Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1983, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1983, Blaðsíða 14
upp handan við þá, hrímfölur og grár, og er hið eina sem kemur kunnuglega fyrir sjðnir, því að undarlegt svipmót ber kvöldið hér í útjaðri Cairóborgar. Herbergið mitt er þó alvenjulegrar gerð- ar, með baðklefa, ísskáp, sima, útvarpi og sjónvarpi — og rúmi sem hæfir tveimur, enda erum við tvö. Hægt er að setja í gang lágværa loftkælingarvél, ef hitinn reynist til óþæginda. Það reynist hann ekki á nótt- inni. Eyðimörkin er ekki nema steinsnar í burtu, eftir sólarlag kastar hún brennhita sínum út í geiminn og hvílir dáin og svöl undir stjörnunum. Hér munar litlu að nótt og dagur séu jafnlöng árið um kring. Sól gengur núna undir um sexleytið, kannski er þá dagrenn- ing klukkan sjö. Þetta er víst ekki nákvæmt, en nærri lagi. í fyrstu dagrenningu er eins og allir hlutir: blómjurtir, pálmaviðir, hús, himinn og jörð hafi glatað lit sinum í nótt, allt virðist mógrátt, eins og að í nánd geisi moldrok, þar sem jarðvegur rýkur og bland- ast loftinu. Ég feta mig til dyra og gægist út. Ályktun mín sýnist rétt: viðir aldin- garðsins og himinhvolfið uppi yfir bera moldgráa dánargrímu, eins og heimsendir hafi orðið meðan ég svaf. Aftur á móti heyr- ist fjörlegur kliður af málskrafi starfsfólks- ins, sem komið er til vinnu í eldhúsunum miklu og þvottahúsunum í nánd, og gang- stígasóparar beita langskeptum strákústum sínum hér og þar. Greinilega er gert ráð fyrir nýjum degi á Jolie Ville. Og það skeður fyrr en mig varir: Glóbjartur depill brýtur op á mistursmúrinn í austri, þar sem Hel- iopolis áður stóð og fuglinn Fönix flaug úr öskunni. Hvílík umskipti á öllu við sólar- upprás! Dauðagríman hrynur eins og þurrt hrúður af ásýnd heimsins og litrófið endur- fæðist. Dagurinn frá í gær er kominn til baka og orðinn að deginum í dag. Svöng stara augu mín upp til pýramidanna. Það er til þeirra sem ég ætla í dag og að Svinxinum mikla, sem hefur Ijónsbúk 73 metra langan og mennskt höfuð með andlit 4,15 metra á hæð frá höku upp að hársrótum. Öngvan hug hef ég á að uppgötva neitt. Mitt erindi er ekki nema eitt: að falla í stafi og vera orðlaus. Heimsveldi rísa og falla, eins og öldur á hafinu. Svinxinn mikli og pýra- mídarnir hafa aftur á móti staðið í 50 aldir, segja hinir sagnfróðu. Kannski vænti ég þess að heyra fjaðraþyt eilífðarinnar í steininum? Annars bar fleira nýstárlegt fyrir mig þennan fyrsta og annan morgun sem ég þóttist vra staddur í ríki Amons Ra: Amon Ra er aftignaður fyrir löngu, Allah og Múhamed sestir á veldisstól hans. Skammt utan hótelmúrsins rís úr þröng döðlupálmanna bænaturn moskunnar. A mörkum dags og nætur hófu munkar músl- ema áköll sín og annarlega sönglist, sem meir líkist kveinstöfum og gráti en melódí- um okkar norðurheimsbúa. Furðu hátt lét rómur þeirra í ljósaskiptunum, þegar þeir endurtóku viðlag sitt æ ofan i æ: Allah úh akhbar! Allah úh akhbar! (Allah er mikill! Allah er mikill!) Greindur arabapiltur sem kunni ensku skrifaði ákallið fyrir mig sam- kvæmt hljóðfræðilegum framburði með lat- ínuletri. Feitletruðu hlutar orðanna eru löng atkvæði og áherslumikil. Um kvöldið við sólarlag upphófst sama harmakveinið og stóð mínútum saman, eins og um morg- uninn. Mér flaug í hug gömul vísa úr aust- urlöndum í þýðingu Magnúsar Ásgeirsson- ar: Ti) þeirra, er fyrir þessum degi sjá, til þeirra, er nýjum morgni treysta og spá, frá Myrkvaturni munkur kallar „Fífl! Þér missið launa bæði nú og þá.“ Svo kvað ómar Khayyám til valdhafa og framámanna síns tíma. Eftir skáldi þessu nefna nútíma Egyptar rauðvín sitt, ætlað vantrúarhundum vesturlanda til drykkjar með kvöldverðinum. Sjálfir leggja þeir sér það ekki til munns sem sannir múslemar, heldur hella því í sár sín — að verja þau fúa. Eitthvað á þessa leið skynjaði ég tilver- una hinn fyrsta sólarhring minn í ríki Am- ons Ra og faróanna. Látum það nægja. Ferðasögu er ekki lengur hægt að skrá. Glötuð er hin heilaga einfeldni, og nú hafa allir verið alls staðar. 14 Mynd: Baltasar. Guðríður Símonardóttir — Tyrkja-Gudda — var 19 ára, en samtgift kona í Vestmannaeyjum, þegar sjóræningjarnir komu þar og rændu og drápu árið 1627 — en höfðu suma á brott með sér, þar á meðal Guðríði.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.