Vísir - 18.03.1978, Blaðsíða 11

Vísir - 18.03.1978, Blaðsíða 11
Verslunargata í Jeddha. Björn Stefánsson er fremstur á myndinni. Múgur og margmenni ,,Við ókum sem leið lá frá hótel- inu sem við bjuggum á við flug- völlinn og inn i borgina. Þar lögð- um við bilnum skammt frá aðal- torginu meðan við gerðum inn- kaupin. Hagstætt verð er á mörgu þarna, ekki sist gulli og útvarps- og hljómflutningstækjum þar sem vörur eru tollfrjálsar”, segir Björn. Þemenningarnir gera innkaup sin i velbúinni verslun þar sem vöruúrval er ótrúlega gott. Búðarmenn eru þægilegir og búa um pakkana i einum kassa sem einn þeirra ber siðan fyrir félag- ana að biinum. Þá hefur bilum verið lagt allt i kringum hann svo hann verður ekki hreyfður. Ómur af æstum röddum berst handan við götuhornið og þangað hraðar sér múgur og margmenni. Eitt- hvað stórkostlegt hlýtur að vera i aðsigi. Þeir F'lugleiðamenn eru á báð- um áttum um hvað gera skuli. Ekki geta þeir gengið til flugvall- arins og skilið bilinn eftir. Þeir lita spurnaraugum til búðar- mannsins sem bar kassann. Hann skælbrosir, strýkur visifingri þvert á hálsinn og bendir i átt að torginu. Aftökutorgið ,,Það varð úr að við göngum i átt að torginu. Auðvitað vorum við forvitnir en þó var einhver beyg- ur i okkur og við vorum hikandi. Þegar við komum á torgið er þar mikill mannfjöldi. Sumir hrúguðust upp á bilþök til að sjá betur og á vinnupöllum húss sem verið var að gera við var krökkt af fólki”, segir Björn. ,,Á miðju torginu var auður ferningur og visuðu tvær járn- stengur upp i loftið. Lögreglu- menn sáu um að engir færu inn á þetta svæði og börðu til fólks með kylfum ef það þrengdi of mikið að. Allt i kringum okkur ræddu menn ákaft saman og það var eftirvænting á hverju andliti. Enn var ferningurinn auður og fólkið hélt áfram að streyma að eins og þarna væru meirháttar hátiða- höld i vændum”. Hrópað og klappað Úr þessu er of seint fyrir þá Flugleiðamenn að snúa við. Skikkjuklæddir Arabar þrengja að þeim úr öllum áttum og þeir geta sig ekki hrært. En biðin verður ekki löng og Björn heldur áfram: ,,Skyndilega ryðja lögreglu- þjónar braut i gegnum mann- þröngina. A hæla þeirra ekur 'lögreglujeppi og viðstöndum i um tveggja metra fjarlægð. Með lögregluþjónunum i bilnum er maður klæddur að sið Araba, i hvitum kufli með höfuðfat. Við sáum aðeins dökkleitt andlitið með stingandi augum. ‘Billinn ekur að ferningnum og maðurinn er leiddur út. Mann- fjöldinn tekur mjög að ókyrrast og við gerum okkur grein fyrir að manninn eigi að hálshöggva. Arabarnir fara að hoppa upp til að sjá betur. Okkur var farið að liða illa og við hoppuðum ekki. Eftir skamma stund hrópuðu allir og klöppuðu, andrúmsloftið var fullt af einhverum óhugnaði og okkur varð flökurt. Það siðasta sem við höfðum séð til fangans var að hann kraup i ferhyrningn- um og við höfðum satt að segja ekki löngun til að sjá höfuðið sneitt af bolnum. Við vorum miður okkar þegar við komum aftur á hótelið eftir þennan óskemmtilega atburð”. Myrti fjölskylduna Björn sagði að þeir hefðu verið að velta þvi fyrir sér hvers vegna þessi aftaka fór fram á mánudegi en ekki á föstudegi eins og venjan var. En skýringin fékkst daginn eftir þegar blað sem gefið er út á ensku i Jeddha barst á hótelið. ,,Ég rak augun i litla eindálks frétt i blaðinu. Þar stóð að daginn áður hefði maður verið tekinn af lifi fyrir að myrða fjölskyldu sina, móður og fimm aðra. Jafn- framt hafði hann sært fimm ná- granna sem reyndu að skakka ieikinn. Þessi hroðalegi atburður hefði átt sér stað siðdegis á föstu- dag þegar hinum venjulegu refsingum var lokið og ekki þótt rétt að geyma aftöku morðingj- ans fram til næsta föstudags. Satt best að segja leið mér betur eftir að hafa lesið um ástæðuna fyrir aftökunni”, sagði Björn Stefáns- son. Strangar refsinar Arabarnir i Saudi Arabiu fara sftir þvi sem Kóraninn býður þeg- ar refsingar eru ákveðnar. Sam- kvæmt þvi sem kunnugir sögðu Birni Stefánssyni fara refsingar fram opinberlega öðrum til við- vörunar og eru þær strangar. Áfengisneysla er bönnuð og þeim refsað sem bannið brjóta. Er það gert á þann hátt að hinir ölkæru eru leiddir á torgið og þeir barð- irmeð staurum þar til þeir hniga niður meðvitundarlausir. Þjófar fá aðvörun við fyrsta og annað brot ef ekki er um stór- þjófnað að ræða. Láti þeir sér ekki segjast er engin miskunn sýnd. Þá er önnur höndin hoggin af og ef legátinn stelur enn er hin látin fjúka lika. Morðingjar og nauðgarar eiga sér ekki lifs von. Þeir eru háls- höggnir og þar farið eftir fyrir- mælum hinnar helgu bókar Mú- hameðstrúarmanna Kóransins. Miklar andstæður 1 Jeddha búa nú 1.100 þúsund manns og andstæður eru gifurleg- ar. Aldagamlar siðvenjur eru hafðar i heiðri af oliufurstum sem aka um i dýrum bilum og byggja glæsihallir með öllum þægindum. Viða eru uppi skilti sem banna körlum og konum að leiðast, en algengt er að sjá tvo karlmenn leiðast hönd i hönd. Það gefur auga leið, að margs þarf að gæta i umgengni við hina innfæddu, en Flugleiðir hafa þarna sem annars staðar i ver- öldinni öðlast traust ráðamanna. Við breytum ekki siðvenjum Araba enda kærðum við okkur ekki um ef þeir vildu fara að umbylta okkar venjum hér heima. En þetta með aftökurnar er nokkuð sem við skiljum seint. Loftleiðaþotan Snorri Þorfinnsson sem flutti pilagrímana frá Alsír til Jeddha var merkt Air Algerie meðan á flutningunum stóð. Hér hefur einn innfæddur keypt sér sjónvarps- tæki og ber heim á leið. Dagskrá sjónvarpsins er að mestu trúarleg# en klukkan átta á kvöldin eru fréttir á ensku. Þar er svo til eingöngu fjallað um hvað konungsfjölskyldan hefur að- hafst þann daginn. Tveir karlmenn leiðast eins og algengt er i Saudi Arabiu en konum og körlum er bannað að leiðast á almannafæri. MJMJW VÍSIB Laugardagur 18. mars 1978 Rœtt við Björn Stefánsson, sem var viðstaddur er maður var hálshöggvinn á torgínu í Jeddha |FYLLTUMST^^^ OHUGNADI VIÐ AF „Föstudagur eru hinir opinberu refsingardag- ar og svara til sunnudaga hjá okkur. Þá eru stórglæpamenn hálshöggnir, þjófar handar- höggnir og áfengisneytendur barðir með stayr- um. Athöfnin hefst eftira'ð menn koma ur moskunum á hádegi og múgur og margmenni safnast saman á aðaltorgjnu til að fylqjast með. Aðra daga er torgið notað sem bílastæði.Við fyllt- umst óhughaði við aftökuna sem við urðum óvart viðstaddir..." Sviðið sem við Björn Stefánsson starfsmaður Flugleiða erum styddir á, er aðaltorgið í borginni Jeddha í Saudi Arabíu. Dagurinn er ekki hinn hefðbundni refsingardagur, föstudagur, heldur er mánudagur i desember árið 1977. Björn var stöðvarstjóri Flugieiða i Jeddha og þangað flytja Flugleiðir pilagríma ítugþúsunda- tali frá Kano i Nígeriu og Oran í Alsír. Sólin er jafn brennandi heit og aðra daga þennan mánu- dag, hitinn um 40 stig er Björn ákveður að fara inn í borgina að versla í fygld með tveim Flug- leiðamönnum, Grétari Kristjánssyni og Júl* Sæ- berg Þorsteinssyni. Þetta varð eftirminnileg verslunarferð. TÖKUNA Viðtal: Sœmundur Guðvinsson

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.