Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1996, Side 21
í HEIÐMÖRK. Vífilfell í baksýn.
' .
HÚS f Þingholtunum.
SANDNÁM utan við Reykjavík. Að Ifkínd-
um hefur málarinn fundið þennan stað f
nágrenni við Elliðaárvog.
grein. Sjálfsmynd hans sem hér birtist ber
vott um góða fæmi í þessri grein; hún er
„gott málverk" og kannski bezt af þessum
verkum. Meðan á íslandsdvölinni stóð hefur
Harald Erikson litast um í kringum bæinn;
hann máiaði Rauðhólana meðan eitthvað var
eftir af þeim; hann málaði mann við laxveiðar
í Elliðaám og hraunið í Heiðmörk með Vífilfell-
ið í baksýn. En flest eru málverkin af húsum,
götum og stöðum innan gamla bæjarins eins
og hann var þá og þar af þrjú frá höfninni.
Myndimar bera með sér að Harald Erikson
hefur erið trúr sinni akademísku skólun; hann
er ekki módemisti eða tilraunamaður og stíl-
færir ekki neitt viðlíka og Þorvaldur Skúlason
gerði á sama tíma í sínum hafnarmótífum.
Þá sjaldan útlendir málarar hafa sett niður
trönur sinar hér, þá virðist okkur fyrr og síð-
ar að þeir sjái landið allt öðruvísi en við. Það
verður þó naumast sagt um Harald Erikson.
Bæði Reykjavíkurmyndirnar og þær sem hann
málaði utan við bæinn, birta að minnsta kosti
þeim sem eldri eru harla kunnuglega sýn.
Hitt er svo annað mál að sú Reykjavík sem
Harald Erikson túlkaði 1947, er ekki til leng-
ur nema að litlu leyti.
LAXVEIÐAR f Elliðaánum.
BÁTAR í Reykjavíkurhöfn. GATA í Reykjavík.
I Meban íslenzkir málarar voru annadhvort med
I trönur sínar í landslaginu eba ab fást vib mód-
I emískar tilraunir} sá HaraldErikson ab nóg
I var afyrkisefnum í Reykjavík. Þessi málverk
komu til Islands ab málaranum látnum ogþau
hafa aldrei verib sýnd opinberlega.
EYÞÓR RAFN
GISSURARSON
JÓLIN
NÁLGAST
kaffihús full af fólki
sem horfír út um rákfrosnar
rúður
á þá sem ganga um göturnar
líkt og fljót sem flæðir áfram
á milli húsanna hanga
jólaljós og jólamyndir
eldrauð einmana kerti
með heilaga gula geislabauga
sumir með sína gleði
tilhlökkun, óskir sem ef til vil
rætast
aðrir bera angur
glataðar vonir og söknuð
- sorg
en Jesú er minnst um jólin
hvernig sem örlögin móta mennina
undir ísuðum glugga
stjama sem búa hátt á himnum
Höfundur er kennari.
THOMAS HOOD
AND-
VARP
í LJÓÐI
ARNHEIÐUR SIGURÐARDÓTTIR ÞÝDDI.
Lyft henni hljóðlega upp,
ber hana blíðlega héðan.
Ó, sjá hve fíngerð öll hún er
ung og svo skær.
Systurleg, bróðurleg, móðurleg,
föðurleg
ástúðin þessara allra varflúin burt.
Orsökin varð á svipstundu augljós:
Kærleikans himinn var brostinn,
og sjálf náð drottins náði ekki að
bæta þar úr,
af því að hún virtist næstum því
stöðnuð.
Lífíð var orðið kolmyrkt.
ViIIt æddi hún gegnum dauðans port.
Bara burt - bara burt
í bláinn og ei hingað aftur að koma!
Lyft henni hljóðlega upp,
ber hana blíðlega héðan.
Ó, sjá hve íturvaxin hún er
ung og svo litfríð.
Vonleysið laust hana,
forsmánin elti hana,
harðýðgin kvaldi hana,
vitfirringin tætti hana í sig.
- Nú hefur hún loks fundið frið.
Legg saman hendur hennar,
í hljóði bæn sendir
hjartað sem þjáðist og þjáist enn.
Höfundurinn er enskt skáld. Ljóóiö er til
minningar um unga stúlku sem brast undan
oki heimsins.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 21. DESEMBER 1996 21