Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1983, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1983, Blaðsíða 16
„Það sem vakti at- hygli mína í þjóðsög- unum um Tyrkja- Guddu var fyrst og fremst eitt: Hún er kona sem auðsjáan- lega berst við að komast að niður- stöðu um sína lífs- skoðun eða trú.“ líf sitt í hættu til að bjarga matnum handa þeim sem heima voru. Svona gerist ekki nema þar sem hungursneyð geisar. Sautjánda öldin var alveg voðalegur tími, og sumt af því sem gerðist verður maður að skoða í því ljósi. Það var til dæmis ekkert einsdæmi að ræningjar kæmu af sjó, þó þetta rán hafí verið það lang- mesta. Sumt í hugarheimi fólks á þessari öld minnir á ýmislegt í okkar eigin sam- tíð — og öfugt. Þetta var nú önnur ástæðan. Tyrkja- ránið sem atburður var ákaflega lifandi í mínum huga. Svo þegar ég var orðinn prestur hér í Reykjavík, hjá Hallgríms- söfnuði, þá gefur það auga leið að ég fór að sinna ýmsu sem snerti Hallgrím Pétursson meira en ella. Mér fannst það næstum því embættisskylda mín. Og einn daginn sagði kunningi minn, Helgi Páls- son tónskáld, við mig: „Heyrðu, séra Jak- ob, þú átt að skrifa um eitthvað stór- kostlegt; Hornafjarðarós eða Tyrkja- Guddu.“ Þá sló leiftri yfir mig. Ég þóttist vera búinn að skrifa um Hornafjarðarós, svona óbeinlínis, í leikritinu Öldum, en Tyrkja-Guddu vildi ég skrifa um.“ — Leikritið er sagt skrifað „á sögu- legum grunni“. Hvað merkir það? „Já, líttu á, ég var alinn upp við mikinn áhuga á sögulegum skáldskap. Faðir minn var afburða sagnfræðingur og las mikið af sögulegum skáldsögum; hann hafði til dæmis Fóstbræður eftir Gunnar Gunnarsson lengi á sínu skrifborði. Hann hélt líka mikið upp á ívar hlújárn og fleiri söguleg verk, og ég hafði gaman af þessu, en fyrir mitt leyti hef ég ekki unn- ið leikrit á þennan hátt; með því að líkja sem nákvæmast eftir þeim heimiídum sem til eru um liðna tímann. Við getum sagt að skáldskapur á sögulegum grunni sé það þegar persónur eða atburðir til forna verða kveikjan að nýju verki. Það er fremur lítið til um Guðríði í beinhörð- um heimildum; hún hefur frekar komið til mín gegnum þjóðsögurnar um hana. Þjóðsögurnar geta verið bæði skemmti- legar og fróðlegar á sinn hátt þó þær séu ekki í stíl sagnfræðinnar. Helgisögn um dauða Hallgríms Péturssonar segir okkur alls ekki svo lítið. Það sem vakti athygli mína í þjóðsögunum um Tyrkja-Guddu var fyrst og fremst eitt. Hún er kona sem auðsjáanlega berst við að komast að niðurstöðu um sína lífsskoðun eða trú. Svo kemur náttúrlega til kasta skáldsins, hvort sem það er ég eða einhver annar, að mynda þá skáldlegu atburði sem þessi barátta birtist í. Þá er ekki lengur um neina sagnfræði að ræða. Fjalla-Eyvind- ur sagnfræðinnar er eitt, Fjalla-Eyvind- ur þjóðsögunnar er allt annað. Svo er Fjalla-Eyvindur Jóhanns Sigurjónssonar það þriðja og Fjalla-Eyvindur leikarans sem fer með hlutverkið er enn eitt. Sam- kvæmt kenningum Ilja Erenbúrgs, rússn- eska rithöfundarins sem ég hlustaði eitt sinn á, eru til jafn margir Hamletar og áhorfendurnir eru sem hafa séð leikrit Shakespeares, svo á sama hátt eru til álíka margir Fjalla-Eyvindar. Þess vegna er það barnaskapur ef maður ætlar að mæla skáldskap á mælikvarða sagn- 16 fræðinnar. Að vísu verða að vera einhver tengsl á milli — það getur enginn gert Tyrkja-Guddu eða Hallgrím nákvæmlega eins og tuttugustualdar fólk, en það mannlega er þó alltaf svipað. Aðalspurn- ingin er kannski þessi, þegar komið er að leiðarlokum: Er sögulegt verk svo óháð sögunni að maður sem ekki þekkir til hennar getur notið verksins? Svo er alveg eftir spurningin um það hvað þarf til að njóta einhvers verks.“ — Þú hefur breytt leikritinu mikið frá fyrri útgáfu. „Já, það er gjörbreytt. Ég álít að í rauninni eigi menn ekki að prenta leikrit eftir sig fyrr en eftir að þeir eru búnir að horfa á þau á sviðinu. Ég hef gaman af að lesa leikrit, en samt sem áður álít ég að leikrit sé sjaldan fullkomlega leikhæft fyrr en búið er að slípa það í leikhúsinu. Eg byrjaði fyrir nokkrum árum að grípa í gamla leikritið og sum atriðin hef ég endurskrifað tuttugu, þrjátíu eða ótal sinnum, önnur kannski aldrei. Og að eiga kost á því að fara yfir leikritið með góð- um leikstjóra er alveg ómetanlegt. Leik- húsmaður hlýtur alltaf að sjá eitthvað sem venjulegur rithöfundur sér ekki. Hann breytir auðvitað ekki anda verks- ins, en hann hjálpar til að koma því áleið- is sem höfundurinn ætlast fyrir; hann hefur þekkingu, reynslu og æfingu sem höfundinn skortir oft og tíðum. Úr því að ég minnist á þetta gerir ekkert til þó ég segi að það eru fáir sem ég hef haft eins gaman af að vinna með um mína daga eins og leikarar. Ef allir væru jafn vand- virkir hver í sinni rullu á leiksviði lífsins, þá held ég að allt væri í himnalagi hjá okkur. Þessir menn leggja sál sína í hlut- verkin sem þeim eru falin; velta því fyrir sér daga og nætur hvernig á að segja eina einustu setningu. Svo er kannski alls ekki hægt að segja hana. Ég er ekki að segja að það geti ekki verið vankantar á vinnu leikarans, en ef allir væru svona vand- virkir í lífinu væri öðruvísi um að litast. Og það skiptir, skal ég segja þér, engu máli hvort hlutverkið er stórt eða lítið. Maður getur komið inn á svið og sagt eina eða tvær setningar og verið alveg ómetanlegur fyrir allt verkið. Ég skrifaði einu sinni grein í afmælisrit Leikfélags- ins sem ég kallaði Augnablik listarinnar, það eru augnablik sem sitja eftir í manni þegar maður er jafnvel búinn að stein- gleyma leikritinu sjálfu. Ég hef eitt dæmi. Ég er eiginlega búinn að gleyma efninu í leikritinu Kinnakotssystur en ég gleymi því aldrei þegar ég sá Stefaníu Guðmundsdóttur í gervi Úlriku koma úr fjallinu. Það var augnablik listarinnar." — Eru það einungis formbreytingar sem þú hefur gert á Tyrkja-Guddu, eða hefur sjálft inntak verksins breyst á einhvern hátt? „Ég veit bara ekki hvað ég á að segja við því; ég vil helst ekki fjalla um leikrit- ið og inntak þess fyrr en það hefur verið sýnt. En meginefnið er það sama. Sumar breytingarnar eru fremur smávægilegar; mér fannst ekki lengur þörf á ýmsum persónum sem komu fram, og ein persón- an hefur fyrir eitthvert sérstakt óhapp verið nefnd röngu nafni í fyrri gerðinni. Það er ungur smali frá Búlandstindi sem varð ráðherra hjá Tyrkjum, og reyndist löndum sínum vel. Þegar Eysteinn bróðir minn varð ráðherra í fyrsta sinn voru sveitungar hans fljótir að benda honum á að hann væri nú ekki fyrsti ráðherrann úr þessu byggðarlagi, því smalinn frá Búlandstindi hefði orðið ráðherra hjá deyanum í Algeirsborg. En eitt af því sem varð til þess að ég tók leikritið fram á ný var það að ég taldrmig vita meira um gerð leiksviðs nú, ég vil ekki nota orðið „tækni", því það er orðið býsna út- jaskað. Þegar ég skrifaði leikinn í fyrra sinnið þekkti ég til dæmis ekki annan sviðsbúnað en það sem leikhúsmenn kalla að taka einn vegg úr herbergi. Nú er þetta breytt og ég sem höfundur er miklu frjálsari. Því ófrjálsari sem höfundur er, því meiri hætta er á að hann tengi saman atriði sem hann gjarnan vildi aðskilja. Það er í raun og veru stórkostlegt að við skulum eiga þá reynslu og tækni — hana, þarna kemur þetta orð!, sem þarf til að búa til gott leikhús. Mér finnst oft vanta í unga fólkið gleði yfir því sem nútíma- kynslóðir búa yfir og geta gert. Margt af því vissum við gömlu mennirnir ekki einu sinni að væri til. Mann hryllir stundum við því núorðið sem maður sjálfur og aðr- ir reyndu að gera með litla þekkingu og alls enga reynslu. Þetta hlýtur að hafa verið alveg ægilegt, en það var svo mikil löngunin. Lofum bara sem allra flestum að yrkja og mála og styðjum það eins og við getum, því það er alltaf von um að það komi eitthvað út úr því sem mun lifa.“ — Að lokum. Er þetta trúarlegt leik- rit, ef svo má að orði komast? „Trúarlegt? „Mitt er að yrkja, ykkar að skilja," sagði Benedikt Gröndal; á ég ekki að láta þar við sitja? En hvað er trúar- legt? Ég lít svo á að menn dragi ekki andann án þess að það sé trúarlegt. Þú talar um réttlæti í tilverunni, þú talar um von, um kvíða, um áhyggjur og traust, þú talar um baráttu og um dag- legt brauð. Þú getur bara ekki dregið andann án þess að koma inn á trúarleg hugtök. Líttu á. Þú lifir í ákveðnu kerfi. Kerfi er nú eitt af þessum orðum sem allir eru að tönnlast á. En hvað þýðir að lifa í einhverju kerfi? Það þýðir í raun- inni ekki annað en að við lifum sam- kvæmt einhverri reglu: við förum á fætur á morgnana, göngum til náða á kvöldin, borðum, vinnum og lifum okkar lífi í þessu kerfi. Þetta er nauðsynlegt en hjá sumu fólki verður þetta svo mikið aðal- atriði að það sér varla neitt annað. Þetta kemur fram í bókmenntunum líka. í róm- antískum bókmenntum fjalla menn fyrst og fremst um draumsýn þess löngu liðna eða um snertingu við náttúruna. Svo eru til aðrar bókmenntir þar sem menn sjá ekkert annað en stéttabaráttuna. Lesa hana inn í allt. Svo eru bókmenntir sem fjalla fyrst og fremst um ástina, taka þann þátt eingöngu fyrir, eða þá kynlífið. Ekkert er neins virði nema það sé kynlíf í því. Þetta eru allt ákveðnir þættir þessa kerfis, en síðan er líka til sú skynjun á tilverunni sem er ekki kerfisbundin. Þá stendur maður gagnvart heildinni. Ég hef líkt þessu við að vera í bát. Þú ert þarna í bátnum og vinnur þitt verk, og þarna eru líka aðrir menn og hver hefur sitt hlut- verk. Einn hugsar um vélina, annar um stýrið og svo framvegis, og hugur allra snýst um það sem er í bátnum. En svo dettur þér allt í einu í hug að horfa út fyrir borðstokkinn. Þá spyrðu ekki að- eins: Hvernig á ég að lifa í bátnum? Þú spyrð: Hvernig fer fyrir bátnum í þessari tilveru sem er umlukt af himni og hafi? Og þá notar maður þessi trúrænu hugtök til að skynja þetta. Tjáningarmál trú- arbragðanna er nær skáldskapnum en heimspekiformúlum, eða jafnvel trú- fræðiformúlum. Margar trúfræði- formúlur virðast alveg óskiljanlegar, nema maður finni á bak við þær óræðan veruleika. Veruleika sem ekki er hægt að lýsa nema með fjarstæðum og táknum. Því er mál trúarbragðanna í raun og veru miklu nær skáldskaparmálinu heldur en máli raunvísindanna. í skáldskap kemur oft fyrir mikið af trúrænum táknum, sem menn gleyma að eiga uppruna sinn eða hliðstæðu í trúarbrögðunum. í mismun- andi trúarbrögðum getur maður séð sömu sannindin túlkuð með gjörólíkum táknum, og þetta sama gerist í skáld- skapnum.“ — Og Tyrkja-Gudda er sem sagt trú- arlegt verk? „í þessum skilingi; já, auðvitað. Það er aftur á móti engin prédikun, því prédiknn er allt annað listform." — Margoft hefur það verið rifjað upp á Lútersárinu að sið- bótarmaðurinn hafi fest upp greinarnar 95 á kirkjuhurðina í Wittenberg. En það átti sér ekki stað og er byggt á misskiln- ingi og mislestri. í „Mannkynssögu handa æðri skól- um“, sem ég las á sínum tíma, eftir Ólaf Hannsson, en hún kom út 1942, segir svo á bls. 10: „Árið 1517 fór af- látssali einn um Saxland og seldi fjölda aflátsbréfa. Þá samdi Lúther 95 greinar gegn aflátssölunni og festi þær upp á hurð hallarkirkjunnar í Wittenberg (31. okt.).“ í bók sinni „Siðskiptamenn og trú- arbragðastyrjaldir“, sem einnig kom út 1942, segir Sverrir Kristjánsson á bls. 61: „... Þegar hann mótmælti aflátinu í setningum þeim, sem hann negldi á kirkjuhurðina í Wittenberg ...“ í nýlegri kennslubók í sögu eftir Helga Skúla Kjartansson, „Þættir úr sögu nýaldar", segir á bls. 20: „Lúther andmælti aflátssölunni opinberlega hinn 31.10. 1517 með því að festa aug- lýsingu á kirkjuhurð, þar sem hann bauðst til að verja í guðfræðilegri kappræðu 95 staðhæfingar um aflát.“ I mannkynssögu Grimbergs, 8. bindi, sem kom út 1959, hefst kaflinn um „Siðbótina og siðbótamenn" þannig (í þýðingu minni úr dönsku): „Þegar Ág- ústínusarmunkurinn Marteinn Lúther festi hinar 95 greinar sínar gegn af- látssölunni á dyr hallarkirkjunnar í Wittenberg 31. október 1517, grunaði hvorki hann né neinn annan, að það væri sögulegt augnablik." Maðurinn með hamarinn Það er sama, hvaða fræðimaður fjallar um upphaf siðbótarinnar, alltaf er Lúth- er að negla mótmælagreinarnar 95 á kirkjuhurðina. Það er eins og hin þungu hamarshögg hins reiða munks hafi heyrzt alla leið til Rómar. Sögubækur greina frá því, að þessi merkisatburður hafi átt sér stað laugardaginn fyrir allra- heilagramessu, skömmu fyrir klukkan tólf á hádegi. Það hafi verið kortérsgang- ur fyrir Lúther frá Svartaklaustri að kirkjunni, og hann hafi fest greinarnar á norðurdyr hennar. Svo hugstæð varð mönnum þessi frá- sögn, að brátt virðist sem engum hafi komið til hugar að spyrja, hvaðan svo nákvæm vitneskja væri runnin. Menn létu sér nægja þá skýringu, að hún kæmi frá sjónarvotti. Reyndar er um að ræða heimild, sem talið er, að þjónn Lúthers, sem kallaður var Agricola, hafi skráð. I hinum latneska texta segir í lýsingunni á því, sem gerðist 31. október 1517, „me teste" — „eins og ég get vottað“ —, og af því drógu menn þá ályktun, að Agricola hefði verið viðstaddur, þegar Lúther festi greinarnar á kirkjuhurðina. Margra alda mislestur En oft bregðast sjónarvottar, og það gerðist einnig í þessu tilviki. Að vísu var það ekki vitninu sjálfu að kenna, heldur sagnfræðingum. Þeir höfðu misskilið

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.