Vísir - 18.03.1978, Blaðsíða 2

Vísir - 18.03.1978, Blaðsíða 2
2 Laugardagur 18. mars 1978 HEFDARFRÚR, BARÓNAR OG GÖTUSTELPUR Káta ekkjan frumsýnd í Þjóðleikhúsinu á miðvikudag Heföarfrúr og barónar arka um sali sendiráðs Svartfjallalands í París. Götustelpur draga diplo- mata borgarinnar á tálar. Líf ið og tilveran snýst um samkvæmislífið. Við fáum að kynnast lifinu í París árið 1905 í Þjóðleikhúsinu við Hverfisgötu. .Þar er nú verið að æfa eina vinsæl- ustu vínaróperettu sem gerð hefur verið, Kátu ekkjuna eftir Franz Lehar. Höfundur sækir söguþráðinn i franskan gamanleik eftir Henry Meilhac. Aðalpersonan er auðug ekkja, Hanna Glawari sem allir sækjast eftir að eiga, vegna auðs hennar. Óperettan gerist að mestu letti í húsakynn- um ekkjunnar en einnig fáum við að lita inn í sendiráð í París. Þetta er i annað sinn sem Þjóðleikhúsið tekur þessa vinsælu óperettu til sýninga, en hún var sýnd hér árið 1956. Káta ekkjan verður frumsýnd n.k. miðviku- dagskvöld. Leikstjóri sýningarinnar er Bene- dikt Árnason, en leik- mynd og búninga gerði skoskur leikmyndateikn- ari, Alistair Powell, sem nú er öðru sinni gestur Þjóðleikhússins. Áður gerði hann leikmynd og búninga í imyndunar- veikina. Tónlistin er flutt af hl jóðf æraleikurum úr Sinfóníuhljómsveit islands, en hljómsveitar- stjóri er Páll P. Pálsson. Einnig syngur Þjóðleik- húsk&rinn og dansarar úr dansflokki Þjóðleikhúss- ins dansa undir stjórn Youri Chatal. Aðalhlutverkin, ekkjan frú Hanna Glawari og Danilo greifi eru í hönd- um Sieglinde Kahmann og Sigurðar Björnssonar. I öðrum helstu hlutverk- um eru: Guðmundur jónsson, Ólöf Harðardótt- ir, Magnús Jónsson og Árni Tryggvason. —KP. „Eiffs gott að við etvni ekki laglausar" ,Mér finnst þetta mjög skemmtilegt, lif og fjör á sviö- inu, en lifiö gengur nú ekki svona auöveldlega i rauninni”, sagöi Asdis Magnúsdóttir dans- ari. islenski dansflokkurinn tek- ur virkan þátt i sýnungunni, en þaö er Yuri Chatel ballett meistari sem hefur æft dansana og sviöshreyfingar. „Viö erum sjö sem tökum þátt I þessari sýningu og til allrar hamingju erum við ekki alveg laglausar vegna þess aö viö þurfum að syngja og dansa um leiö, en þaö kemur allt meö æf- ingunni”, sagði Ásdis. Stúlkurnar i dansflokknum sögöu aö þaö væri allt annað að dansa i þessari sýningu, en t.d. siöustu ballettsýningu. „Hreyf- ingarnar eru ekki ákveðnar fyr- irfram, við getum ráðiö þessu miklu meira sjálfar”. KP. „Líf og f jör og framhjáhald" „Vínaróperettur eru léttar og skemmtilegar, en þær eru eintóm vitleysa, en fallegar samt", sagði Guðmundur Jónsson söngvari, en hann fer með hlutverk Zeta baróns. Guömundur sagöi að i svona og þaö er lif og fjör og fullt af sýningu lægi mikil vinna, æfing- framhjáhaldi”, sagði Guö- ar hefðu verið tvisvar á dag þrjá mundur. daga vikunnar. —KP. „Sviðið er einnig mjög fallegt ,Kvíði fyrir hverri œfingu' — segir Ólöf Harðardóttir, sem fer með eitt aðalhlutverkið í Kótu ekkjunni „Það má segja að ég kvíði fyrir hverri æfíngu þessa dagana, þvi eftir þvi sem búningar og leik- tjöld bætast við, þá finnur maður betur að það dreg- ur að f rumsýningu", sagði ólöf Harðardóttir, en hún fer með eitt aðal hlutverkið í óperettunni Kátu ekkjunni, í samtali við Visi. Þetta er fyrsta stóra hlut- verkið sem ólöf tekst á hendur en áður hefur hún farið með smáhlutverk í ýmsum sýning- um sem settar hafa verið upp i Þjóöleikhúsinu. „Ég byrjaði I söngnámi hjá Elisabetu Erlingsdóttur i Kópa- vogi og starfaði siðan i Þjóðleik húskórnum i nokkur ár.”, sagði Ólöf. Hún stundaöi einnig nám i Listdansskóla Þjóðleik- hússins i tiu ár svo hún er ekki alveg ókunnug i húsinu. Ólöf hefur lagt stund á söng- nám i Munchen og var eitt og hálft ár við nám i Tónlist- arháskólanum i Vin. „Það er mjög mikils viröi fyr- ir mig að starfa með svona reyndu fólki, eins og i þessari sýningu. Þetta er allt fólk sem hefur mikla reynslu að baki og af þvi er hægt að læra margt.”, sagöi Ólöf. Ólöf þarf einnig aö dansa I sýningunni með stúlkum úr islenska dansflokknum. „Það getur verið erfitt að syngja og dansa um leið, en þaö kemur með mikilli æfingu og viö skul- um vona að þetta takist allt á frumsýningunni”, sagði Ólöf. —KP.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.