Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1983, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1983, Blaðsíða 3
Nafnlaust erindi eftir Else Lasker-Schiiler Hannes Pétursson íslenzkaði Ó guð, hví skyldi mitt harmatal hræra þig, fyrst heiminn byggja menn sem nærfellt allir í hjarta sínu þunga byrði bera og börnin svelta í hverjum jarðarreit. Nú skal og þögnin ná til vara minna. Neyðin er sár. Ég veit — Else Lasker-Schiiler (1869—1945) var þýzk skáldkona af gyðingaættum, framarlega í hópi expressjónista. Hún flýði að heiman undan nazismanum og settist aö í Jerúsalem. Erindiö hér á undan, þýtt fyrir tæpum áratug, var ort i heimsstyrjöldinni síðari. Það er stakt og á sér enga fyrir- sögn í ljóðasafni skáidkonunnar. H.P. Gyðingakona úr helförínni eftír Max Linger Árið 1900 var Guðmundur að- stoðarlæknir Guðmundar Hann- essonar læknis á Akureyri. Sag- an segir, að bóndi í Eyjafirði hafi komið til læknanna að sækja konu sína, sem talin var heil heilsu, en þegar hann kom, var hún dáin. Sorg mannsins var yfirþyrmandi. Þá er sagt, að um leið og bóndinn fór hafi Guð- mundur skáld stungið nýortu kvæði í lófa hans. Það var hið alkunna ljóð: ;,Taktu sorg mína, svala haf.“ Átakanlegt harm- ljóð. Söngur þess hefur áreiðan- lega oft svalað mörgu hrelldu hjarta. Árið 1906 fluttist Guðmundur til ísafjarðar, gerðist þar bóka- vörður og blaðaritstjóri. Of mik- il vínnautn varð honum þar til hnekkis. En þá gerðist ævintýr- ið, undursamleg þáttaskil urðu í lífi hans. Á ísafirði var þá ung, gáfuð og glæsileg stúlka, sem Olína hét Þorsteinsdóttir. Hugir þeirra hneigðust saman, og varð þá öllum ljóst, að hér var komin kona, sem skorað gat Bakkus á hólm. Árið 1908 gerðu þau Guð- mundur skáld og Ólína brúð- kaup sitt. Það var hans mesta gæfuspor. Upp frá því hætti hann að drekka og gekk í bind- indi. Við þessi tímamót ævinnar gerðist hann og mikið trúar- skáld, helgaði sál sína Guði. Það sýna sálmar hans og fjöldi ann- arra jólaljóða. Eins og áður getur var skáldið mikill náttúruunnandi, vildi helst yrkja um sól og vor og blámóðu fjallanna í sumar- skrúða. Það sýna hin mörgu lofdýrðárljóð hans um vorið. En á ísafirði komst skáldið einnig í kynni við þá veðráttu, að vetr- arharðindi geisuðu um vor. Það sýnir kvæðið ísfirskt vor. Eins og áður er sagt, varð heimili skáldsins hamingjuríkur griðastaður með ástríkri konu og þremur dætrum eins og kvæðið „Heima“ sýnir best. „í hópi hinna auð- mjúku vitringa“ Guðmundur fluttist með fjöl- skyldu sína frá ísafirði til Reykjavíkur 1913 og gerðist nú ritstjóri blaðsins „Frétta" og einnig ársritsins „Stjarnan í austri" og varð síðar formaður Stórstúku íslands. Árið 1911 kom út ljóðasafnið „Friður á jörðu“. Fannst þá Þórhalli bisk- upi Bjarnasyni svo mikið til koma, að hann kvað höfundinn verðskulda friðarverðlaun Nob- els. Hefst það með sálminum al- kunna: „Friðarins guð er hæsta hugsjón mín“. En séra Ragnar Ófeigsson í Fellsmúla skrifar í frábærri grein í Suðurlandi 4. des. 1954. Trúarljóðin komu: „„Friður á jörðu“, og fjöldi jólaljóða. 1915, rétt fyrir jólin, barst föður mín- um í hendur fagurt „Jólablað Stjörnunnar í austri". Ritstjóri Guðm. skáld Guðmundsson. Nú var drengurinn frá Helli orðinn einn í hópi hinna auðmjúku vitr- inga, sem eru skyggnir á Stjörn- una í Austri og gefa óspart gull, reykelsi og myrru. Nú bárust austur í Landsveit fregnir af gæfu skáldsins. Góðir englar komu til hans. Kona hans bjó honum griðstað yndislegs heim- ilis. Hann fann aftur hið glataða jólakerti. Trúarhelgi vígði hörpu hans.“ Best sýnir hið stutta, fagra kvæði: „Ljóðalok" trúarhugsjón hans. Því næst kemur „Jóla- bæn“. Ljóðaflokkurinn „Ljósa- skipti" er söguljóð um kristni- tökuna á Alþingi, um umskiptin í andlegu lífi þjóðarinnar um þær mundir. Sr. Jakob Krist- insson segir í snilldarlegri rit- gerð um skáldið: „Hvort heldur sem blasti við Guðmundi blá- djúpur fjallafaðmur og brosandi sveit eða andlitsfegurð og ítur- vöxtur kvenna, endalaus lit- breyting hauðurs, hafs og skýja eða dulúð draumalönd lygnrar sumarnætur. Þá varð hann jafn- an gagntekinn sterkri aðdáun. En forsjónin hafði einnig látið honum í té meðaumkunarfullt hjarta. Umkomuleysingjar og málleysingjar áttu allir bágt í skáldinu." Þótti of langorður og skrúðmáll En þótt hann nyti mikillar hylli sem skáld og vinsældir hans miklar, fór hann þó ekki varhluta af aðfinnslum og jafn- vel hörðum dómum. Auðvitað var sú gagnrýni ekki að öllu ástæðulaus, hann þótti of lang- orður og skrúðmáll. Formið bæri stundum efnið ofurliði. En formfegurð og bragsnilld brást aldrei. „Bragsnillingur er hann og verður," segir Matthías í bréfum sínum. Kvæðið Gláms- augun sýnir, hve særður oft hann hefur verið. Ekki má gleyma hér þeim skerf, sem Guðmundur hefur lagt til söngs og hljómlistar. Tónskáldin hafa laðast meira að ljóðum hans til tónsmíða en nokkrum öðrum kveðskap, alls hafa verið samin á þriðja hundrað lög við ljóð hans. Sr. Jakob segir: „Dulfræðingar staðhæfa, að öll tilveran búi yfir hljómum og söng. Það mun mega fullyrða, að skáldið varð þess áskynja mun meir en aðrir. En hann segir sjálfur: „Ég skorða ekki rím milli skjalda, ég skrifa ekki ljóð — ég syng.“ Hann söng hið innra með sér, söngurinn kom fyrst á undan öllum orðum." Viðhorfið þar sýnir best kvæðið „Prelodium". Nokkra ljóðaflokka orti Guð- mundur úr íslendingasögum t.d. Flosi og Hildigunnur, Gunnar á Hlíðarenda og Helga in fagra. Fjöldi erfiljóða liggur eftir skáldið. Loks er að geta þess, að verulegt liggur eftir skáldið þýddra ljóða og ekki bregst þar formfegurð eða bragsnilli. Einn af mörgum sem létust 1918 Spánska veikin, sem hér gekk árið 1918, skildi eftir sig djúp sár, sem seint munu gróa. Einn úr hópi þess mannvals þjóðar- innar, sem féll í valinn fyrir brandi hennar, var Guðmundur Guðmundsson skólaskáld. Hann andaðist af afleiðingum hennar í Reykjavík þ. 19. mars 1919 að- eins 44 ára að aldri. Þroskaferill hans er eftirtekt- arverður og lærdómsríkur, því úr dýpstu niðurlægingu við óminniselfu Bakkusar hófst hann til formennsku bindindis- samtaka í landinu og varð jafn- framt sem skáld boðberi friðar og kærleika. I jólablaði „Stjörn- unnar í austri" 1918 segir Guð- mundur meðal annars: „Ég stóð í stríðustu straumröst efans, hvarf í hringiðuhylji vantrúar og vanskyggni, en fyrir óendan- legt eilíft kærleikans aðdráttar- afl þitt (meistari) skaut mér alltaf upp aftur ... Þú barst mig sem barn á höndum þér, meistari. — í skuggunum miklu fann ég hönd þína leiða mig, en ég sá þig ekki, — og áður en vissi af stóð ég í skínandi birtu þinni og hafði frið.“ Sr. Jakob lýsir Guðmundi svo: „Guðmundur skáld var alla ævi nærgætinn og Ijúfur í um- gengni, en við ástríki og glað- lyndi eiginkonu sinnar og dætra þróuðust bestu eðliskostir hans. Hann var að eðlisfari hljóðlátur og alvörugefinn en þó jafnframt skemmtilega glettinn og spaug- samur. Hann var jafnan mál- svari þeirra, er minni máttar voru, frjálshuga og fordæma- laus, bar virðingu fyrir öllu, sem öðrum var heilagt, gæddur ríkri lotningartilfinningu. Hann var glæsimenni i klæðaburði og háttprúður í hvívetna, svo að af bar. Málrómurinn var lágur og hlýr, hláturinn sömuleiðis og sérstaklega heillandi. En það sem mest var einkennandi og áberandi í návist hans var djúp kyrrð og friður." Hér að framan hefur verið vitnað til orða þriggja andans og kennimanna þjóðarinnar um verk þessa söngvaskálds — þessa ljóðræna snillings. Dómur þeirra var samhljóða. Að enda þótt verk hans væru ekki galla- laus, þótt e.t.v. næði hann ekki hinum hæstu og dýpstu tónum í skáldskap sínum, þá birtist í ljóðum hans sterk sýn til Huldu- Ianda, slíkir töfraheimar dul- rænnar fegurðar, að þeir elsk- uðu hann allir. 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.