Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1996, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1996, Blaðsíða 14
um félögum úr skáldahópnum sem slæddust úr hringsólinu um höllina með mér inn í þenn- an sal, og fínn þau aftur fyrir framan fuglinn á svörtu stönginni sem eitt sinn gat látið hann snúast með tónum úr dósinni undir, svo sá sem tregaði hann fékk aðhlynningu fyrir minning- arnar, og gat aftur farið að hugsa sér það hvernig það var þegar hann var lifandi í sínu gyllta búri, og jafnvel söng. Jafnvel söng hann stundum. Og bærði vængina þá svo einkenni- lega, einsog það titraði allt af þrá, viðraði stundum vængina varlega til að slá þá ekki í fínlegu gylltu rimlana svo þeir færu að titra af bældum tóni. Og það var hægt að seilast með einum fingri milli rimlanna og ýfa fiðrið á bringu hans, meðan hann kúrði sig hrædd- ur. Kannski alltaf hræddur. í þessu iíka fallega búri, og svo dáður; að eigandinn barst lítt af þegar hann lá einu sinni dauður, einsog sprung- inn af ofþéttum tóni, af vannærðri þrá. Og lá á gólfinu. Þau voru frá Caracas í Venezuela, skáld- konan kennd við kóng og hinn dularfulli tálg- aði fylgdarmaður hennar úr einhverri eyði- mörk, úr einhverjum helli innan við kaktusa þar sem langar grænar eðlur skruppu um gólf skutust um veggi meðan skegg mannsins lengdist og andlitið togaðist á langinn og augnalokin hvelfdust yfir hin dökku innsæju augu að leita að einhverju haldbæru í djúpi sín sjálfs í stormum tíðarinnar og hverfulleik; og notaði síðan sjaldnast orð nema í kurteisis- skyni þegar hann hvarf frá verki að reyna aftur og aftur að ná einhverju fram á dúka sína sem gæti lifað nóttina af og hann þyrfti ekki að þurrka burt að morgni. Og við bætt- ist þýzk-ítölsk skáldkona úr iðnskrölti og mengun Ruhr-héraðsins sem faldi sitt netta andlit bak við stór skyggð gleraugu í horn- spangaumgerð sem bar það ofurliði sam- kvæmt öryggisleysi og með hellensk meand- ros-mynstur svartteiknuð á hvítri treyju ein- sog völundarhús án útkomuleiðar og hafði klippt af sér síða svarta hárið til að dyljast frekar og bundið aftan í það sem leifðist í hnakkanum einhverja glerperlufesti sem féll með marglitum kúlum niður á herðablöðin sem hennar einkanlega Glasperlenspiel í stað þess sem hún fann ekki sem síyrkjandi skáld innra með sér þrátt fyrir einlægan ásetning og elju í heimi sem breyttist of hratt til þess að hún næði að koma sér upp heimsmynd eða varan- legri sýn fyrir skáldskap. Fuglinn stóð á sinni mjóu svörtu stöng og vængjunum hafði verið lyft einsog nú væri honum látið eftir að þykjast vera á flugi líkt og væri annars heims; en Beethoven kom miklu seinna en þær tónafléttur sem voru tamar hans tíð, og tók ekki í vængi hans né tókst þessum tvíefldu skáldkonum að anda honum á flug. Þegar út kom voru bara örsmáir fuglar á snöggum flugþeytingi. Kanarífuglar. Skyldi vera búið að éta alla hina? Undir hátíðarlokin var veizla í boði forseta landsins, Soares sem kom á móti okkur, fas- mjúkur maður með mjúkar hendur og mildi- legur. Hann hélt ræðu yfir okkur og talaði um skáldið Sengor sem var eitt sinn forseti Senegal, skáld í mikum metum og Nóbelshöf- undur ásamt því að vera frelsisleiðtogi. Hon- um var hugleikið ásamt öðrum skáldum svo sem Aimé Césare og fleiri skáldum sem ortu með ágætum á frönsku að hefja til nýrrar virðingar afrískan anda undir merkjum nég- ritude sem hann orðaði svo að sínu lyndi hvað myndi búast í sál blökkumanna, og vinna þeim bókmenntum þegnrétt í franskri menn- ingu líka, í menntafágun franskri ásamt tryggð við auðugan menningararf sem þeir höfðu þegið með þjóðum sínum. Sengor nýtur hvarvetna virðingar. Hann kom til Frakklands ungur og menntaðist þar og varð svo mikils metinn sem skáld hjá Frökkum að hann var kosinn í Frönsku akademíuna fyrir hversu mikið hann hefði auðgað franskar bókmenntir. Og Soares vitnar í rit eftir Theilhard du Chardin sem eitt sinn var kallaður bannaði Jesúítinn, heimspekingur og vísindahyggju- maður sem sætti kárínum og umvöndunum frá páfastóli á sinni tíð fyrir skarpskyggni og andríki í skrifum, Sengor hefur eftir honum orð hans um mystére de la condition huma- ine, um leyndardóminn í hlutskipti manns, dul þess að vera til, (leyndardóma tilverunn- ar) - mystére de l'étre. Soares mælti á fínni frönsku, enda var hann alllengi í útlegð í Frakklandi meðan fasistar réðu Portúgal og Doktor Salazar ríkti. Hann minntist hlýlega þess hve vistin hefði verið góð í Frakklandi. Og talaði síðan um það hve brýnt væri að forystumenn þjóða, les hommes d'état, þjóðar- leiðtogar, hve brýnt væri að þeir hlustuðu á skáldin og leituðu þangað leiðsagnar og hlust- uðu eftir vitnisburði skálda um hvað mönnun- um líður. Ég hitti Soares á eftir að máli og hann talaði af hrifníngu um hvað ísland væri máttugt og fagurt, og talaði af mikilli hlýju og hrifningu um þáverandi forseta okkar Vig- dísi og hve vel hún kynnti sína þjóð. LIFANDI GERVITRE FYRIR þrjátíu og sjö árum stóð jólatré í búðarglugga suður með sjó. Beint á móti búðarglugga- num var sjórinn að mála fjöru- grjótið hvítt. Hann var búinn að hamast allt haustið og þegar jólatréð kom í gluggann var allt grjótið orðið hvítt, þannig að jólatréð vissi ekki nema að fjörugrjót væri alltaf hvítt. Ef til vill vissi tréð ekki neitt eða hugsaði en ef það gæti hugsað þá myndi það geta sagt okkur sögu sína. Það er hins veg- ar óþarfi því að ég þekki sögu þess. Þar sem það stóð nú þarna og horfði á grjótið og reyndi að skilja heiminn varð því skyndilega brugðið því að eitthvað þaut fram hjá glugganum. Fyrst kom það frá hægri en svo kom það frá vinstri og var aldrei eins á litinn. Jólatréð fór að velta því fyrir sér hvað þetta gæti verið. Ef við hefðum staðið þarna hjá trénu þá hefðum við getað sagt því hvað var að ger- ast. Þetta voru nefnilega bílar. Stórir fjöl- skyldubílar. Fyrir svona mörgum árum síðan voru fjölskyldubílar risastórir, þeir voru eigin- lega eins og litlar stofur á hjólum, því að framsætið var sófi og aftursætið var sófi og í hvoru sætinu fyrir sig hefði fullorðin kona geta sofið. Sumir bílar á þessum tíma voru stórir af því að þeir höfðu verið smíðaðir stórir en aðrir virtust vera stórir af öðrum ástæðum. Til dæmis voru skódar þannig að það var eins og þeir hefðu verið smíðaðir litlir en síð- an breytt í stóra bíla. Það hefði mátt ímynda sér að fyrir utan verksmiðjuna sæti risi sem tæki hvern og einn og blési í púströrið á þeim, þannig að þeir stækkuðu þangað til að þeir urðu stórir og bústnir. Þessir skódar voru þess vegna aldrei kallaðir annað en blöðruskódar því að þeir voru eins og útblásn- ar blöðrur á hjólum. Blöðruskódi renndi nú upp að búðar- glugganum og skyggði á útsýni trésins og langleitur maður i þykkri peysu kom í stað- inn. Hann horfði upp og niður eftir trénu I glugganum. Svo kom gustur þegar maðurinn opnaði hurðina og með gustinum kom vetrar- kuldinn og hríslaðist um tréð. Trénu var lyft upp á toppnum og það bor- ið inn að afgreiðsluborðinu. Höndin sem hélt um tréð var þykk af vinnubólgu og af henni lagði óþægilegan þef. Það voru hvítir kristall- ar á hönd mannsins sem hrundu nú niður eftir trénu. Þessir hvítu kristallar voru litlir saltmolar. Maðurinn sem var að kaupa tréð, vann í saltfiski. Hann hafði lítinn tíma og var fljótur að kaupa tréð. Hann flýtti sér með tréð á blöðruskódanum heim í húsið sitt. Þetta var lítið hvítt hús og það var alveg nákvæmlega eins og hús sem krakkar teikna þegar þau byrja að teikna hús. Öll húsin v$ þessa götu voru eins. Sem betur fer rataði maðurinn í húsið sitt þó hann hefði mikið að gera. Inni beið dökk- hærð myndarleg kona ásamt þremur börnum sínum með jólabros á vörum. Þetta voru tveir drengir og ein stúlka. Seinna kom einn hrokk- inhærður drengur til viðbótar en þá voru þau flutt í annað hús sem hafði gleymt þakinu heima hjá sér. Drengirnir voru dökkhærðir og hrokkinhærðir eins og mamman en stúlk- an var ljóshærð eins og pabbinn. Þau skreyttu tréð með jólaseríu og marglit- um perum, bréfpokum, öskjum og körfum. Dökkhærða konan, mamman, setti stundum sælgæti í pokana. Fótur jólatrésins var klæddur með snjóhvítri bómull. Allt líf jólatrjáa gerist á jólum. Þau muna því ekkert og vita ekkert um það sem gerist á milli jóla. Jólatréð sá börnin vaxa, verða fullorðin og fara að heiman eins og í hraðspól- aðri kvikmynd á myndbandi. Allt í einu var jólatréð statt inni í lítilli íbúð. Hún var ekki nema eitt herbergi. Veg- girnir voru ljósbrúnir og gólfið blátt. Eldhús- ið var inni í stofunni og svefnherbergið var hólfað frá með hálfum steinvegg. Iitil patt- araleg stelpa með hnöttóttan koll vappaði í kringum tréð berrössuð. Hún brosti út að eyrum. Tréð var alveg hlessa því að pattara- lega stelpan var næstum alveg eins og stelp- an í hvíta húsinu suður með sjó. Tréð vissi ekki hvort það ætti að trúa sínum eigin barrnálum, sem voru reyndar úr plasti. Vír- inn sem hélt plaststrimlunum var úr ekta járni og plastið úr ekta jarðolíu. Greinarnar voru og eru þannig gerðar að plaststrimlun- um hafði verið komið inn á milli víra sem síðan voru vafðir saman. SMASAGAEFTIR ASGEIRBEINTEINSSON Allt líf jólatrjáa gerist á jól- um. Þau muna því ekkert og vita ekkert um það sem ger- ist milli jóla. Jólatréð sá börnin vaxa, veróa fulloróin og farg að heiman eins og í hraóspólaðri kvikmynd á segulbandi. *Æ _LJffL/ , WÍ^u^P E*ti«« <5 ¦, ¦ ¦ % . . II Lesbók/Kristinn. JÓLATRÉÐ sem gengið hefur í endurnýjun lífdaganna. Nú átti fyrir þvf að liggja að vera dregið fram í dagsljósið snemma í desember, flutt niður á Morgunblað þar sem því var stillt upp með kertaljósum inni Ijósmyndastúdíói. Allt í einu kom ljóshærð kona og tók berrössuðu stelpuna upp og klæddi hana í náttföt, það voru jólanáttföt. Fólkið í íbúð- inni litlu átti ekki peninga fyrir lifandi jóla- tré þess vegna hafði fólkið í hvíta húsinu suður með sjó gefið því tréð. Ljóshærða kon- an sem nú var orðin mamma hafði einu sinni verið lítil stúlka hjá þessu tré og fengið sér gotterí úr pokunum sem dökkhærða konan, hafði sett í þá. Þetta rifjaðist nú upp fyrir trénu. Þegar hér er komið sögu er dökk- hærða konan og langleiti maðurinn sem keypti tréð orðin amma og afi. Fyrir jólatrjám þá sérstaklega gervijólatrj- ám sem lifa að eilífu eru áratugir eins og einn dagur. Eins og allir vita þá er ein eilífð jafnlöng og það tekur spörfugl að mylja grjót sem er á stærð við blokk, með því að brýna gogginn á því, þess vegna er eins og gervi- jólatré séu alltaf ný alveg sama hvað þau verða gömul. Það versta sem getur komið fyrir gervitóla- tré er að þau hætti að vera í tísku. Þegar ljóshærða konan og dökkhærði maðurinn með skeggið og síða hárið fengu jólatréð þá var ekkert sérstaklega fínt að vera með gervijóla- tré en af því að þau voru af hippakynslóð- inni þá fannst þeim það fínt og sniðugt. Hipp- arnir elskuðu nefnilega allt sem hafði sál og átti sér sögu. Það var sem sagt ekkert í tísku hjá venju- legu fólki að hafa gömul gervijólatré heim hjá sér á jólunum. En mikið var tréð ánægt að það skyldu vera til hippar. í mörg ár var tréð alveg sérstaklega hamingjusamt, en svo fór það að taka eftir því að fólkið á heimilinu breyttist smátt og smátt í venjulegt fólk. Það hætti að vera hippar, hárið á dökkhærða manninum varð stutt og skeggið líka, það hætti að vera í háskólanum að læra að verða eitthvað, því að það var orðið eitthvað. Ljós- hærða konan og dökkhærði maðurinn urðu kennarar og fóru að vinna fyrir sér. Alveg eins og tréð hafði óttast mest þá urðu þau venjulegt fólk. Hvað haldiðið að þá hafi heyrst á heimilinu? „Pabbi, við viljum ekki eiga gamalt lítið og druslulegt gervitjólatré sem er alveg eins og stutt kústskaft sem einhver hefur stungið grænum flöskuburstum inn í." Fyrst voru það bara stelpurnar sem sögðu þetta, því að nú voru þær orðnar þrjár, svo kom mamman líka og þá var fokið í flest skjól hjá trénu. „Nú hættum við að nota tréð frá mömmu og pabba og kaupum lifandi tré, jú , ekkert múður, þau eru hvort eð er svo ódýr." Sagði ljóshærða konan. „En mér finnst tréð svo fallegt og það hefur sál og það hugsar." Sagði þá dökk- hærði maðurinn, það var ennþá lítill hippi inni í honum. Stelpurnar og mamman litu nú á pabbann eins og hann væri eitthvert viðr- ini, var hann kannski orðinn vitlaus að halda annað eins og að gömul gervijólatré gætu hugsað. I nokkra daga reyndi pabbinn að halda því fram að það væru ekki til neinir peningar til þess að kaupa jólatré fyrir en á endanum varð hann að gefast upp. Því að þau voru löngu orðin venjuleg fjölskylda og hætt að vera hippar. Það ár var jólatréð ekki tekið innan úr gulnuðum Morgunblöðunum sem það var vafið inní. Pabbinn fór samt upp á háaloft til að spyrja tréð hvort hann mætti ekki nota fótinn undan því til að hafa lifandi tré í hon- um um jólin. Gamla gervijólatréð hafði nefni- lega haft afnot af járnfót sem venjulega eru notaðir fyrir lifandi tré. Upprunalegi fóturinn hafði brotnað í litla húsinu suður með sjó. Það var auðfengið að fá fótinn lánaðan. Pabbinn sagðist ætla að borga trénu ein- hvern jóladaginn fyrir greiðasemina. Hver jólin á fætur öðrum reyndi pabbinn að halda því fram að þau jólin ættu þau að nota gamla gervitréð. En allt kom fyrir ekki. Blöðin utan um tréð héldu áfram að gulna og rykfalla í skúmskoti upp á háalofti. Sumir á heimilinu héldu meira að segja að tréð væri týnt eða jafnvel ónýtt. Svo kom sorgardagur í lífi trésins. Pappír- inn var tekinn utan af því og það voru ekki jól. Það voru ekki jól. Tréð var lafhrætt og hélt saman greinunum sínum. Það hafði aldr- ei séð heiminn öðruvísi en skreyttan og í jólaskapi. Þennan dag brotnuðu síðust leif- arnar af fætinum sem það hafði. „Hentu trénu, það er hvort eð er ónýtt og engum til gagns, við flytjum ekki rusl á milli húsa." Sagði mamman við pabbann. Já, fjölskyldan var að flytja og tréð hafði lent á milli húsganga í flutningabílnum. Tréð beið nú þess að lenda ofan í ruslatunnu fyr- ir utan nýja húsið. Af því að tré muna aldr- ei neitt, sérstakelga gervitré, þá varð það alveg gapandi hissa núna í fyrra. Það var tekið mjög varlega utan af því og fótbrotið skoðað í krók og kring. Jú, þetta er hægt hugsaði dökkhærði maðurinn sem nú var kominn með grátt í skeggið. Mikið líður tíminn hratt hugsaði tréð. Tréð sá hvernig maðurinn smíðaði, boraði og límdi. Tréð gat ekki vitað hvað maðurinn var að gera því að gervitré hafa ekkert vit á smíðum en þegar því var stungið ofan í gullfallegan hvítan furufót og gat staðið sjálft, þá skildi það vel hvað maðurinn hafði verið að gera. Síðan skreytti maðurinn gamla gervijóla- tréð með nýrri seríu, setti tréð á góðan stað á efri hæðinni heima hjá sér. Nú átti fjölskyld- an ekki bara heima í einu herbergi eins og forðum heldur í íbúð sem var á tveimur hæðum. „Komið." Hrópaði pabbinn. Mamman og stelpurnar komu hlaupandi upp stigann því að þær héldu að himinn og jörð væru að farast, en það var nú öðru nær. Þær táruðust við að sjá hvað gamla tréð var orðið fallegt. Allir urðu sammála um það að tréð fengi að vera á þessum stað á heimilinu til eilífðar, það fengi að ráða ríkj- um á efri hæðinni. Nú er öllum boðið að sjá tréð og öllum er sagt hvað það á sér merkilega sögu. Sagan er byggð á sönnum atburðum og hefur verið lesin fyrir sögupersónurnar sem gerðu að henni góðan róm. Höfundur er skólastjóri. 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 21. DESEMBER 1996

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.