Vísir - 18.03.1978, Blaðsíða 27

Vísir - 18.03.1978, Blaðsíða 27
27 VISIR Laugardagur 18. mars 1978 „Það fer allt of mikið ó haugana" segir Sigurður Ágústsson, en meðol þess sem honn heldur til hogo er gott sofn gomollo fundorboðo*_____________________________ „Fundarboðasafniö kom eiginlega til sem hliðargrein á frímerkjasafninu, sem ég hef stundað mjög lengi," sagði Sigurður Ágústsson rafvirki, þegar Helgarblaðið fékk að glugga í hið fágæta saf n f undarboða, sem hann hef ur komið sér upp. Sigurður er bróðir Haraldar Ágústssonar viðarsafnara, sem rætt er við hér að framan. Þriðji bróðirinn, Henrik Ágústsson, sem nú er látinn, safnaði lengi litlum bílamódelum og átti orðið gott saf n af þeim. Það hef ur þvi verið mik- ið um sérstæða söfnun í þeirri f jölskyldu. Bláar veifur á háar stangir Fundarboðin i safni Sigurðar eru flest prentuð eða skrifuð á bréfspjöld, sem póststjórnin gaf út frá 1879 og fram á þessa öld. Elstu fundarboðin i safninu eru frá 1904. en alls eru þau eitthvað á annað hundrað talsins. Textinn á fundarboðunum gefur oft skemmtilegar og gagnlegar upplýsingar um liðna tið. Þarna er mikið af fundar- boðum frá Iðnaðarmannafélag- inu. Hinu islenska bókmennta- félagi, Hf. Völundi, sem var fél- ag iðnaðarmanna i byrjun, að þvi er best verður séð, og ýms- um félögum, sem nú eru ekki til. Þar á meðal eru fundarboð frá Lestrarfélagi kvenna i Reykja- vik, Menntamannafélaginu og Telefónfélagi Reykjavikur og Hafnarfjarðar. Frá þvi síðast talda er skemmtilegt fundarboð frá ár- inu 1906, sem Björn Jónsson, siöar ráðherra skrifar undir. Niðurlagsorðin á þvi eru svona: „Félagsmenn ættu nú aö sækja almennilega fundinn, þótt ekki Sigurður Ágústsson með fundarboðasafn sitt. væri til annars en að hiröa ágóð- ann, sem stungið er upp á að verði 10% ” Frá Skautafélagi Reykjavik- ur er send út tilkynning um dansskemmtun árið 1911, þar sem aögangur á að kosta 75 aura. t ein$ og eftirmála, segir að merki veröi gefið þegar svell Hluti mynda Sigurðar hangir á vegg í stofunni hjá honum. Efstu myndirnar eru gerðar úr bárupappa. sé komið á iþróttavöllinn með þvi að dregnar verði bláar veif- ur með fangamarki félagsins.á háar stengur úti á vellinum. Ypsilonbarátta á fundarboðum Sigurður benti okkur á fundarboð frá Hinu islenska bókmenntafélagi frá árunum 1915 og 1916. A þeim árum var Björn M. ólsen forseti félagsins. Hann baröist mikið fyrir upp- töku ypsilons i islensktritmál og kemur sú barátta fram á fundarboðunum, þvi 1915 var skrifaö, að skirt yrði frá hag félagsins á fundinum, en ári seinna átti að skýra frá honum. Einhverjum kann aö finnast aðgangseyrir aö skemmtun Skautafélagsins lágur. Hann var þó mun hærri en menn þurftu að borga á skemmtun Iðnaðarmannafélagsins árið 1908, því þá var hann aðeins 50 aurar. Snemma kom verðbólg- an til sögunnar! A þessari skemmtun átti Stefania Guð- mundsdóttir leikkona að syngja „margar gamanvisur”, eins og það var orðað og Magnús ólafs- son ætlaði að sýna 130 myndir. Ekki var mönnum á þessum tima ætlaður langur timi til undirbúnings fyrir fundina, þvi mörg fundarboðanna upplýsa menn um fund, sem halda átti sama dag og það var sent. Póst- þjónustan hlýtur að hafa verið i góðu lagi i þá daga! Nú eru 20 ár liðin siðan Sig- urður byrjaði að safna fundar- boðunum og enn sagði hann að fyrir kæmi að hann fengi viðbót i safnið. „Ég veit að þetta liggur yiöa, svo það getur alltaf bæst viö , sagði Sigurður. „Annars er BETRA ER GEYMT EN GLEYMT ▼▼▼▼▼▼▼▼ WT' Þetta umslag er frá Jap- an og er um 100 ára gam- alt. mikill hluti safnsins kominn frá einum mannúSr. Eirikur Briem var i mörgum félögum og hélt hann saman fundarboöunum. Ég fékk þau siöan frá Akur- eyri.” Sigurður á margt annað skemmtilegt i fórum sinum. Þar á meðal má nefna gott safn gamalla japanskra bréfa. Eitt þeirra er um 100 ára gamalt. Það fékk Sigurður á sýningu i Sviþjóð , en flest bréfanna hefur hann annars fengið frá Japana sem hann hefur samband við. Við spurðum Sigurð, hvað það væri, sem hann teldi ánægjuleg- ast við söfnun. „Það er kunningsskapurinn sem maður aflar sér við aðra, sem veitir mesta ánægju, sagði hann „Ég hef kynnst fjölmörg- um mönnum innanlands og er- lendis og þá kannski sérstak- lega gegnum skátasafnið. Það eru frimerki sem hafa verið gef- in út i sambandi við skáta. Ég á nú slik merki frá 130 löndum. En ég hef lika verið á kafi i Frimerkjafélaginu hér lengi. Mér hefur aldrei leiðst og það var til dæmis fyrst fyrir nokkr- um dögum, sem ég fékk sjón- varp. Of mikið fer út á hauga Siguröur heldur ýmsum hlut- um vel til haga, sem öðrum finnst ef til vill einskis nýtt. Or þessu býr hann til finleg lista- verk með hjálp tússpennans. A lok af skyrdósum er til dæmis hægt að gera fallegar myndir, úr bárupappa má búa til list- rænar klippimyndir og tómir rakvélapakkar, lok af niður- suðudósum og fjölmargt annaö verður Sigurði efni i listsköpun. Hann hefur aldrei lært neitt i myndlist, en hefur fengist við myndgerðina i um 20 ár. Sér- staka athygli vekur að i flestum myndanna er mikiö af örlitlum svörtum manneskjum. Þetta sagði Sigurður að væru svörtu kallarnir sinir, sem fylgdu sér viða. Raunar virtist okkur aö þeir væru eins konar fanga- mark. Þeir skjóta upp kollinum á fyrsta dags umslögum og við- ar og eru engu likir. „Jú, það er margt sem ég nýti og geymi,” sagði Sigurður. „Ef vel er um hlutina gengið, geta þeir geymst lengi. Það fer allt of mikið á haugana. Það er aldrei að vita nema einhver geti haft gagn af þvi sem geymt er.” Hér eru „litlu svörtu kall- arnir" í römmum úr tóm- um rakvélablaðaköss- um. 'M; Myndir: Jens Alexondersson 09 Ðjörgvin Pálsson Þetta borð smíðaði Haraldur úr afgöngum af viðar- sýnum. I borðplötunni eru 110 mismunandi viðarteg- undirog með borðinu fylgir skrá yfir þær allar. Sagðist hann hafa taliö þýsku safni Haraldar um viö eru á henta iðnaðarmönnum betur en þýsku. enska. Flestar bækurnar i bóka- A milli þess sem Haraldur skrifar bækur um viö safnar hann islenskum oröum tengdum fræöigreininni, ýmist orðum sem honum dettur i hug að nota megi eða gömlum oröum, sem hann vill varðveita. Skriftirnar ganga fyrir „Skriftirnar hafa orðiö til þess aö ég hef ekki haft eins mikinn tima til að sinna safninu ogskyldi,” sagði Haraldur. „Ég býst við að þannig veröi það áfram. Ég vil láta skriftirnar ganga fyrir.” Þrátt fyrir það bætist viö viðarsafnið á hverju ári og telur það nú, eins og áður sagöi, rúm- lega 1500 sýni. Til marks um það hversu stórt safniö er á heims- mælikvarða má geta þess, að fyrir nokkrum árum fékk Har- aldur styrk úr Visindasjóöi til að læra að skera niður tré i Osló. I viöarsafni skólans voru þá 450 sýni, en á sama tima voru i safni Haraldar 1200 sýni. PASSAMYNDIR teknar í litum tilbúnar strax I barna x. f lölskyldu Sift OSMYNDIR TURSTRÆTI 6 S.12644 Bifreiðastillingin Smiðjuvegi 38, Kópavogi simi 76400. Allar bifreiðastillingar og viðgerðir á sama stað. Fljót og góð þjónusta. Bifreiðastilling Smiðjuvegi 38, Kópavogi Simi 76400

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.