Alþýðublaðið - 18.10.1986, Side 20

Alþýðublaðið - 18.10.1986, Side 20
20 Laugardagur 18. október 1986 Ályktanir kjördæmisþings Alþýöuflokksins í Vestfjaröakjördæmi: ítarlegar reglur um prófkjör 1. Prófkjör skal fara fram síðari hluta nóvember 1986 samkv. nánari ákvörðun stjórnar kjör- dæmisráðsins, en hún skal jafn- framt vera yfirkjörstjórn próf- kjörsins og bera ábyrgð á fram- kvæmd þess gagnvart kjördæm- isráðinu. 2. Kosið skal í prófkjörinu um tvö efstu sæti á væntanlegum fram- boðslista. Rétt til framboðs hafa þeir stuðningsmenn Alþýðu- flokksins, sem kjörgengi hafa til Alþingis og hafa meðmæli minnst 25 flokksbundinna Al- þýðuflokksmanna í Vestfjarða- kjördæmi með framboði sínu. Kosningarétt í prófkjörinu hafa stuðningsmenn Alþýðuflokks- ins á Vestfjörðum, sem kosn- ingarétt hafa í kjördæminu. 3. Kjörstaðir skulu vera þar sem Alþýðuflokksfélög eru starfandi í kjördæminu svo og í skrifstofu Alþýðuflokksins í Reykjavík. Stjórnir Alþýðuflokksfélaga eða Á undanförnum mánuðum hefur heldur birt til í hrunadansi efna- hagsmála þjóðarinnar. Má það fyrst og fremst þakka ytri skilyrð- um og þeim kjarasamningum, er gerðir voru á liðnum vetri. Þó ber þann skugga á, að innlendi þáttur- inn byggist einvörðungu á fórnum þess fólks, sem vinnur í útflutnings- atvinnugreinunum og annarra þeirra er vinna á strípuðum launa- töxtum og hafa ekki notið launa- flokksmenn tilnefndir af þeim skulu starfa sem undirkjör- stjórnir á hverjum kjörstað og bera ábyrgð á framkvæmd próf- kjörsins á þeim stöðum gagnvart yfirkjörstjórn. Yfirkjörstjórn er heimilt að ákveða kjörstaði víð- ar í kjördæminu að höfðu sam- ráði við frambjóðendur og að fengnu samþykkt næsta Alþýðu- flokksfélags. Flokksfélag, sem samþykkt hefur slíkan kjörstað, skal bera ábyrgð á framkvæmd prófkjörsins þar. Kjósendur (þátttakendur í prófkjörinu) skulu skrá nöfn sín aldur og heimilisföng á þar til gerða skrá sem kjörstjórn lætur útbúa. Nafnaskrá þessar skulu fylgja öllum öðrum kjörgögnum til yf- irkjörstjórnar að kosningum loknum. 4. Yfirkjörstjórn setur nánari regl- ur um framkvæmd kosninganna þ. á m. um framboðsfrest, gerð kjörseðla og um framkvæmd ut- skriðs. Óþolandi er að lítill hluti þjóð- arinnar, sé látinn bera kostnað, af óstjórn efnahagsmála undanfar- inna ára og því krefst þingið þess: „Að launakerfi útflutningsatvinnu- veganna verði tekið til gagngerðrar endurskoðunar og það tryggt að í næstu kjarasamningum verði mið- að við að lágmarkslaun tryggi að framfærslueyrir fjölskyldu fyrir dagvinnu, nægi fyrir öllum þeim ankjörfundaratkvæðagreiðslu. Kosningar skulu aðeins fara fram á áður auglýstum kjörstöð- um og á áður auglýstum tímum. Heimilt er þó að senda atkvæða- seðla í pósti til þeirra, sem ekki búa í nágrenni við auglýstan kjörstað, óski þeir þess sjálfir að taka þátt í prófkjörinu og hafa til þess rétt. Yfirkjörstjórn ann- ast sjálf slíkar sendingar at- kvæðaseðla. 5. Frambjóðendur skulu hafa rétt til þess að hafa fulltrúa sína við- stadda á kjörstað þegar kosning fer fram. Mótmæli fulltrúi frambjóðanda kosningaþátt- töku einhvers á þeim grundvelli að þátttakandi eigi ekki rétt á að fá að taka þátt í prófkjörinu skal kjörstjórn eigi að síður heimila þátttökuna en þá því aðeins að atkvæði þess kjósanda sé inn- siglað og þannig sent eða afhent þörfum, sem Hagstofa íslands telur að þurfi til lífsviðurværis, sam- kvæmt framreiknaðri neyslukönn- un og kaupmáttur þar tryggður“. Þessu verði meðal annars náð með því að flytja a.m.k. 2A hluta vægis bónusgreiðslna yfir á dagvinnu- kaup. Einstaklingar er beri úr být- um tvöföld lágmarkslaun eða meir, fái engar launahækkanir Þingið mótmælir þeim auknu skattabyrðum, sem lagðar hafa ver- yfirkjörstjórn til úrskurðar áður en talning fer fram. 6. Að prófkjörskosningunum loknum skal senda yfirkjör- stjórn öll kjörgögn og að þeim fengnum lætur hún fram fara talningu á einhverjum einum stað í kjördæminu þar sem frambjóðendum og/eða fulltrú- um þeirra gefist kostur á að vera viðstaddir. Öll ágreiningsefni í sambandi við kosningarnar skal úrskurða áður en talning hefst og ræður einfaldur meirihluti í yfirkjörstjórn úrskurði. Slíkum úrskurði má áfrýja til endanlegr- ar afgreiðslu kjördæmisráðsins en slík áfrýjun getur þó ekki hindrað að talning fari fram. Yf- irkjörstjórn skal varðveita öll kjörgögn i a.m.k. 60 daga eftir að talningu lýkur. Kjördæmis- ráðið svo og frambjóðendur og fulltrúar þeirra skulu þann tíma hafa óskoraðan aðgang að þeim gögnum. 7. Að lokinni talningu skilar yfir- kjörstjórn niðurstöðum til kjör- dæmisráðsins sem svo lýkur gerð framboðslistans og afgreið- ir hann endanlega samkvæmt samþykkt kjördæmisráðsfund- ar og lögum Alþýðuflokksins. 8. Prófkjörið verður opið og þátt- takendur undirrita engar skuld- bindingar eða stuðningsyfirlýs- ingar. ið á launafólk og ítrekar kröfur Al- þýðuflokksins um afnám tekju- skatts á almennar launatekjur. Öllum er ljóst að sú launastefna sem verkafólk hefur mátt sætta sig við, er meðal annars að ganga frá útflutningsatvinnuvegunum og er svo komið, að ekki tekst að ráða nægjanlegt vinnuafl, til að atvinnu- greinin geti afkastað þeim afla er að Iandi berst, og á láglaunastefna stjórnvalda hvað stærstan þátt í þessari þróun. Þingið krefst þess einnig afAl- þingi og ríkisstjórn: „Að séð verði til þess að útfíutningsatvinnuveg- unum verði sköpuð þau rekstrar- skilyrði, að þeir geti boðið upp á eftirsóknarverð launakjör. Peningastefna að leggja landsbyggðina í rúst Kjördæmisþing Alþýðuflokksins í Vestfjarðakjördæmi, haldið i Hnífsdal 27. sept. 1986, harmar þá peninga- og efnahagsstefnu, sem átt hefur sér stað í landinu, undir handarjaðri Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar. Sú stefna er nú á góðri leið með að leggja landsbyggðina í rúst, á sama tíma og ofþensla, offjárfest- ing og peningaflæði ræður ríkjum á Reykjavíkursvæðinu. Þessi sameiginlega stefna núver- andi stjórnarflokka hefur í vaxandi mæli hert að landsbyggðarfólki og í auknum mæli gengið á rétt þess á sama tíma og fjármagni hefur verið dælt út á Reykjavíkursvæðið með þeim afleiðingum að landflótti er brostinn á frá hinum dreifðu byggð- um til Suðvesturhornsins. Á nánast öllum sviðum er lands- byggðin látin blæða. Nægir þar að nefna samgöngu- mál. Vel flestir vegir á Vestfjörðum hafa verið óökufærir á þessu sumri. Svipað er ástatt á Vestfjörðum varðandi hafnarmálin, á því land- svæði, sem yfirgnæfandi meirihluti fólks lifir á fiskveiðum og fisk- vinnslu, og matar þannig þjóðarbú- ið sem heild. Þingið krefst þess af stjórnvöld- um, að þau láti af þeirri áráttu að bjóða Vestfirðingum ávallt upp á annars eða þriðja flokks þjónustu miðað við aðra landsmenn. I þeim efnum svo og öðrum skor- ar þingið á alla Vestfirðinga að snúa vörn í harða sókn, og láta einskis ófreistað til að knýja á um úrbætur Vestfirðingum til handa. Þá varar þingið við áframhald- andi ofstjórnun fiskveiða. Kvótinn, kontóristakerfið úr Reykjavík, sem farið hefur verst með Vestfirðinga, er þó einn versti hluti stefnu núverandi stjórnar- flokka. Þeirri óstjórn verður að hnekkja, nema það sé meining stjórnar- flokkanna, að rústa sjávarplássin, sem skapa þjóðarauðinn. Þingið mótmælir hai^lega yfir- lýsingum sjávarútvegsráðherra um áframhaldandi kvótakerfi og krefst þess að það verði afnumið. Framfærslueyrir fyrir dag- vinnu nægi fyrir nauðþurftum „Oþolandi ástand í skattamálum“ — segir í ályktun aðalfundar Alþýðuflokksfélags Vest- mannaeyja Elín Alma Arthursdóttir var kos- in formaður Alþýðuflokksfélags Vestmannaeyja á aðalfundi félags- ins í lok september. Auk hennar skipa stjórnina þau, Ebenezer Guð- mundsson varaformaður, Sólveig Adólfsdóttir, gjaldkeri, Stefán Jónsson, ritari og Ágústína Jóns- dóttir meðstjórnandi. í varastjórn eru þau Þorgerður Jóhannesdóttir og Magnús Kristleifsson. Á fundinum var samþykkt eftir- farandi ályktun: „Það ástand sem nú er í skattamálum þjóðarinnar er með öllu óþolandi. Tekjuskatturinn er í raun launþegaskattur og engu líkara en launþegar séu komnir í þegnskylduvinnu hjá ríkisvaldinu. Einnig er ljóst að miklir brestir eru í söluskattskerfinu. Þrátt fyrir góð orð núverandi rík- isstjórnar, um að lækka tekjuskatt- inn, hefur núverandi fjármálaráð- Opið hús — Háskóli íslands Muniö opna húsiö í Háskóla íslands á morgun, sunnudag, frá kl. 10—18. Alls verða 19 byggingar opnar. Allir velkomnir. Háskóli íslands. Elln Alena Arthursdóttir herra, og þingmaður Vestmannaey- inga, Þorsteinn Pálsson, hækkað tekjuskattinn á launþegum um tæpar 700 milljónir. Fundurinn skorar á þingmenn Alþýðuflokksins að beita sér af al- efli fyrir þvi að hart verði tekið á þessum málum hið bráðasta". Jóhanna Sigurðardóttir o.fl.: Barnabætur greiðist til 18 ára aldurs Jóhanna Sigurðardóttir Jóhanna Sigurðardóttir, Karvel Pálmason, Guðrún Helgadóttir og Guðmundur Bjarnason hafa lagt fram á Alþingi, frumvarp til laga um breytingu á lögum um atvinnu- leysistryggingar. Markmið frumvarpsins er að tryggja að bætur atvinnuleysis- trygginga, vegna framfærslu barna, séu greiddar þar til barn verður 18 ára í stað 17 ára eins og nú er. Um er að ræða ákvæði um at- vinnuleysistryggingar því sem er í öðrum hliðstæðum lögum og regl- um um framfærslu barna. Má þar nefna: — barnalögin, þar sem réttindi og skyldur framfærenda miðast við 18 ára aldur barns, — reglur lífeyrissjóða um barna- bætur, — ákvæði almannatryggingalaga um barnalífeyri, meðlög, mæðralaun og sjúkradagpen- inga þar sem bótaréttur og framfærslaerumiðuðvið 18ára aldur barns. Öll þessi ákvæði, sem hér hafa verið tilgreind, kveða annaðhvort á um framfærsluskyldu framfærenda eða bótarétt þeirra til 18 ára aldurs barna. Af sjálfu leiðir að forsenda fyrir greiðslu atvinnuleysistrygg- inga á barnabótum til 18 ára aldurs er sú sama. Þar er um að ræða að tryggja framfærslu barna og bóta- rétt ef atvinnuleysi hindrar fram- færanda í að afla vinnutekna. Ef til vill má benda á ákvæði um sjúkradagpeninga í almannatrygg- ingalögum sem helstu hliðstæðu við greiðslu atvinnuleysistrygginga- bóta. Sjúkradagpeningar eru greiddir ef launatekjur falla niður vegna veikinda. Bótaþegi á þá rétt á greiðslu dagpeninga og til viðbótar ákveðinni upphæð fyrir hvert barn á framfæri til 18 ára aldurs. At- vinnuleysisbætur eru greiddar þeg- ar launatekjur falla niður vegna at- vinnuleysis. Bótaþegi á þá rétt á greiðslu dagpeninga og til viðbótar ákveðinni upphæð vegna barna yngri en 17 ára á framfæri sinu. Ætla verður að misbrestur hafi orð- ið á því að færa ákvæði atvinnuleys- istryggingalaga, að því er varðar bótarétt vegna barna, til 18 ára ald- urs, en í kjölfar barnalaganna, sem sett voru árið 1981, voru almanna- tryggingalögin samræmd þeim lög- um að þessu leyti. Með hliðsjón af þeim breyting- um, sem orðið hafa á hliðstæðum lögum og áður hefur verið rakið, verður að ætla að viðtæk samstaða geti náðst um það frumvarp sem hér er flutt. Samkvæmt upplýsingum At- vinnuleysistryggingasjóðs hafa barnadagpeningar undanfarin ár numið á bilinu 3,8% til 4,2% af heildarbótagreiðslum atvinnuleys- istrygginga. Sú breyting, sem hér er gert ráð fyrir, leiðir af sér hækkun barnadagpeninga í u.þ.b. 5,9% af heildarbótagreiðslum. Árið 1985 voru heildarútgjöld atvinnuleysis- trygginga vegna barnabóta rúmar 6,4 milljónir króna. Útgjöld at- vinnuleysistrygginga hefðu því auk- ist um 400 þús. kr. á árinu 1985 vegna ákvæða þessa frumvarps. Af framangreindu er ljóst að frumvarpið felur það eitt í sér að löggjafinn lagfæri ákvæðin um barnabætur svo að þau samræmist Framh. á bls. 22

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.