnur nýjung, sem Albrekt innleiddi og lét aflátsprédikara sína leggja áherzlu á, var, að kaupandi aflátsbréfs þyrfti ekki að iðrast synda sinna við kaupin. Synda- lausnin fékkst án iðrunar, en gegn stað- greiðslu. Og það var fyrst og fremst þetta atriði, sem Lúther mótmælti og áleit óhæfu. En hann taldi einnig, að lyklavald páfa næði aðeins til þeirra, sem lifandi væru hér á jörð, en ekki til sálna í hreins- unareldinum. Albrekt setti saman leiðbeiningabækl- ing handa aflátssölumönnum sínum, og þar Iagði hann á ráðin um söluna í 94 greinum. Þeir fóru um landið og varð mjög vel ágengt, en í för með þeim voru fulltrúar Fuggers ríka og hirtu jafnharð- an helminginn af því, sem inn kom, upp í skuld Albrekts erkibiskpus. En inn í Saxland Friðriks kjörfursta fengu aflátsprédikarar Albrekts ekki að koma. Friðrik vildi vernda þegna sína gegn þessari fjárplógsstarfsemi, en jafn- framt stuðla að því, að fólk kæmi til Wittenberg, þar sem það gat fengið að líta augum helga dóma gegn gjaldi, en þeir höfðu aflausnarkraft. Þetta var því aflátssala á sinn hátt. Hallarkirkjan í Wittenberg var auðug að helgum dómum, því að Friðrik var útsjónarsamur safnari. Suma hafði hann erft, og þeirra á meðal var þyrnir úr kór- ónu Krists, en það djásn var dýrmætasta eign safnsins. Friðrik vildi gera Witten- berg að eins konar þýzkri Róm og því fór hann víða um lönd til að afla safninu helgra dóma í viðbót, unz þeir voru orðnir um tuttugu þúsund. Meðal hinna dýr- mætustu voru fjögur hár af Maríu mey, bútur úr skikkju hennar, tönn úr heilög- um Hierónýmusi, rifrildi úr reifum Jesú- barnsins, hálmstrá úr jötu Krists og brauðmoli frá síðustu kvöldmáltíðinni. Hinir helgu dómar Friðriks höfðu af- látskraft, sem nam nærri tveimur millj- ónum ára í hreinsunareldinum. Enn streyma menn til Wittenberg Hið ríkulega safn hallarkirkjunnar í Wittenberg dró eigi aðeins að sér íbúa Saxlands, heldur og fjölda manns úr nærliggjandi landshlutum. Sérstaklega streymdi fólk að á allraheilagramessu 1. nóvember ár hvert, en á þeim degi var aflátskraftur hinna helgu dóma mestur. Á 500 ára afmæli Lúthers streyma menn enn að hallarkirkjunni í Witten- berg og mætti ætla, að margur vildi sjá kirkjuhurðina frægu, svo sem væri hún helgur dómur. En hin upprunalega hurð, sem menn hafa talið, að Lúther hefði neglt greinar sínar á, mun hafa eyðilagzt í eldi árið 1760. En 1858 var komið þar fyrir stórum bronzdyrum, og eru grein- arnar 95 grafnar í þær. Friðrik hinn vitri gladdist yfir við- gangi hinnar „þýzku Rómar“, en Lúther hafði áhyggjur af þessari þróun og taldi hana hættulega sannri iðrun og yfirbót. Hann var ekki aðeins sálusorgari í Witt- enberg, heldur og doktor í guðfræði við háskólann þar og flutti fyrirlestra, sem mjög tóku að snúast um yfirbót og aflát. Aðalhættuna taldi hann þó stafa af Pét- urskirkjuaflátinu um þessar mundir og ákvað að taka til sinna ráða. Það gerði hann með því að kryfja aflátsmálið til mergjar á fræðilegan hátt og senda bisk- upunum tveimur, Albrekt og Hieróným- usi, niðurstöður sínar, sem voru í 93 greinum reyndar, en ekki 95. Það var ekki fyrr en Tetzel aflátsprédikari hafði svar- að þeim, að Lúther bætti tveimur við. Hann skrifaði báðum biskupunum bréf með greinunum og dagsetti þau 31. októ- ber 1517. Það er út af fyrir sig hægt að miða upphaf siðbótarinnar við þann dag, en þá verður að sleppa kirkjuhurðinni, hamrinum og nöglunum, og það verður sennilega mörgum óljúft. Frumritið að bréfinu til Albrekts erkibiskups, með ofannefndri dagsetningu, hefur varð- veitzt. í því biður Lúther biskup lengstra orða að draga til baka „Instructio summ- aria“, leiðbeiningabæklinginn, og gefa gaum meðfylgjandi greinum um aflát. Bréfið barst skrifstofu biskups 17. nóv- ember, en þar sem hann var þá staddur í Aschaffenburg, fékk hann bréfið ekki í hendur fyrr en 13. desember. Lúther var ekki virtur svars Lúther beið nú eftir svari, en árang- urslaust. Albrekt og Hierónýmus virtu hann ekki svars. í formála að fyrsta bindi ritsafns síns segir Lúther frá þessum gangi mála, „... en hinum vesæla munki gáfu þeir yfirleitt engan gaum ..Þenn- an formála skrifaði Lúther að vísu ekki fyrr en 1545, eða 28 árum síðar, en engin ástæða er til að ætla, að honum hafi verið farið að förlast minni. Á þennan hátt og engan annan hafði hann áður lýst því, sem gerðist í þessu sambandi. Til dæmis í bréfi til Leós X páfa, dagsettu 5. maí 1518, og einnig til landsherra síns, Frið- riks vitra, 21. nóvember 1518. Lúther lagði einnig alltaf áherzlu á, að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.