Alþýðublaðið - 30.11.1995, Blaðsíða 4
4
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
HELGIN 30. NÓVEMBER - 3. DESEMBER 1995
v i t i m e n n
„Ég hef fallið frá
öllum hugmyndum um
hernaðarlega lausn og styð
Dayton-samkomulagið.“
Radovan Kardzic forseti Bosníu-Serba
er ekki í vandræðum með að skipta um
skoðun. Morgunblaðið í gær.
„Ég lauk öllum prófum
mínum við utanríkisvið-
skiptadeildina en ég lauk
aldrei náminu formlega með
meistaraprófsgráðu.“
Aleksander Kwasniewski
nýkjörinn forseti Póilands viður-
kennir að hafa logið til um menntun
sína í kosningabaráttunni.
Morgunblaðið í gær.
Baldvin segir að kjötinu
hafí verið illa pakkað svo
plastpakkningar hafí opnast
og kjöt skemmst. í einhverj-
um pakkningum hafí hár
fundist á kjötinu.
Baldvin Jónsson um útflutning
lambakjöts til Bandaríkjanna.
Morgunblaðið í gær.
Það hlýtur fleiri
sjálfstæðismönnum en mér
að hafa brugðið við að heyra
í fréttatíma síðastliðinn laug-
ardag frá fundi sem haldinn
var í Valhöll þann sama dag.
Lesendabréf í DV í gær.
Hitt er svo augljóst
að mikill hluti þjóðarinnar
sættir sig ekki lengur við þá
launastefnu sem birst hefur að
undanförnu í stórauknum
launamun.
Leiðari DV í gær.
f réttaskot úr fortíð
Prófessorar
dæmdir
í fangelsi
Þegar Þjóðverjar réðu lögum og
lofum í Belgíu stofnsettu þeir há-
skóla í Flandem. Fjórir prófessor-
anna við þann háskóla hafa nú af
Belgum verið dæmdir í 2-10 ára
fangelsi fyrir að taka að sér að
kenna löndum sínum undir stjóm
Þjóðverja. Auðvaldssinnar og
þjóðrembingsmenn fara ekki í
manngreinarálit þegar þeim er
gert á móti.
Alþýðublaðið
5. ágúst 1920
Að flokka sundur og saman
„Sú saga bendir til að aðferðafræði þeirra, sem vildu endurskipuleggja
flokkakerfíð, hafí verið í meira lagi misráðin. Þessar tilraunir eiga
nefnilega það eitt sameiginlegt að þær hafa engum árangri skilað,
þrátt fyrir þá staðreynd, að stéttapólitík millistríðs- og kreppuáranna,
heyrir til Iiðinni tíð“.
Er flokkakerfið úrelt? Sundrar
það þeim sem saman eiga? Rekur
það þá saman í rétt, sem eiga fátt
sameiginlegt? Hvar birtast okkur í
stærstu málum samtímans hinar
stóm pólitísku andstæður? Em
andstæðurnar ef til vill meiri innan
flokka en milli flokka? Hvert er
bindiefnið, sem heldur hinum
hefðbundnu flokkum saman:
Stéttahagsmunir eða hugmynda-
fræði og hugsjónir?
Háborðið
Jón Baldvin
É Hannibalsson
skrifar
Hvers vegna tala þeir mest um
„sameiningu jafnaðarmanna“, sem
harðast hafa gengið fram í að
sundra jafnaðarmönnum? Hvemig
má það vera að stjómmálamaður,
sem taldi sig ekki getað starfað
innan Alþýðuflokksins út af meint-
um málefnaágreiningi, hefur engar
áhyggjur af málefnaágreiningi við
sammna fjögurra flokka, sem
standa þó frammi fyrir miklu djúp-
stæðari ágreiningsmálum en
nokkm sinni vom uppi innan Al-
þýðuflokksins?
Þeir sem segja að flokkakerfið
sé úrelt hafa nokkuð til síns máls.
Það flokkakerfi sem mótaðist á
öðmm og þriðja tug aldarinnar og
menn kenna gjaman við Jónas frá
Hriflu var byggt á stéttapólitík.
Jónas var guðfaðir beggja, Fram-
sóknarflokksins og Alþýðuflokks-
ins/Alþýðusambandsins. Fram-
sóknarflokkurinn var og er flokkur
bænda, (um það bil 60% bænda
kjósa enn Framsókn en innan við
20% kjósa Sjálfstæðisflokkinn)
sveitamenningar og dreifbýlis. Al-
þýðuflokkurinn var hinn pólitíski
armur Alþýðusambandsins, það er
að segja stéttarfélaga verkamanna
og verkakvenna og sjómanna, í rís-
andi þéttbýli við sjávarsíðuna, Jón-
as þóttist skilja að bændur og
verkamenn/sjómenn ættu ekki
samleið í einum og sama flokkn-
um. Hins vegar vildi hann að þess-
ir tveir flokkar störfuðu saman og
héldu þar með Sjálfstæðisflokkn-
um, flokki útgerðar og kaupsýslu,
utan stjómarráðsins. Stofnun Sjálf-
stæðisflokksins 1929 við sammna
Ihaldsflokksins og Fijálslynda-
flokksins var að hluta til viðbrögð
við stéttapólitík Jónasar frá Hriflu.
Menn mega ekki gleyma því að
þetta var þriggja flokka kerfi.
Sjálfstæðis- og Framsóknarflokk-
urinn hafa lcngst af haldið þeirri
stöðu að vera stærstir fjögurra
flokka þjóðarinnar. (Framsókn
varð þó minnst til dæmis 1978).
Vegna þjóðflutninga úr sveit að
sjávarsíðu mátti reikna með því að
fylgi Framsóknar og valdagmnnur
skryppi saman. Alþýðuflokkurinn
hefði hins vegar átt að vera vax-
andi flokkur vegna þess að verka-
fólki og sjómönnum við sjávarsíð-
una fjölgaði stöðugt. Sjálfstæðis-
flokknum gat líka staðið stuggur af
þeirri þróun.
Að deila og drottna
Það sem breytti þessu flokka-
kerfi í grundvallaratriðum var til-
koma Kommúnistaflokksins
(1930) og síðar Sósíalistaflokksins
(1938). Kommúnistar skilgreindu
sig fyrst og fremst sem fjandmenn
jafnaðarmanna. Þeir höfðu Sovét-
ríkin að þjóðfélagsfyrirmynd;
höfnuðu lýðræði og þingræði; og
hófu borgarastyijöld innan verka-
lýðshreyfingarinnar, oft í banda-
lagi við Sjálfstæðisflokkinn. For-
senda þess vanhelga bandalags var
að báðir, kommúnistar og sjálf-
stæðismenn, litu á Alþýðuflokkinn
sem hinn sameiginlega óvin.
Með stofnun Kommúnista/Sósí-
alistaflokksins og borgarastyijöld-
inni innan verkalýðshreyfingarinn-
ar var botninn dottinn úr hinu upp-
haflega valdakerfi Jónasar frá
Hriflu. Borgarastyrjöldin innan
verkalýðshreyfingarinnar og kjör-
dæmaskipun og kosningalög, sem
drógu taum sveita og dreifbýlis á
kostnað þéttbýlisins, er megin-
skýringin á því að Alþýðuflokkur-
inn varð ekki hinn stóri meirihluta-
flokkur lýðræðisjafnaðarmanna,
eins og niðurstaðan varð annars
staðar á Norðurlöndum.
Sjálfstæðisflokkurinn færði sér
klofning verkalýðshreyfingarinnar
í nyt; deildi þar og drottnaði í
bandalagi við kommúnista/sósíal-
ista. Tilraunir jafnaðarmanna til
þess að knýja fram lýðræðislegar
umbætur á kosningakerfinu kallaði
á átök við bændaíhaldið í Fram-
sókn. Það var fyrst og fremst vax-
andi styrkur Kommúnista-Sósíal-
istaflokksins, á kostnað Alþýðu-
flokksins sem knúði Framsókn og
Sjálfstæðisflokk til ríkisstjómar-
samstarfs og færði Sjálfstæðis-
flokknum pólitískt frumkvæði í
baráttunni um völdin í þessu fjór-
flokkakerfi.
Áhlaupum hrundið
Þetta flokkakerfi hefur staðið af
sér öll áhlaup í meira en 60 ár. All-
ar tilraunir til að endurskipuleggja
það hafa mistekist hingað til. Þjóð-
vamarflokkurinn var eins-máls
hreyfing (gegn NATO-aðild og
vem vamarliðsins). Hann var
stofnaður vegna þess að hreinrækt-
aðir þjóðemissinnar áttu bágt með
að eiga þann málstað sameiginleg-
an með Moskvukommúnistum.
Hann reyndist skammlífur og leif-
amar runnu að stærstum hluta inn í
Alþýðubandalag og Framsókn.
Kosningabandalag Hannibals
við Sósíalistaflokkinn (undanfari
Alþýðubandalagsins) forðaði Sósí-
alistaflokknum frá hruni eftir inn-
rás Rauða hersins í Ungveijaland
1956. Hannibal hvarf frá því kosn-
ingabandalagi saddur pólitískra líf-
daga 1967. Þá skipti Sósíalista-
flokkurinn uin nafn (hefur síðan
heitið Alþýðubandalagið) en
Hannibal stofnaði Samtök fijáls-
lyndra og vinstri manna til þess að
„sameina jafnaðarmenn". SFV átti
aðild að einni misheppnaðri ríkis-
stjórn. Leifar samtakanna mnnu
síðan inn í Alþýðuflokkinn og í
minna mæli Alþýðubandalagið.
Vilmundur Gylfason yfirgaf Al-
þýðuflokkinn og stofnaði Banda-
lag jafnaðarmanna utan um rót-
tækar hugmyndir um stjómkerfis-
breytingar: Beint kjör forsætisráð-
herra og skýr skil milli löggjafar-
framkvæmda- og dómsvalds.
Bandalagið entist eitt kjörtímabil.
Flestir forystumenn þess og fylgis-
menn gengu síðan til liðs við Al-
þýðuflokkinn á ný.
Jóhanna Sigurðardóttir yfirgaf
Alþýðuflokkinn og stofnaði hreyf-
ingu utan um sjálfa sig út af meint-
um ágreiningi um útgjöld á fjár-
lögum til félagsmála á samdráttar-
límum. Flestum ber saman um að
Þjóðvaki fari sömu leið og aðrir
smáflokkar, sem stofnaðir hafa
verið utan um einstakar persónur á
grundvelli „populisma". Borgara-
flokkur Alberts Guðmundssonar
reyndist einnota hreyfing af því
tagi. Ahrif Borgaraflokksins vom
þau helst að koma í veg fyrir stór-
sigur Alþýðuflokksins í kosning-
unum 1987 og þar með að koma í
veg fyrir myndun viðreisnarstjóm-
ar á þeim tíma.
Dýrkeyptar lexíur
Hvað er hægt að læra af þessari
sögu? Að fjögurra-flokka-kerfið
hefur reynst lífseigt og hrundið öll-
um áhlaupum hingað til? Sú saga
bendir til að aðferðafræði þeirra,
sem vildu endurskipuleggja
flokkakerfið, hafi verið í meira lagi
misráðin. Þessar tilraunir eiga
nefnilega það eitt sameiginlegt að
þær hafa engum árangri skilað,
þrátt fyrir þá staðreynd, að stétta-
pólitík millistríðs- og kreppuár-
anna, heyrir til liðinni tíð.
Þrátt fyrir þá staðreynd að hug-
myndagrundvöllur kommún-
ista/sósíalista/alþýðubandalags er
fyrir löngu brostinn. Og þrátt fyrir
þá staðreynd að atvinnurekstrar-
kerfi SIS, sem var bakhjarl Fram-
sóknarflokksins, er horfið með
verðbólguþjóðfélaginu sem ól það.
Og þrátt fyrir þá staðreynd að ís-
lenska þjóðin hefur gengið í gegn-
um heimskreppu og heimsstyrjöld,
uppgangstíma og hnignunarskeið í
sjávarútvegi, þjóðflutninga úr sveit
í borg og stendur nú frantmi fyrir
mótun nýrra og gerbreyttra þjóðfé-
lagshátta, allt í kringum okkur, í
aðdraganda nýrrar aldar. Samt blí-
fur þetta flokkakeifi, þótt það sé
löngu hætt að endurspegla sam-
stæður og andstæður í pólitískri
skoðanamyndun fólksins í land-
inu.
Helstu andstæður íslenskra
stjómmála eru ekki lengur milli
verkalýðs og atvinnurekenda, milli
kommúnista og lýðræðissinna,
milli hægri og vinstri. Þessar and-
stæður eru milli þjóðlegra íhalds-
manna annars vegar og fijáls-
lyndra jafnaðarmanna hins vegar.
Milli þjóðemis- og einangmnar-
hyggju annars vegar og alþjóða-
hyggju og jákvæðrar afstöðu til
Evrópusamrunans hins vegar;
milli þeirra sem veija sérhagsmuni
í skjóli einokunar, fákeppni og rík-
isforsjár annars vegar og hinna,
sem vilja innleiða frjálsa sam-
keppni og fríverslun á sem flestum
sviðum. Sumsé. Milli þjóðemis-
sinnaðra íhaldsmanna og ftjáls-
lyndra umbótasinna. Afl umbóta-
sinnanna er því miður sundrað í
mörgum flokkum. Þeir sem í ein-
lægni vilja leysa þetta afl úr læð-
ingi verða að læra lexíuna sína af
mistökum fortíðarinnar, áður en
þeir láta til skarar ski íða með meiri
von um árangur en fyrrirrennarar
þeiiTa. Meira um þetta næst.
Höfundur er formaður Alþýðuflokksins
og alþingismaður.
Hótmberg Gíslason vegfar-
andi: Nei. Ég man ekkert hvað
gerðist þá.
Þóra Jónasdóttir þjónn: Nei. Ég
veit ekki hvað á að halda upp á.
Björg Jónsdóttir húsmóðir:
Nei, ég held ekki formlega upp á
fullveldisdaginn.
Lúther Ólason húsasmiður: Já.
Þá fæ ég útborgað.