Alþýðublaðið - 21.01.1994, Qupperneq 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ
T
Föstudagur 21. janúar 1994
Bjarni Finnsson
___ /
EES og verslun á Islandi
Með lögum númer 2 frá 13.
janúar 1993 var veitt heimild
til þess að fullgilda hér á landi
samning um Evrópska efna-
hagssvæðið og EES-samning-
inn. A Islandi gilda þær reglur
að þjóðréttarsamni ngar sem
gerðir eru milli Islands og ann-
arra landa, fá ekki lagagildi
nema með setningu sérstakra
laga á Alþingi. Þar af leiðandi
þurfi að setja ótal ný lög og
reglugerðir til þess að samn-
ingurinn öðlaðist giidi.
En eins og kunnugt er nær
þessi samning í megin atriðum
til þriggja þátta. I fyrsta lagi
vöruviðskipta, í öðru lagi
fijálsra flutninga fjármagns og
í þriðja lagi ftjálsra flutninga
vinnuafls milli aðildarland-
anna.
Þar sem EES-samningurinn
Qallar fyrst og fremst um við-
skipti þá hlýtur hann að snerta
alla landsmenn og ekki síst þá
sem stunda þessa atvinnu.
Með samningnum er rutt úr
vegi hindrunum í viðskiptum
svo að ekki verði hægt að mis-
muna þjóðum eða einstakling-
um.
Til þcss að tryggja slíkt hafa
samkeppnisreglur innan land-
anna sem eru í EB og þeirra
sem undirrituðu EES-samn-
inginn verið samræmdar.
Gæðastaðlar eru samrýmdir
og bann lagt við hvers konar
ríkisstyrkjum eða niður-
greiðslum framleiðsluþátta
annarra en í landbúnaði.
Margir hafa að sjálfsögðu
spurt, hvemig hægt sé að
tryggja að öll ákvæði samn-
ingsins gangi eftir, sérstaklega
í samskiptum lítillar þjóðar
eins og Islendinga við stór-
þjóðir.
Þau atriði sem talin em hér á
undan munu meðal annars
tryggja það, en auk þess verður
haft strangt eftirlit með fram-
kvæmd samningsins. EFTA-
ríkin hafa komið sér upp eftir-
litsstofnun ESA sem annast
eftirlitshlutverkið. Þess skal
gengið að nú starfa við þá
stofnun um 90 manns og em
að minnsta kosti 10% þeirra
Islendingar og á væntanlega
eftir að fjölga. Má það teljast
góður árangur lítillar þjóðar
sem sýnir að við búum yfir
menntun og þekkingu, auðsjá-
anlega til jafns við stærri þjóð-
ir.
Má vera að þetta gefi
nokkra vísbendingu um stöðu
okkar í ffamtiðinni meðal
þeirra þjóða sem við höfum
gert samninginn við.
Sé litið til smásöluverslun-
arinnar, þar sem ég starfa, má
reikna með þvf að hún geti átt
von á aukinni samkeppni í
ff amtíðinni og er það ein af af-
leiðingum samningsins.
Hugsanlegt er að erlendir
aðilar innan þessarar atvinnu-
greinar telji sér hag í því að
setja á stofn hér eigin fyrirtæki
eða í samstarfi við Islendinga.
I sjálfu sér er ekkert við það að
athuga annað en að búa sig
undir þá samkeppni. Við höf-
um orðið vör við ýmsar breyt-
ingar á undanfömum mánuð-
um, þar sem íslenskar verslan-
ir hafa með auknu erlendu
samstarfi boðið vörur á sam-
bærilegu verði hér á landi og á
meginlandinu.
Við höfum einnig horft upp
á það að íslensk smásöluversl-
un hefur haslað sér völl utan
fslenskra landsteina og segir
mér hugur að framhald verði á
því.
Það er alls ekki fráleitt að
hugsa sér að íslensk smásölu-
verslun flytji út hugvit og
jrekkingu og nái fótfestu í
löndum innan EB. Sem kunn-
ugt er byggist verslunin mikið
á því að öll fjármagnsþjónusta
sé sem ódýmst og eðlilegust.
Hugsanlegt er að erlendir
bankar og fjármagnsstofnanir
bjóði fram þjónustu sína hér á
landi og það leiði til þess að
samkeppni aukist innan þess-
arar atvinnugreinar og fjár-
magnskostnaður lækki fyrir ís-
lensk fyrirtæki. Slfkt mun bæta
samkeppnisstöðu fslenskrar
verslunar.
I umræðunni um EES-
samninginn er það áberandi
hvað efasemdarmenn hræðast
mjög frjálsa flutninga vinnu-
afls hingað til lands. Margir
hafa í því sambandi óttast að
hingað streymi fólk sunnan úr
álfúnni sem bjóði fram vinnu
sína á mun lægri launum en
greitt er fyrir nú. Samkvæmt
athugunum sem gerðar hafa
verið á þessum þætti til dæmis
í Danmörku, kom f ljós að
fleiri Danir fluttu til landa suð-
ur í Evrópu heldur en þeir sem
fluttust frá löndum í Suður-
Evrópu til Danmerkur.
Fjöldi eldri Dana búa hluta
ársins í heitari löndum Suður-
Evrópu og mikill straumur
ferðamanna frá norðri til suð-
urs. Hvað okkur varðar hér á
landi njótum við mikillar fjar-
lægðarvemdar í þessu tilliti
auk þess sem veðrátta hér á
landi fellur þeim ekki í geð
sem sunnar búa. Þar að auki
eigum við erfitt tungumál sem
er óskylt þeim tungum sem tal-
aðar eru vfða í Evrópu og setja
menn það fyrir sig.
Varðandi fijálsan flutning
fjármagns milli landa getur
það komið lslendingum til
góða. Oft hefur það háð ís-
lensku atvinnulífi hversu
strangar reglur hafa gilt um
eignaraðild erlendra fyrirtækja
að íslenskum fyrirtækjum.
Með þessu ákvæði megum
við vænta góðs fyrir atvinnu-
lífið hér á landi.
Hávæmstu raddir gegn
EES-samningnum, sérstaklega
eftir að hann var samþykktur,
hafa heyrst frá forsvarsmönn-
um bændasamtakanna. Ótti
þeirra við afleiðingar samn-
ingsins er eðlilegur í ljósi þess
hve lengi íslenskur landbúnað-
ur hefur haft um sig alls kyns
vemdarmúra.
Ég held að íslenskir bændur
muni fljótt aðlagast breyttum
aðstæðum, og em nú þegar
famir að skoða nýja möguleika
í framleiðslu vistvænnar/um-
hverfisvænnar vöm til útflum-
ings. Reyndar tel ég stórkost-
lega möguleika felast í „líf-
rænum landbúnaði" og vísa til
ráðstefnu sem fjallaði um það
efni á vegum bændasamtak-
anna fyrir stuttur.
Við sem störfum innan
verslunarinnar stöndum
frammi fyrir miklum breyting-
um á næstu ámm. Við höfum
gert EES-samninginn og með
þvr móti fengið aðgang að
markaði þar sem búa um 380
milljón manns. Það eitt hlýtur
að gefa versluninni betra tæki-
færi til öflunar viðskiptasam-
banda sem mun koma okkur
landsmönnum til góða í betri
og ódýrari vöm og þjónustu.
Höfundur er formaður
Kaupmannasamtaka íslands.
wuOw
HAFNARFJÖRÐUR
Grunnskólakennarar
Vegna forfalla vantar nú þegar kennara í Hvaleyrar-
skóla til að kenna 18 kennslustundir á viku í 4. bekk.
Nánari upplýsingar hjá skólastjóra í síma 65 02 00.
HAFNARFJÖRÐUR
Auglýsing um
fasteignagjöld
Álagningarseðlar fasteignagjalda í Hafnarfirði
árið 1994 hafa verið sendir út ásamt gíróseðl-
um vegna fyrstu greiðslu gjaldanna. Gjalddagar
fasteignagjalda eru 15. janúar, 15. febrúar, 15.
mars og 15. apríl.
Sérstakur fasteignaskattur vegna fasteigna,
sem nýttar eru við verslunarrekstur eða skrif-
stofuhald, er með sömu gjalddaga og er hluti
fasteignagjalda verslunar- og skrifstofuhús-
næðis.
Fasteignaskráning, Strandgötu 6, 3. hæð, veitir
upplýsingar um álagningu gjaldanna,
sími 5 34 44.
Bæjarstjórinn í Hafnarfirði,
18. janúar1994.
Sjúkrahúsiö á Húsavík
Sjúkrahúsið á Húsavík sf. auglýsir hér með
stöðu framkvæmdastjóra Sjúkrahússins og
Heilsugæslustöðvarinnar á Húsavík lausa til
umsóknar.
Æskilegt væri að umsækjandi hefði reynslu í
stjórnun.
Umsóknarfrestur er til 28. febrúar 1994.
Umsóknir sendist til formanns sjúkrahússtjóm-
ar, Hilmars Þorvaldssonar, Baldursbrekku 15,
640 Húsavík.
Upplýsingar um starfið veitir Ólafur Erlendsson,
framkvæmdastjóri, sími 96 - 4 13 33.
Sjúkrahúsið á Húsavík sf.
/jkTTAX VERKAMANNAFÉLAGIÐ
|P.M§BRtJN.J DAGSBRÚN
Leiðbeiningar við
framtalsgerö
Verkamannafélagið Dagsbrún gefur félags-
mönnum sínum kost á leiðbeiningum við gerð
skattaframtala helgina 5.-6. febrúar 1994 með
sama hætti og undanfarin ár.
Þeir sem hug hafa á þjónustu þessari eru beðn-
ir um að hafa samband við skrifstofu Dagsbrún-
ar, síma 2 56 33, og láta skrá sig til viðtals eigi
síðar en 4. febrúar nk.
Ekki er unnt að taka við beiðnum eftir þann
tíma.
Verkamannafélagið Dagsbrún.
Arnar Sigurmundsson
EES og fiskvinnslan
Evrópska efnahagssvæðið er
loksins orðið að veruleika. Breyt-
ingamar sem það hefur í för með
sér fyrir íslenska fiskvinnslu eru
ekki famar að koma í ljós ennþá,
enda gerðu menn varla ráð fyrir
að um mikla stökkbreytingu yrði
aðræða.
Breytingamar munu þó vænt-
anlega verða nokkrar á næstu
mánuðum, og það sem flestir vilja
sjá em áhrif tollalækkana á verð
þeirra afurða sem tollamir lækka
mest á. Þessar afurðir em saltfisk-
ur, söltuð flök og fersk flök. Þótt
við væntum þess að tollalækkanir
verði til þess að hækka skilaverð
á þessum afurðum megum við
ekki gleyma því að þegar tollar
hérlendis lækka á innflutningi er
það ævinlega neytendum hér á
landi f hag. Væntanlega verður
það sama upp á teningnum í við-
skiptalöndum okkar, að neytend-
ur í þessum löndum koma úl með
að njóta tollalækkanna á íslensk-
um fiski, að minnsta kosti að
hluta. Það verður því ekki fisk-
vinnslan á fslandi ein, sem mun
njóta tollalækkanna á þessum af-
urðum. Staða frystingarinnar mun
ekki breytast við tilkomu EES þar
sem við höfum búið við tollfrelsi
á frystum afurðum samkvæmt
bókun sex t samningi okkar við
EB. Norðmenn hafa hins vegar
þurft að búa við tolla á sínum
frystu afurðum sem falla nú niður
og má því segja að frystihúsin á
íslandi muni lenda í harðari sam-
keppni um Evrópumarkaðinn við
kollega sína í Noregi með til-
komu EES.
Tollaiækkanir á ferskum flök-
um munu væntanlega leiða til
mestra breytinga í fiskvinnslu hér
á landi á næstunni. Ef tilraunir
með útflutning á ferskum flökum
í gámum með skipum til Evrópu
gefast vel getur það leitt til þess
að útflutningur á óunnum fiski
dregst enn meira saman en orðið
er og jafnframt veitt sjófrystum
fiski nýja samkeppni. Þá mun út-
flutningur á flökum f lofttæmdum
eða loftskiptum umbúðum einnig
geta orðið vænlegur kostur, en
nokkur fiskvinnslufyrirtæki hafa
þegar fest kaup á tækjum í þeim
tilgangi að hefja og hafa jafnvel
hafið slíka framleiðslu. Þess ber
þó að geta að markaður fyrir fersk
flök er lítt þekkt stærð og það á
eftir að koma í ljós hversu mikið
magn tekst að selja af þessum af-
urðum.
Ekki er enn ljóst hvort aðild
okkar að EES veiður til þess að
erlendir kaupendur leiti í auknum
mæli á fiskmarkaðina hér á landi
til að verða sér úti um fisk til að
flytja óunninn úr landi. Ef þetta
verður reyndin er nauðsynlegt að
setja um þau viðskipti sérstakar
reglur þar sem ekki getur talist
eðlilegt að skerða kvóta þeirra
skipa sem selja á mörkuðunum,
en samkvæmt núgildandi reglum
ætú að gera það eins og um út-
flutning skipanna sjálfra væri að
ræða. Aðalfundur Samtaka fisk-
vinnslustöðva 1992 ályktaði um
þetta mál og reyndar síðasta
Fiskiþing einnig: Ályktanir em
báðar í þá vem að setja verði jöfn-
unargjald á slíkan útfluúiing úl að
vega upp á móú þeim styrkjum
sem fiskvinnsla EB nýtur. Ekki
dugar að heimila þessum aðilum,
og reyndar kaupendum frá fleiri
þjóðum, að koma hingað með
fullar hendur styrkjafjár og taka
hráefni frá innlendri vinnslu og
störf frá íslensku fiskvinnslufólki.
I þessu sambandi sakar ekki að
rifja upp að styrkir EB og ein-
stakra landa innan þess úl sjávar-
útvegsins em samtals um 80-100
milljarðar íslenskra króna á ári og
styrkir Norðmanna em um 1,5
milljarður á þessu ári.
Með úlkomu EES opnast okk-
ur Islendingum einnig möguleik-
ar á að leita fjármagns til rann-
sókna- og þróunarverkefna fyrir
sjávarútveg frá sjóðum EES. Fyr-
ir nokkm var stofnaður svonefnd-
ur Samstarfsvettvangur sjávarút-
vegs og iðnaðar í jreim tilgangi að
auka vinnsluvirði og tækniþróun
fyrir fiskvinnslu og útgerð. Vett-
vangurinn nýtur fjárstuðnings frá
opinbemm aðilum, frá samtökum
sjávanitvegs og iðnaðar og Rann-
sóknaráði, en jafnframt mun hann
sækja fjármagn í erlenda sjóði
sem við eigum nú aðgang að.
Með inngöngu okkar i EES er-
um við að sú'ga afdrifaríkt skerf
inn í fijálsara og jafnframt harð-
ara samkeppnisumhverfi í öllum
fyrirtækjarekstri. Þessu hafa fylgt
ýmis konar lagasetningar sem
ekki sfst snúa að framleiðslu sjáv-
arafurða. Flesúr era sammála því
að þetta hafi verið óumflýjanlegt
því að öðmm kosti hefðu fisk-
vinnslufyrirtæki orðið að sæta
leyfisveiúngum framkvæmda-
stjómar EB og efúrlitsmanna
þeirra úl að fá að framleiða fyrir
Evrópumarkað. Ákvarðanir um
vinnsluleyfi fyrir EB-markað
hefðu verið í freirra höndum. Nú
er það hins vegar Fiskistofa sem
fer með það vald.
Aðild okkar að EES gerir meiri
kröfur úl samkeppnishæfni fs-
lensks sjávarútvegs, en veitirokk-
ur í staðinn víðtækari möguleika
til að markaðssetja afuiðir okkar.
Öllum má vera ljóst að staða sjáv-
arútvegs á íslandi er bágborin eft-
ir skuldasöfnun verðbólguáranna
og samdrátt þorskveiðanna, en
þorskurinn hefur verið okkur
verðmætasta afurð og gefið sjáv-
arútveginum mestan arð. Sjávar-
útvegurinn býr hins vegar yfir
dugmiklu fólki sem ávallt hefur
verið reiðubúið að takast á við ný
verkefni af einuið og árvekni og
því horfum við með hóflegri
bjartsýni úl framú'ðar og þeirra
nýju tækifæra sem bjóðast okkur
með aðild að Eviópska efnahags-
svæðinu.
Höfundur er formaður
Samtaka fiskvinnslustöðva.
Fcilltrúaráð fflþýðuflokksfálaganna í Raykjavík
FRfiMBOÐ I REYKJflVÍK
Kouiing falltráa filþýðuflokksins í 4. og
9. sarti á samaiginlegan framboðslista
til borgarstjórnarkosninga í
Raykjavík. vorið 1994. fer fram
í Rósinni að Hverfisgötu 8-10.
laugardaginn 5. febráar og
sunnudaginn 6. febráar nastkomandi.
Rétt til framboðs og þátttöku í
kosningu hafa allir flokksbundnir
filþýðuflokksmenn. samkvarmt
félagatali 15. janáar 1994. sem
lögheimili hafa i Reykjavik.
Framboðsfrestur er til
klukkan 12 á hádegi,
þriðjudaginn 25. janáar
nazstkomandi.
Nánari upplýsingar eru veittar
á skrifstofum filþýðuflokksins.
- Stjórn fulltrúaráðs Rlþýðuflokksfclaganna í Reykjavik.