Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1983, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1983, Blaðsíða 20
Smásaga eftir Sverri Patursson Ingvar Gíslason alþm. þýddi Islandsferðin Prestbyggðin sem svo er kölluð er hin ágætasta sveit með mörgum smábýlum. Presturinn ungi, sem nýlega hafði sest á höfuðbólið og ættaður var sunnan af flatlendinu í Danmörku, var hugfanginn af fegurð sveitarinnar, enda síst að undra. Jörðin var sléttlend, jarðvegurinn feitur og djúpur eins og í Danmörku nema hvað færeyska grasið var smágerð- ara, grænna og fegurra. En ekki fór hjá því að fjöllin, sem mynduðu hring um sveitina og röðuðu sér allt heim undir prestssetrið, minntu prestinn á að nú átti hann heima í fjallalandi eins og komið var. — Víst var yndislegt í þessari sveit. Prammi við sjó var langur, hvítur ægi- sandur þar sem prestur gat gengið sér til hressingar og andað að sér fersku sjávar- loftinu sem barst um voginn utan af „Austurhafinu". Og þegar svo stóð á, gat klerkur gengið vestur á eiðið, þar sem „Vesturhafið", voldugt og vítt, blasti við sjónum svo langt sem augað eygði, og þar sem seglin róðrarbátanna og hinna stærri skipa blikuðu í sólskininu. Og svo voru það fjöllin, það sem þau máttu sín. En þau trönuðu sér reyndar ekki fram, því fyrst viku þau hvert fyrir öðru, svo að eiðið gæti rúmast þar sem það átti að vera. Og annars staðar héldu þau sig svo langt frá heimajörðinni að rými varð fyrir dálítið stöðgvatn milli fjalla og bæjar. Þá háttaði þannig til í austursveitinni að fjöllin tóku það upp hjá sér að stefna beint inn á eyjuna og snúa síðan ofan í byggðina, svo að þarna urðu hinar vænstu grundir. Þessi hvilft, sem fjöllin höfðu skapað til þess að fegra sveitina, gekk undir nafninu Hvíldardal- ur. Því var síst að undra þótt prestur yndi hag sínum vel. En það jók einnig á fegurðina og lýsti tilveruna að prestur var heitbundinn hérlendri stúlku, sem hann hafði lagt hug á. Hún var ljós yfir- litum og bláeygð, gerðarleg stúlka og fríð sýnum. Þar sem fjallið var aftur komið niður í byggðina — eftir að hafa skákað sér inn á eyjuna eins og fyrr segir — og þar sem það sveigði út með voginum — þar var að finna þyrpingu smábýla með sjö húsum og nefndist á Fjalli. í gömlum bæ, sem að mestu var gerður af torfi og grjóti, bjuggu öldruð hjón, Jakob og Anna, með syni sínum, Einari að nafni. Leikbróðir og jafnaldri Einars átti heima í húsi þar fyrir norðan, og hét sá Pétur, en foreldr- ar hans óli og Rakel. Pétur og Einar höfðu verið stallbræður frá bernskudögum og skemmtu sér við það drengirnir að hlaupa um í sjávarmál- inu og í kapp við ölduna þegar hún féll að eða sogaðist frá. Þeir léku sér saman, fóru í berjamó saman, klifruðu í klettum í leit að krákuhreiðrum, reyndu við sil- ung, dorguðu þyrskling og ufsaseiði, óðu skafla, hlóðu snjókerlingar saman — stunduðu alls konar brek og barnaskap í sameiningu. Nú voru þeir fullvaxta menn, og oft bar svo við, þegar þeir hittust á góðri stund, að barnabrekin komu í hug þeirra. Þá var oft spurt: Manstu þetta? Og manstu hitt? „Og manstu, Einar, þegar næstum var búið að brenna þig á báli uppi í Torfæru- rák eins og galdrakind í gamla daga?“ Já, það mundi Einar greinilega. Þeir Pétur höfðu eitt sinn farið þeirra erinda að brenna sinu í svokölluðum Rákum. Meðan Pétur var staddur í neðstu rákinni kleif Einar um þrönga klettaskoru upp á grastorfu nokkra á norðurendanum á syllunni þar fyrir ofan Syðst á þessari torfu kveikti hann í sin- unni og eldurinn breiddist skjótt út með miklum reyk, enda var grasið mikið og auk þess skraufþurrt. Hann ætlaði síðan að fika sig norðar á torfuna og fara sömu leið aftur ofan klettaskoruna til þess að forða sér undan eldinum og til þess að kafna ekki í reyknum, sem bæði var þykkur og rammur. Varla hafði hann snúið sér við þegar honum varð ljóst að allur norðurhluti torfunnar stóð í björtu báli með miklum reyk, svo að ekki var viðlit að sleppa niður fyrrnefnda kletta- skoru, og önnur undankomuleið var ekki, hvorki upp né niður. — „Nú horfir illa,“ sagði Einar við sjálfan sig þar sem hann var afkróaður milli tveggja elda, og sóttu að honum hvor um sig. „Pétur, hvar ertu? Kond’ingað undireins. Flýtt’ín." Pétur, sem hafði kveikt í sinu á syllunni þar fyrir neðan, heyrði hrópið og brá við skjótt. Svo vel vildi til að hann var með snæri á sér og fleygði því umsvifalaust upp til Einars sem ekki var seinn á sér að hnýta það við skaftið á hnífnum sínum og keyra það á kaf í seigan svörðinn — ann- ars staðar var ekki hælfestu að fá. Þetta var næsta bágborinn vaður, en við’ hann varð að notast, þótt ekki væri hann álit- legur. En vaðurinn hélt, og drengurinn komst ofan heill á húfi. „Hvað kom fyrir?" var það fyrsta sem Einar sagði, þegar hann var laus úr prísundinni. „Það var allt mér að kenna,“ svaraði Pétur, „ég var svo gálaus að kveikja í sinunni rétt hjá uppgönguleiðinni þinni, og eldurinn hefur étið sig upp eftir grasinu í skor- unni, sem þú fórst um og þannig náð upp á bríkina þar sem þú varst." „Já, Einar minn, þá munaði ekki miklu að þú brynnir til ösku," sagði Pétur. Þannig sátu þeir marga stund og minntust bernskudaganna. Það fór á sömu leið eftir að þeir uxu upp eins og meðan þeir voru drengir, að þeir stóðu saman um allt sem þeir tóku sér fyrir hendur. — Og eins og þeir voru áhugamiklir og framtakssamir í leikjum sínum fyrrum voru þeir það ekki síður í bústörfum. Faðir Einars var gamall orð- inn og ófær til erfiðisvinnu, og faðir Pét- urs var einnig aldurhniginn og farinn að heilsu, svo að búverkin hvíldu á herðum sona þeirra. Þeir unnu allt sem einn mað- ur, gengu saman að því að taka upp svörð, sinntu vorverkum í sameiningu og unnu yfirleitt saman allt sem til féll. Eitt sinn gripu þeir til þess gamla ráðs að láta sér blæða saman til þess að treysta vin- áttu sína. Svo bar við einn góðan veðurdag að þeir brugðu sér í næsta kaupstað meðan mest gekk á þar að búa fiskiskútur á veiðar. Þar var fjöldi skútukarla saman kominn víða að úr Færeyjum, bæði úr heimaeyju þeirra Einars og Péturs og öðrum. Skútukarlar voru á sífelldum þönum milli verslananna í kaupstaðnum. Það var sín ögnin af hverju sem kaupa þurfti áður en lagt yrði af stað í útileg- una. Á hafnarvíkinni sjálfri lá skip við skip og biðu þess í ofvæni að komast til

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.