Vísir - 18.03.1978, Blaðsíða 26

Vísir - 18.03.1978, Blaðsíða 26
26 Laugardagur 18. mars 1978 vism M Haraldur er hér meö einn viöarkubbinn úr safni sínu. Ef myndin prentast vel má sjá hvernig hann hefur merkt hvern kubb meö tegundar- og ættarheiti og upp- runastaö. Stundum getur orkað tvímælis hvort flokka eigi söfnun undir tómstundaiðju eða visinda- starf. Eitt þeirra safna, sem hlýtur að teljast til þess síðara, er viðarsafn Haraldar Ágústssonar kennara. Haraldur er lærður húsgagnasmiður og stund- aði það starf um margra ára skeið. Jafnframt hefur hann í 40 ár verið við kennslu i ýmsum skólum, lengst af í Iðnskólanum og í 13 ár hef ur hann einnig kennt við verkf ræðideild Háskólans. Undanfarin ár hefur aðalkennslugrein hans ver- ið viðarfræði. Fyrir 14 árum hóf hann söfnun viðartegunda og í dag eru viðarsýnin í safni hans orðin á 16. hundrað. Mun saf nið nú vera stærsta einkasaf n á Norðurlöndum. þá sjálfur i réttar stæröir, heflar þá og pússar. Viö þetta sagði hann að væri talsverð vinna, en mesta vinnan væri þó fólgin i skrásetningu safnsins. Hvert viðarsýni er merkt teg- undar og ættarheiti og hvaðan það er komið. Ennfremur er hvert sýni tölusett eftir viðar- lexikoni, svo að fljótlegt er að finna allar upplýsingar um hverja viðartegund. Auk þessarar skrásetningar hefur Haraldur gert spjaldskrá yfir safnið, þar sem viðarteg- undirnar eru i númeraröð, fræðiheitin i stafrófsröð og einn- ig er þar skrá yfir ættir trjáteg- undanna. Bréfaskriftir um allan heim. Flest sýnin hefur Haraldur fengiö send erlendis frá. Hann er i Alþjóðasambandi viöar- safnara og hafa aðrir safnarar I sambandinu útvegað honum mikið af sýnunum, en einnig hafa ræðismenn fslands i hinum ýmsu löndum oft hjálpaö honum i þessu efni. Til að koma á þessum sam- böndum þurfti miklar bréfa- skriftir. Til dæmis sagöist Har- aldur hafa fengið skrá yfir fél- aga i alþjóðlegu frimerkjafélagi hjá bróður sinum, Sigurði Agústssyni, og skrifað allmörg- um þeirra og beðið þá að útvega sér spýtur. Einn þeirra býr i Astraliu og benti hann honum meðal annars á safnara i Nýja- Sjálandi. Sá var i alþjóðasam- bandi viðarsafnara og gegnum frá öllum löndum heims,” sagði Haraldur. ,,Honum gekk það vel að öðru leyti en þvi, að frá So- vétrikjunum tókst honum ekki að fá sýni. Það er erfitt að komast i sam- band viö Rússa og Kinverja. Þeir svara sjaldnast bréfum frá viðarsöfnurum. Það er eins og þeir þori það ekki. Þó komst ég eitt sinn i samband við mann i Kina en það samband datt niður aftur áður en ég haföi fengið nokkrar spýtur frá honum.” Perla safnsins er íslensk Haraldur á margar fágætar viðartegundir i safni sinu, en perlan i safninu er að hans sögn 5-10 miljón ára gamalt tré, sem fannst við Bolungarvik. Þetta tré er af tegundinni Kaliforniu- rauðviður og hefur varðveist merkilega vel, þvi oftast er svo gamall viður orðinn steinkennd- ur. Tré af þessari trjátegund er nú hæsta tré i heimi. Svona tré finnast viða á fslandi envalxa ekki lengur. Haraldur tegundargreindi sýnið sjálfur, en sendi það siðan til frekara öryggis til Þýska- Hér er viðarsafn Harald- ar geymt. A þessari mynd eru sýni af sömu trjátegundinni á mismunandi þróunarskeiðum frá spýtu að steini. Lengst til vinstri er nýr Kaliforníu-rauðviður, síðan kemur perlan í safni Haraldar, viðarkubbur frá Bolungarvík. Haraldur sagði, að þetta væri viðarbrandur, þ.e. hann er enn trékenndur. Siðan er surtarbrandur af sömu tr játegund, en það er steinkennt tré og loks viðarsteinn. TómstundoiðjQ verð- ur fræðimennsko Rætt við Harold Ágústsson, sem sofnoð hefur yfir 1500 viðortegundum og hlotið viðurkenningu fyrir sem viðorfræðingur. Hafði alltaf áhuga á timbri ,,Sem smiður hef ég alltaf haft mikinn áhuga á timbri,” sagði Haraldur i samtali við Helgar- blaðið. „Þegar ég byrjaði að safna viðarsýnum skipulega átti ég nokkrar spýtur i fórum min- um, sem voru óskrásettar. Svo var það að ég komst yfir þýskt timarit þar sem ég fékk hug- myndina um þaðhvernig ætti að byggja svona safn upp. Þar með var safnið koinið i gang.” Haraldur hefur fyrst og fremst lagt áherslu á að safna barrtrjátegundum, eða ber- frævingum, eins og hann segir að sé réttara að nefna það. „Það er aðallega vegna þess, að í heiminum eru aöeins til 650 tegundir berfrævinga. Af lauf- trjám, eða dulfrævingum, eru hins vegar til yfir 20 þúsund teg- undir. Berfrævingasýnin i safn- inu eru nú orðin eitthvað á þriöja hundrað.” Mesta vinnan við skrá- setninguna Haraldur fær viðarsýnin i litl- um spýtukubbum og sker hann hann komst Haraldur i sam- bandið. 1 annað sinn skrifaöi Haraldur aðilum i Puerto Rico. Með svar- bréfinu kom kassi með 60 viðar- tegundum sem gjöf. Rússar og Kínverjar tregir Haraldur sagðist ekki hafa einbeitt sér sérstaklega aö þvi að safna viðartegundum frá öll- um löndum heims. Þó á hann sýni frá flestum löndum i öllum heimsálfum. ,.Ég fékk eitt sinn beiðni um islenska viðartegund frá kana- diskum safnara, sem hugðist gera sér borð úr viöartegundum lands, þar sem greining hans var staðfest. Elsta sýnið isafni Haraldar er aö likindum 15 milljón ára gam- alt sýni af Musterisvið, en það fékk hann með bók frá Banda- rikjunum. Einnig er i safninu 7 þúsund ára gamall islenskur einir, sem fannst á Leyningshól- um i Eyjafirði. Aöspurður kvaðst Haraldur ekki vita hvort viðarsöfnun sé svo mjög kostnaðarsöm. „Það er yfirleitt alltaf sama verðið á þessu. Þó eru sumar viðartegundir aö veröa fágætar og þá fer verðið aðeins upp. Dýrasta prufan, sem ég hef keypt, kostaði 1 dollar, en flest- ar kosta þær minna,” sagði hann. Viöarfræðingur án háskólaprófs Viðarsafn Haraldar er aðeins hluti af starfi hans á sviði viðar- fræði. Hann byrjaði á safninu til að nota það við kennsluna og kennslan hefur einnig orðið hvati að nokkrum ritum, sem Haraldur hefur skrifað um við og gefið út á eigin kostnað. Þar á meðal eru Heiti úr viðarlif- fræði, rit um viðarskaðvalda— og rit um ýmislegt úr viðar- fræði. Þessar bækur og rannsóknir Haraldar á viði hafa orðið til þess að hann hefur fengiö viður- kenningu sem viðarfræöingur. Er hann nú orðinn félagi i Al- þjóðasambandi viðarliffræð- inga. Þó er hann alveg sjálf- menntaöur i faginu. Viö skriftirnar kvaðst Har- aldur hafa orðið þess áþreifan- lega var, að yfir mjög mörg hugtök viðarfræðinnar vantaði islensk orð. Þvi tók hann sig til og bjó til ný orð eða skilgreindi að nýju gömul orð. Höfðu þau öll hlotiö samþykki Orðabókar Há- skólans áður en þau birtust á prenti. Við orðagerðina sagðist Har- aldur mikið styðjast við þýsku, en það mál lærði hann i Iðn- skólanum á sinum tima og hefur siðan haldið þeirri kunnáttu við. Texti: Sigurveig Jónsdóttir

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.