Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1983, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1983, Blaðsíða 7
lífgjafar. Þessi hópur fólks er skapandi kirkjufólk. Hópur sem hefur nægilega djörfung og þor og berst í raun fyrir friði í þessum heimi. Vandinn er auðvit- að sá, að þessir einstaklingar eru aug- ljóslega ekki neinn skilgreinanlegur hópur. Starf einstaklinganna kemur fyrst og fremst fram í mismunandi samhengi og eftir ólíkum leiðum. Hinsvegar eru svo hinar opinberu kirkjur, sem nefnast ýmsum nöfnum eins og kaþólikkar, mótmælendakirkjur ýmiss konar o.s.frv. Þessar kirkjur hafa sumar tekið raunverulegan þátt í svo- kallaðri friðarbaráttu, eða skipt sér af hernaðarmálum og friðarmálum á svo kröftugan hátt að til þeirra hefur heyrzt í fjölmiðlafrumskóginum. Kaþólikkar í Bandaríkjunum hafa mjög beitt sér gegn hernaðarstefnu Reagans, sem fram hefur komið í róttækum sam- þykktum svo sem biskupakirkjunnar. Þessar aðgerðir kaþólikka eru mjög mikilvægar í Bandaríkjunum, ekki sízt vegna þess, að stór hópur kjósenda Reagans er kaþólskrar trúar. Þessar að- gerðir biskupa svo og töluverð umræða meðal kaþólskra guðfræðinga um hern- aðar- og friðarmál í guðfræðilegu sam- hengi, getur haft þau áhrif að leikmenn- irnir hugsi sig tvisvar um við kosningar, sem nú er farið að hylla undir þar vestra. Þá er að geta hollenzku kirkjunnar, sem mjög hefur beitt sér gegn uppsetn- ingu kjarnorkuvopna í Hollandi og hef- ur haft víðtæk áhrif þar í landi. Fleiri kirkjur hafa tekið málið upp, þótt ekki sé um dramatískar breytingar að ræða í mótum hernaðaruppbyggingar. 2Ég held að það sé ákaflega mikilvægt að gera sér grein fyrir að greina verður skarplega að það sem er pólitískt og svo hins vegar flokkspólitískt. Það er ein- faldlega í eðli kristins átrúnaðar að vera pólitískur, þótt kristindómur verði aldr- ei eign neins stjórnmálaflokks. Kristin trú gengur með guðfræði sem hún elur í þennan heim, guðfræði og hugmyndir sem er túlkun á merkingu þess að lifa sem maður í heimi andspænis Guði, mönnum, náttúru og sögu. Þessi túlkun er óhjákvæmilega pólitísk vegna þess að hún nær yfir heildarsvið mannlegrar tilveru. Málefni friðar eru því í kirkju- legu samhengi ekki friðarmál einhvers staðar langt inn í himnaríki fjarri vopnauppbyggingu og herráðum hern- aðarbandalaga. Trúaðir menn hljóta að taka mið af raunverulegum aðstæðum og raunveru- legum viðhorfum þegar þeir taka að hugsa um og taka afstöðu til friðar- og hernaðarmála. Svo er aftur annað mál hvaða afstöðu þeir taka til einstakra mála og hvar einstaka menn og hópar bera niður í hinu pólitíska litrófi. En ljóst er að kristnir menn verða hvassir í afstöðu til hernaðarmála, ef til vill vegna þess að þeir skilja betur en margir aðrir gildi þess að áfram megi börn fæðast inn í þennan heim grænnar og ógeislavirkrar tilveru. Kristni grundvallast á djúpgildum og það er gagnvart þeim sem sprengjunum er beint. Kvæði sem Jónas orti á dönsku Endursögn: Indriði G. Þorsteinsson Til gamans er hér endursögn á kvæöi sem Jónas Hallgrímsson orti á dönsku í kringum 1844 út af ferðalagi ónafngreindra vina til Vallö. Kvæðið nefndi hann Matthias, min unge Taler. Það er ort undir áhrifum frá Kalevala-ljóðunum finnsku, sem þá höfðu nýlega verið þýdd og gefin út á dönsku. Útkoma þeirra virðist hafa töluvert verið rædd í hópi vina Jónasar, en um tíma er talið að þeir hafi kallað hann Váinamöinen, eftir höfuðpersónu finnska kvæðaflokksins. Fyrir utan nafnið Matthías, eru mannanöfn kvæðisins tekin úr Kalevala. Matthías Þórðarson skýrir svo frá í heildarútgáfu á verkum Jónasar útgefnum af ísafoldar- prentsmiðju, útgáfa ódagsett, að kvæðið sé á smáörk í eiginhandriti frá fyrri hluta ársins 1844. Eyrnalangan hrossahirði heim við mylnu greina mátti, rétt við Zampós sveitasmiðju sat og beið íþungum vanda. Váinamöinens fagra frændi fann hin illu teikn á lofti brást því hart við brögðum fjenda brýndi sína rödd og mælti: „Veslings ungi vin frá bænum við skulum ekki gráta þetta. Ekkert hryggir ungan sveininn ungan skálk með rauðar varir. “ „Ástæðu hef ég ærna að tárast af því mér er horfinn pokinn, glötuð fötin góðu og fínu, gripinn hvítur manndrápari og myrkurgljáu nýársstígvél. Aðrir týndir eru munir allir, sem ég vildi að kættu ungar meyjar úti á Völlum ungar systur jómfrúrklausturs líkar í vexti liljustönglum liljublöðum hreinni álitum. Eins og mínar ungu varir eru rjóðar Vallna systur. Aldrei mínar ungu jómfrúr augum líta týnda muni, týnda muni í týndum poka.“ Póstþjónar með halla hatta hæla langa og stóra fætur stóðu nú á stígnum miðjum stórlátir með pokaskjattann. Matthías sem mikið talar mæddur settist þétt hjá viðju, þétt hjá glaðri og vænni viðju, vænni eins og klaustursystur. Jónas Hallgrímsson. Lágmynd Ríkarðs Jónssonar, gerð eftir teikn- ingu Helga Sigurössonar. Matthías sem mikið talar Matthías sem mikið talar, mikinn fór úr vetrarlundum, vék frá myrku vetrarbeyki Vallna systur gista þráði. Váinamöinens fagra frænda fylgdi sonur Laughis gamla. Dróst að villtum dansahestum drukkin þjóð með augun rauðu. Póstþjónar með halla hatta hæla langa og stóra fætur reikuðu um Ringsteds götur ringlaðir með vondum sniðum. „Ég skal flytja út að Völlum út til fríðra klausturmeyja, út til Vallna ungu kvenna ungan skálk með rauðar varir. Þinn mér réttu þennan poka þann með sparifötin góðu og mikið hvítan manndrápara, myrkurgljáu nýársstígvél. Farðu síðan út á engið eltu kýrnar, vertu á stígnum þaðan færðu far með vagni, sem flytur þig í hlað á Völlum. “ Varla heim til Vallna meyja varla heim til fríðra systra ökum skálki, eða flytjum ungan skálk með rauðar varir. Hóf þá upp úr holu dimmri hrossaþjófur eyrun löngu undan hússins háu veggjum honum mæltist svohljóðandi: Síðan fór hann út á engið elti kýrnar, hljóp á stígnum. Váinamöinens frændi flýði frækinn Laughis son úr Lundum. Risu úr lágum leynistöðum, löngum skurði rétt við stíginn, póstþjónar með halla hatta hæla langa og stóra fætur. Síðan tóku tár að falla, tár á brjóstið hrundu niður og frá brjósti og ofan á maga og frá maga niður á hnéð og frá hné og ofan á fótinn og frá fæti niður í svörðinn. Síðan eftir svarðargröfum seitluðu tár að hafsins báru brimsölt tár frá hjarta heitu. 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.